Morgunblaðið - 14.02.1980, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.02.1980, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1980 7 I- Kröflugos krata Alþýöublaöíö birti s.l. þríöjudag forystugrein undir fyrirsögninni: Dek- urbarn á sparibrók. Þar segir í upphafi: „Gunnar Thoroddsen er pólítískt dekurbarn Sjálfstæöísflokksins. Honum hefur verið lyft tröppu af tröppu í há- timbruöum metoröastiga lögfræðingaveldis flokks- ins. Þær mannvirðingar eru vandfundnar, sem flokkurinn hefur ekki lagt í kjöltu þessa eftirlætis- barns síns, eins og dýr leikföng handa dekur- barni. En það er reynsla flestra foreldra, að dekur- börnum verður seint gert til hæfis. Og þegar dr. Gunnar taldi fullreynt á efri árum, að honum var ekki treyst til flokksfor- mennsku og stjórnarfor- ystu, firrtist hann mjög og beið færis að ná fram hefndum á fyrri samherj- um. Það á svo eftir að koma betur á daginn síðar hvers vegna dr. Gunnar naut ekki þess trausts, sem hann telur sig verðskulda. Ágreiningur dr. Gunn- ars við fyrri félaga snýst ekki um málefni. Gunnar Thoroddsen hefur aldrei barizt fyrir neinum mál- efnum í Sjálfstæðis- flokknum. Hann hefur aldrei gert heyrum kunn- ugt um neinn ágreining við flokksforystuna. Hann sat fjögur ár á ráðherra- stóli í ríkisstjórn Geir Hallgrímssonar 1974— 1978, án þess vitaö væri, að hann beitti sér nokkru sinni fyrir annarri stefnu, en sú ríkisstjórn fram- fylgdi. Sauðtján milljarða sól- und í gufuaflslausa virkj- un við Kröflu er eina afrekið sem dr. Gunnar vann sem iðnaðarráð- herra í ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar. Hann hefur nú náö höndum saman með öðrum Kröflu-nefndarmönnum í hinni nýju ríkisstjórn. Þess eru engin dæmi aö dr. Gunnar hafi á Alþingi, né innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins, beitt sér fyrir stefnu- mörkun, er væri í and- stöðu við meirihluta Sjálfstæðisflokksins. Uppreisn hans nú, og herleiðing í herbúöir Framsóknar og Alþýöu- bandalags, verður ekki skýrð með vísan til neins málefnaágreinings við fyrri félaga. Hún er ein- göngu sprottin af særð- um persónulegum metn- aði. í samræmi við það hefur allur aödragandi þessarar stjórnarmynd- unar einkennst af undir- ferli og óheilindum. Menn sem eru sjálfum sér sam- kvæmir í einharðri bar- áttu fyrir stefnu og mál- efnum, þurfa ekki á slíkum vopnum aö halda.“ Enginn snertipunktur Forystugrein Alþýðu- blaðsins lýkur með þess- um orðum: „Sjálfstæðisflokkurinn lofaði afnámi hinna 19 nýju skatta, sem ríkis- stjórn Ólafs Jóhannes- sonar kom á á 13 mánaða stjórnartíma. Málefna- samningur ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsen hefur ekki snertipunkt við málflutning Sjálf- stæðismanna fyrir kosn- ingar í því fremur en öðru. Alþýðubandalagiö lagðí hins vegar til i sínum tillögum, aö nýr veltuskattur yröi lagöur á fyrirtæki. Hér er auövitað um ósættanleg sjónarmiö að ræða, sem breytt var yfir í málefnasamningn- um. Nú reynir á, hvort Gunnar Thoroddsen er enn „Sjálfstæöismaöur“, eða hvort hann hefur al- gerlega gengið andstæð- ingum sínum á hönd, til endurgjalds fyrir lang- þráða upphefð. Einkunn- argjöfin fyrir þessa prófframmistöður þeirra Arnalds og Thoroddsens verður birt síðar.“ Alþýöublaöiö skemmtir sér Eins og sést af fram- angreindu skemmti Al- þýðublaðið sér mjög yfir stjórnarmyndun Gunnars Thoroddsens sl. þriðju- dag. Og blaðið sá einnig nýja hlið á ástandinu inn- an Sjálfstæöisflokksins, þegar það sagði í dálkn- um Bolabás: „— Hvað er sameigin- legt með Kommúnista- flokknum í Kína og Sjálf- stæðisflokknum á ís- landi? — Fjórmenningaklík- an. En hvað er ólíkt? Fjórmenningaklíkan í Kína var rekin úr Komm- únistaflokknum — á íslandi gekk hún í hann.“ FERMINGARFÖTIN I AR ERU &AÐ ULLARTWEEDFÖT M/VESTI OC COMBI SETT (FRA KR.65000 M/VESTI) SEM STRÁKARNIR VILJA JAKKARNIR ERU AUÐVITAÐ MEÐ MJÓUM BOEHJNG ENDA HÁTÍSKAN ÍDAG. EINNIC Á SAMA STAÐ SKYRTUR(KR 5950)/ SKOR(KR.21500)OG MJÓ BINDl(KR.3500). co s I Sumardvöl í Reykjadal Styrktarfélag lamaöra og fatlaðra mun starfrækja sumardvalarheimili fyrir fötluö börn í Reykjadal á komandi sumri á sama hátt og veriö hefur ef þátttaka er nægileg. Þeir forráöamenn fatlaðra barna, sem óska eftir vist fyrir þau sæki um fyrir þau fyrir 15. marz 1980. Jónína Guömundsdóttir forstööukona Háaleitisþraut 13 veitir allar nánari uþþlýsingar. Stjórn Styrktarfélags lamadra og fatladra. CPM-áætlanir AKUREYRI Stjórnunarfélag Norður- lands gengst fyrir nám- skeiði í CPM-áætlanagerð á Akureyri, dagana 15. febrúar kl. 13—18, 16. febrúar kl. 10—12 og 13—18 og 17. febrúar kl. 10—12 og 13—16. Námskeiðiö veröur haidiö í sal Landsbanka íslands, Akureyri. CPM, eöa Critical Path Method, er kerfisbundin aðferð viö áætlanagerö og skipulagningu verkefna. CPM-áætlunin er ætlað aö tryggja fljótvirkustu og ó- dýrustu leið að settu marki og spara meö því tíma, mannafla og fjármuni. Áhersla er lögö á verk- legar æfingar. Námskeiöiö er ætlað stjórn- endum fyrirtækja, yfirverkstjórum og öllum þeim er standa fyrir framkvæmdum, jafn einstakling- um sem opinberum aöilum. Leiöbeinendur verða Tryggvi Sigjurbjarnarson, verkfræðingur, og Eiríkur Briem hagfræðingur. Skrán- ing þátttakenda fer fram hjá Jóni Kr. Sólnes, formanni Stjórnunarfélags Norður- lands, í síma 96—21820. Tryggvi Sigurbjarnarson, verkfræðingur Eirikur Briem, hagfræðingur. NÝ OG ÓDÝRARI HITASTÝRITÆKI ( hinum nýju Grohe hitastýritækjum sameinast tæknileg fullkomnun, gæði, öryggi og nýtískulegt útlit. Einnig hafa þau öryggisstillingu, þannig að þu átt ekki á hættu að fá á þig óvænta hitastigsbreytingu á vatninu, brennheita eða iskalda. Þú getur áhyggjulaus notið baðsins þvi þú lærir að treysta Grohe. Sá sem kemst í kynni við þægindi og öryggi hitastýri- tækjanna, getur aldrei án þeirra verið. Þessi Grohe hitastýri- tæki eru líka ódýrari en mörg önnur sams konar tæki. GROHE er brautryðjandi og leiðandi fyrirtæki á sviði blönd- unartækja. ( RK BYGGINGAVÖRUR HE SUÐURLANDSBRAUT 4. SlMI 33331. (H. BEN. HÚSIÐ)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.