Morgunblaðið - 11.10.1979, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.10.1979, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 1979 1 3 Norræn menningarvika hófst í Norræna húsinu s.l. laugardag meö opnun sýningar á verkum eftir danska málarann Carl-Henning Pedersen. Þetta er í fyrsta skipti sem Norræna húsiö stendur fyrir slíkri viku en ætlunin er aö menningarvikur veröi haldnar í Norræna húsinu þau ár sem listahátíð er ekki. Á dagskrá norrænu menningarvikunnar veröur bæöi skandinavískt og íslenskt efni og eitthvaö er um aö vera alla daga vikunnar. „Viljum ekki geraNorr- æna húsið að átthagasal” Erik Söndcrholm forstjóri Norræna hússins. „Hugmyndin að baki norrænu menningarvikunnar er sú, að Norræna húsið hefur tekið þátt í listahátíð Reykjavíkur í 10 ár en okkur fannst nú tími til kominn að breyta til og reyna eitthvað nýtt,“ sagði Erik Sönderholm, forstjóri Norræna hússins, í samtali við Mbl. „Okkur hefur fundist það dálítið hættulegt ef starfsemin hefur komist í of fastar skorður. Þá er afskaplega lítið hægt að gera annað en það sem er orðið að föstum dagskrárliðum. Hugmyndin að listahátíð Reykjavíkur kom í upphafi m.a. frá Ivari Eskenlund sem þá var forstjóri Norræna hússins. Ég veit það, að í upphafi var mikill stuðningur fyrir listahátíðina að hafa húsið, bæði fyrir skrifstof- ur og annað. En nú er hátíðin orðin sjálfstætt fyrirtæki og getur ábyggilega bjargað sér án Norræna hússins. Með því að standa fyrir menn- ingarviku ætlum við alls ekki að keppa við listahátíðina. Þessi vika verður aðeins þau ár sem hátíðin er ekki. Það fer oft svo á Listahátíð að það mikið er um ýmis dagskráratriði að sumt vill drukkna og gleymast. Við erum því að reyna að dreifa framboð- inu dálítið þannig að allt verði ekki að gerast á sama tíma.“ „Ekki aðeins eitthvað norrænt“ „Það er alls ekki meiningin að fá norræna listamenn hingað til lands til að bera aðeins fram verk frá sínu heimalandi. Okkur finnst það allt of þröngt. Nor- rænn tónlistamaður er t.d. alltaf að reyna krafta sína á Beethov- en, Schubert og fleiri stórum tónskaldum og því viljum við hafa þau verk með á efnisskrán- um. Finnskur eða sænskur söngvari syngur t.d. eitthvað frá sínu heimalandi en einnig eitt- hvað frá Evrópu. Við viljum alls ekki gera Norræna húsið að einhverjum átthagasal þar sem aðeins eitthvað norrænt fer fram innan dyra.“ Erik Söderholm var síðan spurður að því hvort farið yrði með eitthvað af dagskráratrið- um menningarvikunnar út fyrir Reykjavík. Við reynum að fara út Iand með atriði af listahátíð 1978 en það var afskaplega erfitt. Bæði eru lítil byggðarlög hrædd við að standa fyrir slíku og listamenn- irnir sjalfir hafa oftast það lítinn tíma að ferð út á land kemur ekki til greina. Þó tókst okkur nýlega að fá sænskan vísnasöngvara í ferð norður til Akureyrar og söng hann bæði þar og á Dalvík. Það er bara ekki það sama að standa fyrir slíkum menningar- viðburðum í Reykjavík og á litlum stöðum. Ég er t.d. vissum að þegar Norrænt hús tekur til starfa í Færeyjum kemur ekki til greina að reka það eins og húsið hér í Reykjavík. Þótt Þórshöfn sé höfuðstaður eins og Reykjavík er þar ekki að finna framhaldsskóla eins og t.d. myndlistarskóla, tónlistarskóla og háskóla. í fyrra voru hér á ferðinni tveir heimspekingar sem héldu fyrirlestra. Það er ekki það að fólkið á ísafirði sé eitthvað verra en í Reykjavík en þar er bara ekki fólk sem hefur þessi áhugamál. Allir þeir skólar sem eru í Reykjavík skipta svo miklu máli. Þess vegna er hægt að gera hér hluti sem ekki væru framkvæmanlegir t.d. í Árhús- um sem er á stærð við Reykjavík." — Menningarvikan verður ef- laust dýrt fyrirtæki fyrir Nor- ræna húsið? „Hún verður það. Bara trygg- ingin fyrir málverkasýninguna kostar mikla fjárupphæð. Við þyrftum helst að standa fyrir slíkum menningarvikum 5 sinn- Meðal atriða á norrænu menn- ingarvikunni er sýning á verkum eftir danska málarann Carl-Henning Pedersen. Lokatónleikar norrænu menningarvikunnar verða sunnudaginn 14. október kl. 20.30. Verða þar flutt verk eftir Jón Nordal og verða flytjendur allir inniendir tónlistarmenn. um á ári en það er ekki hægt vegna fjárskorts. En maður má ekki vera hræddur við að gera hlutina, því að þá gerist alls ekki neitt. Það er ekki hægt að standa fyrir viðburðum sem menningarvik- unni með það fyrir augum að ætla að græða. Við stöndum ábyggilega uppi með gífulegt tap að vikunni lokinni en þannig á það líka að vera. Ef hún ætti að bera sig fjárhagslegaþyrfti hver aðgöngumiði að kosta minnst 20.000 krónur. Við vonum bara að menning- arvikan takist vel og fólk kunni að meta þetta framlag okkar til að lífga upp á menningarlífið í Reykjavík," sagði Erik Sönder- holm að lokum. Rœtt við Erik Sönder- holm forstjóra Norrœna hússins um norrœnu menningarvikuna Endurútgefum fimmtán hljómplötur, sem allar hafa verið uppseldar um árabil. Koma nú einnig á kassettum. Selt á sérstöku kynningarverði, sem er helmingi lægra en verð á öðrum plötum, eða aðeins kr. 3900 Kynningarsalan er í VÖRUMARKAÐNUM, Ármúla - Sími 86113 Vekjum athygli á heilsíöu auglýsingu okkar í Morgunblaöinu sl. sunnudag, varöandi póstkröfuaf- greiöslur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.