Morgunblaðið - 11.10.1979, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 11.10.1979, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 1979 Minning: Jóhann Gunnar Ólafs- son fyrrv. bœjarfógeti 39 ^ v IfpS V, W I' mii: , y. : v.'xyi ,1» ■ |H * • r ; . "^mE.-'í£sí^Hi -XSfSjSlll Andlitsmynd af Heilögum Frans. — Freskómálverk eftir Cimabue (kringum 1278) í neðri kirkju heilags Frans í Assisi. Onnur útgáfa á „Hdlög- um Frans frá Assisi” 750 árum eftír lát hans „IIEILAGUR Frans frá Assisi“, ævi hans og starf, sem upphaflega kom út norður á Akureyri fyrir um 50 árum, er komin út í annarri útgáfu, endurskoðaðri. — Hin fyrri var eftir Friðrik J. Rafnar, en þessa endurskoðuðu útgáfu bjó Torfi ólafsson undir prentun. Fæddur 19. nóvember 1902. Dáinn 1. september 1979. Jóhann Gunnar Ólafsson var fæddur í Vík í Mýrdal 19. nóvem- ber 1902. Hann fluttist ungur að árum til Vestmannaeyja með for- eldrum sínum, Ólafi Arinbjarnar- syni verslunarstjóra og Sigríði Eyþórsdóttur Felixsonar. Verða æviatriði ekki rakin hér; það hafa aðrir gert ítarlega, en minnst lítillega á ár hans og störf í Eyjum. Jóhann Gunnar ólst upp í Vest- mannaeyjum frá átta ára aldri, og átti þar heimili til 1927, þó löngum væri hann fjarvistum vegna náms, en hann tók lögfræðipróf það ár og varð þá fulltrúi sýslumannsins á Seyðisfirði um það bil eitt ár. Ég held að aldamótafólk Eyj- anna hafi alla tíð litið svo á, að Jóh. Gunnar væri einn úr þess hópi: Eyjamaður í innsta eðli. Jóhann Gunnar gerðist áhuga- maður um íþróttir er hann hafði aldur til. Hann var einn stofnenda Knattspyrnufélagsins Týs og fyrsti formaður þess. Jóhann Gunnar var settur bæj- arstjóri í Eyjum í ársbyrjun 1929 og kosinn ári síðar. Hann tók við lítt eftirsóknarverðu embætti í þann mund er heimskreppan var að drepa mannlíf á Islandi í dróma. Var svo hart á barið, að fólk í sjávarþorpum og bæjum þóttist góðu bætt ef það þurfti ekki að hafa áhyggjur af því hvort eitthvað væri að éta í næsta mál. Það kom í hlut bæjarstjóra að framkvæma ýmsar ákvarðanir bæjarstjórnar og nefnda, og ekki öllum tekið fagnandi, a.m.k. ekki þeim, er kröfðust fjárútláta. Bæj- arstjóranum voru sendir reikning- arnir, en oftast tómahljóð í kass- anum. Það kom sér áreiðanlega oft að Jóhann Gunnar var skap- festumaður og varð ekki uppnæm- ur þó á móti blési. A þessum árum voru í flestum sjávarplássum smákóngar sem áttu part í bát, jafnvel báta, eða/ og „forretningu," sem þótti fínt; ríktu af náð máttarvalda og eigin ágætis. Hins vegar var verkafólk, langþreytt á atvinnuleysi og gerði háværar kröfur um sinn „rétt til að lifa eins og menn.“ Það segir sig sjálft, að oft var loft lævi blandið og ógerlegt að gera hlut hvers og eins svo, að hann mundi vel við una. En ekki minnist ég þess, að ég heyrði bæjarstjóranum hallmælt sem persónu, og segir það sína sögu. Jóhann Gunnar var prúðmenni í Hjalti H. Jörundsson andaðist hinn 11. júlí í sumar og var jarðsettur frá Fossvogskirkju hinn 19. sama mánaðar. Hann var á 68. aldursári er hann lést, fæddur 24. marz 1912. Hjalti var sonur hjónanna Sig- ríðar Árnadóttur og Jörundar Ebenesersonar er bjuggu að Álfa- dal á Ingjaldssandi, og ólst hann þar upp í stórum systkinahópi. Hjalti naut venjulegs barna- skólanáms í farskóla þeirra tíma, en nam skósmíði hjá Elíasi Kærnested á ísafirði 1932—1936, jafnframt iðnskólanámi þar. Hann varð meistari í iðn sinni, og fór til framhaldsnáms í Dan- mörku, en að því loknu starfaði hann um nokkurt skeið við skó- verksmiðju hjá Lárusi G. Lúðvíkssyni í Reykjavík. Hann setti upp skóvinnustofu við Berg- staðastræti og rak hana um ára- bil. Hjalti gerðist starfsmaður framkomu, virðulegur án yfirlæt- is. Bæjarstjórnarfundir urðu stundum sögulegir á þessum ár- um, enda oft fullt útúr dyrum á fundarstað þá er von var á um- ræðum um hitamál. Og þessi skemmtun kostaði ekkert. Jóhann Gunnar var humoristi öðrum þræði og sá skoplegu hliðarnar á mannlífinu þótt tímarnir væru alvarlegir. Þrátt fyrir kreppuna tókst að koma fram nokkrum framfara- málum fyrir byggðarlagið, svo sem Básaskersbryggju, dýpkunar- skip var keypt, sjóveita kom nokkru eftir 1930 og sundlaugin 1935. Hafði Jóhann Gunnar á hendi umsjón með byggingu henn- ar. Sjálfur hafði hann verið sund- kennari í Eyjum þrjú sumur; þá var synt í sjó undir Löngu. — Jóhann Gunnar lét af embætti bæjarstjóra í Eyjum 1. mars 1938. Vann þá ýmis lögmannsstörf í Eyjum um sinn, en var fulltrúi bæjarfógeta í Hafnarfirði 1940-43. Árið 1943 varð Jóhann Gunnar sýslumaður í ísafjarðarsýslu og bæjarfógeti á ísafirði. Hófst þá aldarfjórðungs embættisferill hans á Isafirði við vaxandi vin- sældir og sóma. — Jóhann Gunnar mun hafa verið lagamaður góður; á það bendir hversu oft dómar hans voru stað- festir, er þeim var áfrýjað til Hæstaréttar. Ég held þó, að sagn- fræðin hafi átt meiri ítök í honum en lög og valdstjórn. Hann átti eitt besta safn sagnfræðirita (einkasafn), en var bókamaður í þessa orðs bestu merkingu. Hann safnaði ekki bókum til fjárfesting- Rafmagnsveitu Reykjavíkur árið 1954, og vann þar í aldarfjórðung. Hjalti var tvíkvæntur: Fyrri kona hans, Björg Sigríður Péturs- dóttir frá Hafnardal í ísafjarðar- djúpi, lést af barnsförum. Þau Björg eignuðust tvær dætur: Arn- dísi Sigríði, fædda 7. mars 1936, og á hún eina dóttur, Björgu Sigríði, gifta Jan Engseth, og eru þau búsett .í Noregi. Yngri dóttirin, Hulda, er fædd 3. janúar 1938. Hún er gift Rafni Benediktssyni og eiga þau tvö börn, Benedikt Rafn og Laufeyju Björgu. Af fyrra hjónabandi á Hulda þrjú börn: Hjalta, Jónu Birnu og Arnar. Seinni kona Hjalta var Jónína Helga Erlendsdóttir og lifir hún mann sinn. Hjalti Jörundsson bar karl- mannlegan svip og var tiginmann- legur í framgöngu. Hann var góðum gáfum gæddur og sérlega ar, heldur sem fjársjóði til upp- byggingar í andanum. Hann segir líka í „Bækur og bókamenn"; „Bókin er voldug í eðli sínu. Hún er lind menningar og þroska." — Það er með ólíkindum hversu miklu Jóhann Gunnar Ólafsson afkastaði sem rithöfundur og fræðimaður í tómstundum frá umfangsmiklum embættisstörf- um. A ísafjarðarárunum beitti hann sér fyrir stofnun Sögufélags Isfirðinga og skrifaði mikið í ársrit þess og víðar um sagnfræði- leg efni, kom á fót byggðasafni með aðstoð góðra manna, auk ýmissa starfa fleiri en menningar- mála þar vestra. — Árið 1966 kom út eftir Jóh. Gunnar allstór bók: Bæjarstjórn ísafjarðarkaupstaðar 100 ára. Eftir Jóhann Gunnar hefur birst fjöldi ritgerða í blöðum og tímaritum, m.a. persónusaga og ritgerðir um sagnfræðileg efni ýmis konar og of langt yrði að telja. Hann þekkti manna best sögu Vestmannaeyja, og skulu nú nefnd nokkur rit hans er einkum snerta Eyjasögu. Þá bjó hann margar bækur undir prentun, ekki alllítið verk, m.a. Manntal 1816, V. og VI. hefti, er Ættfræðifélagið gaf út. Nokkrir þættir úr sögu Vest- mannaeyja 1—2, komu út í Eyjum 1938. Sögur og sagnir úr Vest- mannaeyjum I—II, Rvík. 1938—39, 2. útg. aukin, Hf. 1966; Bátaábyrgðarfélag Vestmanna- eyja 1862—1937, Rvík 1939; Báta- ábyrgðarfélag Vestmannaeyja 100 ára, 1862-1962, Rvík 1962; Árbók Ferðafélags íslands 1948, Vest- mannaeyjar, aðalhöfundur, Rvík 1948, samin að beiðni Ferðafélags er þá var starfandi í Eyjum; Hafnargerðin í Vestmannaeyjum, birtist í Tímariti Verkfræðingafé- lags íslands 1946—47, og sérprent- un Rvík 1947; Pési um bækur og bókamenn, Rvík 1958 kom út aukin hjá Alm. bókafélaginu 1971 og hét þá Bækur og bókamenn. Jóhann Gunnar safnaði og bjó til prentunar Ljóðasafn Sigurðar Sigurðssonar frá Arnarholti og ritaði æviágrip skáldsins. Páll Kolka læknir hóf það verk, en entist ekki aldur til að ljúka því; kom út 1978. Eitt síðasta verk Jóhanns Gunnars var að safna öllu lausu máli eftir Sigurð og búa til prent- unar. Átti sú bók að koma út í ár. Síðustu ferð sína til Vest- mannaeyja fór Jóhann Gunnar nokkru fyrir síðustu áramót til þess að flytja erindi um Sigurð frá Arnarholti, ævi hans og skáld- skap. Jóhann Gunnar Ólafsson hefur skilað þjóð sinni miklu ævistarfi. Eftir lifir minning um mætan mann. Haraldur Guðnason. drenglyndur maður og tilfinn- inganæmur. Hann var félagslynd- ur og svo hagur, að af bar. Hann var söngmaður góður og söng í Sunnukórnum á ísafirði, undir stjórn Jónasar Tómassonar, með- an hann bjó þar. Er hann fluttist til Reykjavíkur, gekk hann í Karlakór Reykjavikur og söng um árabil í honum undir stjórn Sigurðar Þórðarsonar. Hjalti var einn af stofnendum í formálsorðum segir hann m.a. á þessa leið: Árið 1976 voru liðin 750 ár frá því að sá maður kvaddi þennan heim sem talinn er hafa komist næst því að feta í fótspor Jesú frá Nasaret, heilagur Frans frá Assisi... Kaþólskir menn hér á landi vildu einnig minnast hins mikla dýrlings kirkjunnar og var sá kostur valinn að gefa út á ný „Sögu hins heilaga Frans frá Assisi", sem Friðrik J. Rafnar samdi eftir bók Jóhannesar Jörg- ensens og fleiri heimildum og Þorsteinn M. Jónsson á Akureyri gaf út 1930. Sú bók varð mjög vinsæl og hefur verið ófáanleg árum saman. Sáralitlu hefur verið breytt í þessari útgáfu, mál og stíll Friðriks J. Rafnar iátinn halda sér. Heiti bókarinnar var breytt í það sem nú er, í samræmi við það sem hún var að jafnaði kölluð í daglegu máli manna. Bókinni um Frans frá Assisi er skipt í tvennt milli máls og Kirkjukórs Langholtssafnaðar og söng í honum í 20 ár og var formaður hans um tíma. Er Ás- prestakall var stofnað gerðist Hjalti félagi í kirkjukór þess prestakalls og söng með honum til síðasta dags. Hjalti unni átthögum sínum og var einn af stofnendum Átthaga- félags Ingjaldssands og virkur félagi þar til dauðadags. Hann var um áratugaskeið félagi í Oddfell- owreglunni. Hjalti var ástríkur eiginmaður, dagfarsprúður og um- hyggjusamur faðir og afi. Konu sinni var hann góður félagi, og var heimili þeirra við Skipasund fallegt og til fyrir- myndar. Hjalti átti við mjög langvinnan og óvæginn sjúkdóm að stríða, en naut sérstakrar umönnunar konu sinnar, Jónínu Helgu, í þeim átökum. Við Hjalti vorum runnir upp á sömu slóðum og slitum barnsskón- um í sama túni og áttum ljúfar minningar frá þeim tíma. Nú, þegar leiðir skilja, kveð ég góðan og tryggan vin og votta ástvinum hans samúð mína og fjölskyldu minnar. Jón I. Bjarnason. mynda. — Fyrst er textinn sem er þannig settur upp að á hverri síðu eru tveir dálkar, — letrið stórt og læsilegt á rúmlega 100 síðum. — Síðan koma myndirnar, sem allar eru litprentaðar í Þýzkalandi, rúmlega 70 talsins. Eru það ýmist ljósmyndir frá þeim stöðum sem koma við sögu í ævi dýrlingsins, sem tekinn var í tölu heilagra árið 1228, eða litmyndir af listaverkum tengdum ævi hans og starfi. Fylg- ir ítarleg myndskýring hverri mynd. Þá er í bókinni „Sólarsöngur- inn“ í þýðingu Torfa Ólafssonar. — Þetta ljóð, sem er 11 erindi, er frægast alls þess sem til er af ritum hins heilaga Frans. — Þetta ljóð er lofgerð hans til Skaparans og alls þess er hann hefur skapað. Hér á eftir fara tvö af fyrstu erindunum í Sólarsöngnum: ------------------------------------------------------- Þú hinn sðsti, almáttugi, góði Drottinn. þin er öll lofgerð, vegsemd, heiður og blessun öll, allt ber þetta þér einum, þú hinn hæsti og enginn maður er þess verður að nefna þig. Lofaður sért þú, Drottinn, og allt sem þú hefur skapað. einkum þó systir vor, sólin, sem daginn gjörir, og hana lætur þú lýsa oss. ’ og fögur er hún og Ijómandi i geislagliti. og hún endurspeglar þig. hinn æðsti. V_________________________________________________________, í eftirmála sem T.Ó. skrifar og helgar St. Franciskussystrum og eglu þeirra, sem hófst austur á Indlandi fyrir rúmlega 100 árum, segir hann meðal annars þetta: „Ein grein á þeim meiði, sem heilagur Frans gróðursetti, hefur náð alla leið hingað, út að hinu ysta hafi. Það er regla Francisk- ussy-stra (The Franciscan Mission- aries of Mary) sem hingað komu fyrir 44 árum og hefur síðan 1936 rekið sjúkrahúsið í Stykkishólmi af þeirri natni og samviskusemi sem systurnar eru þekktar fyrir.“ Bókin er öll hin veglegasta. Setning hennar í prentstofu Franciskussystra í Stykkishólmi. Prentun og bókband var unnið í Leiftri. Myndir Toni Schneiders. Titilsíðu gerði Kristjan Jóhanns- son. Hjalti H. Jörunds- son — Minningarorð )

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.