Morgunblaðið - 11.10.1979, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 11.10.1979, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 1979 33 Elg nir Assets: Kr. Skuldir Liabilities: Kr. Erlendar eignir i frjálsura gjaldeyri Convertible Foreign Assets: ». Gull Gold ............................................. 746 341 800 b. Séntðk dríttarrcttlndi Al|>)óðagjaldeyrissjóðiini IMF Special drawipg rightt ................................ 430 279 200 c. GtiUframlag til AlþjóðagjaldcyTÍujóðsins IMF Gold subscription.......................................... 3 538 652 500 d. Erlcndir bankar o. fl. Foreign correspondents ........ 19 957 259 600 e. Erleod verðbréf og rikitvlxlar Foreign bonds and Treasury bills ........................................ 35 524 120 200 60 196 653 300 Krónuframlag til Alþjóðag jalde) rissjóðsins IM F Currency Subscri pt ion 10 615 957 500 Seðlar og mynt Notes and Coin 16123 334 000 Innlánsstofnanir Deposit Institutions: a. Almennar innstaður Sight deposiu ................... 2 563 051 750 b. Inostxður á uppsagnarreikningum Time deposits....... 655 148 647 c. Bundnar inostaður Required depotits................. 48 416 197 619 d. Gjaldeyrisreikoingar Foreign ezchange deposits...... I 576 605 700 63 211 003 71C Fjárfestingarlánastofnanir Investment Credit Funds: a. Almennar inostcður Sight deposits .............. 7 098 641 098 Innlánsstofnanir Deposit Institutions: a. óinnleyttir tckkar Cheques for clearing.............. 17 063 491 b. Reikningsskuldir Advancet .......................... 7 178 434 176 c. öonur ttutt lán Othcr thort-term loans .............. 3 430 000 000 d Verðbréf Bonds....................................... 773 499 754 e. Eodurkaup gengisbundin Rediscounts denominated in foreign currency.................................... 26 536 659 200 f. önnur endurkaup Other rediscounts.................... 16 572 166 000 g. Endurláoað erlent láotfá Foreign fundt relent ....... 2 248 286 000 Fjárfestingarlánastofnanir Investmcnt Credit Funds: a. Reikniogtskuldir Advancet .................,......... — — b. önnur stutt lán Other short-term loans............... ................. c. Verðbréf Bondt...................................... I 585 703 166 d. Eodurlánað erlent lánsfé Foreign funds relent ....... 1819412 500 Rikissjóður og rikisstofnanir Central Govemment: a. Aðalviðskiptareikningar rikitsjóðt Treasury current accounts................................................. 3 884 710 743 b. Rikisvialar Tfeasury bUU ................................ 2 201 000 000 c. Rikisttofnanir Govemment institutions.................... 2 0<X> 601 632 d. Verðbrét Bonds......................................... 13 038 540 478 e. Eodurlánað erlent lánsfé Foreign funds relent 20 909 842 $00 Aðrir aðilar Other Sectors: a. Vmsir reikningar Sundry accounts ................... 5 726 680 b. Verðbréf b»ar- og sveitartélaga Bonds of local governmenu ......................................... 37 713022 c. önnur verðbréf Other Bondt ......................... 33 583 206 d. Eudurlánað erlent lántfé Foreign funds relent....... 360 776 200 Fasteignir Bank Premiscs Vniislegt Sundry Items .. 56 756 108 621 3 405 115 666 42 034 695 353 437 799 108 9 578 859 28 916 530 Rikissjóður og rikisstofnanir Central Govcmment: a. Aðalviðskiptareikningar rikissióðs Treasury current accounu............................................ 259 510 118 b. Rikisstofnanir Govemmcnt instítutions............... 6 733 871 537 6 993 381 65E Sjóðir í vörzlu opinberra aðila Public Depository Funds 19 637 075871 F.rlendar skuldir til skamms tíma Short-term Foreign Debt: a. Erlendir bankar o. fl. Foreign correspondenu ................... 6 240 938 50C Erlend lán til langs tima Funded Foreign Debt 6 386 900 00C Innstxður AlþjóðagjaldeyHssjóðsins IMF Deposits..................... Innstatður Alþjóðabanka og systurstofnana Deposits of IBRD and Affiliates...................................................... Mótvlrðl sérstakra dráttarrcttinda Alþjóðagjaldeyrissjóðsins IMF Allocation of SDR . . . . 31 663 368 60C 439 131 567 5 093 219 20C ÝmislegtSundry Items...................... Gengisbreytingareikningar Revaluation Accounts Arösjóður DividendTund....................... Stofnfé Capital ...... Varasjóður Reserve Fund ............ Annað eigið fé Other Rescrves................ 6 325 218 421 11 486 832 067 253 065 00C 100 000 00C 1 820 000 00C 612 715 242 Alls Total 173 484 824 937 Alls Total 173 484 824 937 Efnahagur Seölabanka íslands 31. ágúst 1979 Janúar-Ágúst 1979: Heildarútflutningur nam 165 milljörðum VÖRUSKIPTAJÖFNUÐUR landsmanna var óhagstæður fyrstu átta mánuði ársins um 2,8 milljarða króna, en sé ágústmánuður tekinn sér var hann hagstæður um rúman milljarð. Á sama tímabili 1978 var vöruskiptajöfnuðurinn óhagstæður um rúmlega 12.6 milljarða króna og um rúman milljarð í ágúst. Alis var flutt út fyrir rúma 165 millj- arða fyrstu átta mánuði ársins og inn fyrir svipaða upp- hæð. I ágústmánuði var flutt út fyrir tæpa 30 milljarða króna en inn fyrir tæpa 29 milljarða. Fyrstu átta mánuði ársins 1978 nam út- flutningurinn alls 99 milljörðum króna, en flutt var inn fyrir rúma 111 milljarða. Á1 og álmelmi voru mjög stór liður í útflutningi lands- manna og var verð- mæti þess alls rúm- lega 24 milljarðar fyrstu átta mánuði ársins þar af rúmir fjórir milljarðar í ágúst. Af innflutningi fyrstu átta mánuð- ina bar hæst skipa- kaup fyrir tæplega 5.5 milljarða króna, auk hráefnis fyrir Islenzka álfélagið fyrir tæplega ellefu milljarða. Flugvélar voru keyptar til landsins fyrir 304 milljónir króna, hrá- efni fyrir íslenzka járnblendifélagið fyrir tæplega 1,8 milljarða, fyrir Landsvirkjun að verðmæti rúmlega 900 milljónir og fyrir Kröfluvirkjun fyrir tæplega 9 milljónir króna. Við samanburð á tölum frá árinu áður verður að hafa í huga að meðalgengi erlends gjalldeyris í janúar-ágúst 1979 er talið vera 39,8% hærra en það var sömu mánuði 1978. VW til Egyptalands TALSMAÐUR Volkswagenverk- smiðjanna vestur-þýzku sagði á fundi með fréttamönnum fyrir skömmu að samningar hefðu tekist með fyrirtækinu og egypzkum yfirvöldum um að setja á stofn verksmiðju í Egypta- landi til að framleiða hinu frægu „VW Bjöllu“, en framleiðslu á henni hefur nú verið hætt á Evrópu- og Bandaríkjamarkaði. Verksmiðjan sem annað hvort yrði sett upp í Alexandríu eða Ismailiu, mun í upphafi framleiða um tíu þúsund bíla á ári, en síðar meir er búist við að hægt verði að auka framleiðsluna upp í tuttugu þúsund bíla á ári. Kostnaður við verksmiðjuna er áætlaður um 25 milljónir dollara eða í kringum 95 milljarðar ís- lenzkra króna. VW-verksmiðjurn- ar greiða um 40%, en afganginn greiðir vestur-þýzka ríkið og arab- ískir kaupsýslumenn í samein- ingu. Þegar pyls- an stóð í meistaranum „Framkvæmdanefnd vegna máln- ingarframkvæmda í Hraunbæ 62—70“ hefur beðið blaðið fyrir eftirfarandi: í Morgunblaðinu 29. ágúst síðastliðinn hirtist grein eftir Hjálmar Jónsson er nefnist „Pylsuveislan í Árbæjarhverfi". Hjálmar segist vera „að svara“ grein er birst hafði í Morgunblað- inu 4. ágúst, en það var stutt frásögn af samkomu íbúanna í Hraunbæ 62—70 í garðinum fram- an við húsið, haldinni í tilefni þess að þeir höfðu lokið umfangsmikilli viðgerð og fegrun á húsinu. Eng- um kom víst til hugar að þessi frásögn yrði tilefni til blaðaskrifa eða að líta mætti á hana sem einhvers konar árás á málara- meistara. Skrif Hjálmars Jóns- sonar hefðum við líka látið af- skiptalaus ef ekki kæmu þar fram leiðinlegar dylgjur og getsakir, sem ekki verður við unað, auk þess, sem kalla má annað tveggja vankunnáttu eða vísvitandi rang- færslur. Hvorki Hjálmari Jónssyni né lesendum Morgunblaðsins væri greiði gerður með því að láta slíkt standa óhaggað. Eins og fram kemur í grein Hjálmars var leitað til málara- meistara um tilboð í verkið til að fá hugmyndir um kostnað. Þessi tilboð hefur Hjálmar undir hönd- um og birtir í grein sinni og byggir skrif sín að nokkru á þeim. Spyrja mætti kannski í leiðinni hvaðan þessi gögn séu komin honum í hendur og hvort hann hafi umboð til að nota þau í blaðaskrifum. Heiðarlegri aðferð af Hjálmars hálfu hefði verið að leita til okkar og fá upplýsingar um hvað var raunverulega gert — láta síðan gera kostnaðaráætlun um það verk og bera það saman við tilboðin tvö og endanlegt uppgjör okkar á verkinu. Sannleikurinn er sá, að það er gróf blekking að birta þær tölur sem Hjálmar hefur í höndum en minnast ekki einu orði á að unnið var miklu meira við húsið en þarna er ráð fyrir gert. Auk þess eru þessir útreikningar miðaðir við verðlag í mars 1979 og gerðir án ábyrgðar, en tölurnar sem nefndar eru í viðtalinu eru miðað- ar við uppgjör i ágúst — septem- ber eða 'Æ ári seinna. Húsið var í fyrstu vatnshreins- að með háþrýstingi til að fjar- lægja eldri málningu. Þetta var talið nauðsynlegt til að efnid sem notaö var á húsið — THORO- SEAL — næði að hindast nógu vel. Siðan voru bornar á húsið 2 umferöir af THOROSEAL. Þetta efni er nokkurs konar sements- blanda sem hrærð er út með vatni og acryl og síðan borin á með sérstökum kústum. Ekki ætti að þurfa málarameistara til að sjá að ekki er hægt að leggja þetta að jöfnu viö það þegar málningu er rúllað á hús, en við það voru nefnd tilboð miðuð. Á austurgafli og framan á svölum var svo bætt við þriðju umferð með acr.vlmálningu, en í upphafi hafði THOROSEAL verið þrýst í sprungur á öllum svalarveggjum sem ekki voru svo skemmdir að hrjóta þyrfti upp. Þar sem svo hagaði til fóru fram stórar viðgerðir með fljótharðn- andi sementsblöndu og átti það ekkert skylt við það sem Hjálmar kallar „minniháttar viðgerðir hjá málurum". Gengið var frá múr- húðun kringum öll anddyri að sunnan. Gluggakarmar voru hreinsaðir og tvímálaðir en rúður síðan hreinsaðar og pússaðar með gluggaþvottalegi. Þak hússins var vandlega hreinsað, borinn á það grunnur og síðan tvímálað með kústum. Skipt var um flestar niðurfallsrennur á húsinu. Grind- verk sem taka þurfti upp í kring- um húsið vegna framkvæmdanna voru lagfærð og máluð. Þetta er það sem unnið var, en um fæst af því veit Hjálmar — eða vill vita. Hjálmar segist ætíð hafa litið svo á, að málningarvinna sé frem- ur óheppileg frístundavinna fyrir óvana og þá ekki síst börn. Ekki er hægt að skilja þessa klausu öðru- vísi en dylgjur um að börn hafi unnið að framkvæmdum. Hvaðan Hjálmari er komin sú firra er erfitt að skilja, nema ef vera skyldi að á myndum af pylsuveisl- unni frægu sáust börn, en auðvit- að tóku þau þátt í veislunni og reyndar ekki aðeins börnin úr Hraunbæ 62—70 heldur úr nær- liggjandi húsum. Það rétta er, að við settum þá reglu að enginn undir 16 ára aldri mætti vinna að framkvæmdunum. Hjálmar segir: „Við þetta má bæta að tilsýndar virðist máln- ingin ekki gallalaus." Hér kemur enn átakanlega fram að maðurinn veit ekki — eða vill ekki vita að þetta er ekki málning og þess vegna ekki við því að búast að áferð hússins sé eins og málað hafi verið. THOROSEAL er ekki búið að vera á markaði hér mjög lengi og ein ástæða þess að við völdum þá leið að vinna þetta sjálfir var sú, að málarameistarar höfðu litla reynslu eða þekkingu á þessu efni. Við ráðguðumst við þá menn er helst höfðu reynslu af efninu um hugsanlega endingu og hvernig ætti að vinna með það. í allri framkvæmdinni reyndum við að skipa ákveðnu fólki afmörk- uð störf og sérstök áhersla var lögð á að lagtækir menn bæru THOROSEALið á. Fyrrnefndir aðilar komu eftir beiðni okkar og litu á verkið er það var vel á veg komið og töldu það á allan hátt vel og rétt unnið. Hjálmar Jónsson kallar það aftur á móti „tilsýndar ekki gallalaust" og heldur eða rangfærir að þetta sé malning. Að lokum þetta: Hjálinar segist þekkja til góðrar samvinnu við fólkið í Árbæjarhverfi. Varla verður sagt að skrif hans í Morg- unblaðinu séu verðugar þekkir fyrir samvinnuna. A.m.k. geta íbúar í Hraunbæ 62—70, sem lögðu sig fram af alefli við að lagfæra og fegra hús sitt, varia íitið svo á. En þrátt fyrir leiðindaskrif hans stendur þó óhögguð ánægja af vei unnu verki. Sömuleiðis standa óhaggaðar þær kostnaðar- tölur sem nefndar voru i fréttinni frá 4. agust. Ef Iljálmar Jónsson hefur áhuga á að kynna sér það með því að koma og taia við okkur og skoða þá húsið í leiðinni öðruvísi en „tilsýndar“ er hann velkominn. Hver veit nema við getum boðið honum pylsu og kók nieð, svona til að trvggja að hún komist rétta boðleið. F ramkvæmdanef nd vegna málningarframkvæmda í Hraunbæ 62—70.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.