Morgunblaðið - 11.10.1979, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.10.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 1979 23 Veður víða um heim Akureyri Amsterdam Aþena Barcelona Berlín BrUssel Chicago Feneyjar Frankturt Genl Helsinki Jerúsalem Jóhannesarb. Kaupmannah. Las Palmas Lissabon London Los Angeles Madríd Malaga Mallorca Miami Moskva New York Ósló París Reykjavík Rio De Janeiro Rómaborg Stokkhólmur Tel Aviv Tókýó Vancouver Vínarborg 2 slydda 21 heióskírt 23 skýjað 23 skýjað 20 heiðskírt 22 heiðskírt 11 skýjaö 11 mistur 23 skýjað 18 þoka 11 skýjað 27 heiöskírt 27 heiðskírt 15 heiðskírt 24 léttskýjað 21 skýjað 21 skýjað 26 heiðskírt 26 skýjað 20 alskýjað 21 rigning 28 skýjað 11 heiöskírt 35 skýjað 10 skýjað 21 rigning 4 iéttskýjað 29 skýjað 24 heiöskírt 10 skýjað 28 heiðskírt 24 skýjað 17 heiðskírt 15 heiðskirt Þetta gerdist 11. október 197G — Fréttir frá Kína um handtöku ekkju Maos og þriggja annarra. 1973 — ísraelskt skriðdrekalið sækir frá Golan-hæðum til Dam- askus. 1968 — Hálf milljón manna heimilislausir eftir fellibyl í Beng- al. 1962 — Jóhannes páfi XXIII setur annað Vatikan-þingið. 1933 — Ríki Rómönsku Ameríku undirrita griðasáttmála í Rio de Janeiro. 1915 — Brezka hjúkrunarkonan Edith Cavell tekin af lífi í Brússel. 1899 — Winston Churchill siglir til Suður-Afríku til að fylgjast með Búastríðinu fyrir „Morning Post“. 1871 — Eldsvoðanum mikla í Chicago lýkur. 1828 — Rússar taka Varna i stríði við Tyrki. 1797 — Bretar sigra hollenzkan flota við Holland. 1779 — Póiski aðalsmaðurinn Cayimlr Pulaski fejlur í orrust- unni við Savannah, Georgíuríki. 1776 — Bretar sigra nýlenduher undir forystu Benedict Arnolds við Champlain-vatn. Aflnæli. James Barry, enskur list- málari (1741—1806) — Eleanor Roosevelt bandarísk forsetafrú (1884-1962). Andlát. Ulrich Zwingli, trúarleið- togi, féll, 1531 — Anton Bruckner, tónskáld, 1896. Innlent. d. Þórður kakali Sig- hvatsson 1256 — f. Hannes Árna- son 1809 — d. Ari Magnússon í Ögri 1652 — Almenna verzlunar- félagið dæmt 1773 — f. Stefán frá Hvítadal 1887 — d. dr. Páll Eggert Ólason 1949 — Vilhjálmur Finsen sendiherra 1960 — Herferð gegn bruggurum á Akureyri 1934. Orð dagsins. Yfirleitt eru tvær tegundir bóka: þær sem enginn les og þær sem enginn ætti að lesa. — H.L. Mencken, bandarískur rit- stjóri (1880—1956). Horfst í augu Jimmy Carter Bandaríkjaforseti og Jóhannes Páll páfi annar ræðast við í Hvíta húsinu síðastliðinn laugardag er þar fór fram viðhöfn vegna heimsóknar páfa til Bandaríkjanna. Portisch enn efstur Río de Janeiro. 10. okt.. AP — Reuter. PORTISCH er enn í Tefsta sæti millisvæðamótsins í Ríó þrátt fyrir að hann léki ekki er bið- skákir voru tefldar í dag. Hefur Portisch hlotið átta vinninga úr 12 umferðum. en næstur honum er Húbner með 7,5 vinninga. Undramaðurinn brazilíski, Jaime Sunye, hlaut 1,5 vinninga úr tveimur biðskákum og er nú í 3.-4. sæti ásamt Rússanum Vag- aninan. í 5.-6. sæti eru Petrosian og Sax, í 7.-8. sæti eru Ivkov og Shamkovach. Smejkal er í níunda sæti með 5,5 vinninga og Timman er 10. með fimm vinninga, en hann á ótefldar tvær biðskákir. Er biðskákirnar voru tefldar urðu úrslit þau að Sunye vann Velimirovic og gerði jafntefli við Bronstein. Bandaríkjamaðurinn Shamkovic vann Smejkal, gerði jafntefli við Vaganinan, og tapaði fyrir Ivkov. Timman vann Torre pg Bronstein vann Harandi frá Iran. Kagan og Garcia gerðu jafntefli. Felldu 22 stjórnar- hermenn Tókýó, 10. október. AP. UPPREISNARMENN úr röðum Kúrda felldu 22 stjórnarhermenn í norðvesturhluta írans á mánu- dag, að því er kínverska frétta- stofan Hsinhua skýrði frá í dag. Samkvæmt frásögn fréttamanns Hsinhua i Teheran gerðu Kúrd- arnir árás á flokk 72 byltingar- varða og særðu 10 þeirra, tóku 33 i gislingu, en aðeins sjö komust klakklaust til búða sinna. Einnig sagði fréttastofan, að ofbeldisaðgerðir hefðu brotizt út í Kúrdabænum Mahabad á laugar- dag, og þá m.a. verið kveikt í fjölmörgum verzlunum. Daginn áður, sagði fréttastofan, gerðu vopnaðir Kúrdar árás á herstöð- ina í Mahabad. Mikið tjón í fellibyl Maníla, Filipseyjum, 10. október. AP. FELLIBYLURINN Sara, sem stefnir á Víetnam, eykst stöð- ugt að styrkleika, en hann olli miklu tjóni á landbúnaðar- landi og mannvirkjum í mið- héruðum Filipseyja í dag. Að minnsta kosti sex manns fór- ust og uppskera skemmdist mikið vegna flóða og aur- skriða. Fréttastofa Filipseyja sagði að 30 þorp í Mindoro-héraði væru illa stödd sökum fæðu- skorts, og að 3.000 fjölskyldur myndu svelta í hel ef ekki kæmi skjót aðstoð til. Brezhnev forseti Sov- étríkjanna með kreppt- an hnefa á lofti í aust- ur-þýzka þinginu, en þar flutti forsetinn ræðu í sambandi við 30 ára afmæli Austur- Þýzkalands. Við það tækifæri lýsti Brezhnev því yfir að Sovétmenn ætluðu að flytja 20.000 hermenn og 1.000 skriðdreka frá A-Þýzka- landi. Jan Mayen málið: Norðmenn fallast á frestun viðræðna Ósló, 10. október. Frá (réttaritara Mbl. Jan-Erik Lauré. NORSKA stjórnin er reiðubúin að fresta samninKaviðræðum við íslendinga um Jan Mayen málið, að því er Eivind Bolle sjávarútvegs- ráðherra skýrði frá i gær. Sagði Bolle að sjálfsagt væri að taka tillit til þeirra aðstæðna, sem skapast hefðu í ísienzkum stjórnmálum. Kvaðst hann vona að þess yrði ekki langt að bíða að starfhæf stjórn tæki við völdum á íslandi og hægt yrði að taka upp samningaviðræður að nýju. Ekki snjóað svo snemma í tæpa öld New York, 10. október. AP. SNJÓR hefur ekki fallið jafn snemma í næstum öld í höfuðborg Bandarikjanna, en er íbúar borgarinnar risu úr rekkju í dag var krapahríð og jörð alhvít. 1 öllum norðausturríkjunum setti niður snjó, þ.á m. í New York borg. Yfir sjö sentimetra jafn- fallinn snjór var í austur- hluta Vestur-Virginíufylkis og álíka mikill í Maryland, New Jersey, New York-fylki og Connecticut. Af þessum sökum urðu talsverðar raf- magnstruflanir og skólum var lokað. Engin alvarleg umferðaróhöpp urðu. Samkvæmt skrám hefur ekki snjóað jafn snemma vetrar í Washington D.C. síðan 1892, en þá féll fyrsti snjórinn 5. október. Samar mótmæla orkuframkvæmdum með hungurverkfalli á lóð Stórþingsins Ósló, 10. október. Frá Jan Erik Laure fréttaritara Mbl. SJÖ Samar eru nú í hungur- verkfalli í tjaldi fyrir utan Stórþingið til þess að mótmæla byggingu orkuvers við Alte- Kautakeino ána á heimaslóðum þeirra í Finnmörk. Samarnir krefjast þess að þingið láti fyrirhugaðar fram- kvæmdir til sín taka á ný og taki þá tillit til réttinda og landeigna þeirra. Odvar Nordli forsætis- ráðherra hefur mótmælt kröfum Sámanna fyrir hönd stjórnar- innar. Bygging orkuversins við Alte- Kautakeino hefur verið mikið hitamál síðustu mánuði. Er þingið hafði veitt sitt samþykki fyrir framkvæmdunum fyrr á árinu flykktust andstæðingar versins að ánni og stöðvuðu vegaframkvæmdir á svæðinu með því að leggjast fyrir vega- vinnuvélarnar. Halda þeir enn fast við iðju sína, en búist er við að lögreglan muni fjarlægja þá. Hefur verið stofnaður 500 manna flokkur lögregluþjóna víðs vegar úr Noregi af þeim sökum, og verður honum stefnt til svæðisins þegar dómsmála- ráðuneytið hefur gefið sitt sam- þykki. Hreindýraeigendur á' Alte- svæðinu hafa rætt við stofnun þá sem fer með málefni vatns- raforkuvera í þeim tilgangi að fá bættan skaða og óþægindi sem þeir verða fyrir vegna fram- kvæmdanna. Hafa þeir beðið um frest fram í desember til að móta kröfur sínar, en því hefur stofnunin hafnað og beðið orku- ráðuneytið um að sjá til þess að mótmælendur verði reknir af svæðinu og framkvæmdir hafn- ar þegar í stað. Búist er við að til tíðinda dragi í málinu á næstu dögum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.