Morgunblaðið - 14.02.1980, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.02.1980, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1980 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 4.500,00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 230 kr. eintakiö. Framkvæmdin skiptir öllu Istjórnarsáttmála ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsens, sem með réttu er kennd við „Rúbluna“, segir meðal annars, að „fiskveiðistefnan verði ákveðin þannig að hagsmunaaðilum sé ljóst með góðum fyrirvara, hvaða reglur eigi að gilda um nýtingu fiskimiðanna, og framkvæmd stefnunnar verði endurskoðuð með það í huga að tryggja sem víðtækust samráð". Menn hafa nú kynnst því, hvernig framkvæmdin er á þessu hátíðlega ákvæði. Strax á öðrum starfsdegi Alþingis eftir að stjórnin er mynduð er allt komið í óefni á stjórnarheimilinu vegna fljótræðis sjávarútvegsráðherra, Steingríms Hermannssonar, við ákvörðun um bann við loðnuveiðum. Einn stjórnarþingmanna segir, að „pappírs- tígrisdýr og súkkulaðidrengir ráði ferðinni“. Og í ræðu Matthíasar Bjarnasonar, sem vakti fyrstur máls á starfsaðferð sjávarútvegsráðherra á Alþingi kemur fram, að ekki hefur verið fylgt þeirri viðurkenndu starfsreglu að hafa samband við þingflokka þ.á m. stjórnarandstöðu, sjávarútvegsnefndir og hagsmunaaðila í sjávarútvegi áður en jafn mikilvæg ákvörðun og þessi er tekin. Það hefur verið eitt helsta einkenni vinstri stjórna hér á landi að standa þannig að úrlausn mála, að lítið sem ekkert samræmi er milli orða og athafna og hver höndin upp á móti annarri, þegar ákvarðanir eru teknar. Nýja stjórnin ber öll þessi merki. „Það er tímanna tákn að taka gervimennsku fram yfir undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinn- ar,“ sagði Garðar Sigurðsson þingmaður Alþýðubandalags- ins og mælir af langri reynslu. Og hann mælti einnig á þessa leið: „Ég hélt að samið hefði verið um, að þessi stjórn tæki ekki meiriháttar ákvarðanir.án samráðs, sem ekki var leitað nú. Hér er ósiðlega að staðið." Matthías Bjarnason markaði þá stefnu þegar hann var sjávarútvegsráðherra og fyrst reyndi verulega á stjórnvöld við takmörkun fiskveiða, að til hennar skyldi ekki gripið nema að höfðu nauðsynlegu samráði. Hann hefur mesta reynslu stjórnmálamanna að þessu leyti og það vakti athygli að ríkisfjölmiðlar skyldu ekki leggja áherslu á frumkvæði Matthíasar Bjarnasonar fyrrv. sjávarútvegs- ráðherra í umræðunum á Alþingi og sáu ekki tilefni til að, leita álits hans á málinu. Stingur sú þögn mjög í stúf við ítarlegan fréttaflutning af baktjaldamakkinu á Alþingi, á meðan á viðræðum um myndun ríkisstjórnarinnar stóð. í umræðunum á Alþingi sagðist Stefán Jónsson þingmaður Alþýðubandalagsins vona, að ákvarðanir af þessu tagi yrðu ríkisstjórninni ekki að falli. Þetta eru sterk orð stuðningsmanns ríkisstjórnarinnar, þegar fyrsta ákvörðun hennar kemur til kasta Alþingis. Og hver voru viðbrögð forsætisráðherrans, sem ítrekað hefur lagt áherslu á, að framkvæmdin skipti öllu og menn skuli dæma störf stjórnar hans eftir henni. Gunnar Thoroddsen lét sér nægja að minna á, að sjávarútvegsráðherra hefði lagarétt til að taka ákvörðun sína. Ríkisstjórninni hefði verið skýrt frá henni. Og hún styddist við veigamikil rök Hafrann- sóknastofnunar. Greinilegt er af þessu öllu, að nýja ríkisstjórnin hefur nú þegar brotið eigin málefnasamning. Hún hefur óvirt Alþingi og brotið þær starfsreglur, sem mótast hafa um samráð við hagsmunaaðila í sjávarútvegi við framkvæmd fiskveiðistefnunnar. Þetta er ekki gott veganesti og síst til þess fallið að skapa þann trúnað, sem er forsenda þess að vel takist til við úrlausn viðkvæmra mála, sem snerta afkomu fjölda manna um land allt. Viðurkennt skal, að um það eru skiptar skoðanir meðal manna, hve mikil samráð skuli höfð við margvíslega hagsmunaaðila í þjóðfélaginu. Hafi ríkisstjórnin ætlað að draga úr þeim, hefði verið heiðarlegra að segja það beinlínis í nýgerðum stjórnarsáttmála sínum. En hann geymir fögur fyrirheit einmitt um þetta efni eins og hér er getið í upphafi. Meðferð þessa máls sýnir hins vegar, að framkvæmdin skiptir öllu. Steingrímur Hermannsson sjávarútvegsráðherra um stöðvun loðni Ákvörðunin í samræmi sem kynnt hefur verið NÝSKIPAÐUR sjávarútvegsráð- herra, Steingrímur Hermanns- son, hélt í gærmorgun fund með fréttamönnum, þar sem hann skýrði aðdragandann að þeirri ákvörðun að stöðva nú loðnuveið- arnar. Sömuleiðis var á fundin- um rætt um líkur á frekari veiði á vertiðinni og söluhorfur á frystri loðnu og hrognum og fleira tengt Ioðnuveiði og -vinnslu. Sagði ráðherrann, að margs væri að gæta við slika ákvörðun- artöku. Hann sagðist þó einkum hafa haft fjögur atriði í huga, æskilegt veiðimagn, skiptingu veiðitímabilsins með tilliti til frystingar og hrognatöku, hags- muni sjómanna og hagsmuni byggðarlaga. Hann sagði, að sér hefði þótt ljóst strax og hann kom i ráðuneytið i lok síðustu viku, að ákvörðun um stöðvun loðnuveiðanna væri komin á ell- eftu stund og bætti við, að ákvörðun um stöðvunina hefði þurft að taka í siðustu viku til að allir aðilar hefðu haft lengri aðlögunartíma. Rakti ráðherrann síðan þá stefnumörkun í loðnuveiðum, sem fyrrverandi sjávarútvegsráðherra hefði kynnt í vetur. I fréttatil- kynningu frá ráðuneytinu hinn 18. desember segir að loðnuveiðar megi hefjast 8. janúar. Leyfðar verði veiðar á 100 þúsund tonnum til bræðslu, 150 þúsund lestir verði veiddar til hrognatöku, nema sölu- möguleikar reynist minni en ætlað er, og loks verður heimilað að veiða 25—30 þús. lestir af loðnu til frystingar, segir í tilkynningunni. í tilkynningu frá 29. janúar segir, að vegna söluhorfa á frystri loðnu og á loðnuhrognum virðist ekki skynsamlegt að gera ráð fyrir meira en 100 þúsund tonna veiði í þessu skyni, en hins vegar var í lok janúar gert ráð fyrir um 180 þúsund tonna veiði til bræðslu. Á Alþingi í síðustu viku breyttist Dreifing aflans LÖNDUN loðnuafla hefur dreifst á mjög ólíkan hátt í vetur en var á vetrarvertíðinni 1979. Hér fer á eftir tafla yfir löndunarstaði í fyrra og í ár, en fyrir yfirstand- andi vertíð er miðað við tölur Jón B. Jónasson deildarstjóri, Steingrímur Hermannsson sjí Arnalds ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu. Fiskifélagsins frá síðasta laugar- dagskvöldi en síðan þá hefur verið landað um 35 þúsund tonn- um af loðnu. Er um meira en helmingi minna magn að ræða en í fyrra. 1979 1980 Siglufjörður 28.651 48.340 Krossanes 4.388 10.930 Raufarhöfn 17.729 19.489 Þórshöfn — 1.967 Vopnafjörður 14.063 26.302 Seyðisfjörður 70.457 30.960 Neskaupstaður 41.866 17.002 Eskifjörður 57.803 3.435 Reyðarfjörður 23.259 — Fáskrúðsfjörður 13.413 — Stöðvarfjörður 7.600 — Breiðdalsvík 5.193 — Djúpivogur 5.816 — Hornafjörður 12.122 — Vestmannaeyjar 77.306 3.393 Þorlákshöfn 15.320 3.089 Grindavík 12.962 4.438 Sandgerði 9.990 2.930 Keflavík 16.340 — Hafnarfjörður 11.311 8.879 Reykjavík 21.322 14.696 Akranes 19.806 16.762 Patreksfjörður 1.580 2.186 Bolungarvík 7.990 11.566 Unnið við loðnubræðslu í Reykjavík. Útskipun á loðnumjöli m.a. í Vestmannaeyjum, en þaðan voi fyrra fyrir um 4 milljarða króna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.