Morgunblaðið - 30.10.1979, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 1979
47
Símamynd AP.
Sexmenningarnir sem eru í haldi í tengslum við morðið á Park Chung Mee. Þeir eru allir starfsmenn
leyniþjónustunnar (KCIA). í efri röð eru (f.v.) Kim Jae Kuy yfirmaður KCIA, Park Meung Soo, Park Sun
Ho. í neðri röðinni eru (f.v.) Yoo Song Ok. Lee Ki Choo og Kim Tae Won.
haflega að tilræðið hefði verið
slys, en endurskoðaða útgáfan
var birt eftir langa yfirheyrslu
yfir Kim sem var handtekinn
ásamt fimm mönnum sínum.
Chon hershöfðingi sagði að
margir aðrir yrðu líka yfir-
heyrðir vegna gruns um að þeir
hefðu verið viðriðnir málið.
Þó neitar stjórnin því að
bylting hafi verið ráðgerð og
erlendir sérfræðingar benda á
að ekki séu sjáanleg venjuleg
merki um valdaránstilraun þar
sem fjöldahandtökur hafi ekki
átt sér stað og fleira.
Engin truflun eða ókyrrð hef-
ur fylgt í kjölfar dauða Parks
þótt slíku hafi verið spáð árum
saman. Wickham og aðrir
bandarískir embættismenn
sögðu að herinn styddi starfandi
forseta af alefli. Wickham, sem
er bæði yfirmaður bandaríska
herliðsins og sameiginlegrar
herstjórnar Bandaríkjamanna
og Kóreumanna, ræddi við land-
varnaráðherra Suður-Kóreu, Ro
Jae-Hyun og Ki Chong-Hwan
hershöfðingja, forseta herráðs-
ins. Wickham sendi einnig Choi
bréf þar sem hann hét því að
verja lýðveldið ef á það yrði
ráðizt.
Kim Young-Sam, leiðtogi
stjórnarandstöðuflokks og harð-
ur andstæðingur ríkisstjórnar
Parks, birti í dag yfirlýsingu þar
sem hann varar Norður-Kóreu-
menn við því að reyan að
notfæra sér ástandið. Andófs-
leiðtoginn Kim Dae-Jung varaði
einnig við slíku í annarri yfir-
lýsingu.
Samkvæmt góðum heimildum
er Choi settur forseti traustur í
sessi. Nýjan forseta verður að
kjósa innan þriggja mánaða
samkvæmt stjórnarskránni.
Forseta kýs kjörmannasam-
kunda skipuð 2.583 fulltrúum.
Park hlaut 2.577 atkvæði síðast
þegar hann var kosinn forseti í
júní 1978.
Enginn arftaki
Enginn einn maður kemur
augljóslega til greina sem nýr
forseti. Choi starfandi forseti,
sem er atvinnudiplómat, nýtur
ekki mikils stuðnings í stjorn-
inni og var meðal annars valinn
forsætisráðherra þar sem Park
taldi sér ekki stafa hætta frá
honum. Valdamestu menn
landsins nú eru taldir tveir
fyrrverandi hermenn og forsæt-
isráðherrar og núverandi þing-
menn: Kim Jon-Pil og Chung
Il-Kwon.
Kim skipulagði byltinguna,
sem kom Park til valda 1961, er
hann var ofursti. Hann er
kvæntur frænku Parks og var
valdamikill ráðunautur hans.
Kom skipulagði KCIA, var
fyrsti forstöðumaður leyniþjón-
ustunnar, skipulagði líka stjórn-
arflokkinn og var formaður
hans. Hann var forsætisráð-
herra 1971 til 1975.
Chung var einnig náinn ráð-
gjafi Parks, gegndi áberandi
hlutverki í stjórn Syngmans
Rhees og hefur gegnt nær öllum
helztu stöðum í hernum. Hann
var tvívegis utanríkisráðherra
og forsætisráðherra 1964.
Yfirmaður herlaga, Chung
Seung-Hwa hershöfðingi, kemur
ekki beinlínis til greina en mun
líklega hafa mikil áhrif á val
nýs forseta. Hann er talinn
voldugasti leiðtogi hersins og
hver sá sem verður fyrir valinu
þarf að hafa stuðning hersins.
Léttir
í Washington er mönnum það
mikill léttir að Norður-Kórea
hefur ekki notað sér ástandið,
en það hefur verið aðaláhyggju-
efnið eftir morðið á Park bæði í
Washington og Seoul. Þess
vegna flýttu Bandaríkjamenn
sér að birta yfirlýsingu sem var
beint til Norður-Kóreumanna
þess efnis að Bandaríkin mundu
ekki láta ytri ógnanir viðgang-
ast. Viðbúnaður bandaríska
herliðsinsti Suður-Kóreu var
aukinn.
Talið er útilokað í Washing-
ton að Norður-Kóreumenn hafi
verið viðriðnir dauða Parks for-
seta eða að byltingartilraun
kunni að hafa leitt til dauða
hans, en viðurkennt er að margt
sé á huldu um það sem gerðist.
Fyrstu viðbrögð Norður-
Kóreumanna kom fram í grein
sem fréttastofa landsins dreifði
og þar sagði að morðið bæri vott
um vaxandi stjórnmálaumrót og
þjóðfélagslegt öngþveiti í suð-
ur-Kóreu.
Efasemdir
Alþýðudagblaðið í Peking gaf
í skyn í dag að suður-kóreski
herinn kynni að halda vernd-
arhendi yfir yfirmanni leyni-
þjónustunnar er var handtekinn
fyrir morðið. Blaðinu þykir
hann hafa fengið væga meðferð
og það segir að sumir sérfræð-
ingar í Seoul haldi að á ferðinni
hafi verið „hallarbylting" er
tengzt hafi stjórnmálaókyrrð í
landinu.
í Moskvu gaf stjórnarmál-
gagnið Izvestia í skyn í dag að
bandaríska leyniþjónustan CIA
bæri að hluta til ábyrgð á
morðinu og sagði að kringum-
stæður dauða Parks bentu til
þess að hann hefði verið fjar-
lægður þar sem hefði ekki leng-
ur getað tryggt hagsmuni
„suður-kóreska afturhaldsins og
hins erlenda verndara þess.“
Páfi fordæmir
dómana í Prag
Vatikaninu, 28. október. AP. Reuter.
JÓHANNES Páll II páíi fordæmdi í dag réttarhöldin og dómana yfir
andófsmönnunum i Prag í ræðu á Péturstorgi. „Við getum ekki látið
sem réttarhöldin í Prag skipti okkur engu,“ sagði páfi og tók
jafnframt fram að Tékkóslóvakía stæði nærri hjarta hans. Þá bað páfi
fyrir fólki, sem hefur horfið sporlaust í Argentínu og Chile, jafnframt
því sem hann bað fyrir fórnarlömbum hungursneyðarinnar í
Kambódiu. „Hinn eini sanni vegur til friðar i heiminum er virðing
fyrir mannréttindum,“ sagði páfi á Péturstorgi.
í Lundúnum tilkynntu Amn-
esty-samtökin að andófsmennirn-
ir sem hlutu dóma í Prag í síðustu
viku yrðu settir á lista yfir
samvizkufanga og að samtökin
myndu berjast fyrir skilyrðis-
lausri sakaruppgjöf þeirra. í til-
kynningu Amnesty sagði, að full-
trúi samtakanna í Prag hefði sagt,
að réttarhöldin í Prag hefðu ekki
verið réttlát samkvæmt alþjóða
mælikvarða. „Með því að með-
höndla fangana sem glæpamenn,
sem þó höfðu einungis haft í
frammi friðsamlegar aðgerðir,
hafa þeir sem ákærðu sjálfir
brotið gegn mannréttindaákvæð-
um tékknesku stjórnarskrárinn-
ar,“ sagði meðal annars í tilkynn-
ingu samtakanna.
Slys í sovézkum
k j arnorkukafbát?
Moskvu, 29. október .AP.
SOVÉZKA sjónvarpið sagði
fréttum um sprengingu um
undan strönd Suður-Afríku
um“.
Sjónvarpið vitnaði í
Washington Post og sagði
að kunnugir teldu að frétt-
in um kafbátinn væri til-
raun af hálfu Suður-Afríku
til að „leiða frá sér athygl-
ina“.
Þetta eru einu viðbrögð
Rússa við fréttinni.
um helgina, að vestrænum
borð í „óþekktum“ kafbát
væri tekið með „efasemd-
Suður-Afríski sjóherinn
tilkynnti um helgina, að
hann væri að rannsaka
þann „raunverulega mögu-
leika“ að kjarnorkuslys
hefði átt sér stað í sovézk-
um kjarnorkukafbát af
gerðinni Echo II í grennd
við Höfðaborg.
TT
Veður
víða um heim
Akureyri 0 skýjaó
Amiterdsm 8 rigning
Aþena 18 skýjaó
Bsrcelona 16 skýjaó
Berlín 7 skýjaó
Brussel 8 skýjaó
Chicago 18 léttskýjað
Feneyjar 17 alskýjaó
Frankfurt 10 rigning
Genf 10 skýjaó
Helsinki -2 snjókoma
Jerúsalem 27 iéttskýjaó
Jóhannesarborg 23 skýjað
Kaupmannahöfr i 5 skýjaó
Lissabon 17 léttskýjað
London 14 léttskýjaó
Los Angeles 23 léttskýjaó
Madríd 16 léttskýjaó
Maiaga 21 léttskýjaó
Mallorca 16 léttskýjaó
Miami 26 skýjaó
Moskva -5 skýjað
NewYork 10 léttskýjaó
Ósló 0 skýjað
Parfs 19 léttakýjaó
Reykjavík -1 léttskýjað
Rio De Janeiro 34 skýjaó
Rómaborg 18 léttskýjaö
Stokkhólmur 5 skýjaó
Tel Aviv 28 léttskýjað
Tókýó 21 skýjaö
Vancouver 11 skýjaó
Vinarborg 8 rigning
Charan Singh biðlar
nú til kommúnista
Nýju-Delhi, 28. október. Reuter
CIIARAN Singh, forsætisráðherra Indlands, hvatti i dag til bandalags
stjórnar hans og kommúnista i þingkosningunum á Indlandi í janúar
á næsta ári. í yfirlýsingu forsætisráðherrans sagði að samstarfs-
grundvöllur væri fyrir hendi. Lok Dal (Þjóðarflokkurinn) og hinn
opinberi Kongressflokkur, sem starfar með Lok Dal i rikisstjórninni,
ættu að koma sér saman um áætlun til að berjast gegn fátækt i
landinu, sagði i yfirlýsingu Charan Singh, en hann er formaður Lok
Dal.
Kommúnistar — bæði Moskvu-
sinnar og Pekingsinnar, hvöttu til
samstöðu þessara afla í yfirlýs-
ingu og þykir það benda til þess að
kommúnistar séu reiðubúnir til
samstarfs með Charan Singh.
Báðir kommúnistaflokkarnir
hvöttu til samstöðu lýðræðisafla,
eins og það var kallað, gegn Indiru
Ghandi og Janatabandalaginu.
Kommúnistar hafa nú 42 þing-
menn á þinginu í Nýju Dehli en
alls eru meðlimir neðri-deildar
þingsins 544. Charan Singh leysti
þingið frá störfum í ágúst þegar
ljóst var að stjórn hans yrði felld
á þingi. Hann boðaði til kosninga í
janúar og situr í embætti forsæt-
isráðherra þar til ný stjórn hefur
verið mynduð.
Danmörk:
Jafnaðarmenn misstu þing-
mann í endurtalningu
Kaupmannahöfn, 29. október. AP.
Jafnaðarmannaflokkur Ankers
Jörgensens missti eitt þingsæti
þegar endurtalning atkvæða frá
þingkosningunum í síðustu viku
fór fram. Þar með hefur minni-
hlutastjórn Ankers Jörgensens 68
þingmenn af 179. Sósíalíski þjóð-
arflokkurinn fékk þingmanninn
og hefur nú ellefu. Mistalningin
hafði átt sér stað í Árósum.
Jafnaðarmönnum hafði verið of-
talin 926 atkvæði og sósíalíska
þjóðarflokknum vantalin 126
atkvæði — þetta nægði til að
breyta þingmannatölu flokkanna.
Skipting þingmanna er nú: Jafn-
aðarmenn 68, íhaldsmenn 22,
Vinstriflokkurinn 22, Framfara-
flokkurinn 20, sósíalíski þjóðar-
flokkurinn 11, Róttækir 10,
Vinstri sósíalistar 6, Mið-demó-
kratar 6, Réttarsambandið 5 og
Kristilegi þjóðarflokkurinn 5. Auk
þessara fulltrúa eiga Færeyjar og
Grænland fjóra þingmenn.