Morgunblaðið - 14.02.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.02.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1980 17 Draugagang- ur í kerfínu ALÞÝÐULEIKHÚSIÐ: HEIMILISDRAUGAR eftir Böðvar Guðmundsson. Leikstjóri: Þórhildur Þorleifs- dóttir. Leikmynd og búningar: Val- gerður Bergsdóttir. Andlitsgrímur: Gísli Rúnar Jónsson. Tónlist og áhrifahljóð: Áskell Másson. Lýsing: Dawid Walters. í HEIMILISDRAUGNUM er lýst basli hjóna sem gengur illa að eignast þak yfir höfuðið. Þetta er tímabært efni og góðra gjalda vert að taka það til meðferðar. Þeir sem staðið hafa í að byggja þekkja margt sem fyrir kemur í leikritinu, en óneitanlega er hér allt einfaldað og beygt undir boðskap höfund- ar. Hjónin Svala og Hrafn eru algjörir kjánar og Svala þó sýnu meiri. Það er heldur ótrúlegt að þau viti ekki meira um banka- og viðskiptamál en raun ber vitni sé þess gætt að þau hafa nökkra reynslu af byggingamálum þeg- ar leikurinn hefst. Fleiri kjánar koma við sögu, einn þeirra er Bessý sem höfundur kallar „lukkuriddara auðvaldsþjóðfé- lagsins", en hún stjórnast í blindni af manni sínum sem notfærir sér sambönd og kann þá list að græða í happdrætti. Svona einfalt er fólk varla. Svo eru „persónur" sem aðeins eru tákn eins og Skrifstofustúlka hjá „Þeim“, Verkstjóri hjá „Þeim“, Maður frá Exhorses, Kona að kvarta, Fasteignasali, bankastjórar, Fulltrúi „Þeirra", Læknir, Sálfræðingur, Prestur og Hafdís miðill. Þetta eru aðeins endurómar þeirrar heimsmyndar sem höfundur hef- ur tileinkað sér og virðist'í meira lagi barnalag eigi að taka mark á henni. En líkiega á fyrst og fremst að líta á þetta lið sem skrípamyndir eins og þær verða í túlkun Gísla Rúnars Jónssonar og annarra. Andlitsgrímur Gísla Rúnars eru reyndar hinar skemmtilegustu og túlkun hans öll hin kostulegasta. Björn Karlsson (Hrafn). Eigi að meta Heimilisdrauga þannig að þeir sýni okkur venju- legt fólk skal tekið fram að þau Sólveig Hauksdóttir (Svala) og Björn Karlsson (Hrafn) eru í nokkrum vanda stödd að gæða þessar persónur lífi. Samt er margt gott um leik þeirra að segja. Sólveigu auðnaðist á köfl- um að sýna okkur ráðvillta og áhrifagjarna konu sem virðist dæmd til að láta allt mistakast sem hún tekur sér fyrir hendur. Björn dró upp mynd erfið- ismanns sem sér ekki árangur erfiðis síns og grípur til flösk- unnar þegar hann er að bugast. Jón Fróði vinnufélagi Hrafns er best gerða persóna leikritsins, enda borgið í höndum Bjarna Ingvarssonar. í lýsingu sinni á honum virðist Böðvar Guð- mundsson í essinu sínu. Jón er fulltrúi þjóðlegrar hefðar, draugatrúar sem leitar skýringa á óförum í gamalli trú á örlögin. Hvernig höfundurinn tengir þessa trú draugagangi sam- tímans er lofsvert og síður en svo út í hött. Hei'milisdraugarnir eru auðvitað sú samfélagsbygg- ing sem gerir saklaus hjón að leiksoppum þeirra sem kunna að notfæra sér hrekkleysi. Mistök hjónanna eru að vísu fyrst og fremst sjálfskaparvíti. Systkinin Erna og Haukur fæðast á óheppilegum tíma og auka fjárhagsvanda foreldr- anna. Þau eru látin ávarpa áhorfendur í bundnu máli, skýra verk sem þarf ekki skýringa við. Þeim er eiginlega ofaukið í sýningunni og má þá bæta við að einn aðalgalli hennar er hve langdregin hún er. Markvissari úrvinnslu efnisins hefði þurft að gera og mætti hugsa sér að leikstjórinn ætti að hafa vit fyrir höfundinum. Svo er ekki. Sólveig Haukdsóttir (Svala). Lelkllst eftir JÓHANN HJÁLMARSSON Alþýðuleikhúsið vill „vera virkur þátttakandi í mótun sam- félagsins og umræðu um helstu baráttumál hvers tíma, með því m.a. að taka fyrir efni sem stuðlar að frjálsri þjóðfélags- gagnrýni í því augnamiði að hvetja til skilnings á nauðsyn róttækra þjóðfélagsbreytinga". Þetta virðist ganga heldur illa enn sem komið er, ekki síst vegna þess að torvelt reynist að finna jafnvægi milli raunsæi- legra viðhorfa og hneigð til einföldunar sem einkum birtist í ýkjum, skopgervingu manna. Leikmynd og búningar Val- gerðar Bergsdóttur undirstrika mótsagnir leiksins. Vandséð er hvort tilgangur höfundar er að sýna raunverulegt þjóðfélags- mein eða eingöngu höfða til áhorfenda sem gera litlar kröfur til leikhúss, meta það mest að sýndur sé litur. Kröfur „fram- sækins" leikhúss hljóta að vera strangari en Heimilisdraugar gefa til kynna. ALLT AMERISKT NEMA EYÐSLAN Hún er um, og undir 121. á 100 km. 6 cyl. 258 cid vél. Sjálf- sklpting. vökvastýri, afl- hemlar, hiti í afturrúðu, hallanleg stólabök, pluss- áklæði, viðarklætt mæla- borð, o.s.frv. Amerískur luxusbíll með öllu. Bjóóum einnig SPIRIT m/4 cyl.vél. Bensínnotkun 9-10 1. /100 km. r i American Motors Einkaumboóáíslandi Fólksbíll með tillu, líka fjórhjóladrif i Eagle er fyrsti ameríski fólksbíllinn, sem bú- inn er fjórhjóladrifi (Full-time-four-wheel- drive). Það eykur stöðugleika bílsins í hálku, bleytu og á lausu yfirborði vegar og gefur honum jeppaeiginleika i akstri utan vega. í Eagle er auk þess allur sami búnaður sem í Concord. / Allt á sama Staö Laugavegi 118 - Simi 222401 EGILL, / VILHJALMSSON HF.i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.