Morgunblaðið - 30.10.1979, Blaðsíða 44
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 1979
J
ísland tryggði sér sæti
í átta liða úrslitunum
með sigri yfir Þjóðverjum!
ÞAÐ TOKST. Glæsilegur árang-
ur hjá islenska unglingalandslið-
inu i handknattleik var i sviðs-
ljósinu um helgina. Liðinu tókst
að sigra Vestur-Þjóðverja nokkuð
óvænt með tveggja marka mun
og tryggja sig þannig i átta liða
úrsiitin í HM-keppninni i Dan-
mörku. Piltarnir sem lögðu á sig
mikið erfiði i allt sumar við
æfingar hafa uppskorið ríkulega.
Fyrir leikinn var ákveðið að allt
skyldi lagt i sölurnar til þess að
sigur mætti vinnast i leiknum.
Og með sameiginlegu átaki tókst
það.
Það var fyrst og fremst sterk
liðsheild sem tryggði sigurinn,
sagði Olafur Aðalsteinn Jónsson,
er Mbl. ræddi við hann að leikn-
um loknum. Mikil barátta, yfir-
vegun og skynsamlegur leikur.
Byrjunin hjá íslenska liðinu var
ekki sem best, eftir sjö mínútna
leik var staðan 2—0 fyrir Þjóð-
verja. Þá fá íslendingar vítakast
sem Sigurður Gunnarsson skorar
úr og skömmu síðar annað en þá
brást Sigurði bogalistin. Leikur-
inn var strax nokkuð harður en vel
leikinn af hálfu beggja liða. Á 17.
mínútu leiksins nær Sigurður
Sveinsson að jafna leikinn 3—3
með hörku skoti eins og honum
einum er lagið. Þjóðverjum tekst
þó að ná yfirhöndinni aftur og
breyta stöðunni í 6—3. Á 24.
mínútu skorar svo Guðmundur
Magnússon 6—4, og með mikilli
baráttu og hörku tekstu íslensku
leikmönnunum að jafna metin og
staðan í hálfleik var 7—7.
Jóhann Ingi talaði vel til sinna
manna í hálfleik, sagði Ólafur,
þeir komu tvíefldir til leiks og góð
byrjun í síðari hálfleiknum færði
þeim þriggja marka forskot, 10—
7. Stefán Halldórsson skoraði
tvívegis og Atli einu sinni. Á
þessum tíma hafði ísland skorað
sex mörk án þess að Þjóðverjum
hefði tekist að svara fyrir sig. En
þeir voru ekki dauðir úr öllum
æðum því að þeim tókst að jafna
metin 10—10. Á þeim tíma misstu
Islendingar tvo menn út af og léku
því fjórir í um það bil eina mínútu.
Eftir 47 mínútna leik var staðan
12—12. Stefán skoraði þá 13. mark
íslands — Þjóðverjar jafna. Þá
kom góður kafli hjá íslenska
liðinu og reyndar kaflinn sem
gerði út um leikinn. Guðmundur
Magnússon skoraði af línu og
Stefán Halldórsson fallega úr
horninu. Staðan var 15—13 og
tvær mínútur til leiksloka. Þjóð-
verjum tókst að minnka muninn
niður í eitt mark, 15—14, og léku
• Brynjar Kvaran hefur
staðið sig með mikilli
prýði í íslenska markinu
það sem af er keppninni.
maður á mann í lok leiksins en allt
kom fyrir ekki. Sigurður Sveins-
son innsiglaði sigur íslands á
lokasekúndunum er hann vippaði
yfir markvörð Þjóðverja eftir að
hafa verið í góðu færi á línunni.
Sætur sigur var í höfn.
Brynjar Kvaran varði fimm
hörkuskot í síðari hálfleiknum.
Alls 12 skot í leiknum. Leikfléttur
liðsins, sem vakið hafa mikla
athygli, gengu upp og við það
opnaðist vörn þýska liðsins," sagði
Ólafur að lokum.
Mörk íslands skoruðu Stefán
(8/6), Guðmundur Magnússon 2,
Atli Hilmarsson 2, Sigurður
Sveinsson 2, Alferð 1 og Sigurður
Gunnarsson 1/1. Friðrik Þor-
björnsson fiskaði þrjú víki í leikn-
um, Andrés Kristjánsson og Guð-
mundur Magnússon tvö hvor,
Birgir Jóhannsson og Atli eitt
hvor.
-þr.
ísland — Saudi Arabia
35-13(15-5)
Á SUNNUDAG lék Ísland síðasta
leik sinn í riðlinum, og mætti þá
S-Arabíu. Lið þeirra er áberandi
mjög slakt og sigur íslands varð
stór, 22 mörk skildu liðin í lokin.
íslenska liðið lék þennan leik á
fullri ferð þrátt fyrir að mót-
spyrnan væri harla lítil. Um
miðbik fyrri hálfleiksins var
staðan orðin 8—4 og í hálfleik
15—5. Yfirburðir íslands voru
miklir á öllum sviðum. Tölur eins
og 21—8, og 30—9 sáust á
ljósatöflunni. Siðustu 10 minútur
leiksins var slakað nokkuð á og
lokatölurnar urðu 35—15.
Nokkuð bar á ótímabærum
skotum hjá íslenska liðinu og
vörnin stundum ekki nægilega vel
á verði en það vill oft koma fyrir
þegar mótherjarnir eru svona
léttir. Mörk Islands í leiknum
skoruðu Sigurður Gunnarsson 7,
Stefán Halldórsson 7, 3 v., Krist-
ján Arason 6, Birgir Jóhannesson
4, Sigurður Sveinsson 4, Andrés
Kristjánsson 3, Alfreð Gíslason 3
og Guðmundur Magnússon 1.
—þr.
Stefán Halldórsson hefur
verið iðinn að skora í
Danmörku
Urslit
leikja
áHMí
Dan-
mörku
HÉR fara á eftir úrslit
þeirra leikja á HM
unglinga sem Mbl. hef-
ur náð til.
Danm. — Luxemb. 30:11
Ungverjal. - Frakkl. 26:20
Rússland — Portúgal 40:17
Finnland — Japan 29:19
Holl. - Saudi Arab. 17:16
Júgosi. — A — Þýskal. 21:15
Noregur — Taiwan 45:18
Póliand - Ítalía 24:20
Sviþjóð - Belgía 22:12
Tékkóslóvakia — Sviss 29:10
Úrslit leikja og staðan í
riðlinum sem islenska iiðið
lékí:
1. UMFERÐ:
ísland — Portúgal 25:19
Rússland — Holland 29:13
V-Þýskal. — S-Arabía 25:8
2. UMFERÐ:
V-Þýskaland — Holland20:9
Rússland — ísland 25:20
Portúgal — S-Arabía 16:15
3. UMFERÐ:
ísland - Holland 25:17
Rússland — S-Arabía 32:7
V-Þýskal. — Portúgal 24:15
4. UMFERÐ:
ísland — V-Þýskaland 16:14
Rússland — S-Arabía 34:7
5. UMFERÐ:
Rússland — V-Þýskal. 28:18
ísland — S-Arabía 35:13
Staðan í riðlinum varð
þessi.
Rússland 5 5 0 0 148:65 10
ísland 5 401 121:88
V-Þýskal. 5 30 2101:76
Hoiland 5 20 3 74:104 4
Portúgal 5 104 81:122 72
S-Arabía 5 005 50:142 0
Verðlaunahafar í vetrardagsmótinu í badminton.
• íslendingar voru sigursæl:
Vann íslenska landsliðið þá
Meðfylgjandi mynd er af J<
skorar körfu gegn írum með
Kirb
Prót
MBL. HEFUR fregnað frá góðum
heimildum, að 1. deildar lið
Þróttar í knattspyrnu hafi verið
að gera hosur sínar grænar fyrir
engum öðrum en George Kirby að
undanförnu og í þvi skyni hafi
Jón markvörður Þorbjörnsson
dvalið um tima hjá Kirby i
Halifax og átt við hann óformleg-
ar viðræður.
J