Morgunblaðið - 11.10.1979, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.10.1979, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 1979 Skólinn nýtt- ur til fullnustu Undirritaður tók hús atnokkrum skólamönnum á ísafirði í vetrarbyrjun og skrafaði við þá nokkuð um vetrarstarf og útlit yfirleitt. Isafjörður gerist nú vaxandi skólabær og sem horfir verður þar helzta skólasetur Vestfjarða í framtíðinni. Er hálfgert framkvæmda- stjórastarf Ævinlega þykja það nokkur tiðindi þegar skiptir um forystu við hina svonefndu æðri skóla landsins. Ekki er þá óalgengt að getið sé um það i blöðum, og menn teknir tali af því tilefni. Nú hverfur frá starfi skólameistara á ísafirði Jón Baldvin Hanni- balsson eftir tiu ára starf. Við tekur Björn Teitsson magister, kynjaður úr Þingeyjarsýslum. Þegar undirritaður tók hús á Birni í fyrri viku, var hann að hreiðra um sig i blokkaribúð við Túngötuna. — Ég hef fengist við kennslu nokkra hríð, einkum í Háskólan- um og þá kennt sögu. Verið settur lektor, en var stundakennari í fyrra. Einnig hef ég fengist við íslenzkukennslu í menntaskólum. — Þú hefur líka fengist við rannsóknir? — Já, í byggðasögu, en magist- ersritgerð mín fjallaði um eign- arhald og ábúð í S-Þingeyjarsýslu, og ég hef verið að vinna að endurbótum á þessu verki. — Hvað knúði þig eiginlega til að sækja um þessa stöðu hérna? — Bæði var það nú, að ég var orðinn þreyttur á að hafa enga fasta stöðu og einnig hitt að stjórnun af þessu tagi finnst mér Hús tekið á Birni Teitssyni skóla- meistara heillandi verkefni að glíma við, þótt mér sé ljóst, að margvíslegir erfiðleikar fylgja. Mér virðist þetta hálfgert framkvæmda- stjórastarf og svona reddingar og sviptingar. Maður kynnist mörgu fólki og það er alltaf spennandi að kynnast nýju fólki. — Hvernig áhrif hefur staður- inn á þig? — Eg kann við við ísafjörð en ég hafði ekki komið mikið hingað áður. Ég held það megi una sér ágætlega hérna. — Koma ekki nýir siðir með nýjum herrum? — Það verður að fara rólega í það, það verður ekki tekið með neinu áhlaupi. Ég vil að það komi fram, að ég tel Jón Baldvin hafa staðið sig vel við uppbyggingu skólans og hafa sýnt bæði dugnað og hugvitssemi í því sambandi, og það er að flestu leyti gott að taka við skólanum úr hans hendi. — Starfið er hafið hjá ykkur? — Já, tíunda starfsárið er haf- ið, skólinn var settur sunnudaginn 16. september. Já, skólinn er að heita má fullsetinn. Með þessa vitneskju upp á vasann var ekki annað eftir en óska Birni Teitssyni alls velfarn- aðar. F.H. Við erum að byrja 32. árið. Skólinn var fyrst settur 1948 í húsinu þar sem Bókhlaðan er núna. Tóniistarfélag ísafjarðar var stofnað 1947 og fyrsti for- maður þess var Jóhann Gunnar óiafsson sem er nýlátinn. Reynd- ar gerði Jónas Tómasson tón- skáld og organisti hér tilraun til að stofna skóla árið 1911. Annars er það dálítið merki- legt hvernig ég komst 1 þetta. Það var á striðsárunum, að Dr. Urbancic kom i braggann til mín og það atvikaðist að við tókum tal saman og urðum góðir vinir upp frá því. Það var svo ekki fyrr en þremur árum seinna og ég kominn til Norður-Dakota að Jónas Tómasson hringir i mig að ráðum Dr. Urbancic og kvaðst hafa verið beðinn að útvega mann til ísafjarðar. Og yfir kaffinu i Smiðjugötu sitjum við þrjátíu og einu ári síðar: í fyrra voru nemendur alls 218 með námskeiðunum, svona milli 150 og 180 fastir nemendur. Við kennum á öll almenn hljóðfæri. Við starfrækjum svo hljómsveit innan skólans, lúðrasveit og blokkflautuflokka, Kammersveit Vestfjarða er í tengslum við skól- ann. Kennarar hjá okkur eru sex fastir og átta stundakennarar. Samæfingar eru hér hjá okkur í Smiðjugötunni á sunnudögum það er orðinn fastur liður. — Um ræktun tónlistarskóla? — Viðhorfin hafa breytzt mjög mikið, ég held að skólinn njóti almennra vinsælda og nú senda á annað hundrað fjölskyldna börn sín í skólann. Skólinn hefur líka tekið þátt í samvinnu út á við, skemmt í Menntaskólanum og Gagnfræðaskólanum og einnig tíðum í bænum. Við höfum verið heppin með kennara, það er yfir- leitt vandamál fyrir utan Reykjavík, en þetta hefur gengið vel. Spurður hvort öll þessi tónlist- armenntun hafi neikvæð áhrif sbr. skoðanakannanir um útvarp og sjónvarp: — Mér dettur í hug Egon Fried- el, hann segir að með því að finna upp útvarpið hafi menn getað borðað kálsúpu og hlustað á Moz- Á þeim tímum þegar húsmæðra- skólar eru á undanhaldi í landinu er það gleðiefni að skuli vera stofnanir í fullu fjöri meðal okkar. Á ísafirði er húsmæðra- skóli sem Kvenfélagið Ósk stofn- aði á sínum tíma og ber hann nafn félagsins og heitir Hús- mæðraskólinn Ósk. Skóla- byggingin er frá stríðsárunum og hefur vel staðist timans tönn. Húsið er allt hið vandaðasta og eru innréttingar og húsgögn úr ljósu birki sem mjög tíðkaðist á þeirri tið. Þá hefur umgengni greinilega verið með ágætum. Skólastjórinn Þorbjörg Bjarna- dóttir frá Vigur fræddi okkur um skólann og breytta starfshætti: — Við höfum nokkuð af nem- endum úr bænum, sem sækja stutt og löng námskeið. Ég held að þeir skólar sem starfa áfram séu alls art. Það á auðvitað að hlusta á góða tónlist þegar tími er til. Utvarpið er menningar- og menntastofnun og þessi tónlist sem virðist vera fyrir borð borin í skoðanakönnunum er salt jarðar. Poppið eins og öll önnur tónlist sem samin er byggist á hefðbund- inni tónlist fyrri alda. Popptónlist er allt annarrar tegundar og gætum við borið hana saman við reifara gagnvart sígildri tónlist. Og ég vil halda áfram, margt í poppinu er forkastanlegt, siðspill- andi, fólkið tryllist og missir stjórn á sér og þetta er einmitt tónlistin sem allir glæpa- og misindismenn hlusta á. Sigríður: Þetta með skoðana- kannanirnar, ég veit nú ekki hversu mikið er að marka þetta að minnsta kosti hefur enginn verið spurður sem við þekkjum til. — Þú hefur ekki verið talinn með jazzgeggjurum, Ragnar? Litið inn til Sigríð- ar og Ragnars H. ekki á undanhaldi og aðsóknin sé að aukast eftir að fimm og átta mánaða hússtjórnarnámskeið voru tekin upp. Það skapast oft milllibil hjá unglingunum sem hafa lokið skyldunni, og þá er þetta hagkvæm menntun og kem- ur sér vel í prívatlífi, auk þess að vera léttir fyrir þá sem fara í framhaldsnám. Á þessu byggi ég að aðsókn eigi eftir að aukast. Nú við verðum með löng og stutt námskeið fram að áramótum í ýmsum greinum matreiðslu, t.d. þrjú kvöld í grænmetisréttum, síldarréttum, glóðarsteikingu í gerbakstri og fl. Þar að auki í handíðagreinum, fatasaumi og vefnaði. Þá átján kvölda námskeið í almennri matreiðslu. Öll þessi námskeið eru sótt af körlum og konum úr bænum og nágrenninu, en sú nýbreytni varð sl. haust að Sigríður og Rngrtar H. Ragnar. — Jazzinn er impróvíseruð tón- list, leikinn af fingrum fram með mekanísku hljóðfalli. Fyrr á öld- um var algengt að improvísera á tónleikum en svo fengu menn leið á þessu, en jazzmenn byrjuðu aftur að leika af fingrum fram á síðustu öld eða um aldamót. Þetta er frumstæð tónlist og byggist á rytma eða hljóðfalli, jafnvel kornabörn hreyfa sig eftir hljóð- falli. Þetta var eiginlega tónlist til að dansa eftir, melodían kemur seinna. Rytminn er aðalatriðið. Þetta er reyndar hljóðfærasláttur frumstæðra þjóða þegar þær ætl- uðu í stríð. Þú mátt bæta því við, að frá því ég fór fyrst að læra tónlist þá hefur villimannleg mús- ik náð æ meiri yfirráðum í vest- rænum heimi. Þetta er reyndar tímanna tákn, hugmyndirnar eru á þrotum hjá okkur, við erum farnir að sækja fyrirmyndir til frumstæðra menninga. Mér dettur líka í hug það sem Ernest New- man sagði um Gersuin. Hann samdi góð tónverk þrátt fyrir að hann væri djazzmaður. Hefurðu lesið Spengler? Hann hélt því fram að við værum komnir yfir hápunktinn í menningu okkar, ég er því samþykkur. Hann segir að við eigum ýmislegt eftir en við lognumst út af, þetta er ekki bein lína heldur öldudalir — og toppar. Það á ekki að fordæma góða tónlist þó hún ekki seljist. Það er snobbað fyrir lágkúrunni. — Nú hafið þið snertingu dags daglega við ungt fólk og tónlist- arsmekk þess? — Við þekkjum fjölda unglinga sem hlusta á vitsmunalega músik. Að síðustu vék samtalið inn á framtíðina. — Við kennum á ellefu, tólf stöðum, en við eigum dálitla peninga og nú er meiningin að fara að huga að byggingu nýs skólahúss. Með áskorun og von um nýtt hús kveð ég Smiðjugötuna og þau ágætu hjón Sigríði og Ragnar H. Ragnar. F.H. Að borða kálsúpu og hlusta á Mozart

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.