Morgunblaðið - 11.10.1979, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.10.1979, Blaðsíða 20
2Ö MORGUNBLAÐIÐ, PIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 1979 eítir Joachim Israel og Auði Styrkársdóttur 1. grein Þessi grein er fyrsta greinin af fimm ígrein- arflokk, sem Hannes H. Gissurarson sagnfræð- ingur hefur ritað um kennsluhókina SAM- FÉLAGIÐ eftir Joachim Israel og Auði Styrk- ársdóttur, sem stað- færði. Hinar fjórar birtast í blaðinu á næst- unni. Bókafélagið Mál og menning hefur enn gefið út bók, sem á að vera kennslubók í „samfélagsfræði" í framhaldsskólum, en fyrir ári gaf það út bókina Samfélagsfræði eftir Gísla Pálsson. Nýja bókin er Samfélagið: Fjölskyldan — vinnan — ríkiö eftir Joachim Israel, sem hefur kennt „samfélagsfræði" við háskólana í Kaupmannahöfn og Lundi, en Auður Styrkársdóttir sneri og staðfæröi. Um hana er það að segja, að lengi getur vont versnað. Vond er bók Gísla Pálssonar, en verri er bók Joachims Israels og Auðar Styrkárs- dóttur. Hún er óvísindaleg, réttu máli er hallað, staöreyndir eru faldar, og allt er gert til þess að læða skoðun- um höfundar inn í hugi lesenda, sem verða að lesa hana fyrir próf. Það er reginhneyksli, að þetta óvísindalega áróðursrit er notaö til kennslu í mörgum og jafnvel flestum fram- haldsskólum. (Það er að sögn Þjóð- viljans uppselt). Róttæklingar mega mín vegna gefa út eins mörg áróð- ursrit sín og þeir geta, enda er lítil hætta á því, að þeir hrífi menn með þeim. En þeir mega ekki skylda nemendur í skólum til þess að taka við áróörinum eins og vísindalegum sannleik. Margt má nota tímann til þarfara en að lesa rit „samfélags- fræðinga“ og skrifa um þau, en mér blöskraði svo efni þessarar bókar, að ég gat ekki þagað viö því, og mér er þaö einnig Ijúft að hjálpa frjálslynd- um og gagnrýnum nemendum, sem berjast við „samfélagsfræðingana" kennara sína með rökum. Ég ætla því í þessari ritgerð aö gera athuga- semdir við efni bókarinnar og ræða viðhorf og vinnubrögð höfundar og staöfæranda. Þessi kennslubók er alls ekki venjuleg og viðtekin á Norðurlönd- um, þótt Noröurlandabúar eigi reyndar mörgu að venjast. Joachim Israel, höfundur frumgeröar hennar, er mjög umdeildur. Kunnasti mannvísindamaður Svía, Torgny Segerstedt, prófessor og rektor Uppsalaháskóla, segir: „í huga Is- raels eru vísindin einungis vopn í stjórnmálabaráttunni". Hann segir einnig, aö rit Israels veröi aö skoöa í Ijósi þess, að hann hafi ekki hinn minnsta áhuga á því að vera vísinda- legur eða óhlutdrægur, enda sé hann hatursmaöur vísindanna og „vinstri- afturhaldsmaöur" (Göteborgs hand- els — och Sjöfarts-Tidning 17. og 20. janúar 1970). Israel nýtur alls ekki viröingar með þeim, sem fást vísindalega viö manninn sjálfan, Pók hans felur síður en svo í sér einhverja „samfélagsfræði", sem vísindamenn séu sammála um. (Hver er vísinda- kenning hans? Hann segir sjálfur í bókinni Om konsten att tyfta sig sjálv i haaret, aö hann fái vísinda- kenningu sína frá Karli Marx, Jean Piaget, Karli R. Popper og Gustav H. von Wright! Illa þekki ég þó skoöun Poppers, ef Israel hefur fengið eitt- hvað frá honum, þessum skarp- skyggna gagnrýnanda kenningar Marx og annarra hjáfræðikenninga, en Israel er dæmigerður hjáfræðing ur. Og af áðurnefndri bók má ráða, að hann misskilur kenningu Poppers í einu og öllu.) Lítid gert úr almenningi Israel hefur mikinn áhuga á verka- mönnum, lífi þeirra, viðhorfum og verkum, ef marka má kennslubókina. En sá áhugi hans er í rauninni ekki af hinu góða, því að hann telur þá ekki jafningja sína, heldur undirmáls- menn, sem mótaðir séu af „samfél- aginu" (en sjálfur hefur hann sloppið við þessa mótun) og beri að vor- kenna. Hann tekur uppeldi sona tveggja manna til dæmis, verka- mannsins Jóns og deildarstjórans Gunnars, og segir (bls. 64): Jón er vanur að taka við skipun- um. Þegar eitthvað er útskýrt fyrir honum, eru útskýringarnar í formi fyrirskipana. Hann fær sjaldan tækifæri til að rökræða við yfir- menn sína á vinnustaðnum. Þegar sonurinn spyr hann hvers vegna hann eigi að fara að sofa, svarar faöirinn honum á sama hátt og honum er sjálfum svarað á hverj- um degi. Hann gefur skipanir. Hann gefur engar ástæður. Hann á því ekki að venjast sjálfur aö fá ástæöur gefnar og taka þátt í rökræðum um starfið. Þessar vorkunnsamlegu lítilsvirö- ingar alls almennings gætir víða í bókinni. Israel segir (bls. 25): Uppeldi barnanna og umsjá fer mikiö fram utan heimilanna. Starfsfólk á barnaheimilum er menntaö og þjálfaö í sínu starfi. Þá menntun hafa foreldrarnir sjaldnast fengið. Það fylgja því þess vegna nokkrir kostir að hafa börn á þessum stofnunum. Almenningur hefur að dómi hans varla menntun til þess aö ala upp börn sín. Og að sögn hans talar almenningur líka vont mál og er ruddalegur. Hann (eða staöfærand- inn) segir (bls. 67): Viö ímyndum okkur að tveir nemendur hrópi. „Nú skuliö þið hafa hljóð!" og „Haldiði kjafti!" Annar nemendanna er strákur og hinn stelpa. Við skulum geta hvort sagöi hvaö. Málnotkunin viröist eitthvað blandast kynhlutverkun- um. En viö fáum einnig að vita, aö stelpan býr á Arnarnesi, Garðabæ og er læknisdóttir og strákurinn býr í Breiöholti í Rvk og er sonur verkamanns. í öllu þessu felst þaö, aö Israel og hans líkar séu í sérflokki, sem hafi nauösynlega menntun og geti leitt lýðinn yfir eyöimörkina til fyrirheitna landsins. Þessi menntahroki er auð- vitað ástæöulaus, menn eru og eiga að vera jafnir sem menn, þótt þeir séu ekki allir jafnduglegir eöa jafn- gáfaðir. Ég hef ekki heldur orðiö þess var, að verkamenn ali börn sín ruddalegar upp eöa tali verra mál en vinnuveitendur. Markaðshatur „sam- félagsfræðinganna" Taka má það til dæmis um menntahroka Israels og hans líka, að þeir hata markaöinn, enda stjórnar hinn almenni neytandi á honum, en ekki „samfélagsfræöingarnir". Fyrir neytandann er framleitt á markaön- um, um hylli hans keppa framleið- endurnir (ella græða þeir ekki). Hvað er að segja um markaðinn? í þessum heimi verða menn að vinna saman. En hvernig? Leysa má vanda mann- iegrar samvinnu meö viöskiptum á markaöi — þannig að menn skipti hver viö annan á vörum og þjónustu — eða stjórn — þannig aö einn maöur skipi öðrum fyrir. Þessar tvær lausnir eru til og aörar ekki. Frjáls- lyndir menn leggja mesta áherzluna á viðskiptin á markaðnum, þannig að hver maður velji sín markmið aö keppa að og auöveldi öörum að ná markmiðum þeirra, svo að þeir auöveldi honum að ná sínum mark- miöum. Stjórnlyndir menn leggja áherzlu á stjórnina, þannig aö stjórn- in velji markmiðin fyrir alla þegnana. Israel, sem er stjórnlyndur vegna Joachim Israel, höíundur trumgerðar bókarinnar SAMFÉLAGIÐ. Torgny Segerstedt segir, að Israel sé „vinstriattur- haldsmaðuru og haturs- maður vísindanna. Israei notar hina úreltu vinnuverðgildiskenningu Karls Marx í kennslubók- inni. vantrúar sinnar á skynsemi hins „ómenntaöa" almennings, gerir lítið úr þeirri samvinnu, sem felst í viðskiptum. Rök hans gegn valfrelsi neytandans á markaðnum eru gam- alkunn. Hann segir (bls. 128): Mjög oft gegna auglýsingar því hlutverki að örva okkur til að kaupa, jafnvel þótt viö höfum enga þörf fyrir vöruna. Og hann segir (bls. 125): Verslanirnar græða á því að við- skiptavinirnir kaupa oft sam- kvæmt skyndilegum hugdettum en ekki af skynsemi. Og hann segir um samkeppni framleiöendanna um hylli neytenda (bls. 108): Hún leiðir einnig til þess að ekki er alltaf framleitt með þarfir samfél- agsins í huga heldur hins, hvað cjefi mestan gróða. I öllu þessu felst, að almenningur sé ekki skynsamur, auðvelt sé að blekkja hann. Og af þessari forsendu — óskynsemi almennings — á sennilega enn að draga þá ályktun, aö Israel og hans líkar séu í sérflokki og geti valið vörurnar fyrir neytand- ann, þeir viti betur en hann, hverjar „þarfir samfélagsins" séu. En sann- leikurinn er auðvitaö sá, að enginn er alskynsamur. Það breytir því ekki, að betri dómari er varla til um þarfir einhvers en hann sjálfur. Getur ekki veriö, að „samfélagsfræðingarnir" séu jafnóskynsamir og aðrir? Eru þeir ekki menn? Þessi gamalkunnu og ógildu rök Israels gegn valfrelsi neytandans á markaönum eru dul- búin rök fyrir valdi manna í einhverj- um sérflokki til þess að velja fyrir neytandann. Israel telur gróöa óæskilegan eins og aðrir markaöshatarar. Geir Hall- grímsson, fyrrverandi forsætisráð- herra segir í bókinni Sjálfstæðis- stefnunni 1979: Enda þótt gengið væri út frá meginásökun andstæöinga séreigna- skipulagsins á hendur því skipulagi sem staðreynd, þeirri, aö einkaat- vinnurekandinn hugsi fyrst og fremst um það að hagnast sem mest, en ekki hvað þjóðinni sé fyrir beztu, þá veröur Ijóst við nánari athugun, að einmitt í þessu er fólginn leyndar- dómurinn um séreignaskipulagiö sem hiö virkasta og áhrifaríkasta hagkerfi, sem þekkzt hefur. Til þess að fullnægja hagnaðarhvöt sinni verður atvinnurekandinn að inna af hendi eitthvert þaö starf, sem er þýðingarmikið frá sjónarmiði annarra og fullnægir þeirra þörfum. Ágóði hans er undir því tvennu kominn, hversu ódýrt honum tekst að fram- leiða vöru sína og hversu vel honum tekst að selja hana. Þannig verða það óskir og þarfir neytendanna eins og þær koma fram í kaupum þeirra á markaðnum, sem ráða úrslítum um þaö, hvað framleitt skuli. Um leiö og einstaklingurinn sinnir þannig hagn- aöarvoninni, sem er í eðli sínu eigingjörn hvöt, innir hann af hendi þjóöhagslega mikilvægt starf. Eru til „þarfir 8amfélagsins“? Israel gerir greinarmun á fram- leiðslu til gróöa og framleiöslu til þess að fullnægja þörfum „samfél- agsins". Rök Geirs Hallgrímssonar gegn þessum greinarmun eru sterk. En bæta verður við nokkrum orðum um þarfahugtakiö. Margir skilja þaö ekki, aö þarfir mannanna eru hug- lægar og afstæðar. Þær eru ólíkar, því að mennirnir eru ólíkir. Þörf í huga eins mans er ekki þörf í huga annars. Stúlka, sem er að finna maka, hefur þörf fyrir snyrtivörur, samkvæmisklæðnað og heimsóknir í öldurhús, þó aö miöaldra maöur hafi ekki þá þörf. Og þörf stúlkunnar getur verið mjög sterk, hún getur verið tilbúin til þess aö fórna miklu fyrir hana. Hljómlistarunnandi hefur þörf fyrir hljómflutningstæki og íþróttamaöur fyrir íþróttabúning. Þessir menn geta allir fullnægt þörf- um sínum á markaönum (að minnsta kosti í hinu vestræna iðnskipulagi, þar sem almenn lífskjör eru betri en bæði á öörum tímum og stöðum). Oröið „þörf" getur reyndar valdið misskilningi, því að þaö felur í sér, að þörfinni verði að fullnægja, jafnvel að ríkið veröi að fullnægja henni, ef einstaklingurinn geti það ekki sjálfur. Orðið „löngun" er sennilega heppi- legra. (Auðvitaö eru til þarfir, sem veröur aö fullnægja, til þess að einstaklingur komist af, hann veröur að hafa í sig og á. En þær eru ekki þarfir í hagfræðilegum skilningi, heldur lífeðlisfræðilegum. Einstakl- ingurinn þarf ekki tilteknar vörur, heldur tiltekið lágmark hitaeininga (kaloría) til þess að komast af, og hitaeining er lífeölisfræðilegt hug- tak, en ekki hagfræðilegt. Ruglandi í þessu efni er mjög algeng, Israel er ekki einn um hana.) Til eru reyndar einnig þarfir, sem eru ekki einstaklingsbundar í þeim skilningi, að einstaklingurinn geti hæglega fullnægt þeim sjálfur og á sinn kostnað. Þessar þarfir — svo sem þörfin fyrir vegi, flugvelli, vita og síma — eru samþarfir. Hver á að fullnægja þeim? Ríkisstjórnin verður sennilega aö fullnægja þeim flestum. En þá er rangt, sem Israel segir, að til séu „þarfir samfélagsins". Til eru einungis þarfir einstaklinganna, sem lifa saman, sumar þeirra eru einka- þarfir, aðrar samþarfir. „Samfélagiö" er ekkert fyrirbæri utan og ofan við þessa einstaklinga, það hugsar ekki eða finnur til (enda komast orðin „þarfir samfélagsins" í bók Israels sennilega næst því að merkja: hug- myndir „samfélagsfræðinganna" um það, hvaða þarfir aðrir eigi að hafa). (Ólafur Björnsson prófessor ræöir um valfrelsi neytandans í bókinni •m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.