Morgunblaðið - 11.10.1979, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.10.1979, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 1979 31 Annasamt hjá Snæ- fellsnesbílunum RÚTAN er komin til Stykk- ishólms með póst og farþega. Hún kemur við á hverjum degi í Hólminum og tvisvar á dag alla daga nema iaugar- daga og sunnudaga. Endastöð hennar er Grundarfjörður. Hún fer á mánudögum til föstudags frá Reykjavík kl. 9 árdegis, en á laugardögum kl. 1 e.h. Suður til Reykjavíkur fer hún frá Stykkishólmi mánudaga til föstudags kl. 6 e.h. og eins á sunnudögum á sama tíma. Alla daga fer hun einnig til Grundarfjarðar svo ferðir milli Grundarfjarðar og Stykkishólms eru 6 sinnum í viku hverri. Mikið hefir verið að gera hjá „rútunni" í sumar, en hún er rekin á vegum Hópferða Helga Péturssonar og eru það 4 synir hans sem allan veg og vanda hafa af rekstrinum. Farþegar eru mun meiri en í fyrra enda stenst rútan áætlun og er milli 4—5 stundir á leiðinni frá Reykjavík til Stykkishólms og svo öfugt. Helgi Pétursson var lengi bóndi í Gröf í Miklaholts- hreppi, en þegar áætlunar- ferðir hófust hingað á Nesið byrjaði hann í smáum stíl og með ötulleik og áræði óx reksturinn og nú er þetta eina rútan á Snæfellsnes. Helgi lést Athugasemd við frétt um Grunn- skólann á Hellu Fyrst Jón Þorgilsson, frétta- ritari Mbl., sveitarstjóri og skóla- nefndarformaður með meiru á Hellu telur sér sæma að reyna að gera Hellu að annarri Grindavík, sé ég mig tilneydda að gera nokkrar athugasemdir. Hér hafa undanfarin ár verið tíð kennara- skipti til mikils baga fyrir allt skólahald. Vorið 1978 var þó orðin viss festa í kennaramálum og virtust flestir starfandi kennarar við skólann vilja gegna störfum hér áfram, enda ekki annað vitað en þeir ynnu störf sín óað- finnanlega. En þetta sumar var kjörin ný skólanefnd. Nú skyldi hreinsað til í kennaraliði skólans. 5 réttindalausir kennarar sem hér höfðu starfað, sóttu um endur- setningu. En nú átti að ráða kennara með réttindi, væntanlega í stað þeirra allra og auglýst af krafti fram á haust. Þegar upp var staðið höfðu fjórir af þessum réttindalausu kennurum verið endurráðnir, þ.e.a.s. Anna Margret Jafetsdóttir, stærðfræði- kennari, Margret Haraldsdóttir, eðlis- og líffræðikennari, Sigurður Haraldsson smíðakennari og Sigrún Bjarnadóttir handavinnu- kennari. Auk þess voru 2 kennarar ráðnir með réttindi, og nýút- skrifaður stúdent í stað Guðmundar Albertssonar ís- lenskukennara, sem hér hafði kennt í 4 ár. Guðmundur var síðan ráðinn kennari að Laugalandi í Holtum. Ekki var hann lakari kennari en það, að Holtamenn sóttu fast að fá hann aftur til kennslu í vetur. Menntun Guðmundar er þann veg háttað að hann er stúdent, hefur kennt í 5 ár og sótt námskeið og bréfaskóla í íslensku öll þessi sumur. Nú er hann í réttindanámi sem veitir honum full kennsluréttindi innan skamms. Kona hans, Þórdís Þórðardóttir, er ekki réttindalaus eins og látið er í veðri vaka. Hún er fóstra og hefur því réttindi til að kenna við 6 ára deildina eins og hún hefur gert. í sumar átti svo að hafa vaðið fyrir neðan sig. Aug- lýst var eftir kennurum, en á fyrsta skólanefndarfundi í júní höfðu aðeins borist umsóknir frá starfandi kennurum hér ásamt Guðmundi Albertssyni og 2 öðrum réttindalausum. Skólanefndar- formaður lýsti fjálglega yfir nauðsyn þess að fá fólk með full réttindi að skólanum og var sam- þykkt með 2 atkvæðum gegn 1 að auglýsa aftur. Gengið var frá umsóknum starfandi réttinda- kennara við skólann ásamt minni umsókn, sem á einhvern dular- fullan hátt hlaut 3 atkvæði, þótt hún væri aldrei borin undir atkvæði. Skilji það svo hver sem getur. Má geta þess að einn þessara réttindakennara fékk aðeins atkvæði skólanefndar- formanns, en ég hef ekki séð neinn fetta fingur út í það, að hann væri settur. Nú var auglýst aftur og umsóknarfrestur til 12. júní. Ekki var hlaupið til að halda fund að fresti loknum, heldur dregið þar til Menntamálaráðuneytið taldi rétt að ýta við skólanefnd. Á skólanefndarfundi komu fram í viðbót við þær sem áður eru nefndar, umsóknir frá Önnu B. Saari frá K.H.Í., með líffræði sem aðalgrein, Borgþóri Magnússyni líffræðingi (án uppeldisfræði — er það ekki einhversstaðar talið skortur á réttindum?) og konu hans Sigurlaugu Höskuldsdóttur frá K.H.Í. með handavinnu sem aðalgrein. Nokkrar umsóknir voru þar frá stúdentum. Umsóknir Borgþórs og konu hans voru ekki ritaðar af þeim sjálfum, heldur skólanefndarformanni. Ekki voru þær dagsettar, enda hafði skóla- nefndarformaður haft svo mikið fyrir þegar útséð var um umsóknir frá réttindakennurum að hann hringdi til Aberdeen þar sem þau hjón voru við nám til þess að biðja þau að bjarga við skólahaldi á Hellu, þar sem hér væri tilfinnan- legur kennaraskortur. Við atkvæðagreiðslu féllu atkvæði á þá lund að Anna B. Saari, Borgþór Magnússon og Sigurlaug Höskuldsdóttir fengu 2 atkvæði, Guðmundur Albertsson, Þórdís Þórðardóttir og Margrét Haralds- dóttir 1 og Sigurður Haraldsson og Sigrún Bjarnadóttir 3 atkvæði. Ekki upplýsti skólanefndar- formaður það á fundinum að Sigurlaug er handavinnukennari með kennararéttindi, er kannski ekkert nauðsynlegt að handa- vinnukennarar hafi réttindi? Skólanefndarformaður mælti sem sagt með, að ráðnir yrðu 2 handa- vinnukennarar og 2 sérmenntaðir kennarar í líffræði að skólanum, þótt hann vissi eins og aðrir að okkur vantaði íslenskukennara. Einn skólanefndarmanna benti formanni á að skv. reglugerð á skólanefnd að mæla með kennurum til vara, ef fjöldi um- sókna leyfir, en formaður kvað enga þörf á slíku og sleit fundi. Málalok urðu síðan þau, að Anna, Guðmundur og Þórdís ásamt starfandi handavinnukennurum hlutu setningu. Þar með vonuðumst við til að fá vinnufrið fyrir skólanefndarformanni, en sú varð ekki raunin. Vil ég taka fram að skólastarf fór mjög vel af stað nú í haust og held ég mér sé óhætt að mæla þar fyrir munn þeirra, sem hér kenndu í fyrra og nú að þar á sé mikill munur. Anna Margrét Jafetsdóttir, fulltrúi kennara i skólanefnd. : ■ ■ ; fyrir nokkrum árum í blóma synir hafa síðan haldið veg- lífs og var að honum mikill lega uppi merkinu. sjónarsviftir. Kona hans og Fréttaritari. Ný bók Vettvangur dagsíns 40 ritgeröir eftir Halldór Laxness Kvikmyndasagan, Paradísarheimt komin í tveim nýjum útgáfum. Lesiö Paradísarheimt áöur en hún birtist á tjaldinu. Helgafell. VESTURÞÝSKIR ÚRVALS SKÓR. MARGAR GERÐIR. HERRADEILD K J A AUSTURSTRÆTI 14 MARLIN-TOG NÆLON-TÓG LANDFESTAR BAUJUSTENGUR: BAMBUS-, PLAST OG ÁL-STENGUR ENDURSKINSHÓLKAR RADARSPEGLAR BAUJULUKTIR LÍNU- OG NETABELGIR BAUJUBELGIR ÖNGLAR — TAUMAR MÖRE- NETAHRINGIR LÍNU- OG NETADREKAR BAUJUFLÖGG FISKKÖRFUR FISKSTINGIR FLATNINGSHNÍFAR FLÖKUNARHNÍFAR BEITUHNÍFAR SVEDJUR STÁLBRÝNI TIL SÍLDARSÖLTUNAR: SÍLDARHÁFAR SÍLDARGAFFLAR DÍXLAR DRIFHOLT STÚKRÓKAR LYFTIKRÓKAR BOTNAJÁRN LAGGAJÁRN TUNNUSTINGIR TUNNUHAKAR MERKIBLEK PÆKIMÆLAR GJARÐAHNOD PLASTKÖRFUR SÍLDARHNÍFAR SKELFISKAGAFLAR BEINAGAFFLAR ÍSSKÓFLUR SALTSKÓFLUR SNURPUVÍR 400 FM. 3“—3V4“ TROLLVÍR 300 FM. 11/2“—2V2“ VÍRMANILLA STÁLVÍR ALLSKONAR BENSLAVÍR SLEPPIKRÓKAR SNURPUHRINGIR 6, 7 OG 8 KG SNURPINÓTABELGIR GÚMMÍSLÖNGUR V2“—2“ LOFTSLÖNGUR PLASTSLÖNGUR • SLÖNGUKLEMMUR TVISTUR HVÍTUR, MISLITUR í 25 KG. BÖLLUM. Sími 28855

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.