Morgunblaðið - 11.10.1979, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.10.1979, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 1979 25 bann vaxa Öf orkuna styrkja, viljann hvessa. Vonina glæða, hugann hressa, farsældum vefja lýð og láð. Tífaldar þakkir því ber færa, þeim sem að guðdómseldinn skæra vakið og glætt og verndað fá vizkuna helga fjalli á.“ Um þessar mundir nálgast sú stund að hundrað ár séu frá því að lagður var hornsteinn að þinghúsinu í landi laukagarðs Halldórs Frið- rikssonar, þann 9. júní 1880, ásamt lesningu um virðingarmenn þessa tíma frá kónginum í Kaupmanna- höfn við Eyrarsund niður til próf- astsins í Görðum við Hafnarfjörð. Við undirskrift úr Jóhannesar- guðspjalli 8, 32. Orð meistarans: „Sannleikurinn mun gera yður frjálsa." Sú sögn er til, að einhverju sinni um hábjartan daginn gekk öldungur einn með ljósker í hendi um götur og torg í ættborg sinni. Lýstu menn furðu sinni á þessu háttalagi og spurðu vitringinn hverju þetta sætti. Hann kvaðst vera að leita að manni meðal fjöldans. En er þetta ekki það sem þjóð vorri er boðið með kosningu manna til starfa fyrir alþjóð. Þá hefst leit að leiðtogum og vitringum fyrir héruð og bæi er kalla skal til þingmennsku. Prófessor Magnús Jóhsson, sem var kennari og þingskörungur, sagði einhverju sinni við nemendur sína í góðu tómi, að til að þreyta guðfræði- próf þyrfti dágóða þekkingu og gott ' brjóstvit. Það þarf áreiðanlega nokk- uð til að verða góður og gegn þingmaður, er menn finna bezt er þeir fara að starfa í þingsölum og nefndum. En starfið þjálfar menn, skólar þá á marga vegu og gjörir þá vitra í mannlífinu er öðlast lotningu fyrir því fagra, góða og fullkomna. Með öðrum orðum, að starfið sé rækt Gengið úr Dómkirkjunni að guðsþjónustu lokinni. (Ljósm. Kristján). af alúð, ábyrgðartilfinningu og djúpri vitund um framvindu mála. Samanber orðtak Páls lögmanns Vídalíns: „Fram skal meðan rétt horfir, það skal fram sem fram horfir meðan rétt horfir." Starfið á Alþingi skal vera þegnum þjóðfélagsins til góðs og takist vel um þá hluti er ekki til einskis barist. Sumir halda jafnvel að þing- mennskan sé létt verk og eigi mikið strit, enda hefur eigi verið talað um að setja þyrfti vökulög fyrir þing- menn vora. Ég minnist þess nú, er ég gekk um farinn veg í kvosinni með skólabróður mínum, sem er gáfu- og dugnaðarmaður, ég hef sagt að hann stjórnaði einu valdamesta embætti í landinu með fjölda manna í þjónustu sinni. Hann gekk í verkin, sem vandasömust voru og gátu stundum eigi verið neitt skemmtileg. Honum fannst álagið oft mikið. Ég innti hann eftir því í fáfræði og einfeldni minni hvort það væri ekki hvíld að sitja á Alþingi. Hann kvað svo ekki vera, starfið þar væri sízt minna ef ekki meira. Mér þótti þetta góður lærdómur um störf manna á Alþingi, sem án efa eru oft mikil. En nú koma mörg vandasöm úr- lausnarefni fyrir Alþingi úr öllum áttum svo margur er felmtri sleginn og spyr hvað er sannvirði hlutanna mitt í velgengni vorri með fullan búskap á sjó og landi. Nú eru hinar huldu lendur landsins að koma í ljós svo við hugsum þar jafnvel á land- vinninga. Við lifum því á gullöld Islendinga eins og stundum var talað um í fyrri daga. Jafnvel berumst á í útlöndum, sem hent hefur Islendinga áður og endaði þannig um skeið, að íslenzkir höfðingjar í útlöndum áttu vart málungi matar né föt nema af konungsborði. Þessa dagana blasir við, að fólk kemur hingað sem flúið hefur land sitt og yfirgefið starf sitt og sinna kynslóða til að fá lífi að halda. Við skulum vera minnug þess, að fyrir 100 árum var mikill flutningur fólks af landi burt eftir margra ára hallæri af því að því bauðst ókeypis far til Vesturheims og lönd þar. Þetta var mikil vogun að fara mállaus til ókunnugs lands að þjóð- lífi og umhverfi. Neyðin rak á eftir. íslenzki kynstofninn reyndist mikill og goður í þessu nýja landi og hlaut virðingu þarlendra manna. í blá- móðu fjalla er sagt, er gamlir íslendingar hugsi heim á elliheimili vestra, horfi þeir þá jafnan í austur- átt heim til íslenzku byggðanna þar sem þeir gengu sín fyrstu spor. En við höldum því er Guð gaf forfeðrum vorum í árdaga, landi voru, og arfur okkar er mikill á síðustu hundrað árum. En þá voru að verki þing- og þjóðmálaleiðtogar er trúðu á framtíð lands og þjóðar. Þeir sáu ísland að vísu aldrei sem fullvalda ríki, en marga réttarbót rætast, svo sem Jón Sigurðsson, Hannes Hafstein og Jón Magnússon. En þeir sáu þessa draumsýn aðeins í hillingum og stundum urðu þeir fyrir miklum vonbrigðum og jafnvel mótgangi sinna landsmanna, en þeir gáfust aldrei upp. Margir þeirra hafa vaxið af gjörðum sínum þegar tíminn hefur leitt í ljós ágæti ýmsra verka þeirra og forystuhæfileika fyrir þjóð og heimahéruð. Starf þessara manna var meira og átti sitt sannvirði, sem þjóðinni var ekki með öllu auðsætt á þeirra dögum. Er það ekki einmitt oft með vora beztu menn að auðna og orðstír eykst við nánari kynni er sagan veitir oss. Við höfum lifað góðæri og hallæri meðal vor, sem eru í fersku minni vorra elztu kynslóða. Sjö góð ár frá 1924—31 og sjö erfið ár frá 1931—38. Þið þingmenn, ráðherrar og forystu- menn þjóðar vorrar hafið mikil áhrif með hugsunum ykkar og gjörðum á jarðreisu þjóðar okkar. Þjóðarsálin stendur á bak við ykkur. Oft er þingheimi mikill vandi á höndum hversu standa skal að mál- um svo þau leysist þjóð vorri til blessunar og heilla. Margar ákvarð- anir verður að taka, sem eigi sér fyrir endann á um áhrif og ávöxt fyrir þjóðarheildina, né heldur hitt- það sé landslýðnum fagnaðarboð skapur er ykkur skal hollustu veita til brautargengis,er nefnist á vorri feðratungu kosningar. Stundum eru erfiðleikarnir slíkir að veltur á lífskjörum og framtíö ættstofns vors sem frjálsrar þjóðar. Mitt í fárviðri mála meðal vor finnst mér eins og ljósgeisli frá hugarfari fólksins á Norðausturlandi, sem verst árar hjá um hagi manna nú. Trúin er þar mikil að öll él muni birta upp um síðir í anda orða skáldsins: „I sannleika hvar sem sólin skín er sjálfur guð að leita þín.“ Hér finnum við þá trú í kristnum sið er var máttug í orði og verki meðal landnemanna vestan hafs, en þá voru trúin og kirkjan þeirra leiðarljós og einingartákn. Ráða- mönnum vorum og þingheimi er andleg nauðsyn að finna trú þjóðar- innar á land sitt, hollustu hennar við góð mál og þakklæti hennar þegar vel úr vanda ræðst. í anda þessa raunsæis, er hornsteinninn hér geymir, „sannleikurinn mun gera yður frjálsa." Því sagði Móses: „Því | er ekkert hégómamál fyrir yður, heldur er það líf yðar, og fyrir hið sama munuð þér lifa langa ævi í landinu." „Breytni eftir Kristi" er sögð útbreiddasta bðk í heimi hér næst á eftir heilagri ritningu, margt er þar gott að finna sem vænta má. Mér finnst nú á þessari stundu er þið alþingismenn eruð sungnir úr hlaði að fornri siðvenju í húsi Drottins og þér skuluð ganga til þinghúss handan götunnar og hefja þar ykkar skyldu- störf. Þá sé þessi setning holl leið- sagnar er margt kallar að. Setningin úr fyrrnefndri bók er á þessa leið: „Til viðnáms strax, þann voða flýrð þú ei, sem vaxa fær af alltof langri töf.“ Megi þingheimi vorum gefast ein- ing andans til hollrar ráðstefnu er verði landi og lýð til blessunar og ykkur til sæmdar er áhrif þeirra koma í ljós. Til þess hjálpi yður Drottinn allsherjar, yðar vizkugnótt og horskur hugur. Amen.“ Ólafur Jóhannesson, forsætisráöherra, var hugsi viö þingsetninguna í gær. ráöherra biöjist lausnar fyrir sig og ráöuneyti sitt og ríkisstjórn- in verói viö tilmælum forseta um aö sitja sem starfsstjórn. Samhliða þessu verði þing rofið í samræmi viö meirihlutavilja Alþingis og efnt til kosninga í desember. Stjórnin sæti fram yfir kosningarnar eöa þar til ný stjórn yröi mynduö að þeim loknum. Þannig var þróunin 1956, en þá sat ríkisstjórn Ólafs Thors sem starfsstjórn frá 27. mars 1956 til 24. júlí 1956 eöa í tæpa fjóra mánuði, þangaö til fyrsta vinstri stjórnin var mynduð. Biðjist Ólafur Jóhannesson lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt, veröur að telja, að ráðherr- unum sé skylt aö sitja þar tii eftir kosningar verði til þeirra boðað eða á meöan forseti kannaöi möguleika á nýrri stjórnarmyndun. Það felst í embættisskyldum ráðherra, að þeir hlaupi ekki þannig frá, aö þeir skilji landið eftir stjórn- laust. Framsóknarmenn hafa lýst því yfir, aö þeir muni ekki standa í vegi fyrir nýjum kosningum í vetur en Alþýöubandalags- menn eru andvígir slíkum kosningum. Nú má setja dæm- iö þannig upp, aö augljóst sé, að þingiö muni mæla svo fyrir, að starfsstjórn, sem þessir flokkar sitja í, rjúfi þing og boöi til nýrra kosninga. Forsætisráö- herra úr Framsóknarflokknum mundi í samræmi við vilja þingflokks síns flytja slíka til- lögu áfram til forseta íslands. Hvað um Alþýðubandalagið? Það yrði að sætta sig við vilja meirihluta þingsins. Hins vegar kynnu ráðherrar þess að krefj- ast þess að vera leystir tafar- laust undan störfum í starfs- stjórninni. Þeir flokkar, sem aö þingrofinu stæöu, yröu þá að standa aö því með meirihluta sínum á þingi, að starfhæf stjórn yrði fram yfir kosningar og þangað til ný stjórn yrði mynduð aö þeim loknum. Miðað viö þaö mikla öngþveiti, sem nú er við aö etja í þjóömálunum, virðist síst tilefni til þess, að stjórnmálamennirn- ir eyði löngum tíma í skylm- ingar og skak um matsatriði og króka, sem unnt er að tína til við stjórnarslit. XXX Starfsstjórnir, þaö er aö segja þær stjórnir, sem veitt hefur veriö lausn en sitja að ósk forseta, þar til ný stjórn, sem nýtur meirihlutastuðnings á Al- þingi hefur verið mynduö, hafa setið alls 9 sinnum hér á landi síðan 1944. Þessar stjórnir geta sinnt öllum sömu störfum og skipaðar ríkisstjórnir nema þær takast ekki á við pólitísk úrlausnarefni. Til dæmis má geta þess, aö í tíö slíkra stjórna hefur Alþingi aldrei samþykkt fjárlög. Vegna stjórnarkrepp- unnar 1946—47 voru fjárlögin fyrir 1947 ekki samþykkt fyrr en 27. apríl 1947. Veturinn 1949—50 þegar stjórn Stefáns Jóh. Stefánssonar sat sem starfsstjórn og síðan minni- hlutastjórn Sjálfstæðisflokksins voru fjárlög fyrir 1950 ekki samþykkt fyrr en 12. maí 1950. Fjárlög fyrir áriö 1959 voru ekki afgreidd af Alþingi fyrr en 29. apríl 1959 vegna stjórnarskipt- anna, sem urðu þá um vetur- inn. Það þarf því engum aö koma á óvart, að afgreiðsla fjárlaga dragist nú fram eftir öllum vetri. XXX Samkvæmt stjórnarskránni skulu bráöabirgöalög útgefin milli þinga ætíð lögð fyrir næsta Alþingi á eftir. Samþykki Alþingi ekki bráðabirgöalögin falla þau úr gildi. Þetta ákvæöi hefur verið skýrt á þann veg, að lögin haldi gildi sínu, á meðan næsta þing eftir að þau eru gefin út situr. Síðan falli lögin úr gildi hafi þau ekki hlotið samþykki þingsins. í upphafi þess þings, sem nú er hafið munu lögð fyrir Alþingi nokkur bráöabirgðalög frá því í sumar. Þingiö veröur aö sitja nægilega lengi til aö fjalla um þau, að minnsta kosti það þeirra, sem mælti fyrir um 2% hækkun söluskatts og hækkun vöru- gjalds. Á liðnu voru lýsti for- sætisráðherra því yfir við þing- heim, aö í þinghléi yröu engin bráöabirgöalög útgefin af stjórninni, sem ekki nytu örugglega stuðnings meirihluta þingmanna. Ekki er dregiö í efa, aö viö þessa yfirlýsingu hafi verið staðið, þannig aö ekki ætti að taka langan tíma aö afgreiða þessi mál í þinginu. XXX Þessar vangaveltur hafa byggst á því, aö Ólafur Jóhannesson velji einfaldasta og eðlilegasta kostinn, segi af sér, sitji í starfsstjórn fram yfir kosningar í desember og þangaö til ný stjórn veröur mynduö aö þeim loknum. Þingið veröur að sitja aö minnsta kosti í nokkra daga til aö afgreiða bráðabirgðalögin frá því í sumar, en ekkert verður fengist við fjárlögin og hin stærri pólitísku vandamál fyrr en ný stjórn hefur veriö mynduð. Hugsanlegt, aö sam- staöa takist um breytingar á kosningalögum, sem unnt er að framkvæma án stjórnarskrár- breytingar. Auðvitað er unnt að koma mál- um þannig fyrir, að forseti íslands veröi nú þegar að hefja viöræður við stjórnmálaleið- toga um myndun nýrrar stjórn- ar, sem nýtur meirihluta á Alþingi. Eins og áöur segir eru engar líkur á hreinni meirihluta- stjórn. Framsóknarflokkur og Alþýöubandalag gætu setið áfram við stjórnvölinn sem minnihlutastjórn, ef flokkarnir nytu til þess stuðnings Sjálf- stæöisflokks og Alþýöuflokks. Eru líkur á því? Sjálfstæðis- flokkurinn og Alþýðuflokkurinn eru sameinaðir um aöeins eitt mál — þingrof og nýjar kosn- ingar — til að ná því fram gætu þeir oröiö aö standa að minni- hlutastjórn eða utanþings- stjórn. En eins og áöur er rakið knýr Framsóknarflokkurinn þá ekki lengur til þess, forsætis- ráðherra úr þeim flokki hefur þau fyrirmæli frá þingflokki sínum aö standa ekki í vegi fyrir þingrofstillögu. Björn Bjarnason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.