Morgunblaðið - 14.02.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.02.1980, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR 37. tbl. 67. árg. FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Áætlun um frelsun gíslanna samþykkt VETRARLEIKARNIR SETTIR — íþróttafólk gengur fylktu liði undir 'lympíufánum inn á leikvang Vetrar- Ólympíuleikanna í Lake Placid við setningu leik- anna í gær. Belgrad, 13. febrúar. AP. HEILSU Josip Broz Titos lorseta hrakaði í dag og læknar hans sögðu að þeir hefðu sett hann í gjörgæzlu til að bjarga lifi hans. í tilkynningu læknanna segir að heilsu forsetans hafi almennt hrakað og starfsemi nýrna og hjarta veikzt. Þetta er svartsýnasta tilkynning læknanna siðan Tito var lagður í sjúkrahúsið í Ljubljana þar sem vinstri fótur hans var fjarlægður 20. janúar og þeir hafa ekki áður talað um gjörgæzlu. Heimildarmenn í Belgrad sögðu að nú óttuðust þeir um líf Titos, sem var sagður á batavegi þar til um síðustu helgi. Þó ríkir ró í Belgrad og ráðamenn láta sem ekkert sé. Veselin Djuranovic for- sætisráðherra fór í dag í þriggja daga heimsókn til Austur-Þýzka- lands. Josip Vrhovec utanríkisráð- herra mun fara á morgun i fjög- 1 urra daga Asíuferð. Jafnframt kom landvarnaráðið saman til að ræða áætlun um varnargetu heraflans. En ekkert bendir til óvenjulegra hernaðar- umsvifa eins og í síðasta mánuði þegar efnt var til vetraræfinga. Sumir diplómatar telja ills viti að þeir hafa engar nánari upplýs- ingar fengið en koma fram í tilkynningum læknanna. Þeir telja að siðasta tilkynningin virðist grafa undan tilraunum til að við- halda ró á yfirborðinu. Lítil von um brottflutning Nýju-Delhí. 13. (ebrúar. AP ANDREI Gromyko, utanrikisráð- herra Rússa, hefur fært indversk- um lciðtogum litla von um skjót- an brottflutning sovézka herliðs- ins frá Afganistan eftir tveggja daga viðræður og aðiia greinir á um deiluna. orömenn ánægðir I ra [rí'ttaritant Mbl. í óslú I Ka'r. „ÞAÐ er að sjálfsögðu gleðilegt að íslendingar hætta nú loðnu- veiðum, en við hefðum heldur kosið að þeir hefðu gert það fyrr,“ sagði Eivind Bolle. sjáv- arútvegsráðherra Norðmanna, í viðtali við Morgunblaðið um þá ákvörðun Steingrims Her- mannssonar ráðherra um að stöðva veiðarnar. Bolle lagði á það áherzlu að íslendingar „hefðu þegar veitt meira en fiskifræðingar teldu réttlætanlegt". í grein í „Nationen", blaði Miðflokksins, er gefið í skyn í dag að Norðmenn hafi ekki í hyggju að eiga frumkvæði að því þegar í stað að viðræður verði teknar upp um norska lögsögu umhverfis Jan Mayen. Blaðið segir að fyrstu viðræðurnar hefjist þegar Norðurlandaráð kemur saman til fundar í Reykjavík í byrjun marz,- Lauré VÍKINGASÝNINGIN — Elísabet Bretadrottning skoðar eftirlíkingu af níundu aldar konungsbústað á Víkingasýning- unni i British Museum. Sýningin er opnuð í dag, fimmtudag. Washington, 13. febrúar. AP. BANDARÍSKA sjónvarpsstöðin ABC sagði í dag að samkvæmt upplýsingum hennar hefði Bandaríkjastjórn samþykkt í að- alatriðum áætlun sem gerði ráð fyrir að bandarísku gíslunum í Teheran yrði sleppt þegar sett hefði verið á laggirnar nefnd á vegum SÞ. Jafnframt var haft eftir Abol- hassan Bani Sadr íransforseta að byltingarleiðtoginn Ayatollah Khomeini hefði „fallizt á“ nýja áætlun í þremur liðum sem miðaði að því að bandarísku gíslunum yrði sleppt. En aðrar fréttir herma að Bani Sadr bíði enn ákvörðunar Khomeinis. ABC segir að gíslunum verði sleppt þegar fulltrúar nefndarinn- ar hafi verið skipaðir og að samkvæmt samkomulaginu verði gíslunum frjálst að bera vitni fyrir nefndinni ef þeir vilji. Nefndin verður skipuð fulltrúum úr löndum þriðja heimsins og gíslarnir verða ekki framseldir Rauða krossinum eða einhverjum öðrum þriðja aðila að sögn ABC. ABC segir að tillagan sé liður í „leyniáætlun" til að tryggja frels- un gíslanna. Um leið og nefndin hafi verið skipuð verði gíslarnir afhentir starfsmönnum SÞ í Te- heran. Talsmaður Hvíita hússins vildi hvorki staðfesta fréttina né bera hana til baka. Bani Sadr vildi ekki segja hvort hann teldi að gíslarnir yrðu fljót- lega látnir lausir en taldi það möguleika. Bandaríkjamenn hafa gefið í skyn að þeir muni ekki samþykkja tillögur frá íran nema þær njóti samþykkis Khomeinis. Þótt Bani Sadr hafi sagt að íranir vilji enn að fyrrverandi Iranskeisari verði framseldur seg- ir hann að það sé ekki nauðsynlegt skilyrði fyrir frelsun gíslanna. Hann segir að Bandaríkin verði að ástunda „sjálfsgagnrýni" vegna stuðnings síns við keisarann, lofa að skipta sér ekki af írönskum málefnum og viðurkenna rétt írana til að elta uppi keisarann og reyna að fá auðæfum hans skilað. Ritari byltingarráðsins hafði áður sagt að ráðið vonaðist til að geta leyst gíslamálið eins fljótt og hægt væri og gefið í skyn að lausn gæti náðst fyrir þingkosningarnar 14. marz. Hann kvað nýjar tillögur um lausn deilunnar hafa verið lagðar fyrir ráðið, en neitað að lýsa þeim eða segja hvaðan þær kæmu. Eftir setningarathöfnina var Ólympíufáninn dreginn að húni til marks um að leikarnir væru hafnir. Skömmu síðar var Ólymíu- eldurinn tendraður. Að venju gengu íþróttamenn frá Grikklandi í fararbroddi í skrúðgöngunni. Setning leikanna fór fram í skugga efasemda um sumarleik- ana í Moskvu, þar sem óvíst er að bandarískir íþróttamenn taki þátt í þeim vegna áskorunar Carters forseta til bandarísku ólýmpíu- nefndarinnar um að hundsa leik- ana. Talsmenn Hvíta hússins neituðu að svara því hvernig fá mætti framgengt að leikarnir yrðu hundsaðir ef bandaríska ólympíu- nefndin neitaði að veita samþykki sitt. Til greina kemur að svipta íþróttamenn vegabréfum og áskorun Carters getur einnig dregið úr nauðsynlegum fjár- framlögum til að kosta leikana. Dómstólar í New York hafa að engu gert tilraun 18 íþróttamanna frá Taiwan til að taka þátt í vetrarleikunum sem fulltrúar Lýðveldisins Kína. í dag báðu þeir um að fjarvera þeirra yrði afsökuð og bjuggust til heimferðar. Sjá bls. 23 og iþróttaopnu. Lake Placid, New York, 13. febrúar. AP. ÞRETTANDU Vetrar- ólympíuleikarnir hófust í Lake Placid í dag með setningarathöfn og hefð- bundinni skrúðgöngu 1.300 íþróttamanna frá 38 löndum. Walter Mondale vara- forseti sat í forsetastúk- unni ásamt Killanin lá- varði, forseta Ólympíu- nefndarinnar, Ilugh Car- ey, ríkisstjóra New York, og öðru stórmenni. Mondale setti leikana og Killan- in lávarður óskaði 3.000 íbúum Lake Placid til hamingju með leikana. Þeir voru síðast haldnir í Lake Placid 1932. Flugeldum var skotið á loft og áhorfendur, sem voru um 23.000 reyndu að halda í sér hita. Tito hætt kominn Vetrarleikarnir í Lake Placid settir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.