Morgunblaðið - 11.10.1979, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.10.1979, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 1979 Séð yfir Laugardalinn. Ljósm. ól. K. Mag. Ófyrirgefanlegt að taka útivistar- svæði undir byggð Opinber samkeppni um Laugardalssvæðið Á FUNDI skipulagsnefndar sl. mánudag lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Birgir ísl. Gunnarsson og Hilmar ólafsson, fram bókun, þar sem þeir lýsa sig andviga því að opnu svæðin í Laugardal svo og við Suðurlandsbraut og Skeiðarvog verði tekin til íbúðarbyggðar. Á sama fundi lagði Zophonías Pálsson, skipulagsstjóri rikisins, fram tillögu um að efnt yrði til opinberrar samkeppni um skipulag Laugardalssvæðisins sem skemmtigarðs. Bókun fulltrúa sjalfstæðismanna er svohljóðandi: Að undanförnu hefur Þróun- arstofnun Reykjavíkur unnið að athugunum á „þéttingu byggðar" í Reykjavík og hefur athugun eink- um beinst að fimm svæðum. Varð- andi tvö þessara svæða viljum við taka eftirfarandi fram: Sam- kvæmt gildandi aðalskipulagi er svæðið við Suðurlandsbraut og Skeiðarvog fyrirhugað sem úti- vistarsvæði, en svæðið í Laugardal ætlað undir stofnanir og var þar á sínum tíma fyrirhugað að kæmi menntaskóli svo og áframhald- andi mannvirki til sýningarhalds í tengslum við Laugardalshöll. Slíkar stofnanir fara vel í jöðrum útivistarsvæða og tengjast vel notkun þeirra, enda ráð fyrir slíku gert í aðalskipulagi. Bæði þessi svæði eru og ætluð sem útivistar- svæði í áætlun um umhverfi og útivist og voru liður í samfelldri röð útivistarsvæða frá Laugardal, upp Elliðaárdal og í Heiðmörk. Við erum andvígir því að taka þessi svæði til íbúðarbyggðar. Undanfarin ár hefur verið unnið að því að rækta upp framtíðar útivistarsvæði borgarinnar, en næsta skref er að gæða þau lífi og auka aðdráttarafl þeirra með ýmsum aðgerðum. Við teljum að vegna stundarhagsmuna væri það ófyrirgefanlegt skemmdarverk, sem ekki yrði aftur tekið, ef þessi svæði yrðu gerð að íbúðarbyggð. Laugardalurinn á að vera svæði til íþróttaiðkana, sem vafalaust munu aukast. Þar er trjágarður, grasagarður og ræktunarstöð borgarinnar auk skólagarða. Öll þessi starfsemi þarf meira svig- rúm í framtíðinni. Auk þess verð- ur vafalaust þörf á svæðum fyrir stofnanir, sem fara vel á útivist- arsvæðum, þótt slíkar þarfir séu ekki brýnar í augnablikinu. Á þessum svæðum er talið unnt að byggja um 260 íbúðir. Skv. endurskoðuðu aðalskipulagi er árleg lóðaþörf talin um 700 íbúðir og má því sjá, að hér er um lítinn hluta af heildarlóðaþörf að ræða og tjaldað til mjög stutts tíma. I þessu sambandi er ekki unnt að láta hjá líða, að minna á, að endurskoðað aðalskipulag Reykja- víkur var samþykkt í borgarstjórn í apríl 1977. í því skipulagi var áætlun um ný byggðasvæði til að tryggja áframhaldandi uppbygg- ingu í Reykjavík. Hið endurskoð- aða aðalskipulag virðist nú hafa verið lagt til hliðar og engin gangskör að því gerð að koma því í framkvæmd. Afleiðing þess er yfirvofandi lóðaskortur í Reykjavík, sem nú er reynt að bæta úr með því að skerða um of svæði, sem ætluð hafa verið til útivistar og annarra framtíðar- nota. Laugardalurinn skemmtigarður Tillaga Zophoníasar Pálssonar og greinargerð hljóða svo: Undirritaður leggur til að skipulagsnefnd Reykjavíkur beiti sér fyrir því, að efnt verði til opinberrar samkeppni um skipu- lag Laugardalssvæðisins, og er þá fyrst og fremst átt við skipulagn- ingu á skemmtigarði eða „park“ á því svæði sem enn er þar óráðstaf- að og verði gert ráð fyrir skrúð- garði og bótaniskum garði í fram- haldi af þeim vísi að slíkum garði sem þar er nú fyrir. Greinargerð Árið 1980 hefur verið helgað trénu. Er því kærkomið tilefni til að Reykjavíkurborg geri átak á þessu sviði. Laugardalurinn er af náttúrunnar hendi einkar vel fall- inn til að honum sé sérstakur sómi sýndur en þar er nú þegar kominn myndarlegur vísir að bæði bótan- iskum garði og skrúðgarði (park). Með tillöguflutningi þessum er jafnframt reynt að spyrna fótum við þeim skammsýnu tillögum sem kynntar hafa verið hér í skipul- agsnefnd, um að rýra verulega þessa einstöku perlu borgarinnar sem Laugardalurinn óneitanlega er, með íbúðarbyggingum. Þó hörgull sé nú á íþúðarlóðum í bili, þá leysir það ekki vanda borgarinnar þó hægt væri að koma þarna fyrir. 100—200 íbúð- um, hinsvegar myndi sú ráðstöfun útiloka um tíma og eilífð þann ágæta möguleika sem nú er fyrir hendi, að gera þarna rúmgóðan skrúðgarð eða park ásamt gras- garði, sem gæti orðið komandi kynslóðum til heilsubótar og ánægju en borginni til ævarandi prýði og sóma. Við eigum nú á að skipa all- mörgum vel menntuðum skruð- garðaarkitektum, sem án efa myndu leggja allan metnað sinn í að reyna að finna skemmtilegar lausnir á þessu óneitanlega vanda- sama verkefni, og ætti því ekki að þurfa að leita eftir tillögum frá Norðurlöndum þó vissulega kæmi það til greina. I sambandi við botaniska garð- inn væri sjálfsagt að gera ráð fyrir sérstökum gróðurhúsum og gerir það verkefnið vandasamara þannig að til verður að koma samvinna arkitekta og skrúð- garðaarktitekta, og e.t.v. fleiri aðila. Skrúðgarður sem þessi er mjög langan tíma að gróa og ná fullum þroska. Þvi ríður á að byrja sem fyrst á undirbúningi og síðan framkvæmdum. „Vilja kæra okkur fyrir að trúa því sem ríkisstjórn- in sagði í vor” - segir Arni Brynjólfs- son hjá Landssamb. ísl. rafverktaka „ÞAÐ ER ekki rétt hjá verðlags- stjóra að Landssamband islenskra rafverktaka hafi sótt um hækkun til verðlagsnefndar á launatengdum gjöldum, heldur byggðum við hækkunina á upp- lýsingum frá ríkisstjórninni," sagði Árni Brynjólfsson fram- kvæmdastjóri L.Í.R. í samtali við Morgunblaðið i gær. í blaðinu í gær var frá því skýrt, að í septemberhefti Hagtiðinda kæmi fram, að byggingarvísitalan væri byggð á grundvelli auglýsts taxta Meistarasambands bygg- ingarmanna og Landssambands ísl. rafverktaka. „Þeim upplýsingum var ekki mótmælt á sínum tíma af verka- lýðssamtökunum," sagði Árni ennfremur, „það er að segja að „félagsmálapakkinn" innihéldi þau 3% í launabót sem ríkis- stjórnin hélt fram. LIR telur að verðlagsnefnd eigi aðeins að fjalla um álagningu á laun og launa- tengd gjöld, en hitt séu staðreynd- ir sem verðlagsstjóri eigi að fylgj- ast með að séu rétt útfærðar." Sagði Árni, að af þessum sökum væri nú rekið mál fyrir hæsta- rétti, sem fjallaði um það hvort lögsaga verðlagsnefndar nær til launa og launatengdra gjalda. „Það kemur talsvert undarlega fyrir sjónir, að verðlagsstjóri skuli í nafni meirihluta verðlagsnefnd- ar sem skipaður er fulltrúum verkalýðsfélaganna og formannin- um, sem er fulltrúi ríkisstjórnar- innar, ætla að kæra okkur fyrir að trúa því sem ríkisstjórnin sagði í vor. Það er engu líkara en þeir vilji fá það staðfest fyrir dómstól- um að þeir hafi sagt ósatt í vor,“ sagði Árni að lokum. Guðjón Tómasson hjá Meistar- afélagi járniðnaðarmanna sagði í gær, að í byrjun september hefði verið gefinn út taxti og hefði verðlagsstjóra verið sent bréf í því tilefni þar sem sagði meðal ann- ars: „Á framkvæmdastjórnarfundi málm- og skipasmiða, höldnum síðastliðinn miðvikudag, sam- þykkir stjórnin að fela skrifstof- unni að senda út bráðabirgðataxta sem breytingar 1. september koma inn í, en að öðru leyti verði taxtinn í samræmi við áðurgildandi taxta. Þetta er gert þar sem fyrir liggur að fyrirhugaður verðlagsnefndar- fundur fellur niður og ekki þykir fært að bíða frekar eftir fundum í nefndinni." Guðjón sagði að ekki hefði borist neitt erindi um afturköllun á þessum taxta frá verðlagsnefnd, né neinar tilkynningar um sam- þykktir verðlagsnefndar. Því hefði ekki verið gert neitt í málinu, en bráðabirgðataxtar þessir hefðu verið sendir út þann 7. september með fullri vitund verðlagsyfir- valda. „Við höfum ekki séð ástæðu til þess að ganga á eftir verðlags- yfirvöldum og biðja þau að aftur- kalla þetta," sagði Guðjón að lokum. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið hefur var þessi taxti tekinn inn í viðmiðunarverð verðlagsgrundvallar landbúnaðar- ins sem hlaut samþykki ríkis- stjórnarinnar áður en fundur verðlagsnefndar var haldinn. Því lá raunverulega fyrir óformlegt samþykki ríkisstjórnarinnar á taxtanum áður en verðlagsyfir- völd fjölluðu um málið. Algengasta tegund löggilts vínmælis. Olöggiltir vínmæl- upptækir NÝLEG athugun hefur leitt í ljós að ólöggiltir vinmælar hafa verið i notkun í nokkrum vínveitingahúsum og hafa þeir verið gerðir upptækir. Sjúss- mælar þessir reyndust mæla nokkru minna en lögboðið er. Vegna þessa máls hefur Sam- band veitinga- og gistihúsaeig- enda sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: „Notkun ólöggiltra mæla er andstæð vilja og virðingu veit- ingamanna. Meðfylgjandi mynd- ir sýna annars vegar hvernig algengasti löggilti mælirinn lítur út, hins vegar ýmsar teg- undir krúsa, sem ekkert eiga skylt við löggiltan mæli. Þe*»i glö» voru gerö upptaek ó börum veitingahúsa fyrir •kömmu. Voru þau notuð til þess aö maala 6 cl. eða tvöfaldan „sjúss“. Viö athugun reyndust þau mæla fró 5,3—9 cl. Löggiltur vínmælir er áletr- aður af Löggildingastofunni. Veitingamenn óska þess að viðskiptavinir fylgist með, að rétt mælitæki séu notuð og komi kvörtun á framfæri ef út af ber.“ ar gerðir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.