Morgunblaðið - 11.10.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 1979
5
Björg Þorsteinsdóttir við eina grafíkmyndanna
Grafík eftir Björgu á ísafirði
Á MORGUN, föstudag, hefst í Bókasafni ísafjarðar
kynning á grafíkverkum eftir Björgu Þorsteinsdóttur.
Sýningin verður opin á afgreiðslutíma bókasafnsins og
stendur til 27. október, en verkin eru öll unnin á
síðastliðnum fjórum árum.
Gísli Magnússon og Gunnar
Lítil síldveiði
síðustu dagana
Kvaran leika í Garðakirkiu
GÍSLI Magnússon píanóleikari
og Gunnar Kvaran ceilóleikari
munu leika á tónleikum Tónlist-
arskóla Garða i Garðakirkju n.k.
föstudagskvöld.
Þeir félagarnir munu flytja
þau verk sem þeir munu leika i
Carnegie Hall í New York síðar í
mánuðinum. Á efnisskránni eru
verk eftir Couperin, Bach, Faure,
Shostakovich og Þorkel Sigur-
björnsson.
Gísli stundaði nám hjá Walter
Frey í Zúrich og Carlo Zecchi í
Róm, og hefur haldið fjölda tón-
leika og leikið einleik með Sin-
fóníuhljómsveit íslands. Árið 1977
var hann einleikari á opnunartón-
leikum Listahátíðarinnar í Berg-
en. Árið 1974 fóru Gunnar og Gísli
í tónleikaferð um Norðurlönd og
hlutu mikið lof gagnrýnenda.
Auk tónleikanna í Görðum
munu þeir félagarnir leika á
tónleikum á Akranesi, Stykkis-
hólmi og að Kjarvalsstöðum í
Reykjavík.
Gunnar Kvaran og Gísli Magn-
ússon hafa báðir lagt stund á
tónlistarnám við Tónlistarskólann
í Reykjavík og einnig verið við
nám erlendis. Gunnar lærði hjá
Erling Blondal Bengtson í Kaup-
mannahöfn og síðar hjá Gregor
Piatigorsky og Reine Flachot í
París. Hann hefur haldið tónleika
á öllum Norðurlöndum, Þýska-
landi, Frakklandi og Hollandi.
Gisli Magnússon.
Gunnar Kvaran.
Höfn, Hornafirdi, 10. október.
LÍTIL síldveiði hefur verið síðustu
daga og ekkert saltað. í gær voru
um 200 tunnur frystar og um 350
tunnur í dag. Bræla hefur verið á
miðunum og lítið veður til að eiga
við veiðarnar. Bátarnir fóru flest-
ir út í dag, en voru farnir að tínast
inn að nýju undir kvöldið. í
vinnslustöðvunum er nóg að gera
við frágang og ýmislegt tilfallandi
þrátt fyrir aflaleysið.
— Einar
Barðaströnd:
Þörunga-
vinnslan
gengur
vel
Miðhúsum, Barðaströnd
10. október.
STARFSEMI Þörungavinnsl-
unnar að Reykhólum hefur
gengið mjög vel það sem af er
þessu ári, reyndar betur en
nokkru sinni áður. Þangvinnsl-
an er enn í gangi og skurður á
þara er hafinn.
Hafin er bygging sex nýrra
íbúðarhúsa í hreppnum, fimm
þeirra á Reykhólum fyrir að-
komufólk sem hyggst setjast
hér að í sambandi við starf-
semi Þörungavinnslunnar og
eitt íbúðarhús við býli hér í
hreppnum.
Þá má geta þess að sláturtíð
er um það bil að ljúka. Hún
hefur gengið þokkalega, nema
hvað fallþungi dilka er hér
minni en áður eins og annars
staðar á landinu.
— Sveinn.
Það er okkur mikil ánægja að geta nú boðið hin margreyndu
og viðfrægu SKIL rafmagnshandverkfæri.
SKIL verksmiðjurnar voru stofnaðar i Chicago i Bandarikjunum árið 1924 til framleiðslu
á nýrri einkaleyfisuppfinningu, rafknuinni hjólsög, hinni heimsfrægu SKIL-sög,
sem viðbrugðið var fyrir gæði. Siðan hafa verið framleidd mörg verkfæri og gerðar margar
nýjar uppgötvanir á rannsóknarstofu SKIL verksmiðjanna, sem hafa gert
SKIL handverkfærin heimsfræg og eftirsótt.
SKIL borvélar meö stiglausum hraðabreyti eru
gæddar þeim kosti, að þvi meir sem þú þrýstir á
gikkirm, þvi hraðar snýst borinn. Þannig færðu rétta
hraðann fyrir það verkefni sem þú ert að vinna,
hvort sem þú ert að bora iflisar, stein, tré eða annað.
SKIL borvéiar eru fallega hannaðar, kraftmiklar, og
auðvelt er að tengja við þær marga fylgihluti. Auk
borvéla framleiðir SKIL af sömu alúð og vandvirkni,
stingsagir, stórviðarsagir, hefla, slípivélar og fræs-
ara auk hinna heimsfrægu hjólsaga.
SKIL rafmagnshandverkfæri svara fyllstu kröfum
nútimans og henta jafnt leikmönnum sem atvinnu-
mönnum.
Póstsendum myndlista ef óskað er.
ÞEIR SEM VILJA VÖNDUÐ VERKFÆRI,VELJA
Einkaumboð á íslandi fyrir SKIL rafmagnshandverkfæri:
FALKIN N
SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670
Brælugjóla á
loðnumiðunum
BRÆLUGJÓLA var á loðnumið-
unum aðfaranótt miðvikudagsins,
en nokkur skip fengu þó góðan
afla. Frá því síðdegis á þriðjudag
þar til í gærkvöldi tilkynntu
eftirtalin skip um afla til Loðnu-
nefndar: Þriðjudagur: Pétur
Jónsson 680, Sæberg 520. Miðviku-
dagur: Keflvíkingur 510, Börkur,
1050, Albert 600, Súlan 780, Loftur
Baldvinsson 780.
RAFMAGNSm HANDVERKFÆRI