Morgunblaðið - 14.02.1980, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1980
Prófessorsembættið í sagnfræði:
Er að kanna málið
scgir Ingvar Gislason
„ÞÁÐ eina sem ég get sagt um
þetta mál á þessu stigi er að ég er
að kanna málið, en ákvörðunar
er að vænta síðar“, sagði Ingvar
Gíslason menntamálaráðherra í
samtali við Morgunblaðið er
hann var spurður hvað liði veit-
ingu prófessorsembættis í al-
ntennri sagnfræði við Haskóla
Íí iands, heimspekideild.
Dómnefnd hefur þegar skilað
aíiti sínu um umsækjendur eins og
skýrt hefur verið frá hér í blaðinu,
og taldi meirihluti dómnefndar
þrjá af fimm umsækjendum hæfa.
Þeir eru doktorarnir Ingi Sigurðs-
son, Sveinbjörn Rafnsson og Þór
Whitehead. Heimspekideild hefur
Lögreglan lýsir
eftir manni
LÖGREGLAN i Reykjavík hefur
lýst eftir Guðlaugi Kristmanns-
syni, Granaskjóli 4, Reykjavík.
Guðlaugur fór að heiman áleiðis
til vinnu kl. 07.20, þriðjudaginn 12.
febrúar s.l. og hefur ekkert til
hans spurst síðan.
Guðlaugur er 56 ára að aldri um
180 cm að hæð, þrekvaxinn, skol-
hærður og þunnhærður. Hann er
með yfiryararskegg. Hann var
klæddur brúnni beltisúlpu með
skinnkraga, gráköflóttum jakka,
grárri skyrtu, brúnum buxum og í
brúnum reimuðum skóm, með
derhúfu á höfði.
Þeir sem geta gefið upplýsingar
um ferðir Guðlaugs eftir kl. 07.20,
þriðjudaginn 12. þessa mánaðar,
vinsamlegast láti lögregluna vita.
greitt atkvæði um þessa þrjá, og
féllu þau þannig að Ingi hlaut 7
atkvæði, Sveinbjörn 17 og Þór 3.
Menntamálaráðherra hefur hins
vegar heimild til að skipa hvern
þeirra sem er, þar eð allir hafa
þeir hæfnisvottorð meirihluta
dómnefndar
Sjá blaðsíðiur 14 og 15 í Morg-
unblaðinu í dag.
Fyrsti afli
nýja Hilmis
LÍTIL loðnuveiði var síðastliðna
nótt og erfitt veður á miðunum,
auk þess sem loðnan hafði dreift
sér. Tíu skip tilkynntu þó um
afla aðfararnótt fimmtudags,
samtals 1810 lestir, en eftir
hádegi í gær máttu öll skipin fá
fullfermi einu sinni.
Meðal þeirra skipa, sem fengu
afla í fyrrinótt, var Hilmir SU, hið
nýja og glæsilega skip, sem nú
hefur bætzt í flota Fáskrúðsfirð-
inga, en þetta var fyrsta veiðiferð
skipsins. Þá landaði Pétur Jónsson
í gær 40 lestum í beitu á Húsavík.
Eftirtalin skip hafa tilkynnt um
afla síðan á mánudagskvöld, en
þann dag varð aflinn 24.650 lestir
úr 35 skipum, en það er mesti
dagsafli, sem fengist hefur frá
upphafi loðnuveiða hér við land.
MánudaKur: Gísli Árni 600. Sigurfari 870.
samtals 35 skip meö 24.650 tonn.
Þriðjudagur: Ljósfari 560. Víkingur 900,
Arnarnes 550, EldborK 1150, Sæbjörg 300.
Fimm skip með 3460 lestir.
MiðvikudaKur: Súlan 350, Grindvíkingur
280, Örn 270. Hrafn 200, Hilmir 150, Pétur
Jónsson 40, Bjarni ólafsson 150, Keflvíking-
ur 70. Stapavík 100, Skírnir 200. Tíu skip
með 1810 tonn.
Hækkun á að-
göngumiðum vín-
veitingahúsa
RÍKISSTJÓRNIN hefur staðfest
samþykkt verðlagsráðs um hækk-
un á aðgöngumiðum vínveitinga-
húsa. Hækkaði miðinn úr 700 í 800
krónur eða um 14,3%.
Við höfnina.
Ljósm. Mbl. Emilía.
EFTA-EBE-viðræður:
Sýkna í skipa-
kaupamáli
NÝLEGA var kveðinn upp í
sakadómi Reykjavíkur dómur í
máli fjögurra manna, sem ákærð-
ir voru fyrir misferli í sambandi
við kaupin á loðnuskipinu Guð-
mundi RE til landsins á sínum
tíma.
Voru mennirnir fjórir sýknaðir
af ákærum í málinu og segir í
dómsorði að sök þeirra í málinu
verði að teljast fyrnd. Dóminn
kvað upp Gunnlaugur Briem saka-
dómari.
Póstránið
óupplýst
PÓSTRÁNIÐ í Sandgerði er
enn óupplýst. Mjög mikil
vinna hefur verið lögð í málið
af hálfu lögreglunnar en því
miður hefur hún ekki borið
árangur og gengur póstræn-
inginn enn laus.
Tæknilegar viðskiptahindranir
og EMS voru aðalumræðuefnið
að sögn Vals Valssonar framkvæmdastjóra FÍI
FULLTRÚAR Efnahags- og fé-
lagsmálanefndar EBE og ráð-
gjafanefndar EFTA áttu með sér
fund í Brussel í fyrradag undir
forsæti Davíðs Schevings Thor-
steinssonar formanns Félags
íslenzkra iðnrekenda og K.
Strobe frá Vestur-Þýzkalandi.
Að sögn Vals Valssonar fram-
kvæmdastjóra Félags íslenzkra
iðnrekenda, sem ásamt Davíð, Páli
Sigurjónssyni, formanni Vinnu-
veitendasambands íslands, og
Ragnari Halldórssyni, varafor-
manni Verzlunarráðs íslands, var
fulltrúi íslands, var aðalumræðu-
efni fundarins annars vegar
tæknilegar viðskiptahindranir, en
mikilvægi þeirra hefur komið sí-
fellt betur í ljós eftir að tolla-
hindrunum hefur verið rutt úr
vegi, og hins vegar hið nýja
peningamálakerfi Evrópu, EMS.
Á fundinum kom fram mikil-
vægi viðskipta landa þessara
tveggja bandalaga, en um helm-
ingur alls útflutnings EFTA-
ríkjanna fer til landa innan EBE
og um fjórðungur útflutnings
EBE-ríkjanna fer til landa innan
EFTA. Það er því augljóslega
mikilvægt að öllum tollahindrun-
um verði rutt úr vegi svo fljótt
sem auðið er.
Þá var á ’fundinum rætt um
mikilvægi upplýsingastreymis
milli bandalaganna tveggja, sér-
staklega á sviði umhverfisvernd-
unarmála og neytendaverndun-
armála. Rætt var um samræm-
ingu á ýmiss konar stöðlun og
reglum fyrir út- og innflutning.
Mjög líflegar umræður urðu á
fundinum um efnahagsástandið í
ríkjum bandalaganna, sérstaklega
hvað varðaði verðbólgu, atvinnu-
leysi og síhækkandi orkuverð í
ríkjunum. Fulltrúarnir voru sam-
mála um að fjármálakerfi Evrópu,
EMS, væri spor í rétta átt og hefði
sýnt og sannað ágæti sitt, til
aukins jafnvægis á þessu svæði.
Þá var það niðurstaða fundarins
þrátt fyrir að menn hefðu misjafn-
ar skoðanir á efnahagsástandinu,
að útlitið væri dekkra en oft áður
og því væri nauðsyn á enn frekari
alþjóðasamvinnu á sviði efna-
hagsmála.
Höfum sett fram
okkar kröfugerð með
grunnkaupshækkun
— segir Kristján Thorlacius, formaður BSRB
„ÞETTA er hans sjónarmið. Við
eigum nú eftir að hefja viðræður
um þetta og við höfum sett fram
okkar k/öfugerð með grunn-
kaupshækkunum,“ sagði Krist-
ján Thorlacius, formaður Banda-
lags starfsmanna ríkis og bæja,
er Mbl. leitaði álits hans á þeim
ummælum Ragnars Arnalds fjár-
málaráðherra, að ekkert svigrúm
sé til grunnkaupshækkana.
„Ég reikna með að einhverjar
viðræður hefjist í næstu viku, en
annars er málið hjá sáttasemj-
ara,“ sagði Kristján.
Kristján kvaðst ekki vilja tjá
sig frekar um málið. Hann var
staddur á Egilsstaðaflugvelli, er
I Mbl. ræddi við hann. „Við ætlum
að halda áfram viðræðum við
1 skólanefnd og skólastjóra á Eiðum
um land fyrir orlofsheimili," sagði
Kíistján, er Mbl. spurði hann,
\ hvort hann væri eystra í embætt-
l iserindum.
IRagnarÁrnalds fjármálaráðherra:
Ékkert svigrúm er til
grunnkaupshækkana
I ... .— « . , ■ t 1 ' Unfiii. I knfn imnill OíT áKrlf 4 (70 n (/ 1(19/5
„MIÐAÐ við þær ströngu I unblaðið í gær. BSRB hef-
[ verðlagsforsendur. sem | ur lagt fram kröfur um
menn hafa sett sér á þessu_
bls. 2 í Mbl. í dag hefur I hafa veruleg áhrif á gang kjara-
ríkisstjórnin hvorki haft sam- | málanna og kvað hann vinnu-
Lízt auðvitað ekkert alltof
vel á svona yfirlýsingar
— segir Snorri Jónsson
„MÉR lízt auðvitað ekkert alltof
vel á svona yfirlýsingar. En
okkar krafa stendur, þar til um
semst. Við gerum okkur grein
fyrir því að við þurfum að semja
við vinnuveitendur,“ sagði Snorri
Jónsson starfandi forseti ASÍ, er
Mbf. leitaði í gær álits hans á
þeim ummælum Ragnars Arn-
alds fjármálaráðherra, að miðað
við þær ströngu verðlagsforsend-
ur sem i máfefnasamningi rikis-
stjórnarinnar eru, sé ekkert
svigrúm til almennra grunn-
kaupshækkana.
„Mér finnst ekki komið að
þríhliða viðræðum, fyrr en sést,
hvað kemur út úr viðræðum okkar
og vinnuveitenda," sagði Snorri
Jónsson, er Mbl. leitaði álits hans
á þríhliða viðræðum, sem ríkis-
starfandi forseti ASI
stjórnin býður upp á í málefna-
samningnum. „Það opinbera hefur
oft komið inn í samningaviðræður
á síðasta sprettinum til að liðka
fyrir og um það er ekkert nema
gott að segja.“
Morgunblaðið spurði Snorra,
hvort hann teldi fært að mæta
kröfu ASÍ um 5% grunnkaups-
hækkun að öllu leyti með félags-
málapakka. „Við gerum nú einnig
kröfur um slíkt mál,“ svaraði
Snorri. „Hins vegar getum við
sjálfsagt metið ýmsar ráðstafanir,
einhver fríðindi, ef hægt er að
auka kaupmáttinn þannig. Krón-
an hefur í sjálfu sér aldrei verið
heilög kýr í okkar augum. Við
viljum skoða allt nýtilegt, sem
skilar okkur árangri í baráttunni
fyrir auknum kaupmætti."