Morgunblaðið - 11.10.1979, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.10.1979, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 1979 fllttgmiÞIfifrtfr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og skrifstofur Auglýsingar Afgreiósla hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aöalstræti 6, sími 10100. Aöalstræti 6, sími 22480. Sími83033 Askriftargjaid 4000.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 200 kr. eintakiö. Þingrof strax vissan í þjóðmálunum er þvílík, að hún hefur II sjaldan eða aldrei verið meiri. Síðustu misserin hefur setið við völd ríkisstjórn, sem kunnari er fyrir giftu- og getuleysi sitt en líklega allir fyrirrennarar hennar. Á þessum síðustu dögum hefur hún verið að molna í sundur og nú er svo komið, að kratarnir hafa gefizt upp. Þeir hafa brugðizt öllum stóru orðunum frá síðustu kosningum og hanga nú í því eins og Þorgeir Hávarsson í graðhvannarnjólanum forðum, að þeim verði allt fyrirgefið, af því að þeir að síðustu höfðu vit á að hætta, segja þjóðinni eins og er, að þeir hafi ekki verið og séu ekki menn til að stjórna landinu. Viðbrögð kommúnista við brotthlaupi krata úr ríkisstjórninni þurfa engum að koma á óvart. Það sýndi sig 1958, endurtók sig 1974 og leynir sér ekki nú, að þeir eru mjög ófúsir á að yfirgefa ráðherrastólana og munu leita allra ráða til að lafa í þeim sem lengst. Einkanlega hefur þess orðið vart, að Svavar Gestsson viðskiptaráð- herra sé í vondu skapi, eftir að slitnaði upp úr stjórnarsamstarfinu. Og geðillskan er slík, að hann kvartar nú mest undan því að hafa ekki getað hjálpað krötum til að koma sínum málum fram í staðinn fyrir að reyna að standa sig betur sjálfur, meðan hann hafði tækifæri til. Ráðherrar kommúnista og raunar framsóknarmanna líka hafa mörg orð um það, að þjóðin þurfi ábyrga stjórn, sem þori að marka stefnu í efnahagsmálum. Ráðherrarnir tala um það, að kjarasamningar séu framundan, verðbólgan sé að komast upp í 60% og að við svo búið megi ekki standa. Allt er þetta rétt, — hvert einasta orð. En þjóðin dregur aðrar ályktanir af þessum staðreyndum en ráðherrarnir, nefnilega þá, að oft hafi verið þörf en nú sé nauðsyn að fá nýja ríkisstjórn, sem þorir að taka á málunum, en sezt ekki í stólana með því hugarfari að hægt sé að gera allt fyrir alla í sömu andránni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram þingsályktun- artillögu um þingrof og nýjar kosningar. Það var nauðsynlegt, að sú tillaga kæmi fram þegar á fyrsta degi þingsins til þess að undirstrika, að þetta mál þyldi enga bið, — einkanlega með hliðsjón af því, að ýmsir ráðherrar hafa verið með dylgjur um að draga það á langinn, jafnvel fram eftir öllum vetri. Allar slíkar tilraunir verður að stöðva í fæðingunni og koma þannig í veg fyrir, að frekari skemmdarverk verði unnin í efnahagsmálum þjóðarinnar. Ovissan í þjóðmálunum er vissulega mikil. Þó er áreiðanlegt, að engin óvissa er um það, að þjóðin vill fá að kjósa svo fljótt sem kostur er. Ef það sýnir sig, að ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar hefur hvorki kjark né dug til þess að rjúfa þing eins og nú er komið, verður tafarlaust að mynda nýja ríkisstjórn til þess að gera það. Og það yrði hægðarleikur, annað eins hefur nú ekki vafizt fyrir, þótt af minna tilefni sé, enda mætti þá líka segja, um leið og núverandi ráðherrar hyrfu hljóðlátir úr stjórnarráðinu, að farið hefði fé betra. „ Til viðnáms strax, j voða flýrð þú ei, sem fœr af alltof langri h Texti V. Mósebók 32. 7—8, 46—48. Þessi stef úr hinum svonefndu Móseljóðum skulu vera í bundnu máli hin síðustu orð hins mikla leiðtoga til þjóðar sinnar. Hann sem um 40 ára bil hafði verið að ferðast með þeim, séð alla eða flesta þá sem fullvaxta fóru með honum úr Egyptalandi andast, utan tvo er trúðu á framtíðina í hinu nýja landi. Móse var því maður aldurhniginn og ellimóður er hann flutti þessi orð. Hann var baráttumaður þjóðar sinnar um frelsi hennar í föðurlandi sínu. Engum manni var meira að þakka, að Gyðingar urðu sjálfstæðir á ný og glötuðust eigi í þjóðahafi Egypta. En Móses komst aldrei til Kananslands heldur auðnaðist aðeins að sjá það af fjallatindum. Er hann finnur dauða sinn nálgast þá talar hann við hinar tólf ættkvíslir og blessar þær. Móses brýnir fyrir þeim hvers virði landið sé til eignar hverri þjóð, sem auðnast í friði að njóta auðæfa þess og náttúrugæða. Lýsingin gæti vel átt við land vort. Sól og regn, undirdjúpin með sínum huldu lendum, fjöll og dalir með sínum víðu gróðurlöndum, árnar með orku sinni. Allt er þetta með því dýrmætasta á jörðu hér, því það er undirstaða þess að maðurinn með starfi sínu geti haldið við lífi sínu af því sem hann aflar. En þá er líka nauðsynlegt að hann eigi köllun Drottins, eins og Móses sjálfur hlaut við þyrnirunnann, sem eigi brann, er honum barst rödd Drottins eins og þetta væri sjónvarp, sem hann væri að horfa á. Eða eins og hann vildi segja, að þeir þyrftu sem þjóð að eiga mikla og vitra leiðtoga er kynnu að meta gjafir guðs og kynnu fótum sínum forráð í viðskiptum við aðrar þjóðir. Orð texta vors má segja að séra Matthías Jochumsson bindi í þessar ljóðlínur, er hann situr á Oddastað, höfuðbóli íslenzkrar menningar og valda um skeið á gullöld íslendinga: „Ég geng á Gammabrekku er glóa vallartár og dimma Ægisdrekku mér dunar Rangársjár. En salur Guðs sig sveigir og signir landsins hring svo hrifin sál mín segir: Hér situr drottinn þing.“ Oss er saga Gyðinga kunn, þeir öðluðust sitt föðurland og áttu dáðríka menn meðan niðjar þeirra geymdu sér í minni hörmungar ófriðarins og arðrán herraþjóðarinn- ar. Þá mátu þeir frelsið og létu eigi skjótfenginn gróða villa sér sýn eða tóku útlend áhrif fram yfir innlend verðmæti. Mér er það í skýru minni að fyrir áratugum, er ég hlustaði á þjóðkunnan prest, heimsborgara, halda fullveldisræðu 1. desember. Eitt aðaleinkenni ræðu hans var hve hann taldi gott, að Islands álar væru svo djúpir, að þeir væru eigi væðir, samanber þjóðsöguna um þetta efni. Hin náttúrulega lega landsins úti í Atlantshafinu væri því vörn gegn flóðöldu erlendra áhrifa. Það sem hér er sagt er byggt á minni mínu. Mér fannst þetta sem unglingi furðulegt. Var ekki ein af þrám þjóðar vorrar að öðlast frjálsræði til að komast í samband við aðrar þjóðir? Þetta höfum við öðlast í ríkum mæli og teljumst nú meðal háþró- aðra þjóða á sviði lista, vísinda, á andlega og verklegu sviðunum, einn- ig í fæðu, klæðum og híbýlakosti. Hjálp mannsandans hefur orkað á þetta og gjört land vort því betra sem liðið hefur á öldina. Leyst úr læðingi aflgjafa, sem sum hin hlýviðrasöm lönd og frjósöm eiga ekki. Þá hefur reynslan orðið sú eftir því sem frelsi Rœða séra Péturs Ingjaldssonar prófasts á Skaga- strönd við guðs- þjónustu í Dóm- kirkjunni í gœr vort með stjórnarbótum hefur aukizt þá hafa framfarir og framtak vort færzt í aukana. í rauninni hefur þetta verið okkur hollur skóli, samanber Jónas Hallgrímsson: „Vísindin efla alla dáð, Séra Pétur Ingjaldsson prófast ur. Fréttaskýring Hvad gerir Ólafur? Ólafur Jóhannesson, forsætisráðherra, sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær, að ákvörðunar hans um næsta leik í stjórnarkreppunni væri í fyrsta lagi aö vænta í dag, fimmtudag. Þessi dráttur stafaði meðal annars af því, að í gær færi tíminn til þingsetningar. Þessi ummæli minna á, aö á þingsetningardag 10. október 1946 lýsti Ólafur Thors, forsætisráðherra, því yffir á þingi að þann sama dag hefði hann beöist lausnar fyrir sig og ráöuneyti sitt, nýsköpunarstjórnina, og hefði forseti faliö sér aö starfa áfram uns ný stjórn yröi mynduð. Um þessa yfirlýsingu ráöherrans uröu engar umræö- ur á þinginu og sat stjórnin sem starfsstjórn í tæpa fjóra mánuöi eða til 4. febrúar 1947. Kostirnir sem Ólafur Jóhannes- son hefur eru ekki margir. Hann styöst ekki lengur viö meirihluta á Alþingi. Stjórn, sem þannig er komiö fyrir, getur aöeins sagt af sér og/eöa rofiö þing og efnt til nýrra kosninga. Þegar Ólafur stóö frammi fyrir þessum sama vanda voriö 1974 valdi hann þann kost aö rjúfa þing og boöa til nýrra kosninga. í viötallnu við Morgunblaðiö í gær lætur Ólafur aö því liggja, aö stjórnin geti ekki fyrst beðist lausnar og síðan rofiö þing. Þegar Ólafur Thors baöst lausnar fyrir sig og ráöuneyti sitt 27. mars 1956 gerðist þaö fyrir hádegi en kl. 18.00 sama dag var efnt til ríkisráðsfundar, þar sem lausnarbeiönin var endurstaöfest. í lok þess sama ríkisráösfundar bar forsætis- ráöherra upp tillögu um þingrof og nýjar kosningar til Alþingis. Um leiö og forseti samþykkti tillöguna mælti hann á þessa leiö samkvæmt bókun í ríkis- ráöinu: „Ég felst á tillögu starf- andi forsætisráðherra, Ólafs Thors, um aö Alþlngi veröi rofið frá 24. júní n.k. að telja, og óska jafnframt bókaö, aö ég hef fullvissaö mig um í viötölum viö formenn Sjálfstæöisflokks- ins, Framsóknarflokksins og Alþýöuflokksins, aö meirihluti Alþingis er tillögunni samþykk- ur.“ Þarna er fordæmi fyrir því, aö stjórn, sem beöist hefur lausnar, hefur rofiö þing og boöaö til nýrra kosninga. Þá var meirihlutafylgi á Alþingi fyrir þeirri ákvöröun. Svo er einnig nú, því aö Alþýöuflokkur og Sjálfstæöisflokkur krefjast beinlínis þingrofs og kosninga og þeir ráða yfir 34 af 60 þingmönnum auk þess sem Framsóknarflokkurinn segist ekki munu standa í vegi fyrir ákvöröun um þetta efni. Á fyrsta degi Alþingis í gær lögðu þeir Geir Hallgrímsson og Gunnar Thoroddsen fram til- lögu til þingsályktunar um þing- rof og nýjar kosningar. XXX Miöaö viö þá stööu, sem nú er risin, er eðlilegast, að forsætis-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.