Morgunblaðið - 11.10.1979, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.10.1979, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 1979 Á æfiiigu með væntanlegum keppend um á hundasýningu á sunnudag „Hæll Massa“ hljómaði skipandi er blaðamaður og ljósmyndari Mbl. nálguðust hóp hunda og manna ofan við Vífilsstaðavatn í fyrrakvöld. Lósleitur labradorhvolpur skildi augsýnilega hvað átt var við, hlýddi samstundi og gekk þétt við hlið þess sem skipunan gaf. Hér voru samankomnir 12 hundar og nokkru fleiri menn — tilefnið námskeið í hlýðnisþjálfun. Leiðbeinendur Mogens Thaagaard með aðstoð Massa. Hundarnir gengu við hlið umsjónarmanna sinna í stórum hring og fylgdust með leiðbeiningum innan úr hringnum: „Hæll — kyrr — seztu“ og Massa settist á afturendann og flestir hinna hundanna einnig, eftir skipun eigenda sinna. Nokkrum þurfti þó að hjálpa og jafnvel ýta niður. „Við gefum þeim bendingu — svona", sagði Mogens og sýndi hvernig fá á hund til að leggjast á kviðinn. „Orð eiga að vera óþörf, enda ekki víst að þeir heyri í mikilli fjarlægð. — Þið eigið að vera svolítið ákveðin — nei, mjög ákveðin, ef þeir eiga að skilja ykkur.“ Eigendurnir virt- ust skilja, en hvað hundarnir hugsuðu var ekki auðvelt að gera sér grein fyrir. Blm. hafði þó á tilfinningunni, að þeir hefðu meiri áhuga á ferfættum frænd- um sínum en því sem mennirnir voru að hugsa um. íslenzka tíkin Lóa hafði ýmis- legt um námskeiöið að segja sem hundarnir hafa eflaut móttekið og skilið, en við Morgunblaðs- menn því miður ekki. Labrador- hvolpar, sem ýmist voru ljósir eða kolsvartir á lit og báru nöfn samkvæmt því, s.s. Sóti og Kola, voru augsýnilega mjög ánægðir, þegar þeim var veitt lausn frá störfum og ólum í lok nám- skeiðsins og brugðu á leik. Al- freð Flóki, býsna virðulegur Collie-hundur, bar sökum stærð- ar sinnar höfuð og herðar yfir hópinn, þó aðeins væri hann 7 mánaða gamall. Hann fann þó augsýnilega til þess að hann var einn sinnar tegundar á nám- skeiðinu og sá til þess að hinir hundarnir gerðust ekki of nær- göngulir. „Þetta er byrjendanámskeið og flestir hundarnir því mjög ungir," sagði Mogens, er við ræddum við hann í lok nám- skeiðsins. Páll Eiríksson læknir og ég höfum verið með námskeið ámóta þessu í sumar og leiðbeint í helstu undirstöðuatriðum hlýðnisæfinga. Það er mikil- vægt, sérstaklega fyrir þá sem búa í þéttbýli, að hægt sé að ganga eðlilega með hund í bandi. Hundur þarf að hlýða bending- um um að setjast, leggjast o.fl. Hvers vegna? Jú, hundur, sem ekki gegnir húsbónda sínum, verður erfiður í sambúð og skapar sjálfum sér og eiganda sínum örðugleika." Dýra- og hundasýningar gcra margt gott — Hvað finnst þér um ís- lenzka hundamenningu? „Ég er danskur, þó að ég hafi búið hérlendis í mörg ár, og hef nokkra viðmiðun frá Danmörku. Ég get sagt að framþróun hefur oðið mikil hér siðustu fimm árin. Dýrasýningarnar, sem haldnar voru í Laugardalshöllinni fyrir nokkrum árum, og sýning á vegum Hundaræktarfélagsins í fyrra hafa gert margt gott og ég held að fólk skilji mun betur nú en áður nauðsyn þess að hundar séu vel ræktaðir. Það er mikill misskilningur að hundar séu leikföng fyrir börn. Þeir eru lifandi verur og það verður að sjá til þess að þeir séu virtir sem slíkir." „Sætir klumpar“ geta orðið að litlum „kálfum" Mogens hafði á hraðbergi nokkrar sögur af hundakaupum, þar sem fólk hafði keypt 8—9 vikna „sætan klump“ handa börnunum, en sat uppi með lítinn „kálf“ eftir 8—9 mánuði. „Kálfurinn“ passaði ekki lengur undir sófaborðið, hann gerði stykki sín á stofugólfinu og var öllum til ama. „Hundur er viðbót í fjölskylduna — hann þarf sitt atlæti, útiveru og góðar aðstæð- ur verða að vera fyrir hendi. Og ekki er síður áríðandi að fólk viti hvaða tegund hentar því bezt, kjölturakki, veiðihundur eða eitthvað annað. — Hvernig eiga byrjendur þá að geta valið? „Hundaræktarfélagið gefur góðar leiðbeiningar og má hafa samband við stjórnarmenn þess, ef einhver á í vandræðum. Einn- ig vil ég benda á, að ef fólk ætlar sér að kaupa hreinræktaðan hund ætti það aö ganga úr skugga um að svo er. Hreinrækt- aður hundur á að hafa viður- kennda ættartölu." Bind miklar vonir við sýninguna á sunnudaginn — Hvað er framundan hjá ykkur hundaáhugamönnum? „Það má nú fyrst nefna hundasýninguna, sem haldin verður að Varmá í Mosfellssveit á sunnudaginn. Ég bind miklar vonir við þessa sýningu. Nú er mun meira af hreinræktuðum hundum en fyrir ári og við fáum á sýninguna viðurkenndan brezkan alþjóðadómara. Við höf- um átt í nokkrum byrjunarörð- ugleikum eins og aðrir og reikn- um með að fá góð ráð hjá honum. Við Páll höfum fyrirhugað að halda byrjendanámskeiðunum áfram og draumur minn er að geta komið upp virkilega góðu veiðihundanámskeiði. Fuglaveiðimcnn ættu að nota hunda mun meira Það má hafa mikið gagn af hundum, t.a.m. veiðihundum. Islenzkir skotveiðimenn ættu að nota hunda mun meira við fugla- veiðar. Það myndi fyrirbyggja að fuglar sem skot hafa lent í og ekki finnast þurfi að deyja á kvalafullan hátt. Hundar eru mjög þefnæmir og veigra sér ekki við að bregða sér á sund, þegar veiðar eru annars vegar. Góður fuglaveiðihundur notar aldrei tennur á bráðina — hann sækir hana aðeins," sagði Mog- ens í lokin. F.P. Lóa hafði ýmislagt til málanna að laggia og kannski akki nama von, því hún var síni íslenzki hundur- inn i hópnum og nómskeiðið fór jú fram á íslenzkri grund. Ljfem. Mbl. KristjAn. „Seztu Salka“ — en Salka var ekki alveg á þvf að setjast innan um alla þessa hunda. Mogens hjálpaði áhugasömum eiganda til að fá Sölku til að setjast á ráttan hátt. „Fínn strákur S6ti,“ sagði Ásgeir Halldórsson við labradorhvolpinn sinn, er honum hafði tekist að vinna bug á óumræöanlegri löngun til að hlaupa f hundahópinn. „Ertu til i leik“ g«eti Bella verið aö segja við hinn virðulega Alfreð Flóka. Flóki virðist ekki hafa áhuga og biöur Bellu aö vera ekki að trufla sig og húsbónda sinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.