Morgunblaðið - 30.10.1979, Page 37

Morgunblaðið - 30.10.1979, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 1979 45 rædd íbúð var seld á 10 milljónir, 60% undir markaðsverði. Var það íbúð í verkamannabústöðum þeim sem elstir eru, eða u.þ.b. 50 ára gamlir. Vitað er um það að samskonar íbúðir hjá borginni eru gefnar frjálsar í sölu eftir vissan tíma fyrir þá sem festa kaup á nýjum íbúðum á góðum kjörum. En aðrar slíkar íbúðir hafa greini- lega orðið útundan í sambandi við þessa breytingu um afhendingar- tím'a íbúðanna. Nú langar mig til að spyrja. Hvað veldur þessu? Vantar sam- hæfingu á þessu sviði eða er það tilgangurinn að skilja útundan þá sem ekki hafa keypt sína íbúð hjá borginni? Með fyrirfram þökk fyrir vænt- anlegt svar. K.Þ. • Sunnanblær í Morgunblaðinu hinn 24. okt. stendur að allir, sem vettlingi geta valdið, séu í heyskap á Norðaust- urlandi. Þetta mun vera annáls- vert. Jafnframt þessu var tekið svo til orða, að nú væri blessuð sunnanáttin komin. Bakvið þessa fagnaðar-rödd er mikil þrá og eftirvænting. Þá er ég las nefnda grein í Morgunblaðinu, kom mér í hug gömul vísa að norðan: Fjalls úr hlíð og fögrum dal, fargast víða snærinn. Hrindir kvíða úr sinnusal, sunan þíði blærinn. Norðanlands er vorhugurinn enn hinn sami. Gestur. Þessir hringdu . . . • Enn um auglýs- ingu Vikunnar Velvakandi hefur fengið þó nokkuð margar upphringingar ýmissa kvenna sem vilja lýsa andúð sinni á auglýsingu þeirri sem vikublaðið Vikan birtir í sjónvarpinu um þessar mundir. Ein þeirra sem hringdi vildi koma þeirri ósk á framfæri við forráða- menn sjónvarpsins og auglýsend- ur að þeir vönduðu val sitt á SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðlega skákmótinu í Sombor í Júgoslavíu í fyrra kom þessi staða upp í skák júgóslavn- eska stórmeistarans Matulovics, sem hafði hvítt og átti leik, og Vilela, Kúbu. 44. Bxg6!! — hxg6, 45. h7 — e4, 46. Bb4! og svartur gafst upp, því að eftir 46. ... Kd6 leikur hvítur 47. b6 og eftir 47.... Kc6, 48. Bxc5 getur svartur ekki drepið biskup- inn aftur, því að þá rennur annað frípeðanna upp. auglýsingum fyrir jólin, nóg væri samt af siðspillingunni. Tuttugu konur í saumaklúbb voru afskaplega undrandi yfir því að slík auglýsing fengi að sjást á sjónvarpsskerminum og kváðu það hæpið að samfarir í aftursæti á bíl yrðu til að auka sölu á áðurnefndu vikublaði. Auglýsing sem þessi hefði áreiðanlega þveröfug áhrif á söluna. • Þakklæti Sjómannskona hafði samband við Velvakanda ög vildi færa Jóhanni Þórólfssyni þakkir fyrir góða grein um Pétur Sigurðsson í Dagblaðinu fyrir stuttu. Veturnótta-spjall ÍTSL Ísaíjarðardeild G.I. Þegar litið er til liðins sumars liggur við að maður fái sting í hjartað af meðaumkun með garðblómum sínum, bæði þeim sem aldrei komust yfir vor- og sumarhret og eins hinum sem tórðu af sumarið en aldrei náðu að blómstra. Elstu menn hér á Isafirði muna ekki annað eins sumar, segja má að það hafi varað éinn mánuð allt í allt! En þær plöntur eru til sem ekki kippa sér upp við smámuni, dýrgripir jafnvel langt að komnir t.d. LEWISIUR eða BLÖÐKUR eins og þær kallast hér. Ég á nokkrar tegundir af þeim í garðinum mínum og dáist alltaf jafn mikið að þeim fyrir það hve vel þær dafna og þrífast. Þær koma með knúppana þrýstna undan snjónum og blómstra síðan látlaust á hverju sem gengur framundir haust. Þær hafa meira að segja fjölgað sér hjá mér og afkvæmin lifað hafi ég Iofað þeim að vera kyrrum hjá móðurinni. LEWISIURNAR mínar eru allar komnar frá Ó.B.G., því miður hafa þær ekki verið fáanlegar hjá blómasölum a.m.k. eftir því sem ég best veit. Það þarf ekki að dekra mikið við þær, aðeins setja þær í þurran jarðveg á sólríkum stað, t.d. innanum grjót þar sem þær geta kúrt sig niður í næðingum og roki, en í sólskini njóta þær hlýjunnar frá grjótinu. Frostþolnar virðast þær með afbrigðum. Ég verð nu að taka það fram að ég er enginn blómasérfræðingur og það sem ég hef sagt hér um BLÖÐKUNA er einungis reynsla mín af ræktun hennar en þetta litla fagra blóm hefur veitt mér hvað flestar ánægjustundir í garðinum og aldrei valdið mér vonbrigðum. En ég hef haft gaman af að reyna við ótal margt annað t.d. blómstrandi runna og ég held að við getum ræktað miklu fleiri en nú er gert t.d. með því að hafa gott skjól í garðinum, og svo með því að sýna blómunum áhuga og umhyggju, gefa þeim áburð, hrósa þeim og hvetja. Við gleymum því svo oft að plönturnar eru lifandi verur rétt eins og við þó þær hafi ekki sömu ti áningarmöguleika. „Ekki veit ég hvar þetta endar“ heyrist oft þessa dagana er fólk ræðir um árferðið, eitt er víst að jurtirnar — alla vega hjá mér — eru illa búnar undir veturinn og ekki lofar haustið góðu. Rósirnar standa með knúppa sem ekki ná að opnast nema í blómavasa inni í stofu Vaftoppurinn ætlaði að blómstra í fyrsta sinni í ár — seinheppinn greyið að tarna. Ulfareynirinn sem hefur blómstrað árum saman hefur verið með verk í stóru tánni eins og gömlu mennirnir og bar það ekki við. En árvissir í blómgun virðast mér kvistir eins og RAUÐTOPPUR og svo auðvitað hálfvilltu rósirnar t.d. FJALLARÓS, MEYJARÓS og RUGOSA HANSA. Nú vonar maður bara að veturinn verði manni hliðhollur með nógu mikinn snjó og litla umhleypinga. Maður verður alltaf að vera bjartsýnn og því vonumst við auðvitað eftir að næsta sumar verði alveg sérlega gott og veðurguðirnir bæti þannig fyrir misheppnað sumar 1979. Ásthildur Þórðardóttir. Myndirnar eru úr garði greinarhöfundar á tsafirði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.