Morgunblaðið - 11.10.1979, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 11.10.1979, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 1979 37 , ' ' ' st Guðrún Vigiúsdóttir vefnaðarkennari og Þorbjörg Bjarnadóttir skólastjóri. konur komu frá Patreksfirði og voru á þriggja daga námskeiði í glóðarsteikingu, smurðu brauði og smáréttum. Um áramót verða svo hússtjórnarnámskeið eins og venjulegur húsmæðraskóli. — Hafið þið einhverja sam- vinnu við hina skólana? — Já, nemendur Menntaskól- ans geta tekið matreiðslu, vefnað og fatasaum sem valgrein og fá það metið eins og önnur fög. Svo kennum við eftir þörfum nemend- um úr gagnfræðaskólanum. Með allri þessari kennsiu er skólinn í toppnýtingu. Hefur uppeldisleg áhrif. Guðrún Vigfúsdóttir ræður ríkjum í vefstofu skólans, og tekur á móti blm. bráðhress með 34 ár að baki við vefnaðarkennsluna: — Þetta er alltaf jafn spenn- andi, við erum með 18 kvölda námskeið og menn geta unnið úr eigin hugmyndum. SpUrð um hvort karlkynið stundaði þetta: — Ég held að karlmenn ættu að sinna þessu meira, hér áður voru það karlmenn sem unnu að vefn- aði fyrir heimilin, konur aftur á móti stunduðu listvefnað, það er gaman að fá karlmenn líka eða blandað. — Nú er vefnaður dálítið sér á parti? — Já, þetta hefur uppeldisleg áhrif, það fylgist að hugur og hönd og lögð er áherzla á vandvirkni og að eigið ímyndunarafl njóti sín í verkinu. Ég hef verið við þetta í 34 ár og þetta heldur mann síungum, það eru óendanlegir möguleikar að raða litum og fjölbreytnin er mikil í stíl og munstri. Blm. kvaddi Guðrúnu og vefstól- ana í Húsmæðraskólanum Ósk með lotningu þeirri sem heyrir til þess menn ekki skilja en skynja fremur sem taufr. F.H. Iðnskólinn er ekki kjördæma- pólitískt ævintýri Valdimar Jónsson tæknifræðing- ur er skólastjóri Iðnskólans á ísafirði. Á myrku september- kvöldi Ieit undirritaður inn til þeirra Ásdísar en þau búa í Verkstjórahúsinu niðrá Tanga. — Það er að sumu leyti gaman að þvi að vera út i provinsinu. Ég kom hingað vestur fyrir fjórum árum. Það kemur dálítið flatt upp á mann hvað maður virðist skipta miklu máli á köflum. Þetta hljómar kannski broslega, en maður hefur þetta á tilfinn- ingunni öðru hvoru og það er mjög þægilegt. En þessi nálægð á milli fólks hefur sína ókosti líka á svona stöðum, en ég held að kostirnir séu meiri. Þó eru nátt- úrulega fljót að skipast veður í lofti, annað hvort eru svona hlutir mjög góðir eða þá slæmir, það má gera ráð fyrir því. Það skiptir iika miklu máli hvað menn fást við og hverja þeir umgangast. Ég umgengst til dæmis ákveðinn sektor, unglinga og yngra fólk, þetta er yfirleitt heiðarlegt fólk og óskemmt. — Iðnskólinn er ekki fyrirferð- armikil stofnun á ísafirði, það væri fróðlegt að vita á hvaða róli hann er núna? — Við erum hér með hefðbund- inn iðnskóla, sem er kannski hættur að vera hefðbundinn vegna þess að það eru að koma svo víða verknámsskólar svo að þetta er sem sé bóklegt iðnnám. Svo erum við með nokkuð öflugan vélskóla þar sem hægt er að taka þrjú stig af fjórum stigum vélstjórnarrétt- inda. Og ég held ég fari rétt með það að þetta er eini skólinn sem er með þriðja stigs vélstjórnarnám utan Reykjavíkur. Þá er stýri- mannaskóli, fyrsta stig sem veitir 120 tonna skipstjórnarréttindi og svo loks teiknaraskóli, sem verið hefur vinsæll á undanförnum ár- um, þó það sé farið að draga úr því núna. Það er sko ekki hægt að stunda það að útskrifa tíu tækni- teiknara hér á ári. Annars er gríðarlegur skortur og hefur verið á námsframboði fyrir kvenfólk. Eini raunhæfi valkosturinn hefur verið Menntaskólinn og það er náttúrlega valkostur sem ekki hentar öllum. Þetta er ákaflega mikill ljóður en þetta er kannski braut sem ætluð er kvenfólki og eykur í raun þetta námsframboð. — Meistarakerfið er þá hér enn í fullum blóma? — Já, skólinn er ekki í þeirri aðstöðu í dag að geta hafið verknámskennslu, í öllum helztu greinum. Það er hins vegar stutt í það að hægt sé að vera með verknámskennslu í málmiðnaði, þó hef ég talið rétt að standa ekki í því brambolti meðan maður á fullt í fangi með að halda úti tiltölulega flóknu appírati sem skólinn er í þeirri mynd sem hann er þegar. Ég er nú ekki brattari en það, ég þykist hafa fullt í fangi með þetta í þeirri aðstöðu sem við erum. Ástæðan fyrir því að ekki er drifið í þessu er alis ekki sú, að það sé gott fyrir nema að komast á samning í smiðju. Það stendur bara þannig á núna rétt í svipinn, að það er sennilega nokkuð gott, alla vega vantar skipasmíðastöð- ina nema á samning að því er ég bezt veit. En meginreglan í þessu Valdimar Jónsson skóla- stjóri. er sú, að það er erfitt fyrir iðnnema að komast á samning. — Sérðu einhverja glætu í frumvarpinu um samræmdan framhaldsskóla? — Já, ég held að allir þeir sem að Iðnskóla standa hafi hresstst við að sjá þetta frumvarp. Það sem mönnum hefur sárnað í aug- um er þessi ólýðræðislega mis- munun sem kemur fram í aðstöðu- mun eftir því hvaða námsbraut menn velja. Iðnskólarnir hafa verið reknir af ríki og sveitarfé- lögunum og á ábyrgð þeirra en i mörgum tilvikum hafa þessar stofnanir drabbast niður og orðið hálfgerð olnbogabörn. Þannig hef- ur þessi kostnaðarskipting valdið gífurlegri mismunun. Ég nenni nú ekki að draga dul á það að menntaskólinn hér á ísafirði er öðrum þræði kjördæmapólitískt ævintýri kannski, eða þannig hef ég tilhneigingu til að líta á málið þegar á sama tíma er á heljar- þröminni skóli, sem veitir fólkinu fræðslu í þeirri atvinnugrein, er það stundar í þessari bónus- paradís. Það tapast hundruð millj- óna króna út úr þessu samfélagi af því að verktakastarfsemi er svo slök. Þá er það kannski ekki alveg fráleitt mál að halda því fram, að sú menntun sem virkilega þurfti að byggja upp var eitthvað annað en framlenging á latínuskólanum, svo ég stílfæri þetta. Hins vegar vil ég taka það fram að ég er ekki í grundvallaratriðum andvígur menntaskóla í þessari mynd þó ég taki svona til orða til að hrista svolítið upp. — Hefur skólinn einhvern stuðning af iðnaðarmannafélögum líkt og t.d. Iðnskólinn í Reykjavík hefur einatt notið? — Framan af var Iðnskólinn hér starfræktur og reyndar stofn- aður af iðnaðarmannafélögunum vestra og er einn, að ég held af elztu Iðnskólum á landinu. Mér er sagt að samtök iðnaðarmanna hafi verið mjög öflug hér á ísafirði eins og félagasamtök munu hafa verið almennt, en það hefur breytzt gífurlega mikið og það er ekki um það að tala, því miður, að Iðnskólinn njóti nokkurs virks stuðnings frá samtökum iðnað- armanna, enn sem komið er, enda hafa þau nánast ekki verið á lífi undanfarinn áratug. En ég tel það mjög brýnt fyrir slíkan skóla að vera í tengslum við einhver sam- tök. Þetta hefur nú verið rætt töluvert undanfarna mánuði þó ég hafi ekki haft aðstöðu til að fylgjast með því, það hefur verið rætt að endurreisa samtök iðnað- armanna hér á staðnum og við væntum okkur góðs af því í framtíðinni. F.H. ÞESSAR ungu dömur, sem eiga heima í Álfheima-hverfinu, eru í hópi hinna mörgu krakka, sem i sumar hafa haldið hlutaveltur til ágóða fyrir hin ýmsu styrktarfélög og liknarstofnanir. Telp- urnar, sem heita Margrét Arna Hlöðversdóttir, Agnes Hildur Hlöðversdóttir og Lóa Sigrún Erlingsdóttir og söfnuðu þær rúmlega 11.200 krónum til Styrktarfél. vangefinna. ÞESSAR ungu stúlkur, sem eiga heima suður i Hafnarfirði, efndu fyrir nokkru til hlutaveltu þar í bænum, til ágóða fyrir Sjálfsbjörgu, fél. fatlaðra. Söfnuðu þær til félagsins nær 19.000 krónum. Telpurnar heita: Helena Rúnarsdóttir, Ingunn Ragnars- dóttir, Marta Rut Guðlaugsdóttir, Anna Lísa Rúnarsdóttir. — En á myndina vantar eina úr hópnum: Hjördisi Guðmundsdóttur. TELPURNAR á myndinni: Rúna Björg Magnúsdóttir, Marta Reimarsdóttir og Fanney Magnúsdóttir söfnuðu 16.600 kr. til Landssamtakanna Þroskahjálpar, með hlutaveltu, sem þær efndu til i heimabæ sinum, Hafnarfirði, fyrir skömmu. ÞESSAR ungu stúlkur, Vesturbæingar, efndu til hlutaveltu að Brávallagötu 20 hér i bænum, fyrir nokkru, til ágóða fyrir Blindravinafélag íslands. Þær söfnuðu 10.400 kr. til félagsins. Þær heita Friðbjörg Matthiasdóttir, Auður P. Svansdóttir og Rósa Steingrimsdóttir. ÞESSAR vinkonur, sem eiga heima suður i Hafnarfirði, efndu til hlutaveltu til ágóða fyrir samtök lamaðra og fatlaðra að Hjallabraut 35 og söfnuðu rúmlega 4200 kr. Þær heita Guðrún Fjóla Eliasdóttir, Kolbrún Jónsdóttir og Hlif Ingibjörg Árna- dóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.