Morgunblaðið - 11.10.1979, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.10.1979, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 1979 Pétur Pétursson þulur: 1hraðlestinni til Parísar Austurlandahraðlestin á leið til Parísar æðir eins og skröltormur eftir teinunum. Hægir á sér rétt í svip um leið og hún ekur um minniháttar stöðvar, án þess að nema staðar. Raunar stansar hún ekki nema á einum fjórum stöð- um, allt frá því að við stígum í hana í Bontarlier. Ferð okkar þaðan að sunnan tekur því ekki nema rúma 4 tíma. Þótt Pontarlier sé ekki nema 20 þúsund manna bær tengist hann þó dular- veröld austurlanda fyrir daglega milligöngu hraðlestarinnar. Við svipumst um eftir sæti og geymslurými fyrir ferðatöskur, pjönkur okkar og pínkla. Svo er hver hlutur kominn á sinn stað. Þá er þessum áfanga náð. Hér höfum við dvalist 8 daga í skjóli góðra vina. Sólskinsblettir dag- anna samfelldir, án skugga, að því er varðar dvölina hér. Albert, gestgjafi okkar stendur á brautar- pallinum. Bíður þess að lestin fari. Svona hafði hann einnig staðið á gangstéttinni fyrir framan hús sitt í Lausanne er bíll okkar rann í hlað, til þess að leiða okkur með rausn og góðvild í setur sitt. Rétt áður en lest okkar var ekið að brautarpalli gekk Albert um stöð- ina með lágvöxnum manni og skiptist á gamanyrðum. Þetta er stöðvarstjórinn segir hann og kynnir okkur. Og svo halda þeir áfram að rifja upp gamansögur frá fyrri kynnum, eða segja hvor öðrum prakkarasögur úr æsku sinni. Af þeim kann Albert nóg. Og ekki yrði honum skotaskuld úr því að færa lestina um set, ef því væri að skipta. Það hefir hann gert áður. Það var einmitt héðan sem þeir jafnaldrar og félagar synir lestarstjórans þáverandi, tóku járnbrautarvagn traustataki og óku 40 kílómetra leið á jóla- kvöldi. Klæddust jólasveinabún- ingum og deildu út gjöfum í smáþorpi. Héldu síðan heim aftur, hróðugir og án óhappa og renndu lestinni aftur á sinn stað á brautarpallinum. Albert brosir glettnislega er hann lætur hugann líða til æskuára sinna og minnist óteljandi kímilegra atvika frá uppátækjum hoskra stráka er settu svip á bæinn með tiltækjum sínum. Nú hafa tollverðir og vegabréfa- menn lokið störfum sínum. Þetta er landamærastöð, hin næsta þá komið er frá Sviss, þar af leiðir nokkur viðdvöl umfram aðrar stöðvar. Við kveðjum Albert og frú Simone, konu hans. Þökkum þeim ógleymanlega daga og ein- stæða gestrisni og vináttu. Svo setjumst við í notaleg sætin og látum fara vel um okkur. Klefafélagi okkar er ungur maður með gleraugu. Trúlega námsmað- ur á leið í Svartaskóla. Hann er þögull og afskiptalaus. Tekur sér bók í hönd. „Nafnlausi vegurinn“ stendur á bókarkápunni. Vinsæl sakamálasaga, eða einhver spenn- andi dægradvöl, áður en náms- bókagrúskið hefst í París. Að liðinni dágóðri stund er klefahurð- inni skotið til hliðar. Inn stígur fremur hávaxinn maður, kaupsýslu- maður, giskum við á. Hann er snyrtilega búinn. Klæddur ljósgráum flannelsfötum. Doppótt bindi. Féskúfar í brúnum og fjárgæzla í augum. Axlabúnaður Stjórnunar- félagsins. Áhrif, án vinsælda, finnst okkur við fyrstu sýn. Snyrtilega hönd hans prýðir gull- hringur á litla fingri hægri hand- ar og þunnur baugur á baugfingri sömu handar. Varaþunnur, ein- beittur á svip. Ber svarta alþjóð- lega skjalatösku kaupsýslumanna. Hann varpar fjármálablaði í sæti til þess að helga sér það. Kemur ferðatösku sinni fyrir á hillu. Gengur síðan brott. Við þykjumst eiga von á honum fljótlega aftur í sæti það er hann hefir helgað sér. Áfram rennur lestin um frjó- söm héruð. Akrar og skóglendi, bæir, borgir og þorp renna fram- hjá eins og á færibandi. En það' erum við sem erum á færibandi lestarinnar er æðir með taktföst- um vélarslætti sínum. Kýrnar sem standa á beit, eða liggja jórtrandi eru steinhættar að gefa ferðum lestanna gaum, svo daglegt fyrir- bæri sem þær eru. Hinsvegar spáum við í það hvaða litur verði ríkjandi í næstu nautgripahjörð er fyrir augu ber. Rauðskjöldóttar kýr eru í heiðri hafðar hér um slóðir. Þó bregður öðrum litum fyrir, en í minna mæli. Öðru hverju rísum við á fætur og réttum úr okkur. Göngum fram á þröngan ganginn er liggur milli lestarvagna. Flest sæti eru setin í næstu klefum. Fólk á ýmsum aldri, sem á það sameiginlegt að vera á ferð þennan fagra morgun. í ýmsum og ólíkum erindum. Viðskipti, námsferðir, sumarleyfi, sjúkravitjanir eða læknisleit. Hvað veit maður um sessunaut sinn. „Hver ertu annars hugsar hann, sem hvílir hér?“, segir í ljóðinu um hjón, sem „þekktu sömu þraut og gleði í þrjátíu ár,“ og deildu rekkju. Eitt vitum við þó. Ungi maðurinn, klefafélagi okkar virðist ákveðinn í að ljúka bókinni um nafnlausa veginn áður en til Parísar kemur. Það bíða hans „Leyndardómar Parísarborgar", í hvaða formi sem það kann nú að verða. I vináttuskyni bjóðum við honum að neyta af nesti því er frú Simone og Albert hafa lagt okkur til. Hann þiggur ekki boð okkar. Hinsvegar komumst við að raun um að ágætur veitingavagn fylgir lestinni. Því hafði Albert ekki gert ráð fyrir. Þangað hefir harðsoðni kaupsýslumaðurinn leitað, að svala þorsta sínum og matarlyst. Grænklæddur maður í spreng1 engist á ganginum við salernisdyr. Inni situr kona með æðahnúta á hægri kálfa. Ég hafði veitt því athygli er hún gekk hjá. Er dyrnar opnast vík ég fyrir grænklædda manninum. Hann á óumdeilanleg- an forgangsrétt. Allt hátterni hans ber. þess glöggt vitni. Svo kemur harðsoðni kaupsýslumað- urinn úr veitingasalnum. Kveikir sér í vindlingi er hann dregur úr gullveski, þunnu, er hann ber í barmi sér. Tyllir sér stundarkorn í sæti það er hann hefir helgað sér með Fjármálatíðindum sínum. Meðan lestin brunaði þennan spöl Harðsoðinn kaupsýslu- maður með doppótt hálsbindi hefir veski hans aukist að verð- gildi, því blöðin greina frá því að gullúnsan hækki enn á kauphall- armarkaði og málma. Nú seilist fjári enn í vasa sinn. Tekur þaðan snyrtilega miðablokk. Rífur af henni miða til framhaldsferðar, eða einhver einkenniskort til not- kunar á ferð sinni. Stingur henni á ný í vasann. Strýkur létt yfir grásprengt hárið. Sogar að sér reyk úr vindlingi sínum. Hann virðist mettur og ánægður eftir góða máltíð í vagni 1. pláss far- þega. í fljótu bragði virðist fjar- stæðukennt að nokkur skuli kaup á 1. plássi. Vandséð hvaða þæg- inda þar er að njóta umfram þau er okkur eru boðin. Það tiltæki harðsoðna kaup- sýslumannsins er ferðast á 2. farrými, en matast á 1. plássi vekur minningar um Ásmund Jónsson skáld frá Skúfsstöðum. Hann hafði annan hátt, þá er hann mataðist. Fátækleg efni hans leyfðu eigi að hann keypti sér málsverð á betri veitingahús- um. Því kaus hann, að sögn háð- fugla, að neyta fiskstöppu á Öld- unni í Traðarkotssundi, en stanga úr tönnunum í anddyrinu á Hótel Borg. Þar gekk hann um að hætti hefðarmanna. Hvítar gammásíur er hlífðu skóm hans veittu hæversku fasi af ætt tignarstands verðugan ramma. Kona hans, söngkonan Irma Weile-Barken, kunni skil á öllum helztu aðalsættum Mið-Evrópu og Balkanskaga. Þær ættir er hún kunni ekki að nefna af persónuleg- um kynnum við einhvern á ættar- meiði voru tæpast þess verðar að bera sér nöfn að vörum. Er stjórn- byltingar eftirstríðsáranna leiddu nýja forystumenn alþýðulýðvelda á valdastóla kinkaði frú Irma kolli er hún renndi augum yfir ráð- herralista. Það brást ei að þar mátti kenna einn eða annan er gat rakið ættir, — ef ekki beint, — þá að krókaleiðum til einhverrar aðalsættar eða kaupahéðna borgarastéttarinnar er réðu ríkj- um á dögum Habsborgara Hohenzöllera eða Ferdinanda. Sagan um silfurkerin og soðboll- ana er ekki einhlýt í byltingum og valdaferlissögu 20. aldar. Frú Irma Weile-Barken lét sér mjög umhugað um minningu manns síns, þá er hann var látinn. Til marks um það má nefna að hún kostaði mjög vandaða útgáfu af drápu Ásmundar um Hólastól. Ég geymi tvö eintök er ég leyfði mér að kaupa af henni á sínum tíma. Þau róma vandlæti hennar og virðingu á verkum manns hennar. Hefði hún getað tekið undir með Ásmundi er hann kvað: „Ég minnist þín um daga og dimmar nætur, mig dreymir þig svo lengi hjartað slær.“ Þegar rætt er um Ölduna kemur í hugann saga er Ásbjörn Ólafsson stórkaupmaður sagði sögumanni á góðravinafundi fyrir aldarfjórð- ungi. Þeir Ásbjörn og Valur Bene- diktsson, sonur Einars Benedikts- sonar skálds voru góðvinir og höfðu brallað margt á æsku og unglingsárum. Tengdust ævibönd- um tryggðar og vináttu. Á mögr- um árum kreppu og viðskipta- deyfðar var oft þröngt í búi smáfugla. Þá kom hugkvæmni og skáldsnilli sér vel í lífslist hvers- dagsleikans og langir föstudagar áttu til að breytast í sumardaginn fyrsta ef vel tókst og góð hugmynd Ásbjörn Ólafsson Irma Weile Jónsson vanda, sé honum tryggt að hljóta umbun erfiðis og skildingur liggi í lófa að loknum kaupmála og veð- setningu. Nú gera þeir félagar ferð að Þrúðvangi, fremur en Héðins- höfða. Þjóðskáld vort bjó við rausn svo lengi sem efni leyfðu. Fagur húsbúnaður og listgripir prýddu stofur. Ganga nú unz fyrir þeim verður mynd sú hin mikla, fögur tafla hefðarfrúar þeirrar og hofróðu er sjálfur Salómon konungur í allri sinni dýrð knéféll í lotningu, þótt til væru þeir er teldu liljur vallar- ins meiri virðingar verðar en skrautbúið hefðarfólk. Er þeir félagar gengu frá föður- garði Vals höfðu þeir á brott með sér málverk drottningar og skálds. Úti var regnúði. Handbragð snilldarmanna tveggja leyndi sér eigi á myndinni. Olíulitir Ásgríms, valdir af kostgæfni, naumast þornaðir. því tóku tár að hníga af hvörmum drottningar. Var svo komið, þá er þeir félagar, Valur og Ásbjörn námu staðar að Sigurði Berndsen, að tárataumar runnu niður kinnar hefðarfrúarinnar af Saba. Allt um það hefja þeir máls á kaupskap og veðmálaviðskipt- um. Vilja selja Sigurði málverkið til varðveizlu gegn hæfilegu gjaldi Áamundur frá Skúfastöðum Stöövarstjórinn Pontarlier rœöir viö Albert og Simone. komst í framkvæmd. Svo var er þeir félagar, Valur og Ásbjörn ræddu um útveg og leiðir til þess cað afla drykkjarfanga á Portvins- öld og allir vasar tómir, þótt leitað væri í fóðri og öllu snúið, í jakka, buxum og vesti. Valur segir við Ásbjörn: Mér kemur ráð í hug. Faðir minn á mynd heima. Hún er af drottning- unni af Saba. Máluð af erlendum meistara. Augnaumbúnaður drottningarinnar var orðinn elli- máður og því fékk faðir minn Ásgrím meistara Jónsson til þess að hressa upp á augnaprýði drottningarinnar. Förum nú leynt og nemum málverkið á brott. Finnum Sigurð Berndsen, kunnan að því að leysa hvers manns og góðvíni. Sigurður horfir tor- trygginn á mynd drottningar. Segir: Víst var drottningin merkisfrú mikil. Mikið andskoti var nú Salómon útsjónarsamur og glöggur fjármálamaður. En því- líkt bruðl og annað eins óhóf. Eykur við orði. Þið sjáið það drengir mínir, að myndin er ekki söluhæf og því síður verðhæf. Það leka taumar niður kinnarnar. Það lítur ekki nokkur maður við svona mynd. Það er af og frá. Ásbjörn, ráðsnjall að vanda, fær vitrun: Hvað er þetta maður. Skilurðu þetta ekki? Þetta er drottningin af Saba daginn eftir að maðurinn hennar dó. Hún er að gráta. Myndin er snilldarverk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.