Morgunblaðið - 11.10.1979, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.10.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 1979 3 Virðuleg en stutt þingsetning ALÞINGI íslendinga, 101. löggjafarþing, var sett í gær. Þingmenn mættu til guðsþjónustu í dómkirkjunni, eins og þinghefð hefur verið frá upphafi löggjafarþinga í Reykjavík, kl. 13.30 og hlýddu á predikun sr. Péturs Ingjaldssonar, prófasts frá Skagaströnd. Ræða hans er birt í heild í Mbl. í dag á bls. 24. Síðan var gengið til þinghúss þar sem þingsetning fór fram. Forseti íslands, hr. Kristján Eldjárn, las for- setabréf um setningu þings. Þá kvaddi hann Odd Olafsson, þingmann Reyknesinga, sem er ald ursforseti þingsins, til að stjórna þingfundi unz for- seti sameinaðs þings verð- ur kjörinn. Greinargerð með tillög- unni er svohljóðandi: „Ríkisstjórnin nýtur ekki lengur stuðnings meiri hluta Alþingis, þar sem Alþýðuflokkurinn hefur ákveðið að hætta þátttöku í núverandi stjórn og krafist þess, að þing verði rofið og Oddur Ólafsson, aldurs- forseti þingsins, flutti minningarorð um Ingólf Flygenring, fyrrum alþing- ismann, sem nýlega er lát- inn, og eru þau birt í heild í blaðinu í dag bls. 21. Forsetakjöri var frestað en boðað til fundar í sam- efnt til alþingiskosninga þegar á þessu ári. Upplýst hefur verið, að engin samstaða er um fjár- lagafrumvarp, lánsfjár- áætlun eða þjóðhagsáætl- un. Um áramót verða allir kjarasamningar lausir. einuðu þingi í dag, kl. 2 miðdegis, þar sem væntan- lega verður kjörinn forseti og tveir varaforsetar. Þing- flokksfundir vóru í gær þar sem m.a. var fjallað um, hvern veg skyldi staðið að forsetakjöri við þær að- stæður að enginn þing meirihluti er til staðar. Gert er ráð fyrir að frumvarp fjármálaráð- herra að fjárlögum ársins 1980 verði lagt fram á Alþingi í dag og e.t.v. fleiri þingmál. Verðbólgan hefur aldrei verið meiri en eftir rúm- lega eins árs starfsferil núverandi ríkisstjórnar. Brýna nauðsyn ber til að landsmenn eigi þess kost sem fyrst að kveða upp sinn dóm í kosningum til Al- Aldursforseti Alþingis Oddur Ólafsson þingis og mynda þannig ábyrgan meiri hluta á Al- þingi, sem fær sé um að takast á við þau mikilvægu viðfangsefni, sem við blasa. Sjálfstæðisflokkurinn vill með flutningi þessarar tillögu staðfesta með ótví- ræðum hætti, að meiri hluti Alþingis vilji rjúfa þing og efna til nýrra kosninga fyrir miðjan des- embermánuð næst kom- andi.“ Ýmis vand- kvæði koma upp við þingrof ÝMIS vandkvæði koma ugp við hugsanlegt þingrof. Út hafa verið gefin í sumar nokk- ur bráðabirgðalög, sem þing þarf að staðfesta, svo að þau öðlist áframhaldandi gildi. Sem dæmi má nefna bráða- birgðalög um hækkun sölu- skatts og vörugjalds. bráða- birgðalög, sem sett voru til þess að liðka fyrir fiskverðs- ákvörðun o.fl. Verði þessi lög ekki staðfest af Alþingi, falla þau úr gildi við þinglausnir eða þingrof. Morgunblaðið spurði Friðjón Sigurðsson, skrifstofustjóra Alþingis um þetta og bar einnig undir hann, hvort unnt yrði að setja bráðabirgðafjárlög. Frið- jón kvað ekki unnt að setja fjárlög til bráðabirgða, fyrir slíku væri ekkert fordæmi. Hins vegar kvað hann unnt að heimila bráðabirgðagreiðslur úr ríkissjóði fyrir venjulegum og nauðsynlegum útgjöldum. Slíkt kvað hann hafa komið fyrir nokkrum sinnum. Hins vegar kvað hann ýmis vand- kvæði geta komið upp, ef fjár- lög yrðu ekki samþykkt fyrir áramót. Friðjón kvað önnur bráða- birgðalög, sem gefin hefðu ver- ið út í sumarleyfi Alþingis, verða að koma fyrir þingið til samþykkis, svo að þau giltu áfram. Hlytu bráðabirgðalög ekki samþykki þingsins myndu þau falla úr gildi frá og með þinglausnum. Þingrof myndi hafa nákvæmlega sömu áhrif og þinglausnir. Slík lög myndu þó gilda þar til þingrof yrði, enda væri framkvæmd þeirra fram til þess tíma lögum sam- kvæmt. Geir Hallgrímsson og Gunnar Thoroddsen: Þingrof og kosningar 1 byrjun desember í GÆR var lögð fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar þar sem Alþingi ályktar að skora á forsætisráðherra að leggja til við forseta íslands, að Alþingi verði rofið og efnt til nýrra almennra þingkosninga eigi síðar en fyrri hluta desembermánaðar næstkomandi. Flutningsmenn eru Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokks- ins, og Gunnar Thoroddsen, formaður þingflokks sjálfstæðismanna. Fara þau fram aftur? MORGUNBLAÐIÐ ræddi í gær við allmarga þingmenn. sem heyrzt hefur að hefðu ekki hug á að bjóða sig fram til þings, ef kosningar yrðu á næstunni. Fara hér á eftir umsagnir þessara þingmanna við spurningunni: „Ertu búinn að gera upp hug þinn um það hvort þú ætlir að gefa kost á þér við næstu alþingiskosningar?“ ólafur Jóhannesson forsætis- hug minn um það hvort ég ætla í ráðherra: „Ég hafði ekki hugsað framboð." mér að fara í framboð oftar.“ Oddur Ólafsson sagði: „Jú það Spurningu Mbl. um það, hvort þetta orðalag þýddi að hann hefði endurskoðað þá afstöðu svaraði Ólafur: „Ég veit ekki hvað segja skal. Það er víst bezt að útiloka ekki neitt þessa dag- ana.“ Einar Ágústsson varafor- maður Framsóknarflokksins og fyrrum utanríkisráðherra mun eins og kunnugt er verða sendi- herra Islands í Kaupmannahöfn. Einar sagði: „Ég fer ekki fram aftur. Að mörgu leyti hefur þetta verið skemmtilegur tími, sem ég hef átt hér í þinginu og mér lærdómsríkur. Margir þeir, sem ég hefi starfað hér með, hafa reynzt góðir félagar og ég mun sakna margs, þótt ég líti vissulega með bjartsýni til hins nýja starfs." Guðmundur Karlsson: sagði: „Ég hefi aldrei látið þau orð falla sjálfur, að ég ætli ekki að bjóða mig fram aftur. Hins vegar hef ég heyrt þetta utan að mér,“ sagði hann og brosti, en bætti við: „Ég hef ekki gert upp er nokkurn veginn ákveðið að ég fari ekki fram aftur, enda er ég kominn á aítræðisaldur." Vilhjálmur Hjálmarsson, fyrrum menntamálaráðherra: „Ég hef ekki gefið út neina yfirlýsingu um það að ég sé að hætta. Slíka yfirlýsingu hef ég heldur ekki hugsað mér að gefa í blöðum, því að tæki ég slíka dæmismál og því þarf að fá stuðning til prófkjörs. Fái ég slíkan stuðning, mun ég vissu- lega fara fram aftur." Gils Guðmundsson, Lúðvík Jósepsson, Svava Jakobsdóttir og Eðvarð Sigurðsson svöruðu öll spurningunni samhljóða, sem orða mafsvo: „Ég gef um það yfirlýsingu réttum aðilum og á réttum tíma.“ Eðvarð tók sér- staklega fram að hann hefði tekið sína ákvörðun og Svava bætti við: „Það er nú ekki búið að boða kosningar." Björn Jónsson fyrrum félags- málaráðherra: „Ég hef nú ekki hugleitt þetta ennþá. En fljótt á ákvörðun, gæfi ég um hana yfirlýsingu heima í héraði fyrst." Bragi Sigurjónsson sagði: „Ég hef ekki látið neitt slíkt uppi, að ég hafi ekki hug á framboði. Eins og þið vitið er þetta kjör- litið held ég að ég gefi ekki kost á mér.“ Halldór E. Sigurðsson for- maður þingflokks Framsóknar- flokksins og fyrrum ráðherra: „Ég gef ekki kost á mér, hvenær sem kosningar verða. Það er mín lífsskoðun að vera ekki of lengi í neinu starfi, þannig að ég geti sjálfur tekið ákvörðun um að hætta en þurfi ekki að þola það að verða ýtt í burtu.“ Jónas Árnason: „Ég lýsti því yfir á kjördæmisráðsfundi um páskana að ég myndi ekki gefa kost á mér við næstu kosningar og það stendur.“ Sagðist Jónas hafa áhuga á að fá betra tóm tii ritstarfa auk þess sem hann hefði hug á að snúa sér að kennslu á nýjan leik.“ Það er afskaplega auðvelt fyrir mig að hætta,“ sagði hann. Það er mesta mannval á Vesturlandi og um auðugan garð að gresja varðandi eftirmann." Þá spurði Mbl. Albert Guð- mundsson þessarar spurningar í ljósi 'þess að hann ætlar í framboð til forsetaembættis. „Ég fer í kosningarnar," sagði Albert. „Ég hætti ekki í pólitík- inni fyrr en niðurstöður eru komnar í forsetakosningunum. Ég læt engan bilbug á mér finna meðan fólkið treystir mér.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.