Morgunblaðið - 11.10.1979, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.10.1979, Blaðsíða 35
■ MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 1979 35 Sigurður íhugar orð Ásbjarnar. Lætur sannfærast. Seilist eftir sjóði. Tínir fram skildinga. Þeir félagar hverfa á braut. Hraða nú för sinni í átt til Traðarkotssunds. Sigurður Berndsen unir um sinn í návist drottningar. Hugsar: Mik- ill var auður Salomons. Ég hefði viljað gefa mikið til að vaka eina nótt yfir vænum pókerpotti með Salomon konungi og Guðlaugi Barnageira. Ekki hefði Guðlaugur látið orðskviðina Salomons trufla sig. Þetta var snillingur. Ég veit ekki hvor hefði haft meiri ástæðu til að skrifa upp eftir hinum, kóngurinn eða klæðskerinn. Ekki hefði staðið í Guðlaugi að vitna í ritninguna, ef því var að skifta. Svo hefur hann það nátturlega fram yfir Salómon, að kunna líka nýja testamentið. Og hefði getað saumað á hann vetrarfrakka, eða herðaslá með minkaskinnum frá Rokstað. Þá hefðu nú liljugrösin mátt fara að vara sig. Þeir Ásbjörn og Valur kveðja dyra í Traðarkotssundi. Þar stóð öldruð heiðurskona fyrir veiting- um í kaffihúsinu Öldunni. Biðja um húsaskjól og beina nokkurn. Var það auðsótt. Dyrum slegið á gátt. Una nú um stund við veigar góðar og veitingar frambornar af rausn og kurteisi. komnir og óskar þeim ánægju- stundar á Öldufaldi Guðrúnar í Traðarkotssundi. Gengur síðan hröðum skrefum brott. Þeir félagar setjast að fram- haldsdrykkju og una vel hag sín- um. Við komumst að raun um að kaupsýslumaðurinn var ekki harð- soðinn. Þegar við stóðum upp úr sætunum um leið og lestin nam staðar á járnbrautarstöðinni Gare de Lyon í París seildist ég eftir farangri okkar í hillu ofan við sætin. Um leið og ég tók fyrstu töskuna úr hillunni kom í ljós að það var taska ferðafélaga okkar. Ég fékk kaupsýslumanninum hana og hann brosti ljúfmannlegu vinsældabrosi og um leið féll skurn sú er hann hafði hulið sig í á leið sinni. Þetta var samt ekki bros Dale Carnigies. Einlægt var það og ósvikið. Ekki tillagt og lært á námskeiði. Enda segir Einar Markússon píanóleikari að Carnegie hafi ekki einu sinni haldist á eiginkonu sinni. Hún hafi hreint ekki þolað námskeið- arglottið og tekið pokann sinn, eða hvort hann fékk pokann sjálfur,, því hefi ég gleymt. Ég festi augun á hálsbindi „harðsoðna" kaupsýslumannsins. Og fer að hugsa um dr. Guðbrand Drottningin af Saba og Salómon konungur Innan stundar sjá þeir höfðing- legan mann, klæddan loðfeldi, snarast inn Traðarkotssund. Þar mátti kenna skáld og víðförla, væringja nýrrar aldar. Höfund Óttars Serkjahersins og Einræðu Starkaðar. Valur fölnar og rís á fætur. Segir: Ég fel mig í eldhús- inu. Þú segir föður mínum að þú hafir ekki séð mig og hafir engar spurnir af ferðum mínum. Ás- björn lofar því. Valur skundar til eldhúss. Hurð fellur að stöfum. í sama mund er inngöngudyrum hrundið á gátt. Inn snarast skáld- ið. Það er sem yfirborð loðfeldsins ýfist er brjóst skáldsins svellur af móð. Augun skjóta gneistum. Engin töf á ávarpi: Hvar er Valur sonur minn. Ásbjörn rís á fætur. Fagnar göf- ugum gesti. Segir: Ég hefi bara ekki séð hann Val svo vikum skiptir. Skáldið bendir á glas á borði því er Ásbjörn sat við. Segir: Valur sonur minn á þetta glas. Þá glúpnar Ásbjörn. Svarar: Það er rétt. Við gengum á fund Sigurðar Berndsen og áttum við hann við- skipti nokkur. Pantsettum mál- verk af drottningunni af Saba. Fengum fáeinar krónur og sitjum nú að Portvínsdrykkju. Skáldið hlær og tekur gleði sína. Segir: Drottningin af Saba hjá Sigga Berndsen. Það var þá félagsskap- ur. Sviftir loðfeldinum frá barmi. Seilist eftir veski sínu. Dregur þaðan seðla. Þrýstir þeim í hönd Ásbjarnar með þeim ummælum að þeir félagar séu vel að þeim Jónsson og sögu er hann sagði okkur, nokkrum kunningjum, fyr- ir fjórum áratugum. Þá bar Guð- brandur hálsbindi, sömu gerðar. Þeir skyldu þó aldrei eiga svipað erindi? Guðbrandur sagði: Það var á árum fyrri heimsstyrjaldar. Þýzki sendiherrann í Kaupmanna- höfn kvaddi mig á sinn fund. Afhenti mér doppótt hálsbindi. Sagði: Þér takið næstu hraðlest til Helsinki þegar í stað. Skip í sambandi við lestina. Setjið upp þetta hálsbindi. Skundið til Grand Hotel. Er þangað kemur svÍDÍst þér um eftir manni er styður sig við súlu í anddyrínu. Hann verður með samskonar hálsbindi. Kallið hann afsíðis. Hafið við hann skipti á hálsbindi. Takið næstu hraðlest og skip í sambandi við lestina. Komið strax á minn fund og færið mér bindið. Hraðlest okkar er komin til Parísar. Kaupsýslumaðurinn lag- ar hálsbindi sitt doppótt. Náms- maðurinn á leið í Svartaskólff hefir lokið bók sinni um Nafn- lausa veginn. Lestin rennur inn á brautarpallinn. Vegur okkar heitir hinsvegar Rue de la Trevise. Þangað tökum við leigubíl. Grænklæddi maðurinn er aftur kominn í spreng og búinn að stilla sér upp í biðröð. Um leið og við setjumst upp í leigubílinn hverfur konan með æðahnúta á hægri kálfa í mannþrönginni. Okkar bíður umferðahnútur á næsta götuhorni. París 1 sept. ‘79. PP. r I athugun að koma á vaktakerfi lögmanna LÖGMANNAFÉLAG íslands kannar nú möguleika á því að koma upp einhvers konar vakta- kerfi lögmanna, þannig að sakað- ur eða handtekinn maður eigi þess kost að ná í lögmann hvenær sem er. Slíkt fyrirkomulag tíð- kast viða erlendis. Morgunblaðið hafði í gær sam- band við Þorstein Júlíusson hrl., formann Lögmannafélags íslands, og innti frétta af málinu. Þor- steinn sagði, að hreyfing hefði komizt á þessi mál þegar ný lög voru sett á síðasta þingi um rétt handtekinna manna, en lögmenn áttu mikinn þátt í því að koma þeim lögum í gegn. — Vegna þessara breytinga þótti okkur ekki stætt á öðru en reyna að tryggja með einhverjum hætti að hinn handtekni eigi þess kost að ná í lögmann hvort sem handtökuna ber að á nóttu eða degi, jafnt helgidaga sem aðra daga. Lögmannafélagið hefur sent félagsmönnum bréf um þetta og spurt þá hvort þeir hafi áhuga á því að ganga inn á siíkar vaktir og skuldbinda sig til þess að vera viðbúnir hvenær sem kall kemur. Þegar svör hafa borizt er meining- in að skipuleggja þetta starf með einhverjum hætti, sagði Þorsteinn Júlíusson. Ný bók fyrir nútíma fólk Næring og heilsa Sjálfsögð bók á nútíma heimili. Nauðsynleg til sjálfs- menntunar. Helgafell. GATERPILLAR D4D Til SÖIu Upplýsingar hjá Véladeild. HEKLAhf. Laugavegl 170—172 — Slmi 21240 Norræn menningarvika 1979 í kvöld kl. 20:30 Else Paaske (alt), Erland Hagegaard (tenór) og Friedrich Gíirtler (píanó) flytja: R. Schumann: P.E. Lange-Muller: Peter Heise: Benjamin Britten: Aögöngumiöar í kaffistofu NH. Liederkreis Sulamith og Salomon 2 sönglög Abraham and Isaac, f. alt, tenór og píanó NORRÍNA HUSID POHJOLAN TAIO NORDENS HUS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.