Morgunblaðið - 11.10.1979, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 11.10.1979, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 1979 47 Pólverjar í miklum erfiðleikum með íslenska landsliðið EKKI er annað hægt að segja en að íslendingar hafi staðið sig eins og sannkailaðar hetjur í landsleiknum við Pólverja í Kraká í Kœrkvöldi. Póiverjum var það mikið mái að skora sem allra mest af mörkum og lögðu allt kapp á slíkt. íslcndingar veittu hins vegar svo öfluga mótspyrnu, að ekkert varð úr markahátíðinni að sinni. Pólverj- ar skoruðu að vísu tvö mörk, en lengi þurftu hinir rúmlega 20.000 áhorfendur í Kraká að bíða eftir mörkunum. Staðan í hálfleik var 0—0 og þó að í fyrri hálfleik hafi Pólverjar farið illa með nokkur góð færi, þá hefðu íslendingar með heppni getað potað einu sinni eða svo. Fjörugur leikur Leikurinn var þegar í stað hinn fjörugasti, Pólverjar óðu upp í stórsókn og áhorfendur öskruðu af hrifningu. íslenska markið slapp naumlega á fyrstu mínútunum, en á þeirri elleftu náðu íslendingar skyndisókn sem lauk með því að Asgeir Sigurvinsson skaut þrumu- skoti í belginn á stæðilegum pólskum varnarmanni og af hon- um hrökk knötturinn langt út á völl. Hollir vættir í liði íslands A 14. og 16. mínútu slapp íslenska markið með ólíkindum vel, en tvívegis virtist ekkert annað en mark blasa við. Roman Ogaza klúðraði fyrst, þegar hæg- ara hefði verið að skora. Síðan var það hinn smávaxni og sköllótti Gregroz Lato sem mokaði knettin- um yfir íslenska markið í dauða- færi. íslendingar svöruðu með hörkuskoti Ásgeirs yfir pólska markið og rakleiðis upp í stúku. Pólland ísland £mm w Dýri Guðmundsson bjargaði glæsilega með stórutánni á 25. mínútu en þá var pólskur fram- herji kominn í hið ágætasta færi. Var leiðin fyrir hann að marki greið, eða þar til fóturinn langi á Dýra kom aðvífandi. Fimm mínút- um síðar voru það Pólverjar sem sluppu fyrir horn. Þá barst til- viljakennd sending inn í vítateig Póllands og munaði aðeins hárs- breidd að Ásgeiri tækist að pota knettinum á leiðarenda. Pólverj- arnir bægðu hættunni frá. Víti? Á 31. mínútu lék markakóngur- inn Pétur Pétursson inn í vítateig Póllands, þar sem tekið var á móti honum eins og sönnum marka- kóngi. Hann var felldur gróflega. Var það mál íslendinga að þarna hefði dómarinn danski átt að dæma vítaspyrnu, en hann var ekki á þeim brókunum og létti ■J ,v -S. •*' " - 'V . ,*v '' * ■' • Marteinn Geirsson lék i gærkvöldi sinn 45. landsleik i knattspyrnu og jafnaði þar með landsleikjamet Matthíasar Hallgrimssonar í A. Var þetta merkur áfangi hjá Marteini. Þeir Árni Sveinsson og Ásgeir Sigurvinsson léku sína 25. landsleiki og fá gullúr frá KSÍ í viðurkenningarskyni. Pólverjum mikið við það eins og gefur að skilja. Þeir héldu síðan áfram uppteknum hætti, sóttu og sóttu og engu munaði á 45. mínútu að þeim tækist að skora, en Jóhannes fyrirliði Eðvaldsson var svo heppinn að verða fyrir knett- inum á marklínu og bjarga. Loks skora Pólverjar Pólverjar skoruðu loks á 55. mínútu og var rnarkið mjög tilvilj- unarkennt. Zbignwe Boniek, lang- besti leikmaður Pólverja í leikn- um, skaut þá þrumuskoti inn í frumskóg varnarmanna. í ein- hvern þeirra hrökk knötturinn, barst síðan til Roman Ogaza, sem skoraði með góðu skoti utan úr vítateig. 1—0 fyrir Pólland og ísinn brotinn. Sókn Pólverja þyngist Það var eins og þungu fargi væri létt af Pólverjum og sókn þeirra varð hálfu þyngri. Þeir skiptu sóknarmanninum Szybis inn á fyrir varnarmanninn Terl- ecki og gerði Szybis þessi usla í vörn Islendinga. Þorsteinn Bjarnason varði meistaralega þrumuskot Vojzek Rudy og nokkru síðar bjargaði Dýri naum- lega eftir að Þorsteinn hafði misst af knettinum í úthlaupi. 2—0 fyrir Pólland Þrátt fyrir hetjulega baráttu íslendinga, þá lá annað mark í loftinu og það kom loks á 76. mínútu. Boniek var enn á ferðinni og lék þá Jóhannes Eðvaldsson grátt inni í vítateignum. Jóhannes greip þá í peysu Boniek og hélt honum. Dómarinn danski var hins vegar á næstu grösum og sá prakkarastrik Jóhannesar. Dæmdi hann umsvifalaust vítaspyrnu, sem Roman Ogaza skoraði úr annað mark Póllands. Engu mun- aði að Þorsteinn Bjarnason verði vítið, hann kastaði sér í rétt horn, hafði hendur á knettinum, en hélt honum ekki og inn lak hann. Pólverjar reyndu enn að bæta við mörkum, Lato tókst með ólík- *«ÍP: Teitur Þórðarson lék í gærkvöldi með islenska landsliðinu að nýju eftir nokkurt hlé, og átti góðan leik, þrátt fyrir að honum tækist ekki að skora mark. indum að skjóta yfir opið markið frá markteig og Þorsteinn varði meistaralega með úthlaupi frá Szybis, sem hafði fengið gullfall- ega stungusendingu frá Boniek. En fleiri urðu mörkin ekki og vænkaðist hagur Hollendinga mikið við það. Pólverjar hafa nefnilega lakari markatölu heldur en Holland. Pólland hefur að vísu einu stigi meira, en á eftir að leika gegn Hollandi á útivelli og er það leikur sem fáir spá Pólverjum sigri í. Undarleg sveifla Sem fyrr segir, er ekki annað hægt að segja en að íslendingar hafi staðið sig vonum framar. 0—2 tap á útivelli gegn þessu liði er ekkert til að skammast sín fyrir, síður en svo. Margar stærri knattspyrnuþjóðir hafa fengið verri útreið hjá Pólverjum. Sann- leikurinn er sá, að Islendingar börðust vel og gáfu ekkert eftir. Pólverjar fengu aldrei frið til að byggja upp draumasóknir sínar og þó að þeir hafi lengst af haft knöttinn við sínar fætur og sótt án afláts, náðu þeir aldrei nægilega góðum tökum á hörðum varnar- mönnum íslands. Enginn stóð sig öðrum fremur, betur liðsheild var styrkur íslands. En furðulegt er engu að síður að bera gang þessa ieiks saman viö hina Evrópubikarleikina fjóra sem Island hefur leikið á þessu ári. Einn þeirra, leikurinn í Bern, er undanskilinn, en gegn Sviss heima, Hollendingum og Austur- Þjóðverjum heima og nú Pólverj- um úti, hefur íslenska landsliðið ávallt skilað mjög góðum fyrri hálfleik, staðan í öllum þessum leikjum hefur verið 0—0 í hálfleik. En sem kunnugt er, urðu loka- tölur þeirra 1—2, 0—4, 0—3 og nú 0—2. Hví alltaf þessar magalend- ingar í síðari hálfleik? Liðin voru þannig skipuð: ISLAND Þorsteinn Bjarnason, Örn Óskarsson, Trausti Haralds- son, Dýri Guðmundsson, Jóhannes Eðvaldsson, Marteinn Geirsson, Árni Sveinssont—Asgeir Sigur- vinsson, Atli Eðvaldsson, Pétur Pétursson og Teitur Þórðarson. PÓLLAND: Kukla, Szymanovski, Janas, Rudy, Nawalka, Lipka, Wiezorek, Boniek, Ogaza, Lato og Terlecki. Varamaður Szypic. Pétur Pétursson og Jóhannes Eðvaldsson voru bókaðir í leikn- um. Staðan í 4. riðli: Pólland 7 5 11 12-3 11 Holland 6 5 0 1 16-3 10 A-Þýskal. 6 4 1 1 11—6 9 Sviss 7 2 0 5 5-13 4 ísland 8 0 8 0 2-21 0 Forest á toppinn NOTTINGHAM Forest náði for- ystu í 1. deildinni ensku í gær- kvöldi þrátt fyrir að liðið tapaði stigi gegn Stoke. Brendan O’Call- aghan náði forystu fyrir Stoke á 62. minútu, en Garry Birtles tókst að jafna fyrir Forest þegar aðeins 8 mínútur voru til leiks- loka. Úrslit í gærkvöldi urðu þessi. Tottenham — Norwich 3-2 WBA — Man. Utd 2-0 2. DEILD: Leicester — Cambridge 1-0 Newcastle — Preston 0-0 Chelsea — West Ham fr. komst tvívegis yfir í leiknum, Martin Peters og Kevin Reeves skoruðu mörk liðsins. Enska knatt- spyrnan 1. DEILD: Man. City — Middlesbr. 1—0 Stoke — N. Forest 1—1 Manchester Utd féll af toppnum með tapi sínu gegn West Brom- wich. United ætlar illa að ganga að ná festu í leik sinn. Fyrri hálfleikurinn var markalaus, en í þeim síðari tókst John Deeham og Bryan Robson að skora fyrir WBA. Tottenham vann frekar óvænt- an sigur á Norwich á heimavelli sínum. Glenn Hoddle skoraði strax á 20. sekúndu og sló það Norwich út af laginu. Hoddle skoraði annað mark siðar og Ricardo Villa það þriðja. Norwich TVEIR vináttulandsleikir fóru fram í gærkvöldi. Norður-írar sigruðu Nýja Sjáland 2—0. Alb- anía og Frakkland gerðu jafn- tefli 2—2, í landsleik 21 árs og yngri. Fór leikurinn fram í Tir- ana Albaniu. Þá leku Finnar og Vestur-Þjóðverjar í undankeppni Oiympíuleikanna og gerðu markalaust jafntefli. Leikurinn fór fram í Ilclsinki að viðstödd- um 2800 áhorfendum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.