Morgunblaðið - 30.10.1979, Síða 21
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER1979
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Rítstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og skrifstofur
Auglýsingar
Afgreiösla
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson
Aöalstræti 6, sími 10100.
Aöalstræti 6, sími 22480.
Sími83033
Áskriftargjald 4000.00 kr. á mánuöi innanlands.
í lausasölu 200 kr. eintakiö.
Menntamannaklíkan
í Alþýðubandalaginu
Vinstri flokkarnir sviku loforðin um „samningana í gildi".
Þau svik verða ofarlega á baugi í þeirri kosningabar-
áttu, sem senn mun hefjast. Það er umhugsunarefni, hvers
vegna flokkur á borð við Alþýðubandalagið, sem jafnan
hefur talið sig sérstakan málsvara launþega og þá
sérstaklega láglaunafólks og vann umtalsverðan kosninga-
sigur út á þetta loforð, hefur uppi svo litla tilburði til þess að
standa við gefin fyrirheit.
Stuðningur við verkalýðshreyfinguna var grundvallar-
atriði í starfi og stefnu forvera þess, Sósíalistaflokksins.
Alþýðubandalagið sjálft var stofnað 1956 fyrst og fremst á
grundvelli samstarfs milli forystumanna í verkalýðshreyf-
ingunni, sem áður störfuðu í Alþýðuflokki og Sósíalista-
flokki. En Alþýðubandalagið hefur verið að breytast. Það
hefur smátt og smátt horfið frá uppruna sínum. Ahrif
verkalýðsarms flokksins hafa jafnt og þétt dvínað. Að sama
skapi hefur menntamannaarmur flokksins aukið áhrif sín.
Aður var þessu öfugt farið. Þá réð verkalýðsarmurinn
ferðinni en menntamannahópurinn fylgdi með. Nú má segja,
að vinstri sinnuð menntamannaklíka hafi tekið völdin í
Alþýðubandalaginu og hafi í raun skilið verkalýðsarminn
eftir.
Afleiðingin er sú, að sjónarmið verkalýðshreyfingarinnar
eru ekki jafn sterk og áður. Hagsmunamál launþega eru
látin víkja fyrir öðrum hagsmunum, sem menntamannahóp-
urinn telur meira virði en lífskjör láglaunafólks. Þetta er
meginástæðan fyrir því, að Alþýðubandalagið sat í ríkis-
stjórn í 13 mánuði og sveik kosningaloforðið um samningana
í gildi á þriggja mánaða fresti. Rödd launafólksins heyrist
ekki lengur og jafnvel þótt hún heyrist er ekki tekið tillit til
hennar.
Þeir hagsmunir, sem menntamannahópurinn í Alþýðu-
bandalaginu tekur fram yfir hagsmuni launafólks, er frami
þeirra sjálfra. Þessi hópur leggur megináherzlu á valda-
aðstöðu Alþýðubandalagsins í ríkiskerfinu til þess að þeir
geti sjálfir hreiðrað um sig í því valdakerfi, skarað eld að
sinni eigin köku og unnið að því að koma í framkvæmd
hugmyndum þeirra um þjóðfélagsbygginguna, sem yfirleitt
er víðs fjarri þeim hugmyndum, sem launafólk gerir sér um
þróun samfélagsins.
Deilur milli verkalýðsarmsins og menntamannahópsins
hafa blossað upp á síðum Þjóðviljans á undanförnum
mánuðum og lýsingar Guðmundar J. Guðmundssonar á
menntamannahópnum og hugmyndum hans hafa vakið
verðskuldaða athygli.
Þeir launamenn, sem hingað til hafa haldið, að hagsmun-
um þeirra væri bezt borgið með því að kjósa Alþýðubanda-
lagið hljóta að endurskoða afstöðu sína eftir að kosningasvik
Alþýðubandalagsins liggja svo ljós fyrir sem nú. Þessir
iaunamenn hljóta að íhuga hvort líklegt sé, að Alþýðubanda-
lagið standi betur vörð um hagsmuni þeirra eftir næstu
kosningar en á síðustu 13 mánuðum þegar ótvírætt loforð um
samningana í gildi hefur verið svikið svo herfilega. Þessir
launamenn hljóta að velta því fyrir sér, hvort nokkur ástæða
sé til að marka meira orð Alþýðubandalagsforsprakkanna nú
en eftir síðustu kosningar.
Eftir þessa síðustu 13 mánuði stendur Alþýðubandalagið
afhjúpað, ekki sem verkalýðsflokkur, heldur sem flokkur er
notar launafólk í landinu til þess að koma fámennum hópi
menntamanna í valdastöður. Launafólk hefur áreiðanlega
ekki áhuga á að láta þennan fámenna menntamannahóp
halda áfram þeirri iðju eftir næstu kosningar.
VARNAÐAR-
1
Kjarval lagði áherzlu á, að við
ættum að rækta með okkur of-
næmið, það er listin, sagði hann
og minnti á, að þá fyrst yrði hart í
ári á Islandi „þegar ónæmið verð-
ur ofan á“. Nú er að þessu leyti
hart í ári.
Ofnæmi fyrir umhverfinu getur
verið nauðsynlegt, ekki sízt á
tímum einhverrar „opnunar", sem
sífellt er tönnlazt á og óskil-
greinds frelsis, sem fleiri misnota
gegn öðrum en hagnýta sjálfum
sér og þjóð sinni til þroska og
fyllingar. Af þeim sökum m.a.
hefur frelsið leitt til upplausnar í
ýmsum löndum og ekki er laust
við, að sturlungaandrúm ríki í
íslenzkum fjölmiðlum og víðar á
vettvangi pólitískra átaka. Sturl-
ungaöld var í senn siðlaus og
óvægin, öld upplausnar og yfir-
gangs í orðum og athöfnum; minn-
ir óþyrmilega á samtíð okkar. En
hún var einnig öld mikillar listar
og ýmsu má fagna í fari þeirrar
vargaldar, sem við lifum, m.a.
framförum í tækni og vísindum —
og þá ekki sízt í læknisfræði. En
hvað stoðar það okkur, þótt við
eignumst allan heiminn, ef við
Jjj fyrirgjörum sál okkar. í sögu eftir
nóbelsskáldið I.B. Singer segir á
einum stað: „Hvernig var Pólland
eyðilagt? Sérhver aðalsmaður
vildi verða kóngur. Þegar einn
sagði það væri sunnudagur, æpti
annar að það væri mánudagur."
Við erum þó enn sammála um
vikudagana — eða hvað?
Á löngum ritstjóraferli hef ég
verið kallaður öllum illum nöfn-
um, ekki sízt í Þjóðviljanum,
t.a.m. McCartyisti, sem mun
merkja sama og nazisti, og þó
líklega eitthvað verra, því að eitt
sinn voru Hitler og Stalín vinir og
nazistar vel látnir með kommún-
istum. Af öðrum hef ég verið
sakaður um kommúnistadekur, þó
ég hafi skrifað sem svarar nokkr-
um doðröntum um alræði komm-
1 únismans og hættuna af honum.
Ritstjóri Morgunblaðsins verður
víst að sætta sig við niðrandi
nafngiftir, sem spanna allt póli-
tíska stafrófið frá kommúnisma
til nazisma. Hann hættir því
smám saman að kippa sér upp við
slíkt, ekki sízt þegar hann er
rithöfundur að auki og afgreiddur
sem slíkur með pólitískum upp-
|JJ hrópunum af kommúnistum og
ýmsum öðrum vinstri mönnum.
g| Ég ætti því í raun og veru að láta
mér í léttu rúmi liggja, hvaða
nafngiftir menn hljóta í pólitíska
bröltinu og jafnvægisleysinu hér á
j§ landi. Auk þess hef ég þurft að
bera ábyrgð á ýmsu sem ritstjóri
Morgunblaðsins, sem mér hefur
verið öndvert og ekki að skapi. Og
að sjálfsögðu hef ég verið ósam-
mála margvíslegu aðsendu efni,
sem blaðið hefur birt, þó að
jj ritstjórnargreinar þess túlki að
sjálfsögðu ávallt skoðanir okkar
ritstjóranna.
af
gefnu
iUefrú
2
Ýmsu eirðarlausu fólki mun
vafalaust þykja þetta allundar-
legur formáli og þó einkum of
langur fyrir þeirri litlu athuga-
semd, eða öllu heldur ábendingu,
sem mig langar að koma á fram-
færi undir fullu nafni mínu. En
auðvitað tel ég hana snerta kjarna
máls, sem hefur ónáðað samvizku
mína sem lýðræðissinna og frjáls-
hyggjumanns í gamalli grískri
heimspekimerkingu.
Ég hef orðið var við það oftar en
einu sinni, að ýmsum lýðræðis-
sinnum þótti það einhver goðgá,
að Árni Bergmann, ritstjóri Þjóð-
viljans, skyldi sýna sig á stór-
merkum og eftirminnilegum fundi
Búkovskís á Hótel Sögu. Ég hef
einatt þurft að elda grátt silfur
við Árna og samflokksmenn hans
og mátt þola af þeim illt umtal af
ýmsu tagi. En mér er ómögulegt
að sjá, hvers vegna ritstjóri Þjóð-
viljans ætti að vera jafn
óvelkominn á fund Búkovskís og
sumir svokallaðir hægri menn
vilja vera láta. Ég gagnrýndi Árna
harðlega, þegar hann ungur náms-
maður skrifaði vitleysur frá
Moskvu og hef haldið áfram eftir
að hann kom heim að furða mig á
ýmsu, sem úr penna hans hefur
hrotið. En ég teldi mig síður en
svo mann að meiri, ef ég hefði
eitthvað við það að athuga, að
hann sæti fundi Búkovskís eða
annarra sovézkra andófsmanna.
Ég talaði við Búkovskí fram á nótt
þennan sama fundardag og varð
ekki var við, að honum fyndist
neitt athugavert við að ritstjóri
Þjóðviljans hefði sótt fundinn,
nema síður væri. Hann sagði líka
á fundinum sjálfum, að við ættum
að umgangast íslenzka kommún-
ista á sama hátt og annað fólk(!)
Ef við ekki gerum það, verðum
við orðnir nazistar, áður en við
vitum af.
í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
þótti þátttakanda, ágætum manni,
að því er ég bezt veit og áhuga-
sömum um andleg efni, sigur-
stranglegast að nefna Þjóðvilja-
ritstjórann kvisling og allt að því
helgispjöll, að hann skyldi hafa
sótt fyrrnefndan fund Búkovskís.
Þegar ég sé þvílíkt og annað eins í
því blaði, sem ég ritstýri, get ég
ekki orða bundizt og mótmæli
slíkri aðdróttun.
Árni Bergmann hefur að vísu
látið það viðgangast, að við
Styrmir Gunnarsson og Indriði G.
Þorsteinsson værum kallaðir
CIA-njósnarar í blaði hans, en
kveinkaði sér, þegar hann sjálfur
var orðaður við njósnastarfsemi
KGB í Vísi. En orðin kvislingur og
landráðamenn (eins og við íslenzk-
ir landvarnamenn höfum einatt
verið úthrópaðir í Þjóðviljanum)
eru þeirrar merkingar, að menn
skyldu ekki hafa þau í flimtingum,
heldur reyna að umgangast orð af
meiri kurteisi en almennt gerist í
pólitískum heittrúarsöfnuðum á
Islandi — og á ég þá við svonefnda
hægrimenn, en þó ekki síður við
söfnuð þann, sem Árni stjórnar nú
um stundir eins og Bukharín,
þegar hann var ritstjóri Izvestia,
en hann var öðrum kommúnista-
leiðtogum Sovétríkjanna geðfelld-
ari, hafði ást á skáldskap og varði
höfuðskáld og andstæðinga Kerf-
isins eins og Pasternak og Mand-
elstam. Gæti Árni margt af hon-
um lært, en hefur þó sumt vel
gert. En ef lýðræði ríkir áfram á
Islandi, verða örlög Árna Berg-
manns með öðrum hætti en þessa
sovézka starfsbróður okkar, sem
féll fyrir böðuls hendi. Ef komm-
únisminn klófestir ísland aftur á
móti og ryðst til valda í V-Evrópu,
þori ég engu að spá í stjörnur
okkar tveggja, né annarra.
Hægrimenn eru því miður farn-
ir að tala um andstæðinga sína
með engu minni heift og fyrirlitn-
ingu en kommúnistar um okkur.
Ég vara eindregið við slíkri
grimmd. Minni jafnframt á, að
einungis eitt orð er í mínum huga
svartara og sóðalegra í sögulegri
merkingu en orðið nazisti, en það
er kvislingur. Slíkt orð getur
lýðræðissinni — og góður sjálf-
stæðismaður — ekki notað órök-
stutt um pólitískan andstæðing
sinn, hvort sem hann er kommún-
isti eða eitthvað annað. Og sem
ritstjóri Morgunblaðsins frábið ég
mér slíkar trakteringar í því blaði,
sem mér hefur verið trúað fyrir af
sönnum frjálshyggjumönnum og
lýðræðissinnum, sem hafa fremur
hvatt okkur ritstjóra blaðsins en
latt til að stunda svokallaða
frjálsa blaðamennsku. Ég get bætt
því við, að meðritstjóri minn,
Styrmir Gunnarsson, er sammála
mér um þau atriði, sem ég nú hefi
nefnt.
Hitt er svo annað mál, að Árni
Bergmann og félagar hans eiga að
öðru leyti ekki annað skilið en það
aðhald, sem þeim er nauðsynlegt,
er vilja leiða marxisma til öndveg-
is í íslenzku þjóðfélagi. Og þeir
hafa kallað yfir sig þá stóryrtu
gagnrýni, sem hefur nýlega birzt
hér í blaðinu undir nöfnum rithöf-
undanna Jóhannesar Helga og
Jóns Björnssonar og Péturs Sig-
urðssonar fyrrum alþingismanns.
En það er annað mál — og
kemur ekki við þeim varnaðarorð-
um sem ég hef talið mér skylt og
nauðsynlegt að setja hér fram af
marggefnu tilefni.
Það fylgir því mikil ábyrgð að
tala í nafni frelsis og lýðræðis og
þá ekki sízt frjálshyggju, sem er
lífsskoðun, en hvorki trú né trúar-
brögð. Við gerum því einfaldlega
skóna, að frelsi og mannréttindi
fari saman, svo sjálfsagt sem það
er. En við þurfum að gæta þess að
gleyma ekki mannúðinni, það er
allt og sumt. Sá sem talar í nafni
lýðræðis verður að standast marg-
víslegar freistingar, ekki sízt þá
að láta yfir sig ganga skoðanir
annarra, hversu vitlausar sem
þær eru eða ógeðfelldar. Og hvort
sem honum líkar betur eða verr er
honum lögð sú skylda á herðar að
vernda mannréttindi og skoðana-
frelsi, jafnt kommúnista sem ann-
arra. Lýðræðissinnar á Vestur-
löndum hljóta að standa vörð um
full lýðréttindi marxista, þó að
kommúnistar hneppi aftur á móti
andstæðinga sína í fangelsi og
meini þeim að koma á framfæri
skoðunum sínum, sendi þá jafnvel
á geðveikrahæli, ef ekki vill betur
til. Slík varðstaða, sem nefnd
hefur verið, er ein af þeim kröfum,
sem lýðræðissinni hlýtur að gera
til sjálfs sín. En umfram allt á
hann að umgangast orð eins og
kvislingur og landráð af sömu
varfærni og Höskuldur hvítanes-
goði þau vopn, sem hann beitti
ekki, en vildi hálfu heldur, segir
sagan, þola dauða af Njálssonum
en gera þeim nokkurt mein.
En sjálfir mættu Árni Berg-
mann og félagar hans hafa þá
athugasemd Maos formanns efst í
huga, að enginn ætti að vega
annan mann með orðum. Mao
gagnrýndi Liang-Shu-Ming fyrir
að fremja morð með penna sínum.
Slík morð eru listilegast dulbúin,
segir hann, og skilja ekki eftir sig
blóðpoll. Ég kem þessum día-
lektíska sannleika formannsins á
framfæri við maoista og aðra
marxista hér með.
Matthías Johannessen.
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 1979
29
BRAUTSKRÁÐIR haía verið írá
Háskóla íslands 62 kandidatar
við upphaf haustmisseris og voru
þeim afhent prófskirteini sl.
laugardag við athöfn í hátiðasal
Háskólans. Rektor, Guðmundur
K. Magnússon, ávarpaði stúdent-
ana er lokið hafa námi og af-
hentu deildarforsetar skirteinin.
Eru þetta fyrstu nemendur sem
brautskráðir eru eftir að Guð-
mundur tók við starfi rektors.
Við athöfnina söng Háskólakór-
inn undir stjórn Rutar Magnús-
son og i lokin flutti Oskar
Halldórsson ljóð eftir Hannes
Pétursson.
Guðmundur Magnússon sagði í '
ávarpi sínu, að í vetur stunduðu
fleiri stúdentar nám við Háskól-
ann en nokkru sinni eða nokkuð á
þriðja þúsund og væri það um
fjögur hundruð fleiri nemendur en
á sama tíma í fyrra. Sagði hann í
samtali við Mbl. að nú hefði orðið
enn frekar vart við þau miklu
þrengsli er skólinn byggi við og nú
í vetur hefði t.d. hátíðasalurinn í
fyrsta sinn verið notaður til
Sextíu og tveir stúdentar luku prófum frá Háskólanum við upphaf haustmisseris. Ljósm. Rax.
Háskóli Islands braut-
skráir 62 kandídata
kennslu í læknadeild og viðskipta-
deild. Hér fara á eftir nöfn þeirra
er lokið hafa prófum frá Háskóla
íslands við upphaf haustmisseris:
Aðstoðarlyfjafræðingspróf: (1)
Sigríður Eyjólfsdóttir
Embættispróf í lögfræði: (1)
Júlíus Vífill Ingvarsson
Kandidatspróf í viðskiptafr: (12)
Björn S. Haraldsson
Gunnar Ingi Hjartarson
Haukur Gunnarsson
Jón Tryggvi Kristjánsson
Jón Sigurðsson
Kristín Ingvarsdóttir
Kristjana Milla Thorsteinsson
Ómar S. Jónsson
Pétur Orri Jónsson
Runólfur Magnús Ásgeirsson
Sigríður Jónsdóttir
Steingrímur Ari Arason
Kandidatspróf i islenzku: (1)
Kristján Eiríksson
Kandidatspróf i sagnfræði: (2)
Gísli Ágúst Gunnlaugsson
Stefán Gunnar Hjálmarsson
Guðmundur Magnússon rektor brautskráði fyrsta sinn kandidata sl.
laugardag.
Kandidatspróf i ensku: (2)
Anna Arnbjarnardóttir
Ásdís Kristjánsdóttir
Próf í islenzku fyrir
erlenda stúdenta: (1)
Bernard Scudder
B.A.-próf i heimspekideild: (17)
Anton O’Brian Holt
Árni Hermannsson
Ástráður Eysteinsson
Auður Sigurðardóttir
Guðný Gunnarsdóttir
Ingi Bogi Bogason
Ingólfur Á. Jóhannesson
Jóhanna Guðmundsdóttir
Jón Már Héðinsson
Laura Bergs
Páll Magnús Skúlason
Sólveig Thorarensen
Sumarrós Sigurðardóttir
Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir
Þórdís Þórarinsdóttir
Þórunn Magnúsdóttir
Þórunn Valdimarsdóttir
Verkfræði- og raunvísindad. (13)
Lokapróf í rafmagnsverkfr. (3)
Gylfi Ólafsson
Viðar Viðarsson
Þórarinn Stefánsson
B.S.-próf í matvælafræði. (1)
Snorri Sigmundsson
B.S.-próf í líffræði. (5)
Barbara Stanzeit
Björn Gunnlaugsson
Margrét Þ. Stefánsdóttir
Sigrún Asa Sturludóttir
Þórunn Reykdal
B.S.-próf í jarðfræði. (2)
Matthías Loftsson
Ólafur Ingólfsson
B.S.-próf í landafræði. (2)
Brynjólfur Sveinsson
Gunnhildur Skaftadóttir
B.A.-próf í félagsvísindad. (12)
Einar Ingi Magnússon
Guðrún Einarsdóttir
Hörður Þorgilsson
Ingibjörg Broddadóttir
Jónína Hallfríður Hjaltadóttir
Jóhanna Júlíusdóttir
Leonardus J.W. Ingason
Már Viðar Másson
Margrét Ólafsdóttir
Ragnar Ólafsson
Róbert Trausti Árnason
Rúnar Kristinn Þór Karlsson
Alþýðuflokkurinn í
Reykjaneskjördæmi:
Gert út um
3. sætið á
fundi í dag
Takmarkanir á loðnuveiðum
trúlega ákveðnar á morgun
FUNDUR íslenzkra og norskra
fiskifræðinga um sameiginlegar
rannsóknir á st'ærð íslenzka
loðnustofnsins hófst í gærmorg-
un og er reiknað með að fundin-
um ljúki i dag. í framhaldi af
þessum fundi hefur sjávarútvegs-
ráðherra boðað hagsmunaaðila i
loðnuveiðum og vinnslu á sinn
fund á morgun. Að þeim fundi
loknum má vænta ákvörðunar
ráðherra um aflahámark á þeirri
vertíð sem nú stendur yfir og
vetrarvertiðinni og sömuleiðis til-
högun takmarkananna.
Það var í marzmánuði síðast-
liðnum, að fiskifræðingar lögðu
til, að loðnuaflinn frá því í júlí í
sumar fram til næsta vors færi
ekki yfir 600 þúsund tonn. Þessi
tillaga fól í sér um helmings
samdrátt í loðnuveiðunum, en á
sama tímabili árið á undan, þ.e.
frá því í júlí 1978 þangað til í apríl
í vor voru veidd tæplega 1.200
þúsund tonn úr íslenzka loðnu-
stofninum.
Fiskifræðingar hafa sagt, að á
grundvelli sameiginlegra stofn-
ÁKVEÐIÐ var í gærkveldi að
endurtalning skyldi ekki fara
fram i prófkjöri Alþýðuflokksins
í Reykjaneskjördæmi, en þar
skildu aðeins 2 atkvæði þá Olaf
Björnsson og Gunnlaug Stefáns-
son i 3. sæti listans. í dag er
ráðgerður fundur í kjördæmis-
ráði Alþýðuflokksins í Festi og
verður þar skorið úr um hvor
þeirra tveggja hljóti 3. sæti list-
ans, en kosning í það er ekki
bundin.
AIls greiddu 3.257 atkvæði í
prófkjörinu, ógildir seðlar voru
443 eða 13%. Kjartan Jóhannsson
hlaut 2.301 atkvæði í 1. sæti
listans. Karl Steinar Guðnason
hlaut 1.999 atkvæði í 2. sætið og í
3. sætið hlaut ólafur Björnsson
1.287 atkvæði en Gunnlaugur Stef-
ánsson 1.285 atkvæði. Guðrún
Helga Jónsdóttir hlaut 1.667 at-
kvæði í 3., 4. og 5. sæti listans,
Ásthildur Ólafsdóttir hlaut 2.156
atkvæði í 4. og 5. sæti og Örn
Eiðsson hlaut 1.843 atkvæði í 2. til
5. sæti.
Vegna þess, hve mjótt var á
munum milli Ólafs og Gunnlaugs,
krafðist Gunnlaugur endurtaln-
ingar. Skildu þá 3 atkvæði þá
félaga, en við endurmat vafaat-
kvæða varð munurinn aðeins 2
atkvæði. Var sætzt á að sleppa
endurtalningu, en ákveðið að gera
út um 3. sætið á fundi í dag eins og
áður er getið.
stærðarmælinga íslendinga og
Norðmanna í sumar, sé ekki að
vænta verulegra breytinga á fyrri
tillögum. Hafrannsóknaskipið
Bjarni Sæmundsson kom á sunnu-
daginn úr leiðangri fyrir Norður-
landi, en leiðangursstjóri var
Hjáimar Vilhjálmsson. Auk hans
taka þátt í fundinum, sem nú
stendur yfir, Jakob Jakobsson og
Norðmaðurinn Ingolf Röttingen,
sem var leiðangursstjóri á Mich-
ael Sars í síðari leiðangri íslend-
inga og Norðmanna.
Fiskifræðingarnir Hjálmar Vilhjálmsson, Jakob Jakobsson og Ingolf
Röttingen bera saman bækur sinar um niðurstöður sameiginlegra
loðnuleiðangra íslendinga og Norðmanna. (Ljósm. Mbl. Emilia).