Morgunblaðið - 11.10.1979, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.10.1979, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 1979 Ot m „íslenzk fyrirtæki” komin á markaðinn Nýjung: Lítra PEPSI á markaðinn SANITAS h.f. hóf nýlega fram- leiðslu á Pepsi i 1 litra flöskum og er það nýjung hér á landi. — Ragnar Birgisson framkvæmda- stjóri sagði i samtali við Morgun- blaðið að þessi nýjung væri sett á markaðinn til að keppa við Coca Cola. Það hefði borið mikið á því að fólk spyrði eftir Pepsi í lítraflösk- um og væri augljóst að markaður fyrir stærri einingar væri vaxandi. Sanitas er þegar með Seven Up-Iitra flöskur í framleiðslu. Ragnar sagði að þeir hefðu samið við fyrirtæki í Portúgal um fram- leiðslu á flöskunum. Flöskurnar væru ekki með límmiða eins og minni flöskurnar af Pepsi heldur væru allar upplýsingar inngreyptar í flöskuna, sem sjálf væri formfögur. Aðspurður um frekari nýjungar fyrirtækisins sagði Ragnar að í bígerð væri að koma svaladrykknum MIX á markað hér á Stór-Reykjavík- ursvæðinu, en það hefur til þessa verið framleitt á Akureyri fyrir markaðinn þar nyrðra. UPPSLÁTTARBÓKIN íslenzk fyrirtæki er nú komin út i tíunda sinn, en það er Frjálst framtak sem gefur hana út. Hér er um nokkurs konar afmælisútgáfu að ræða og sögðu forráðamenn fyr- irtækisins, að bókin hefði verið endurbætt verulega frá þvi í fyrra og er hún nú 932 blaðsiður að stærð, og mætti ætla að aldrei hafi áður birst jafn yfirgrips- miklar upplýsingar um íslenzk fyrirtæki, félög og stofnanir. í Islenzkum fyrirtækjum eru upplýsingar, sem gerðar eru í samráði við forráðamenn fyrir- tækja og eru svo unnar í tölvu Frjáls framtaks. Að sögn útgef- enda er það þeirra álit, að slík bók verði ekki unnin á annan hátt eigi hún að uppfylla kröfur notenda, enda sé um að ræða flókna flokk- un mikils magns upplýsinga úr aðalskrá í hliðarskrá, svo sem viðskiptaskrá og umboðsskrá. íslenzk fyrirtæki inniheldur upplýsingar um öll starfandi fyr- irtæki á Islandi, svo og félög og stofnanir. Bókinni er skipt niður í aðalskrá, viðskipta- og þjónustu- skrá, umboðaskrá og útflytjenda- skrá. Þá eru upplýsingar og leið- beiningar á ensku fyrir erlenda viðskiptaaðila og dagbók þar sem er að finna upplýsingar um kaup- stefnur og vörusýningar. I aðalskrá eru margvíslegar upplýsingar um öll fyrirtæki svo sem nafn, heimilisfang, símanúm- er, nafnnúmer, söluskattsnúmer, telexnúmer, stofnár, stjórn, stjórnendur, helztu starfsmenn, starfsmannafjölda, starfssvið, umboð og fleira. Viðskipta- og þjónustuskráin er eina skrá sinnar tegundar, sem nær yfir bæði höfuðborgarsvæðið og landsbyggðina. Þar eru skráðir framleiðendur og seljendur um ÍSLENSK FYRIRTÆKI 1979 UPPSLÁTTARRIT FYRIR FYRIRTÆKI FÉLÖG OG STOFNANIR ICELANDIC FIRMS 1979 OIRECTORY OF FIRMS ASSOCIATIONS AND INSTITUTIONS IMPORTERS— EXPORTERS tvö þúsund vöru- og þjónustu- flokka. Umboðsskráin er að sögn for- ráðamanna útgáfunnar ítarleg- asta umboðsskrá sem gefin hefur verið út hér á landi. Þar er erlendum vörumerkjum og fyrir- tækjanöfnum raðað í stafrófsröð með upplýsingum um umboðs- menn á Islandi. Ritstjóri íslenzkra fyrirtækja er Halldór Valdimars- Forsiða „íslenzkra fyrirtækja“. VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMAL - ATHAFNALÍF Umsjón: Sighvatur Blöndahl Flugleiðir loka ekki i New York í NÝ0TKOMNUM Félagspósti Flugleiða segir að enginn fótur sé fyrir sögusögnum um að flug- afgreiðslu Flugleiða á Kennedy- flugvelli í New York verði lokað Framleiðendur og seljendur húsgagna- og innréttinga í VÍ: 35% innborgunarskylda á húsgögnum verði afnumin um næstu áramót og Pan Am taki við allri afgreiðslu. Þá kemur ennfremur fram að engar frekari fækkanir á starfsliði standi þar fyrir dyrum, aðrar en þær sem til framkvæmda komu í síðasta mánuði. í Félagspóstinum kemur einnig fram að sú breyting hafi verið gerð á vetraráætlun félagsins til útlanda, að áætlunarflug til Fær- eyja leggist niður. Flug til Gauta- borgar verður einnig lagt niður og starfsemi félagsins þar endur- skoðuð. VERZLUNARRÁÐ íslands gekkst nýlega fyrir fundi um innborgun- arskyldu á húsgögnum, en eins og kunnugt er, er innflytjendum hús- gagna og innréttinga gert að greiða 35% al fob-vcrði vöru á reikning í Seðlabanka íslands til þriggja mán- aða. Til fundarins voru boðaðir fulltrúar húsgagna- og innrétt- ingaframleiðenda- og seljenda. er aðiid eiga að Verzlunarráðinu. Á fundinum var lögð fram ítarleg greinargerð um innborgunarskyldu, þar sem fjallað var um slíkar reglur á fræðilegum grundvelli, auk þess sem fjallað var um notkun þeirra hér á landi. Var bent á , að sérfræðingar teldu beitingu innborgunarskyldu ekki æskilega og að áhrif slíkra aðgerða væru yfirleitt mun minni en menn ætluðu vegna utanaðkomandi aðstæðna. Væri innborgunarskylda því yfirleitt ekki til gagns, en flækti aftur á móti gjaldeyriskerfið og gerði innflytjendum og að ýmsu leyti framleiðendum erfitt fyrir. Var einn- ig bent á, að innborgunarskyldu væri engan veginn hægt að kalla varan- lega lausn á vandamálum húsgagna og innréttinga, nema síður væri. Fundarmenn lýstu sig í meginatr- iðum sammála efni þessarar greinar- gerðar. Bentu þó fulitrúar úr hópi framleiðenda á, að ýmsir þeirra teldu aðgerð sem þessa sér til gagns, að því gefnu, að til kæmu stórauknar ráð- stafanir til að gera iðnfyrirtækjum kleift að stunda endurskipulagningu og hagræðingu í rekstri. Þetta hefði hins vegar ekki gerzt og væru því forsendur fyrir þessum innborgun- arreglum brostnar. Yar bent á, að svokallað 6% jöfnunargjald hefði átt að renna til iðnaðarins í þessu skyni, en aðeins lítill hluti þess hefði skilað sér, og horfur væru á, að ríkissjóður myndi fljótlega taka allt það fjár- magn til sín. Á fundinum var svo samþykkt eftirfarandi ályktun: „í ársbyrjun var innflytjendum húsgagna og innréttinga gert að greiða 35% af verðmætum slíks innflutnings á bundinn reikning í Seðlabankanum. Þessar innborganir eru bundnar í 3 mánuði og bera nú 27% vexti. Er ætlunin, að þessi innborgunarskylda gildi til ársloka 1980. Strax í upphafi var ljóst, að þessi aðgerð var fáum til gagns og flestum til skaða. Ástæðan er sú, að mörg fyrirtæki eru með blandaðan rekstur og enn önnur flytja inn ýmsa hluti, ýmist hálf- eða fullunna, til sinnar framleiðslu, sem greiða verður af aðf lutningsgj öld. í ítarlegri greinargerð, sem Verzl- unarráð Islands hefur tekið saman, kemur greinilega fram, hversu óæskileg slík innborgunarskylda er. Hún vinnur jafnvel gegn hagsmun- um þeirra, sem henni er ætlað að hjálpa. Framleiðendur og seljendur hús- gagna og innréttinga í Verzlunarráöi Islands skora því á ríkisstjórnina að afnema þessa innborgunarskyldu í áföngum fyrir næstu áramót. Jafn- framt vill fundurinn hvetja til þess, að mörkuð verði uppbyggjandi at- vinnustefna, sem skapar innlendum atvinnurekstri stöðugt verðlag, raunhæfa gengisskráningu, hóflega skattlagningu, eðlilegan aðgang að fjármagni og frjálsa verðmyndun." Nýting... FARÞEGANÝTING í innan- landsflugi Flugleiða fyrstu átta mánuði ársins var 65,6% og hleðslunýting 60,6%. Á sama tíma á síðasta ári var farþeganýtingin 65,0% og hleðslunýting 59,5%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.