Morgunblaðið - 14.02.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.02.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1980 3 Finnur Jónsson heiðursfélagi ítölsku akademíunnar FINNUR Jónsson list- málari hefur verið sæmd- ur gullmedalíu ítölsku akademíunnar og gerður heiðursfélagi. „Ég fékk tilkynningu um það rétt fyrir jólin, að þeir vildu heiðra mig á þennan hátt,“ sagði Finn- ur í samtali við Mbl. í gær. „Ég gat ekki annað en þegið þennan heiður, en því miður gat ég ekki farið til Ítalíu að taka við þessu. Það varð úr að þeir sendu mér bara medalí- una og heiðursskjalið og ég var að fá þetta í hendur fyrir fjórum dögum.“ Finnur sagði, að Evr- ópuráðið hefði haldið mál- verkasýningu í Strassborg 1970, „Evrópa 1925“, og átti Finnur tvær myndir á þeirri sýningu. „Þessi sýn- ing þótti heppnast ákaf- lega vel og síðan hef ég eiginlega verið bombard- eraður með boðum um sýningar hér og þar um heiminn,“ sagði Finnur. Finnur Jónsson „Ég hef þó ákaflega lítið getað sinnt þessu, en svo kemur bara að því að einn góðan veðurdag er maður orðinn heiðursfélagi í ítölsku akademíunni. Svona atvik hlýja manni ákaflega á efri árum.“ Steingrímur Hermannsson: Reglur um þorsk- veiði á þessu ári verða athugaðar STEINGRÍMUR Hermannsson sjávarútvegsráðherra var í gær spurður álits á þeim ummælum, sem fram hafa komið í fjölmiðl- um. að með loðnuveiðibanni nú væri hluta flotans beint á þorsk- veiðar. Svaraði Steingrímur að þetta atriði hefði verið eitt af mörgum, sem athugað hefði verið áður en ákvörðun var tekin um stöðvun loðnuveiðanna. Hann sagðist ennfremur hafa í huga að skoða þær reglur, sem mótaðar hefðu verið um þorsk- veiði á árinu. Einkum þyrfti aukna samræmingu á milli vinnslu og veiða svo aflinn nýttist sem bezt. Sagði hann þá hugmynd m.a. hafa heyrzt að lengja þann tíma, sem fari í landanir úr togurunum, þegar mestu aflahrot- urnar væru. Þá þyrftu aðgerðir stjórnvalda við takmarkanir á veiðum að ákveðast fyrr en verið hefði undanfarin ár. Konu bjargað úr höfninni KONA um fimmtugt féll fram af Ægisgarði í Reykjavík nokkru fyrir klukkan 22 í fyrrakvöld. Vitni voru að því er konan féll í höfnina og var boðum komið snarlega til lögregl- unnar. Erlendur Sveinsson varð- stjóri á miðborgarstöð lögreglunnar og ungur lögregiumaður, Haraldur Þórðarson, komu brátt á staðinn. Henti Haraldur sér í sjóinn og tókst þeim að koma konunni upp á bryggj- una aftur. Konan var orðin mjög köld eftir veruna í ísköldum sjónum og var hún flutt í skyndi á slysadeild Borgarspítalans. Lík stýrimannsins fannst í höfninni í Hull á mánudag LIK Friðriks Ásmundssonar, stýri- manns á Sigurbergi GK, fannst í höfninni í Hull síðastliðinn mánu- dag. Hann hvarf frá borði í lok nóvembermánaðar og fannst lík hans skammt frá þeim stað, þar sem báturinn hafði legið. Friðrik Ásmundsson var fæddur 20. marz 1930 og lætur eftir sig konu og fjögur börn. 941 færri en í janúar 79 NOKKRU færri farþegar komu til landsins með skipum og flug- vélum i síðasta mánuði, en í sama mánuði í fyrra. Komu alls 4.444 farþegar til landsins í janúar, en 5.385 í janúar 1979 eða 941 fleiri. íslendingar voru 2.453 og útlend- ingar 1.991. í janúar í fyrra voru íslendingar 2.885 og útlendingar 2.500. Flestir erlendu farþeganna komu frá Bandaríkjunum eða 948, næstflestir eða 190 frá Bretlandi og 146 komu frá Svíþjóð. Frá Noregi komu 128, 125 frá Dan- mörku og 90 frá Vestur—Þýzka- landi. 39 farþegar komu frá Ástr- alíu, 30 frá Ítalíu, 28 frá Finn- landi, 25 frá Póllandi og 20 frá Kanada. Frá eftirtöldum löndum kom 1 farþegi frá hverju: Chile, Columbía, Costa Rica, Grikklandi, íran, ísrael, Tanzaníu, Túnis, Tyrklandi, Uruguay og Venezuela. Ummælin staðfesta að ríkisstjórnin setur traust sitt á VSÍ — segir Þorsteinn Pálsson framkvæmdastjóri VSÍ „ÞETTA ER ekkert nýtt fyrir okkur. Formaður Framsóknar- flokksins hefur áður gefið sams konar yfirlýsingu og þetta er alveg í samræmi við það, sem við höfum bent á,“ sagði Þorsteinn Pálsson framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands íslands, er Mbl. leitaði álits hans á ummælum Ragnars Arnalds fjár- málaráðherra um að ekki sé svigrúm til grunnkaupshækk- ana. „Mér sýnast þessir menn meta efnahagsaðstæður mjög svipað og við og niðurstaðan hlýtur því að vera áþekk," sagði Þorsteinn. „Það hlýtur að liggja í augum uppi, að miðað við verðlagsforsendur og gengisforsendur, sem ríkisstjórnin setur, þá er ekki fyrir hendi neitt svigrúm til aukningar kaupmátt- ar. Þetta höfum við sagt okkar viðsemjendum. Við töldum okkur strax geta lesið það út úr málefnasamningi ríkisstjórnarinnar, að hún setti allt sitt traust á að vinnuveitend- ur semdu ekki um aukinn kaup- mátt. Ummæli Ragnars Arnalds staðfesta þetta.“ <7 Næst á A dagskrá á 25 ára 1 afmælishátíð i ÚTSÝNAR er glæsileg . ^ ( . I' f Valentíns- hátíð Ilótel Sögu. sunnudauskvold 17. fehriiar ÍS* *' FjörogJt> [0 Ferðavinningar Glæsileg snyrti-, hár- greiðslu- og tízkusýn- ing fer fram meðan á borðhaldi stendur: Snyrtisýning — Bentína Björgúlfsdóttir sýnir dag- og kvöldförðun. Heims- frægar snyrtivörur „JOZ- ET“ frá Kanebo. Hárgreiðslusýning — Rannveig Guðlaugsdóttir hárgreiðslumeistari — Norðurlandameistari í framúrstefnugreiðslu á s.l. ári — sýnir ýmsar tækifærisgreiðslur. Tízkusýning — MODEL 79 sýna fatnað frá Vikt- oríu og Herradeild P.Ó. Myndasýning: Ingólfur Guðbrandsson sýnir nýja kvikmynd „FLORIDA FUN“ Glæsilegt ferðabingó: Útsýnarferðir að verðmæti 1 milljón. Skemmtiatriði Stjórnandi: Ingólfur Guðbrandsson. Kl. 19.00 HúsiÖ opnað — af- hending ókeypis happ- drœttismiöa (Útsýnar- ferÖ o.fl.) og sala bingóspjalda (vinn- ingar 1 milljón) Hressandi lystaukar á börunum. Tekiö á móti konum meö blómagjöf frá ÚTSYN. Kl. 19.30 Kvöldverður hefst stundvíslega. Ljúffengur veizlu- réttur: GIGOT D’AGN- EAUAURORA (sítrónukryddað lambslæri meö fersku grænmeti og tilheyr- andi) Verð aðeins kr. 5.500 Hér færðu Útsýnar- ferð í gjöf á Valentín- usardegi. Feröaskrifstofan ÚTSÝN Borðapantanir hjá yfirþjóni kl. 16—18 í dag. Símar 20221 og 25017. í-. &SS>> " ★ Diskótek: Þorgeir Ástvaldsson kynnir. ^ ★ Spurningaleikur: Glæsileg verðlaun m.a. Útsýn- arferð. ★ Aukaglaðningur: Ókeypis sýnishorn hinna heimsfrægu snyrtivara „JOZET“ frá Kanebo. ★ Ferða-annáll ÚTSÝNAR: Allir gestir fá glæsilegt dagatal Útsýnar með ferðaáætlun. Ferðist ódýrt og vel 1980. — Verðskrá liggur frammi. ★ FEGURÐ 1980 - FORKEPPNI Ungfrú ÚTSÝN 1980. Ljósmyndafyrirsætur á aldr- inum 17—25 ára verða valdar úr hópi gesta. 10—20 stúlkur fá ferðaverðlaun: ókeypis Útsýn- arferð. Valin verða: dama og herra kvöldsins — ferðaverðlaun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.