Morgunblaðið - 11.10.1979, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.10.1979, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 1979 11 aiþjóölegu verkalýössamtakanna í febrúar sl. skyldi vera, aö þær væru byggðar á „hlutdrægum uþþ- sþuna Amnesty International", eins og þar sagöi. í júní 1975 birtu samtökin Amn- esty International 154 síöna skýrslu: „Samvizkufangar í So- vétríkjunum: Meöferö þeirra og aöstæöur." Þar var skýrt frá grimmilegri, ómannúölegri og niöurlægjandi meöferö samvizku- fanga í vinnubúöum, fangelsum og geösjúkrahúsum. Aöstæöur sam- vizkufanga í sovezkum refsistofn- unum eru enn slæmar. Viö nefnd- um dæmi frá endurhæfingarvinnu- búöum í Mordovíu. Þar eru póli- tískir fangar neyddir til aö slíþa gler í Ijósakrónur án þess aö hafa nauösynlegan útbúnaö til verndar lungunum fyrir glerryki og öörum efnum, sem stofna heilsu þeirra í hættu. Vitaö er til þess, aö fangar hafi á undnförnum árum dáiö af völdum heilsusþillandi kringum- stæöna, m.a. úr berklum. Fangar hafa sætt barsmíðum, fangaklef- arnir eru rakir og mýs leika þar lausum hala. Föngum eru skammt- aöar 2000 hitaeiningar á dag í úldinni kálsúpu, vatnsgraut og saltsíld enda þótt þeir þurfi, sam- kvæmt upplýsingum Alþjóöa heil- brigöismálstofnunarinnar, 3100— 3900 hitaeiningar vegna þeirrar vinnu, sem þeir stunda. Þeir eru á nákvæmlega skömmtuöu sultar- fæöi. Viö mælumst til þess, aö hætt veröi innilokun og pyntingum sam- vizkufanga í geösjúkrahúsum. Amnesty International veit um meir en hundraö samvizkufanga, sem lagöir hafa veriö nauöugir í geösjúkrahús frá því áriö 1975 fyrir aö neyta réttar síns án ofbeldis. Segja má, aö sérhver maður — hvaöa þjóöernis, trúar eöa samfélagshóps sem er — sem gagnrýnir stjórn yöar opinberlega eigi á hættu aö vera yfirlýstur geösjúkur. Samtökin Amnesty Int- ernational eru ekki ein um aö fordæma slíkt háttalag. Heims- samband geölækna vísaði á þingi sínu í Honolulu áriö 1977 til vitnisburöar um kerfisbundna misnotkun geölæknisfræöinnar í pólitískum tilgangi í Sovétríkjun- um. Sovézkir borgarar, sem hafa gagnrýnt þessa háttu, hafa verið fangelsaöir fyrir „andsovézkan róg“. Nokkrir sovézkir læknar, sem tekiö hafa upp hanzkann fyrir rfkiö hafa variö vistun í geösjúkrahúsum á þeirri forsendu, aö hún sé mannúölegri en hinir höröu vetur í endurhæfingarvinnubúöunum. Viö vísum á bug þeirri skoðun, aö þaö sé siöferöilega eöa læknisfræði- lega réttlætanlegt aö refsa fólki meö ofgjöf lyfja, er valda líkamleg- um sársauka eöa andlegum trufl- unum. Ástæöan til þess aö viö sendum nú sameiginleg opinber tilmæli til yöar er sú, aö 62. afmælisdagur sovézku byltingarinnar nú í haust gefur Sovétstjórninni tækifæri til þess aö hrinda í framkvæmd ákvæöum þeirra greina stjórnar- skrár Sovétríkjanna, sem stjórnin segir staöfestingu á alþjóðasam- þykktum Sameinuöu þjóöanna um mannréttindi og þó sérstaklega aö því er varðar tjáningarfrelsi, funda- frelsi, trúfrelsi og frelsi frá pynting- um og annarri grimmilegri, ómann- úðlegri og niöurlægjandi meöferð eöa refsingu. Við sendum tilmælin nú einnig vegna þess, aö Olympíuleikarnir veröa haldnir í Moskvu næsta sumar. Opinberar yfirlýsingar benda til þess aö Olympíuleikarnir muni leiöa í Ijós, að hve miklu leyti Sovézk yfirvöld stjórni samkvæmt hugsjónum friöar og vináttu. Sam- tökin Amnesty International álíta, aö alveg gagnstætt þessum hug- sjónum, hafi ríkisstjórn yöar fyrir- skipað flutninga samvizkufanga úr fangelsum og geösjúkrahúsum í nágrenni Moskvu til afskekktra staöa, vegna þess mikla fjölda gesta, sem hún á von á til borgarinnar meðan á Olympíuleik- unum stendur. Slíkir flutningar munu fela pólitískar fangelsanir og koma í veg fyrir, aö þær þúsundir erlendra gesta, sem vænzt er til Moskvu, geti haft nokkur, bein eöa óbein, tengsl viö fangana. Samtökin Amnesty International telja, aö af sömu ástæöum hafi fangavist sumra fanga veriö fram- lengd fram yfir Olympíuleikana. Til dæmis um þaö má benda á dr. Mykola Plakhotnyuk, 42 ára lækni frá Ukrainu, sem er nú í haldi í geösjúkrahúsi í Smela í Ukrainu. Hann átti þess von, aö mál hans yröi tekiö til endurskoðunar í febrúar í ár, en geðlæknirinn, sem stundaöi hann, er hinsvegar sagö- ur hafa tjáö honum, aö ekki veröi hægt aö gera neitt í máli hans fyrr en eftir Olympíuleika. Auk þessa hefur babtistum á Moskvusvæðinu veriö hótaö, aö þeir veröi reknir burt vegna Olmpíuleikanna og neyddir til aö setjast aö annars staöar. í von um aö Sovétstjórnin veröi viö alþjóðlegum tilmælum um aö láta lausa samvizkufanga og binda enda á misnotkun geölækninga í pólitískum tilgangi hefst í dag alþjóöleg herferð Amnesty Inter- national meö þetta fyrir augum. Eins og venja okkar er í slíkum herferðum munum viö ekki einasta leita til stjórnvalda í Sovétríkjunum heldur og til annarra ríkisstjorna, til stjórnmálaflokka, einstaklinga og stofnana um heim allan, sem taliö er, aö kunni aö geta taliö ríkisstjórn yöar á aö standa viö alþjóölegar skuldbindingar sínar á sviöi mannréttinda. Meöal stofn- ana, sem viö snúum okkur til veröur aö sjálfsögöu Alþjóölega Olympíunefndin og Olympíunefnd- ir í löndum, þar sem Amnesty International á félaga. Viö gerum þetta ekki vegna þess aö viö séum því andvíg, aö Olympíuleikarnir verði haldnir í Moskvu (Amnesty International gerir hvorki aö hvetja né letja til þátttöku í slíkum menningarviðburöum) heldur vegna þess, aö viö lítum svo á, alveg einsog viö heimsmeistara- keppnina í knattspyrnu í Argentínu 1978, aö leikarnir séu tækifæri til þess aö upplýsa almenning í heim- inum og þær þúsundir gesta, sem sækja Olympíuleikana, um póli- tískar fangelsanir í Sovétríkjunum. í apríl 1980 munum viö birta endurskoöaöa útgáfu af skýrslu okkar frá 1975 um fangelsanir í Sovétríkjunum. Þar mun koma fram aö pólitískar fangelsanir og skyld mannréttindabrot hafa hald- iö áfram síöustu fimm árin. Ríkis- stjórn yöar hefur hvaö eftir annaö neitaö því, aö pólitískar fangelsan- ir eigi sér staö í Sovétríkjunum. Þegar Amnesty International og önnur samtök hafa fariö fram á, aö látnir veröi lausir þeir, sem fang- elsaöir hafa verið fyrir aö leita réttar síns með friösamlegu móti, hefur stjórn yöar annaöhvort virt tilmæli okkar aö vettugi eöa sagt, aö umræddir fangar hafi verið fangelsaöir af öörum ástæöum. Fólk, sem fangelsað hefur veriö fyrir aö skrifa um mannréttinda- brot, hefur veriö kallaö glæpa- menn, liðhlaupar, svikarar, njósn- arar, vandræðagemlingjar, nöldr- arar, óróaseggir eöa sníkjudýr. Fólk, sem fangelsaö hefur verið fyrir aö hvetja til aukinnar sjálf- stjórnar eða tækifæra fyrir þjóöir sínar og þjóðarbrot, hefur stjórn yöar kallaö borgaralega þjóöern- issinna, afturhaldssinna og sáð- menn fjandskapar meöal þjóöa Sovétríkjanna. Fólk, sem fangels- aö hefur verið fyrir aö kenna börnum sínum trúarbrögö eöa prenta biblíuna hefur veriö kallaö frumstæðir og fanatískir sálarspill- ar. Fólk fangelsað fyrir allar þessar sakir hefur verið sagt geösjúkt. Samkvæmt alþjóölegum skiln- ingi er þetta fólk samvizkufangar. Viö biöjum um, að því veröi skilyrðislaust veitt frelsi. Viö mæl- umst til þess, aö hætt veröi aö misnota geðlækningar í pólitískum tilgangi. Viö skorum í stuttu máli á stjórn yöar aö færa framkomu sína viö andófsmenn til samræmis viö mannrettindyfirlýsingu Sameinuöu þjóðanna; til samræmis viö skuldbindingar þær, sem Sovét- stjórnin hefur gengizt undir sam- kvæmt alþjóðalögum; til samræm- is við hugsjónir Olympíuhreyf- ingarinnar um friö og vináttu; til samræmis viö Helsinkisáttmálann og aö lokum til samræmis viö þá siöferöilegu og pólitísku nauösyn að tryggja grundvallarréttindi og frelsi sérhvers þegns lands yöar. Bandaríkin: Norrœn menning- arkynning 1982 FYRIRHUGAÐ er að haustið 1982 fari fram norræn menn- ingarkynning i Bandarikjunum og ber hún heitið „Scandinavia Today“. Mun hún standa yfir í 6-8 vikur og fara fram í nokkrum borgum m.a. Washington, St. Paul Minneapolis, Houston og Seattle og e.t.v. New York. Á norrænum fundi mennta- málaráðherra í febrúar sl. var ákveðið að þiggja boð bandarísku stofnunarinnar „National Endowment for the Humanities“, sem er ríkisstyrkt menningar- stofnun, um kynningu þessa, en Kanada, Mexikó og Japan hafa verið kynnt og á næsta ári verður Belgiukynning. í frétt frá menntamálaráðu- neytinu og utanríkisráðuneytinu segir að hugmyndir um fyrir- komulag kynningarinnar séu ekki enn fullmótaðar, en ráðgert sé að við opnunarathöfnina flytji þekktur norrænn menningar- frömuður ávarp. Þá eru ráðgerð- ar myndlistarsýningar, m.a. grafíksýning og Ijósmyndasýn- ing, hönnunarsýningar, sögusýn- ingar, sýning á norrænni húsa- gerðarlist o.fl. Áhersla verður lögð á umræðuhópa og fyrir- lestrahald og ráðgert er að bjóða helstu sérfræðingum Norður- landa á ýmsum sviðum að heim- sækja Bandaríkin. Kvikmyndir og sjónvarpsefni verða þýð- ingarmiklir þættir í kynning- unni. Megináhersla verður lögð á hin sameiginlegu verkefni við undirbúning kynningarinnar, cn hverju landi er og heimilt að koma með sérstök atriði. Kynning þessi ætti að veita íslandi einstakt tækifæri til að kynna menningu og lifnaðar- hætti, segir í frétt ráðuneytanna og verður þetta stærsta kynning- in, sem Norðurlöndin hafa nokkru sinni efnt til í Bandaríkj- unum. Berglind Ásgeirsdóttir á sæti í samnorrænu undirbúnings- nefndinni fyrir utanríkisráðu- neytið og Kristinn Hallsson fyrir menntamálaráðuneytið, en Sverr- ir Haukur Gunnlaugsson sendi- fulltrúi íslands í Washington vinnur að málinu vestan hafs. Ertu að byggja? Það fyrsta, sem hver húsbyggjandi þarf að hafa í huga er að tryggja sér gott timbur. í 75 ár höfum við verslað með timbur. Sú mikla reynsla kemur nú viðskiptavinum okkar til góða. Við getum m.a. boðið: Móta og byggingatimbur í uppsláttinn og sperrurnar. Smiðatimbur og þurrkað timbur í innréttingar. Réttheflað timbur í skilrúmin. Gagnvarið timbur í veggklæðningar, girðingar og gróðurhús. Viðarþiljur á veggina. Einnig höfum við margar þykktir og gerðir af krossvið og spónaplötum, svo og harðtex, olíusoðið masonite, teak, oregonfuru eða cypress í útihurðir o.fl. Eik og teak til húsgagnasmíði. Efni í glugga og sólbekki. Onduline þakplötur á þökin. Þá útvegum við límtrésbita og ramma í ýmiss konar mannvirki. Timburverzlunin VÖlundur hf. KLAPPARSTÍG 1, SÍMI 18430 — SKEIFAN 19, SÍMI 85244

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.