Morgunblaðið - 11.10.1979, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 11.10.1979, Blaðsíða 46
 46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 1979 Yfirburóa- sigur Tékka gegn Svíum TÉKKAR unnu yfirburðasigur á Svíum í 5. riðii Evrópukeppni landsliða í Prag í gærkvöldi. Ekki var heil brú í leik Svianna og þó að Tékkarnir lékju enga snilldarknattspyrnu, gátu þeir Lands- dómarar HSÍ BOÐSMIÐAR á Landsleiki íslands og Tékkóslóvakíu verða afhentir á skrifstofu H.S.Í. sunnudaginn 14. október kl. 5 — 7 og mánudaginn 15. október kl. 7-8. Athygli er vakin á að aðrir boðsmiðar gilda eki. Dómnefnd H.S.Í. vart annað en unnið stórt. Loka- tölur 4—1, staðan í hálfleik var 3-0. Svíar áttu ekki svo mikið sem eitt skot á tékkneska markið i fyrri hálfleik, en Tékkarnir hrúguðu þeim hins vegar niður. Besti maður liðsins, Nehoda, skoraði á 20. minútu og gerði hvað eftir annað mikinn usla í vörn Svia. Kozak og Vizek bættu mörkum við fyrir hálfleik. Nehoda varð síðan fyrir meiðsl- um og varð að yfirgefa leikvang- inn í byrjun síðari hálfleiks. Drabbaðist leikurinn þá gersam- lega niður. Tvö mörk voru þó skoruð, Svenson minnkaði muninn fyrir Svía á 61. mínútu, en Vizek skoraði fjórða mark Tékka á 70. mínútu. Staðan í 5. riðli er nú þessi. Tékkóslóvakía 4 4 0 0 12—2 8 Frakkland 5 3 11 11-6 7 Svíþjóð 5 113 8-12 3 Luxemburg 4004 1—12 0 Menotti ætlar að prófa 200 leik- menn fyrir HIVI 82 FLESTIR kannast við hann und- ir nafninu Mile. Hann fluttist til íslands árið 1967. Og hefur starf- að við knattspyrnuþjáifun hjá Leikni, Breiðablik og Val. Mile lék knattspyrnu á sínum yngri árum með liðum Rauðu Stjörn- unnar og síðar með 2. deildarlið- um í Júgóslavíu. Nú fyrir skömmu kom Mile til íslands eftir að hafa stundað nám í íþróttafræðum í 2 ár í heimalandi sinu, með knattspyrnu sem aðal- grein við íþróttaháskólann. í spjalli við Mbl. sagðist Mile hafa mikinn hug á að stunda þjálfun Stanojev Kvsta Mile hér á landi. Og þar sem mörg félög eiga við þjálfaraskort að etja ætti ekki að vera erfitt fyrir hann að fá verkefni. Mile sagði að margir frægir knattspyrnu- þjálfarar hefðu flutt fyrirlestra í háskólanum. og meðal þeirra var þjálfari heimsmeistara Arg- entinu Luis Cesar Menotti, og kom hann fram með ýmsar upp- lýsingar um hvernig Argentínu- menn munu byggja upp lið sitt fyrir næstu HM sem verður á Spáni 1982. Hér á eftir íara nokkur af þeim atriðum sem Menotti fjallaði um knattspyrnu- unnendum til fróðleiks. Luis Cesar Menotti þjálfari arg. landsliðsins. Uppbygging nýs liðs. Við byrj- um uppbyggingu nýs liðs með því að kynnast og rannsaka leikmenn- ina. Þannig kynnumst við leik- mönnum, sem við munum vinna með nú og næstu árin. Þetta leikár ætlum við að prófa í kringum 40 nýja leikmenn, en af þessum 40 verða valdir 2—3 beztu. Fram til heimsmeistarakeppninnar 1982 áætlum við að prófa í kringum 200 leikmenn. I stjórn landsliðsins eru 12 manns: aðalþjálfari, þrekþjálf- ari, framkvæmdastjóri, 2 læknar, nuddari, skósmiður og stjórnin. Hver þjóð verður að vita hvað hún vill, hvers hún óskar, og getur, hvort hún leitast eftir toppárangri eða aðeins að vera með. Áríðandi er að við öpum ekki eftir öðru landsliði, en eflum okkar eiginn baráttuhug. Þjálfari verður að læra af reynslu annarra, en samt að halda eigin striki. Knattspyrna er ekki orðagjálfur og speki, heldur knattspyrnuvöll- urinn og vinna. Samband félaga og landsliðs. Um leið og landsliðinu gengur vel, verður framför í félögunum. Síðustu fjögur árin var góð sam- vinna á milli landsliðs og félaga. Félög eru atvinnufélög, en samt verða engir árekstrar á milli landsliðs og félaganna, en frá 15.2. 1982 til byrjunar heimsmeistara- keppninnar er landsliðið það sem öllu máli skiptir. Knattspyrna í framtiðinni. Nákvæmni og hraði. Fyrst byggj- um við upp nákvæmni (teknik) og síðan hraða. Við ætlum að halda áfram að byggja upp hraðann og leggjum áherslu á að leikmennirn- ir geti sýnt andstæðingnum óvænta leiki, sem sagt ekkert fastmótað kerfi. Einstaklingur, sem kemur í landslið, þarf að kunna öll grundvallaratriði. Þrek og taktik hafa sín takmörk. Þess vegna leggjum við áherslu á að einstaklingsgeta samlagist hópn- um. Munurinn á Brazilíumönnum og okkur er sá, að sumir Brazilíu- mennirnir eru betri en við, en heildarskipulag er stórt atriði, þeim tókst ekki að láta einstakl- ingana falla inn í heildina. • Mikið mæddi á islensku vörninni i landsleiknum við Pólverja í gær og er ekki annað hægt að segja, en að hún hafi staðið sig eftir atvikum vel. Á mynd þessari má sjá þá Martein Geirsson, Þorstein Bjarnason, Trausta Haraldsson og Jóhannes Eðvaldsson i hörkubaráttu i landsleiknum gegn Hollandi á dögunum. • Udo Lattek, annar frá vlnstri, ásamt þremur fyrrverandi leikmönnum Borussia Mönchengladbach. Á milli sín halda þeir á einum af mörgum sigurlaunum sem samvinnan færði þeim. Með Lattek á myndinni eru Uli Sticlike, Jupp Heynckes og Berti Vogts. Sá fyrstnefndi leikur nú með Real Madrid, en þeir tveir siðarnefndu hafa lagt skóna á hilluna. Blakfréttir STJÓRN Blaksambands íslands hefur ráðið Gunnar Árnason iþróttakennara framkvæmda- stjóra BLÍ. í starfinu felst dag- legur rekstur Blaksambandsins, skipulags- og stjórnunarmál. Skrifstofa BLI verður opin alla virka daga í vetur milli 15 og 18. Dagana 12.—14. okt. verður A- stiga þjálfaranámskeið i Vörðu- skólanum i Reykjavík. Þátttöku má tilkynna i sima 52832. Blak- deild Þróttar á 5 ára afmæli i haust og efnir í því tilefni til afmælismóts 26. og 28. okt. Keppt verður i öllum flokkum þar sem tvö eða fleiri lið tilkynna þátt- töku. Verðlaunapeningar verða veittir í hverjum flokki. Fyrstu leikir i íslandsmótinu fara fram um helgina 3.-4. nóv. Fimm félög leika nú i 1. deild og leikin er fjórföld umferð. Gerir Lattek Borussia Dotmund að stórveldi? UDO Lattek hefur um árabil verið viðurkenndur einn snjall- asti knattspyrnuþjálfari sem til er. Þau lið, sem hann hefur haft afskipti af, hafa jafnan barist um æðstu verðlaun. Það verður að visu að segjast eins og er, að hann hefur ekki stýrt neinum smáliðum. Hann gerði Bayern Múnchen að Evrópumeisturum oftar en einu sinni, leiddi Boruss- ia Mönchengladbach til sigurs í UEFA-keppninni og í úrslit Evr- ópukeppni meistaraliða. Á síðustu 10 árunum hefur Lattek unnið fleiri titla en nokkur ann- ar þjálfari í vestur-þýsku knattspyrnunni. Því var talið, þegar hinn 44 ára gamli Lattek gerði samning við Borussia Dortmund, að ferill hans á toppnum væri á enda. Dort- mund-liðið slapp naumlega við fall á síðasta keppnistímabili og eltu þá flestir innan félagsins grátt silfur saman. Dortmund forðaði sér frá falli fyrir lítið annað en heppni og getuleysi annarra botnliða. Hver höndin var uppi á móti annarri innan félagsins, hvort heldur var meðal leikmanna eða meðal stjórnarmanna. Því var reiknað með að Dortmund myndi verma botnsætið á nýjan leik í vetur og Udo Lattek myndi lítið mega sín gegn hinum stríðandi öflum. En þegar níu umferðum er lokið í þýsku deildarkeppninni, er Latt- ek staddur á venjulegum slóðum á toppi deildarinnar! Hann hefur breytt lágkúrulegu liði Dortmund í sigurlið, sem hefur forystuna í þýsku deildarkeppninni. Dortmund kom strax á óvart í fyrsta leik sínum í haust, vann þá Eintrakt Frankfurt 1—0 á útivelli. Fimm sigrar og eitt jafntefli fylgdu í næstu sjö leikjunum og um síðustu helgi náðist mikilvæg- ur og athyglisverður útisigur gegn VFB Stuttgart, en það lið hafði Dortmund aldrei unnið á útivelli. Lattek hefur breytt miklu hjá Dortmund eins og gefur að skilja. Hann hefur friðað stríðsmennina innan félagsins og unnið traust leikmannanna. Hann hefur og breytt leikstíl liðsins. Hann segir, að áður, ef liðið var 1—2 undir í leik, hafi leikmenn liðsins lagt allt kapp á vörnina til þess að tapa ekki stærra. Nú færu flestir nema markvörðurinn í sóknina undir sömu kringumstæðum til að jafna leikinn og hclst að vinna. Það verður að segjast eins og er, að þessi breyting hlýtur að teljast heilbrigðari, ekki síst ef lið ætlar að vinna leik öðru hvoru, en lið Udo Latteks eru ekki þekkt fyrir að tapa, eða að viðurkenna tap fyrr en í fulla hnefana. Saga Borussia Dortmund er ekki blómum stráð. Á sjötta ára- tugnum átti félagið dálítið blóma- skeið. Þá voru fremstir í flokki tveir frægir kappar, Siggi Held og Stan Libuda. Þeir stýrðu liðinu til sigurs í Evrópukeppni bikarhafa 1966, Dortmund vann þá Liverpool 2—1 í úrslitaleik. Eftir það fór að halla undan fæti og árið 1972 féll Dortmund niður í 2. deild. 1976 kom liðið aftur upp, en hefur síðan ekki hafnað ofar en í áttunda sæti og oftar verið í fallbaráttunni. Það skýtur því skökku við að sjá félagið tróna á toppi deildarinnar, en slíkur þjálfari er Udo Lattek og jafnvel þeir sem þekkja hann best eru undrandi á því sem hann hefur náð út úr liði Dortmund. Eins og venjulega, þegar smálið kemur á óvart á þennan hátt, eru sjálfskipaðir snillingar snöggir að dæma liðið sem blöðru sem springi örugglega áður en langt um líður. T.d. voru þeir hörðustu að spá Nottingham Forest óförum, allt þar til liðið lyfti Englandstitl- inum á sínum tíma á fyrsta vetri sínum í 1. deild! Hvort Borussia Dortmund vinnur titilinn í Vest- ur-Þýskalandi er svo allt annað mál og óskylt. Lattek segir sjálfur að þeir hjá Dortmund hugsi ekki svo langt. Þeir gæla ekki einu sinni við hugmyndina um sæti í UEFA-keppninni, svo framandi er velgengni leikmönnum þessum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.