Morgunblaðið - 11.10.1979, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.10.1979, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 1979 Hin almenna þátttaka er sérkenni tónlistarlífs hér Franski hljómsveitarstjórinn Jean-Pierre Jacquillat hefur á liðnum árum verið tíður gestur hjá Sinfóníu- hljómsveit íslands, og hefur stjórnað hljómleikum hennar í Reykjavík og úti á landi. Jacquillat stjórnar hljómsveitinni á fyrstu sinfóníutónleikum vetrarins, sem verða í Háskólabíói í kvöld. Þar verður Herman Prey einsöngvari, en á efnisskránni eru verk eftir Mozart, Rossini, Brahms og Mahler. Jean-Pierre Jacquillat stjórnar hér tvennum tónleik- um í maí næstkomandi, en hann hefur verið ráðinn að hljómsveitinni þrjú fimm vikna tímabil á næstu þremur árum. Morgunblaðið átti stutt spjall við Jacquillat nú í vikunni og spurði fyrst um skoðun hans á því hvort þörf væri á því að hljómsveitin fengi fastan aðalstjórn- anda, sem tæki þátt í störfum hennar samfleytt, t.d. eitt starfsár: Ljism. Emilfa. Hér áður fyrr tíðkaðist það mjög að hljómsveitir hefðu fastan aðalstjórnanda lang- tímum saman, en nú er slíkt fremur óalgengt, meðal ann- ars af því að erfitt er að fá menn til að binda sig lengi á sama stað. Eg hef gert samning við íslenzku sinfóníuhljómsveitina um að starfa með henni þrisvar sinnum á næstunni, fimm vikur í senn, og ég sé mér ekki fært að binda mig lengur i einu. Endurnýjun og tilbreyting eru nauðsyn- legar fyrir hljómsveitarstjóra, en slíkt fæst aðeins með því að ferðast um og starfa með sem flestum hljómsveitum. — Nú heíur þú kynnzt tónleikagcstum í öllum heimshornum. Eru íslenzkir tón- listarunnendur frábrugðnir öðrum að einhverju leyti? — Það, sem mér finnst einkenna tónlist- arlífið hér á íslandi sérstaklega, er hve þátttaka í því er almenn. Það er mjög óvíða, sem fjöldi tónleikagesta er svo mikill hluti af borgarbúum sem venjulegt er hér í Reykjavik, að ekki sé minnzt á aðsóknina að tónleikum hljómsveitarinnar úti á landi. Eg hef haft mikla ánægju af því að stjórna tónleikum hennar utan Reykjavíkur, — viðtökurnar á þessum litlu stöðum eru yfirleitt frábærar og sýna tvímælalaust að þessi starfsemi er vel metin og nauðsynleg. — Telurðu ástæðu til að hljómsveitin geri meira al því að fara út á land og leika þar? — Það væri æskilegt að hún gæti gert sem allra mest af því, en þetta er nokkrum vandkvæðum bundið. Helztu erfiðleikarnir eru í sambandi við húsnæði, — það er mjög óvíða, sem völ er á hentugu húsnæði fyrir sinfóníuhljómleika. Hljómsveitin hefurorð- Jean-Pierre Jacquillat ið að sníða sér stakk eftir vexti, því að fjöldi hljóðfæraleikaranna þegar leikið er utan Reykjavíkur getur vart farið yfir 35 manns, en venjulega eru þeir hátt í sextíu. Þetta takmarkar að sjálfsögðu möguleikana í vali verkanna, sem hægt er að flytja og efnisskrá verður að vera í samræmi við það. — Ef við víkjum að hljómsveitinni. hver er skoðun þín á henni? — Mér líkar Ijómandi vel að starfa með Sinfóníuhljómsveit íslands. Auðvitað hefur hún, eins og allar aðrar hljómsveitir, sín vandamál. I henni eru góðir hljóðfæraleik- arar og þeir sem síður valda verkefnum sínum, en ég held að hægt sé að segja að án undantekningar vilji íslenzku hljómlistar- mennirnir vinna og leggja töluvert á sig til að bæta hljómsveitina, og það er aðalatrið- ið. Hljómsveitin líður fyrir það að manna- skipti eru of tíð — á hverju ári eru of margir nýir hljóðfæraleikarar og það er vandamál að halda í góða hljóðfæraleikara. Þeim eru boðin betri laun og tækifæri annars staðar, og hvort sem okkur líkar betur eða verr þá hljóta launakjör alltaf að hafa áhrif á útkomuna. Þetta má ekki gleymast þegar verið er að gera kröfur, — það er hægt að gera meiri kröfur til þeirra, sem fá betri laun, svo einfalt er það. Heimurinn er fullur af góðum sinfóníu- hljómsveitum og auðvitað keppa þær um góða hljóðfæraleikara. Bandarísku hljóm- sveitirnar eru beztar enda bjóða þær beztu kjörin. — Hvcrt er förinni heitið héðan? — Eg fer til Svíþjóðar og stjórna þar sex hljómleikum Gautaborgarsinfóníunnar, sem er að leggja upp í hljómleikaferð um alla Svíþjóð. Eg geri mér vonir um að geta dvalizt nokkra daga í París á næstunni. Þar er ég búsettur, eða svo á að heita, en þar er ég sjaldnast, til dæmis hef ég á síðustu þremur mánuðum verið þar í tíu daga samtals. En þannig er það starf, sem ég hefi kosið mér, til að geta sinnt því er óhjákvæmilegt að vera á stöðugum ferða- lögum, sagði Jean-Pierre Jacquillat. Ellert B. Schram: Félagsmálaráð- herra svarað Félagsmálaráðherra, Magnús H. Magnússon, skrifar grein í Mbl. 'í fyrradag, þriðjudag, og gerir at- hugasemdir við ummæli, sem eftir mér voru höfð í Mbl. 5. okt. s.l. varðandi stefnumótun hans í hús- næðismálum. Mér er ekkert geðfellt að karpa við frænda minn Magnús með þessum hætti, en tel mig þó tilneyddan til að benda á eftirfar- andi staðreyndir: 1. Ég hef leyft mér að vekja athygli á þeirri sérkennilegu stöðu, að á sama tíma og ráðherrann boðaði stórfelld aukin útgjöld fyrir ríkissjóð vegna stefnumótunar í húsnæðismálum, þá lét hann á ársferli sínum í ríkisstjórn, ef ekki stuðlaði að, óátaldar aðgerðir af hálfu ríkisstjórnarinnar, sem leitt hafa yfir Byggingarsjóð gífurlegan fjárhagsvanda. Eg nefndi 2 millj- arða. Vandinn er sennilega stærri. Og þetta viðurkennir Magnús raun- ar í grein sinni, þegar hann tekur fram að fjármagn, sem koma á til útborgunar í desember, hafi enn ekki verið tryggt. Á það bæði við um greiðslur til þeirra, sem gerðu fokhelt í september, svo og um lánagreiðslur til kaupa á eldra húsnæði. Hér þarf ekki frekar vitnanna við. Allt á þetta rætur að rekja til þeirrar ákvörðunar ríkis- stjórnarinnar að færa 2 milljarða króna frá Byggingarsjóði til Fram- kvæmdasjóðs. Magnús segist hafa gert tillögur um það nú, að þetta fé yrði fært til baka til Byggingar- sjóðs. Sú tillaga er sýndarmennskan ein, vegna þess að Framkvæmda- sjóður er löngu búinn að ráðstafa þessu fé. Fullyrðing mín um greiðsluerfiðleika Byggingarsjóðs stendur því óhögguð. 2. Ég hélt því fram, að stefnu- mótun Magnúsar hefði ekki verið samþykkt í ríkisstjórninni. Magnús segir þetta rangt og skilur ekki hvernig mér berist vitneskja af ríkisstjórnarfundum. Ég hef ekki ómerkari heimild en Magnús sjálfan fyrir staðhæfingu minni. Ráðherr- ann kynnti stefnumótun sína á blaðamannafundi 2. okt. s.l. í frétt- um sjónvarpsins þá um kvöldið er greint frá þessum fundi og frásögn fréttamannsins hefst með eftirfar- andi orðum: „Eftir helglna verða lögð fyrir ríkisstjórnina drög að stefnumótun í húsnæðislánamál- um.“ Þessi setning var lesin fyrir Magnús áður en hún var flutt. Hann gerði enga athugasemd, enda eftir honum haft á blaðamannafundin- um. Ef fullyrðing mín er röng, þá er það vegna þess að Magnús sjálfur gaf rangar upplýsingar á nefndum blaðamannafundi. 3. Ráðherrann vill ekki kannast við að stefnumótun hans sé byggð á gömlum tillögum sjarfstæðismanna. Það skiptir okkur í rauninni litlu, því við höfum þegar bætt um betur, eins og m.a. kom fram í fyrrgreindu viðtali við undirritaðan 5. okt. s.l. Gunnar Thoroddsen skipaði nefndir til að endurskoða húsnæðislög- gjöfina og gera tillögur um breyt- ingar. Hvort þessar nefndir hafi verið aflagðar í tíð Magnúsar H. Magnússonar eða aðrar nefndir skipaðar skiptir ekki máli. Stað- reyndin er sú, eins og fram kemur i grein M.M., að tillögum var skilað, og þær tillögur voru unnar af þeim sjalfstæðismönnum, sem í nefndun- um áttu sæti. Stefnumótun M.M. byggist á þessum gögnum. Með þökk fyrir birtinguna Ellert B. Schram Framsókn: Mótmælir verðhækkun- um síðustu mánaða Á FUNDI í Verkakvennafélaginu Framsókn, sem haldinn var fimmtudaginn 4. október 1979, voru kosnir fulltrúar á 9. þing Verkamannasambands Islands og jafn margir til vara, sem haldið verður á Akureyri dagana 12.—14. október 1979. Einnig voru samþykktar eftir- farandi tillögur: „Verkakvennafélagið Framsókn mótmælir kröftuglega þeim vöru- hækkunum sem dunið hafa yfir landsmenn nú á síðustu mánuð- um. Vill félagið minna á, að allar vörur og skattahækkanir koma þyngst niður á þeim sem minnst hafa launin. Því vill Verkakvenna- félagið Framsókn skora á ríkis- stjórn að spyrna við fótum og minnka verðbólguna. Fundur í Verkakvennafélaginu Framsókn lýsir fullum stuðningi við alyktun miðstjórnar Alþýðu- sambands íslands þann 20. sept- ember 1979, vegna verðhækkana landbúnaðarvara."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.