Morgunblaðið - 11.10.1979, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.10.1979, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 1979 17 20. október var 23 ára stúdentaleiótogi, Oliviero Castaneda (t.v.) skotinn til bana, nokkrum mínútum eftir að hann hafói flutt ræðu þar sem hann andmælti hörku þeirri, sem verkfallsmenn höfðu verið beittir nokkru óður í deilu vegna hækkunar fargjalda meö almenningsvögn- um. Nafn Castanedas hafði birzt á dauðalista „Hers andkommúnista" tveimur dögum áður. Meðal þeirra sem einnig héidu ræðu á umræddum fundi voru Manuel Colom Argueta (á vinstri hliö Castaneda), leiðtogi byltingarfylkingarinnar í Guatemala en það er samfylking frjálslyndra og vinstrimanna. Argueta var myrtur í marz 1979. Lengst til hægri situr René Schlotter de Leon, heiðursforseti Kristilega demókrataflokksins í Guatemala, en hann slapp naumlega lífs er reynt var að ráöa hann af dögum í október 1978. eru handteknir þegar þeir ætla að ná tali af verkalýðsmálaforingja ríkistjórnarinnar. 7. desember 1978 Þá voru tveir trúnaðarmenn Camino Real hand- teknir. Síöar voru tveir starfsmenn hótelsins fangelsaðir. 9. desember 1978 Her andkomm- únista birtir nýjan lista yfir rétt- dræpa. Á honum eru nöfn verka- lýðsforingja. H.desember 1978 Þann dag finn- ast 17 lík. Blöðin telja þetta frétt þar sem fjöldi líka, sem daglega hafa fundist að undanförnu, hafi ekki veriö aö meðaltali nema 5—6. 20. desember 1978 Séra Carlos Stette, eftirmanni bandaríska prestsins Bill Woods, sem beiö bana í dularfullu flugslysi árið 1976, var rænt í Huethuetenango. hann var sakaður um stjórnar- andstöðu og rekinn úr landi. 21. desember 1978 Arnaldo Alvar- ez Ruiz, innanríkisráöherra, sviptir hjúkrunarsamband Guatemala réttindum með skírskotun til þess að það hafi veitt stjórnarandstæð- ingum stuöning. 28. desember 1978 Fundin átta lík, flest óþekkjanleg. 29. desember 1978 Stjórnmála- og lögregluyfirvöld viðurkenna að um 30 manns týni daglega lífi vegna aðgerða ofbeldismanna. 2. janúar 1979 Þann dag finnast 15 lík á ýmsum stöðum í landinu. 3. janúar 1979 Her andkommúnista birtir þriöja listann yfir þá, sem hann telur réttdræpa. Á honum eru 23 nöfn, meöal þeirra kunnir verkalýðsforingjar og háskóla- borgarar. 8. janúar 1979 Sjö lík finnast. Sex hafa verið skotnir, einum drekkt. Nöfn píslarvotta ókunn. 10. janúar 1979 Enrique Garcia Castellanos, blaöafulltrúi og ritari tryggingastofnunar er handtekinn í endurhæfingarmiðstöð. Honum er ekið burt í bifreið. Yfirmanni trygg- ingasamtakanna ógnað. Hann flýr land. 16.janúar 1979 Fréttamenn blaða í Guatemala fullyrða að frá því í október hafi yfir 100 lík fundist, sem öll báru merki margvíslegra misþyrminga. 22. janúar 1979 Upplýst er að 23 verkamenn hafi verið fangelsaðir vegna rangra sakargipta 'og að verkalýösforingjar hafi setið í fang- elsum í samtals 613 sólarhringa. 24.janúar 1979 Mahnel Antonio Mascoso Zaldana leigjandi í húsi verkalýösforingjans Israei Maques, drepinn aö því er talið var í misgripum. 31.janúar 1979 Tólf lík finnast. Flestir píslarvottanna hafa veriö drepnir meö því að aka bifreiðum yfir þá. Auk þess finnast tvö lík í Nueva Conception. Mennirnir hafa verið pyntaðir og skotnir, Stað- hæft er af forsvarsmönnum ríkisspítalans í Guatemala að í janúarmán. hafi 240 manns verið myrtir. 2.febrúar 1979 Sex lík finnast á ýmsum stööum með verksum- merki þeirra misþyrminga sem beitt er af dauðasveitunum. 5.febrúar 1979 Kunn eru nú nöfn átta af þeim fjórtán líkum, sem fundust nýlega. Til viðbótar finnast tvö lík í úthverfi Guatemalaborgar. Þau eru meö skotsár og misþyrm- ingaeinkenni dauðasveitanna. 9.febrúar 1979 Fyrirliði samtaka verslunarfólks, Miguel Valdes, er drepinn. 20. febrúar 1979 Sjö menn særðir skotsárum, fluttir í sjúkrahús. Þrettán lík með verksummerki pyntinga fundust í Guatemala- borg. 21. febrúar 1979 Lík, auðkennd með skotsárum og misþyrmingum, finnast í Villa Nueva. 22. febrúar 1979 Lík Luis Fernando Forno og konu hans, sem rænt var 13 febrúar 1979 í Guatemalaborg finnast í Escuintla. Þau hafa verið grafin upprétt og höfuð eru ofan moldar. Líkin bera merki um hnífstungur og högg. Þessi við- bjóðslega greftrun vakti almenna andstyggö vegna birtinga mynda í blöðum, sem leiddu til þess að kennsl voru borin á líkin tvö, þótt þau fyndust í mikilli fjarlægð frá staönum þar sem mannránið var framið. 23. febrúar 1979 Fimmtán lík, sem báru merki um pyntingar, finnast. Tvö eru af mönnum, sem rænt hafði verð fyrir nokkru. 27.febrúar 1979 Sex ókennd lík finnast í landinu. 4. mars 1979 Fimm lík, sem öll báru merki um pyntingar, finnast á fimm stöðum í landinu. 14.mars 1979 Lík Samuel Sacul, bændafyrirliða í San Luis, finnast fimm dögum eftir að honum var rænt. 22.mars 1979 Fimm lík, auökennd af misþyrmningum, finnast á götu í El Progreso. 27.mars 1979 Níu lík finnast, flest þekktust. í þremur borgum eru þrír menn skotnir. 3.aprfl 1979 Sex ókennd lík finnast í fjórum borgum. 5. apríl 1979 Ellefu ókennd lík finnast í Guatemalaborg og annars staöar í landinu. S.apríl 1979 Sjö ókennd lík finnast. Þar viröast dauðasveitir hafa verið aö verki. lO.apríl 1979 Níu lík fundin í Guatemalaborg. þau eru með sár eftir hnífa og skot. Níu ókennd lík finnast annars staðar í landinu. 20.apríl 1979 Konurnar Rosa Maria Wantland Garcia og Yol- anda Urizar Martimes, báöar lög- fræðingar verkalýössamtaka og Florence Xcop, starfsmaður verka- mannasambands handteknar á flugvelli Guatemalaborgar, þar sem þær dreifðu bæklingum um ár barnsins. Þær höfðu verið að fylgja kunnum verkalýðsforingja til flug- vélar, sem flutti hann í útlegð. 26. aprí 1979 Biskupinn John Christopher er rekinn í útlegð. 27. aprtl 1979 Tuttugu og sex menn særast í skotáraás, sem var í námunda við El Paron fangelsi. Fimmtán lík finnast í landinu. 28. apríl 1979 Samband háskóla í Mið-Ameríku fordæmir hótanir, sem her andkommúnista hefur haft uppi við Dr. Saul Orsiro, rektor háskólans í San Carlos. Hann hefur ásamt nokkrum stúd- entum verið á fordæmingarlista hersins frá 18. október. Dr.Carlos baö stjórnina að veita þeim vernd, sem ógnað hafði verið. Innanríkis- ráöherrann svaraöi með því aö fullyrða aö sjálfir ættu þeir að gæta sjálfra sín. 30.apríl 1979 Átta vopnaðir menn koma á Panzos svæðið í óskráð- um bifreiðum. Þeir hafa meðferðis lista yfir 11 smábændur, sem þeir ætla aö handtaka. Tveir bændur eru drepnir. Ofbeldismennirnir hafa bændurna Juan Caal Guz og Felipe Caal Tiul á brott með sér. Síöari hluta apríl mánaðar er stúdentaforinginn Alberto Horn- andez skotinn er hann var á leiö til háskólans. 2.maí 1979 Átta lík finnast með verksummerki pyntinga, tvö í Guatemalaborg, fjögur í Chiqui- mula. 4. maí 1979 Þingmaðurinn Carlos Gallardo Flores ákveður aö flýja land eftir að hann hefur nokkrum sinnum orðið fyrir misheppnuöum morötilraunum. 5. maí 1979 Fjölskyldur bændanna Juan Caal Guz og Felipe Caal Tiul bera kennsl á lík þeirra eftir að þau voru grafin upp. Níu lík finnast á ýmsum stöðum í landinu. 6. maí 1979 Átta lík finnast í ýmsum héruðum. 8.maí 1979 Enn finnast 12 lík í landinu. 11. maí 1979 Sjö lík finnast. 12. maí 1979 Níu lík finnast. Öll báru augljós einkenni um pynt- ingar fyrir líflát, 14. maí 1979 Enn finnast 11 lík síöasta sólarhringinn. Allir höfðu verið pyntaðir áður en þeir voru drepnir. 15. maí 1979 Tíu lík finnast víðs vegar í landinu. 16. maí 1979 Átta morð framin. 17. maí 1979 Samkvæmt upplýs- ingum blaðanna hafa að meðaltali 8 lík fundist daglega með auð- kenni þess að píslarvottarnir hafi veriö pyntaðir áður en þeir voru drepnir. Lögreglan vinnur að könn- un á réttmæti þessara staðhæf- inga. Ríkislögreglan telur að dauðasveitirnar hafi drepið marga tugi manna undanfarinn hálfan mánuð. 23. maí 1979 Ellefu lík finnast, öil bera vitnisburð pyntinga fyrir líflát. 24. maí 1979 Catalíno Cussul Lop- ex formaður sambands einkalög- reglumanna er myrtur. 25. maí 1979 Formaöur bankaritara í Guatemala handtekinn af óein- kennisklæddum mönnum. Óttast er að hann veröi drepinn. Banka- menn hóta verkfalli. 26. maí 1979 Sjö lík finnast með augljósum verksummerkjum mis- þyrminga. 29.maí 1979 Enn finnast sjö lík illa leikin. Við teljum að ofanritaður annáll gefi einungis takmarkaðar upplýs- ingar um þá ógnaröld, sem ríkti í Guatemala þetta eina ár. Hins vegar ætti hann að vekja alla til fullvissu um hið ægilega ofbeldi, sem þjóð Guatemala var beitt alla daga. Viö látum okkur ekki koma til hugar að ofbeldi sé einungis beitt af valdstéttunum og skó- sveinum þeirra gegn þeim, sem taldir eru vinstri sinnaðir. Samt sem áður eru flestir, sem kannaö hafa þessi mál sammála um að mikill meiri hluti píslarvotta morð- sveitanna, hafi verið stjórnarand- stæðingar og týnt lífi af þeim sökum. Alit þetta ár hefur Amnesty International skráð staðhæfingar stjórnvalda um ofbeldisverkin. Þau hafa margneitað því að öryggis- sveitir hennar eigi beinan þátt í morðunum. Hins vegar er hafið yfir allan efa að tengsl morðsveitanna við stjórnvöldin eru mjög náin og að þær fái auðveldlega frá þeim allar upplýsingar um þá, sem grunaðir eru um stjórnarandstöðu. Þó að morðsveitirnar séu ekki beinlínis á vegum stjórnarinnar, er auðsætt að framferði þeirra er henni mjög að skapi. Aðstandendur píslarvottanna hafa þráfaldlega leitað til stjórn- valda með bænir um að þau aflétti þessum ófögnuði og aö illvirkjarnir verði dregnir fyrir lög og dóm. Kröfur þeirra hafa árangurslaust verið studdar af forsvarsmönnum mannréttinda víðs vegar. Hinn 27. febrúar 1979 svaraði forsetinn, Lucas Garcia, þessum tilmælum með því að staðhæfa aö ofbeldi væri í ætt við ofnæmi sem fólk yrði að sætta sig við og umbera. í öðru tilviki taldi hann að töfralyf ein gætu komiö í veg fyrir að ofbeldi væri beitt í landinu. Varaforsetinn, Francisco Villagran Kramer, hefur margsinnis hótað að segja af sér og borið við heilsu- leysi. í einkasamtölum hefur hann hins vegar skýrt frá því að ástæð- an sé sú að stjórnin geri ekkert til þess að koma í veg fyrir ofbeldis- verk og mannréttindabrot og sjálf- ur hafi hann ekkj. völd til þess. Villagran Kramer er Ijóst að hans eigið líf væri í hættu ef hann segði af sér enda hrökk það út úr honum í samtlai við fréttamann Reuters 22. mars 1979 að dauði eða útlegð yrðu örlög þeirra, sem reyndu að berjast fyrir réttlæti í Guatemala. í engum tilvikum morða eða mann- rána á því eina ári, sem hér hefur verið rætt, hefur Amnesty International orðið þess áskynja að opinber rannsókn hafi átt sér stað eða að neinn sökudólganna hafi hlotið refsingu. Við íhugun þess, sem skráö hefur verið um það eina ár, sem leið frá fjöldamorðunum í Panzos er skylt að staðfesta réttmæti þeirrar yfirlýsingar, sem gefin var af Lýöræðisfylkingunni gegn kúg- un, en hún er á þessa leið: „Blóðbaðið í Panzos táknar upphaf ægilegustu kúgunaröldu í Guatemala. A þeim degi hófst tímabil síaukinna ógnana, fangels- ana, manndrápa, pyntinga, fjölda- morða og landráns." Amnesty International hefur lát- ið skrá framangreindan annál og ákveðið aö birta hann öllum þjóð- um 15. september 1979 á 141. áfmælisdegi sjáifstæðis Guate- mala. Síðari hluti annáls ársins 1979 og allra daga allra ára, sem síðar munu upp renna er enn óskráður. Það er á valdi stjórnar landsins og annarra íbúa þess hvort hann verður jafn óhugn- anlegur aflestrar og sá sem nú hefur verið skráður vegna tíma- bilsins, sem nefnt hefur verið Dagatal ofbeldisins frá 29. maí 1978 til jafnlengdar ári 1979.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.