Morgunblaðið - 30.10.1979, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.10.1979, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 1979 13 Sinfóníutónleikar hamsleysis, eins og í 1. og 4. þættinum, trega í 2. þætti og gáska í 3. þætti. Allt þetta var flutt með heldur miklu af- skiptaleysi og verkið beinlínis spilað í gegn. Nokkuð kvað svo við annan tón í Sónötunni op. 108 eftir Brahms. Sem tónskáld var Brahms lengi vel talinn allt of erfiður, þungur í gerð verka sinna og jafnvel óskáldlega fræðilegur. Nú stendur hann nær okkur í tíma en nokkuð annað þýzkt tónskáld frá sama tíma, því þrátt fyrir magnaðan rómantískan kraft fellur hið flókna radd- og hljómferli hans nútímahlustendum vel í geð. Má vera að það sé skýringin á sterkri túlkun Schneiderhans á op. 108, að Brahms sé dagurinn í dag, en Schubert og jafnvel Beethoven fortíðin. Því má ekki gleyma að með í ferðinni var feiknagóður píanóleikari og í Brahms-sónötunni gerði hann stóra hluti. Helmut Deutsch átti mikinn og stóran þátt í sterkri og kraftmikilli túlkun Brahms-sónötunnar. Jón Ásgeirsson. Tönllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON Efnisskrá: Beethoven Egmont-forleikurinn Beethoven Fiðlukonsertinn op. 61 Holmboe Sinfónia nr. 5 Einleikari: Wolfgang Schneiderhan Stjórnandi: Eifred Eckart-Hansen Tónleikarnir hófust á Eg- mont-forleiknum og var þar margt vel gert, bæði er snýr að mótun verksins og leik sveitar- innar, þó upphafið væri ekki sem best. Schneiderhan er óumdeilan- legur fiðlusnillingur en ekki var flutningurinn á fiðlukonsert Beethovens með þeim formerkj- um er búast hefði mátt við og má þar margt til telja, t.d. er varðar samspil og stjórnun og einnig þá undarlegu framsetningu ka- densa, er óneitanlega voru langt frá stílsérkennum fiðlukonserts- ins. Umskrift fiðlukonsertsins var gerð samkvæmt uppástungu Musio Clementi og það þjónar engu markmiði að blanda saman fiðlukonsertinum, sem er glæsi- legt listaverk og tilgangslausri umritun þess fyrir píanó. Þrátt fyrir þessi leiðindi var margt vel gert í flutningi verksins, t.d. í hæga kaflanum og var gaman að heyra fagottinn (Sigurður Mark- ússon) og klarinettuna (Gunnar Egilsson) gefa kaflanum fallegt yfirbragð. Tónleikunum lauk með fimmtu sinfóníu Van Holmboe. Sinfónían er glæsilegt ritverk, nokkuð stíft unnið og víða sterklega tekið til hendi. Frá hendi stjórnandans var flutningurinn of taktbeinn, án nokkurrar slökunar eða blæ- brigðamótunar. Þykk skipan blásaranna yfirgnæfði oft fiðlu- sveitina, svo varla var vitað hvað hún gerði, nema það er ráða mátti í af atferli fiðluleikaranna. Van Holmboe er eitt virtasta tónskáld Dana og hafa á undan- förnum árum komið fram sterkar ásakanir um annarleg sjónarmið varðandi tónlistar- “ verðlaun Norðurlanda, en þar mun Holmboe hafa verið borinn upp og verk hans ekki verið talin verðlaunaverð. Vonandi verður Nomus-nefndin svo heppin að verðlauna Vagn Holmboe og geta státað af því að hafa ekki gengið fram hjá einu mesta núlifandi tónskáldi Norður- landa. Jón Ásgeirsson. Tigran Petrosjan 43.... Dd4! (Biðleikur svarts. 44. Dxd4 geng- ur nú ekki vegna exd4, 45. Kf3 — d3!, 46. cxd3 — Bxa4, 47. bxa4 — b3 og vinnur). 44. De2 - Bxe4+, 45. Kfl - Bf5 og hvítur gafst upp. Gamla kempan, Tigran Petr- osjan, fyrrum heimsmeistari var sá eini af þátttakendunum sem ekki tapaði skák. Þessi staða kom upp í viðureign hans við Kagan. Petrosjan hafði verið í vörn framan af skákinni, en fannst nú tími til kominn að taka frumkvæðið í sínar hendur. Svart: Petrosjan Hvitt: Kagan 19. ... b4, 20. Rce2 - e5, 21. Rb3 — Bg4, 22. hxg6 — fxg6, 23. Kbl - Hc8, 24. Hcl - a5, 25. c3 (Hvítur reynir að losa um sig, en svartur hefur öll ráð hans í hendi sér). Db7, 26. Rg3 - a4, 27. Ral - Be6, 28. cxb4 - Dxb4, 29. b3 (Hvítur varð að verjast máthót- ununni, 29.... Ra3) axb3, 30. Rxb3 — Ha8. Hér féll hvítur á tíma, en kóngsstaða hans er vitanlega farin veg allrar veraldar. Svart- ur hótar t.d. að koma afgangnum af liði sínu í sóknina með 31. ... Rxe3, 32. Dxe3 — Bb6. Ivkov varð af mikilvægum Lajos Portlsch Robert Hubner hálfum vinningi er hann þrálék í þessari stöðu í viðureign sinni við ungverska stórmeistarann Sax: Hvítt: Sax Keppendur sömdu um jafn- tefli eftir 26. ... kf8, 27. Da3+ — Kg8, 28. De3 — Kf8. Rann- sóknir eftir skákina leiddu hins vegar í ljós að svartur, þrátt fyrir að hann er manni undir, gat unnið taflið með því að leika hér 26. ... f5H Ef t.d. 27. Rf6+ - Kf7, 28. Rxe8 - Hxe8, 29. g6+ - Kf8 o.s.frv. Eða 27. gxf6 — Dxc2 og nú á hvítur ekki björgunar- leikinn Rf6+ og tapar því manni og skákinni. FACIT lækkar í verði um leið og gæðin aukast Þegar velja þarf vélar og tæki á skrifstofuna fullnægir FACIT ströngustu gæðakröfum sem gerðar eru. Hið fjölbreytta úrval reikni- og ritvéla gerir fyrirtækjum unnt að velja nákvæmlega þær vélar sem þeim hentar. GÍSLI J. JOHNSEN HF. Lítið inn eða hringið, og við munum fúslega veita allar ráðleggingar og upplýsingar. :ŒB Smiójuvegi 8 - Sfmi 73111 É

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.