Morgunblaðið - 14.02.1980, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1980
27
Norðurlandaþjóðim-
ar þjálfa f jölmiðla-
fólk Afríkulanda
HÉR á landi var staddur s.l.
mánudag aðstoðarframkvæmda-
stjóri UNESCO, menningarmála-
stofnunar Sameinuðu þjóðanna,
Makagiansar.
Hann kom hingað á leið sinni
um Norðurlöndin og ræddi m.a.
við Hörð Helgason skrifstof-
ustjóra í utanríkisráðuneytinu og
Ingvar Gíslason menntamálaráð-
herra. Einnig ræddi aðstoðar-
framkvæmdastjórinn við íslensku
UNESCO-nefndina sem skipa um
30 manns undir forsæti Árna
Gunnarssonar deildarstjóra í
menntamálaráðuneytinu. Á fund-
inum flutti Makagiansar inn-
gangserindi um starfsemi UN-
ESCO og vék undir lok hennar að
ýmsum hugmyndum varðandi
þátttöku íslands í starfi stofnun-
arinnar og á hvern hátt hún getur
aðstoðað Island. Af hálfu nefnd-
armanna töluðu m.a. Thor Vil-
hjálmsson og Jónas Kristjánsson.
Á blaðamannafundi sem Maka-
giansar hélt kom það fram að
UNESCO hefur stuðlað að því að
íslenskar bækur hafa verið þýddar
yfir á tungumál ríkja Sameinuðu
þjóðanna og er þar skemmst að
minnast útkomu íslandsklukk-
Miraiispeningur um
Þórarin Sveinsson
KOMINN er á markað minnis-
peningur um Þórarinn Sveinsson
fyrrum iþróttakennara og
iþróttaleiðtoga á Eiðum.
Megintilgangur með útgáfu
peningsins er að heiðra minn-
ingu látins merkismanns og mik-
ils brautryðjanda i starfi íþrótta-
og ungmennafélaga á Áustur-
landi, og gefa þeim sem nutu
leiðsagnar og forystu hans kost á
að eignast minjagrip um þennan
merka leiðtoga.
Ef hagnaður verður af útgáfu
peningsins verður honum varið til
að endurbæta íþróttasvæðið á
Eiðum.
Þórarinn Sveinsson var fæddur
á Kirkjubóli í Norðfirði 22. apríl
1907. Hann hóf kennslu við Al-
þýðuskólann á Eiðum árið 1935 og
gegndi því starfi mest alla sína
starfsævi. Með komu hans til
starfa á Austurlandi hófst nýtt
tímabil í sögu íþróttalífs í fjórð-
ungnum. Áhugi á íþróttum bloss-
aði upp, Ungmenna- og íþrótta-
samband Austurlands var stofnað
1941 og margir ágætir afreksmenn
spruttu upp úr þessum frjóa
jarðvegi. Lýsir af afrekum þeirra
enn í dag, og má í því sambandi
minnast á Vilhjálm Einarsson,
sem ennþá er Islandsmethafi í
þrístökki.
Þórarinn lést af slysförum
snemma árs 1972. Eftirlifandi
kona hans er Stefanía Ósk Jóns-
dóttir og eignuðust þau 10 mann-
vænleg börn.
Minnispeningurinn hefur verið
sleginn í bronsi og silfri. Verð
bronspenings er kr. 15.000, en
silfurpeningur kostar nú kr.
50.000. Sett eru ekki fáanleg eins
oger.
Sölu peningsins annast skrif-
stofa U.Í.A. að Selási 11, Egils-
stöðum.
Eftirtaldir aðilar taka einnig
við pöntunum í Þórarinspening:
Myntsafnarafélag íslands, póst-
hólf 5024, Rvík.
Ungmennafélag íslands,
Mjölnisholti 14, Rvík.
Frímerkjahúsið við Lækjargötu,
Rvík.
Landsbanki íslands, umboðsskrif-
stofa Reyðarfirði,
Landsbanki íslands, Hornafirði,
Elma Guðmundsdóttir, Neskaup-
stað.
Mennta- og fjölbrauta-
skólanemar gangast
fyrir menningardögum
LANDSSAMBAND mennta- og
fjölbrautaskólanema gengst fyrir
menningardögum dagana 15., 16.
og 17. íebrúar. Dagskráin hefst
föstudagskvöldið 15. febrúar ki.
21.00 i hátiðarsal Menntaskólans
við Hamrahlíð. Þar sýna nemend-
ur Fjölbrautaskólans í Breiðholti
söngleikinn Kabarett undir
stjórn Sigrúnar Björnsdóttur.
Klukkan 14.00 á laugardag verð-
ur dagskrá í M.H. þar sem nem-
endur frá Menntaskólanum á ísa-
firði sýna einþáttunginn „Party“
eftir Odd Björnsson. Einnig koma
nemendur frá Flensborgarskólan-
um með kynningu á leikriti. Um
kvöldið, kl. 20.00-22.00, verður
tónlistardagskrá þar sem skóla-
hljómsveitir frá M-H., M.A. og
F.F.B. leika. Auk þess verður
hraðskákmót, ljósmynda- og kvik-
myndasýningar allan laugardag-
inn í M.H.
Á sunnudag verður svo „opið
hús“ í Menntaskólanum við Sund
kl. 15.00—18.00 þar sem verður
boðið upp á ljóðadjass, ljósmynda-
sýningu og fleira. Dagskránni
lýkur á sunnudagskvöldið kl. 21.00
með tónleikum í sal Menntaskól-
ans við Sund þar sem kórar frá
M.K., F.B. og M.H. syngja.
Makagiansar aðstoðarfram-
kvæmdastjóri UNESCO.
unnar og Gerplu eftir Halldór
Laxness á frönsku. Þá kom það
fram að fljótlega kemur út á
ensku bók Thors Vilhjálmssonar,
„Fljótt, fljótt, sagði fuglinn", og í
undirbúningi er útkoma á enskum
þýðingum Sigurðar A. Magnús-
sonar á íslenskum nútímaljóðum.
Á fundinum gerði Árni ísaks-
son, sem sæti á í íslensku UN-
ESCO-nefndinni, einnig grein
fyrir þátttöku Islands ásamt hin-
um Norðurlöndunum í því að
mennta og þjálfa fjölmiðlafólk í
Afríku. Verkefni þetta mun hefj-
ast síðar á þessu ári og mun koma
til með að kosta 1,7 milljónir
dollara. Islendingar greiða 0,9%
kostnaðar við verkefni þetta sem
og í annarri norrænni samvinnu.
JNNLENT
Júlíus Þórðarson:
„Staðan sterkari
eftir fundinn44
„ÉG TEL stöðu flokksins
sterkari eftir fund flokksráðsins
á sunnudag, þar sem málin voru
einfaldlega gerð upp. Fundurinn
náði takmarki sinu miðað við
aðstæður að mínu mati,“ sagði
Július Þórðarson frá Skorradal í
Norðfirði, en hann situr í flokks-
ráði Sjálfstæðisflokksins, sem á
sunnudag þingaði um breytt við-
horf innán fiokksins.
„Það var samþykkt tillaga um
að skipa fimm manna nefnd til
þess að freista þess að ná sáttum
innan flokksins og ég vona það
fastlega að henni takist það,“
sagði Júlíus ennfremur.
Styður þú ríkisstjórn Gunnars
Thoroddsens?
„Hún getur alveg eins verið mín
stjórn eins og annarra. Hún er
mynduð við þær aðstæður að
málefnasamningurinn er bara til
málamynda. Þess vegna geta þing-
menn sjálfstæðismanna tekið af-
stöðu til einstakra mála um leið og
þau koma upp í þinginu.
Þá vil ég lýsa ánægju minni með
skipan í embætti landbúnaðarráð-
herra þar sem Pálmi Jónsson er.
Með því hafa sjálfstæðismenn
endurheimt það ráðuneyti eftir
langa fjarveru, þ.e. frá því að
Ingólfur Jónsson sat þar. Ég hef
trú á því að stefna sjálfstæð-
ismanna í landbúnaðarmálum
muni ná fram að ganga, þar á
meðal að við bændur losnum
undan oki kaupfélagsvaldsins,"
sagði Júlíus ennfremur.
Hverja telur þú stöðu þremenn-
inganna, Gunnars Thoroddsens,
Pálma Jónssonar og Friðjóns
Þórðarsonar innan Sjálfstæðis-
flokksins?
„Ég tel stöðu þeirra vera nokkuð
góða miðað við aðstæður og ég
reikna með því að þeir muni starfa
áfram innan flokksins sem góðir
og gegnir sjálfstæðismenn. í þessu
sambandi vil ég og árétta það að
mér finnst ekki koma til greina að
vera með neinar vítur á þá,“ sagði
Júlíus að síðustu.
„Stórstjörnu-
messa44 í Stúdenta-
kjallaranum
FUNDA- og menningarmálanefnd
Stúdentaráðs gengst fyrir „Stór-
stjörnumessu" í dag, fimmtudag-
inn 14. febrúar, kl. 21 í Stúdenta-
kjallaranum. Réttur kvöldsins
verður framreiddur af Degi Sig-
urðarsyni, Marteini Götuskeggja,
Sigurði Jóhannssyni, Braga
Bergsteinssyni, Bjarna Bernharði
o.fl. Er þetta í fyrsta sinn sem
Funda- og menningarmálanefndin
stendur fyrir slíku en hugmyndin
er að í framtiðinni verði þetta
árviss atburður.
Sæmdur
Danne-
brogsorðu
GÍSLI Konráðsson, danskur kon-
súll á Akureyri, hefur verið sæmd-
ur riddarakrossi Dannebrogsorð-
unnar dönsku. Sendiherra Dana á
íslandi hefur afhent Gísla orðuna.
Fyrstu lög rikisstjórnar:
Heímíld til bráðabirgðagreiðslna,
sölu ríkissjóðsvíxla, ríkis-
skuldabréfa og spariskírteina
í GÆR voru samþykkt frá
Alþingi fyrstu lög nýrrar
ríkisstjórnar. Fela þau í sér
framlengingu fyrri heimilda
til bráðabirgðafjárgreiðslna
úr ríkissjóði á árinu 1980, til
3. apríl nk., en stefnt verður
að því að afgreiða fjárlög
ársins fyrir þann tíma.
Jafnframt fela lögin í sér
heimild til að selja innláns-
stofnunum ríkissjóðsvíxla eða
ríkisskuldabréf.
Þá heimila lögin fjármála-
ráðherra að gefa út, fyrir hönd
ríkissjóðs, til sölu innanlands
ríkisskuldabréfa eða spari-
Loðnubann:
Leiðrétting
í frásögn af umræðu um
ákvörðun sjávarútvegsráðherra,
Steingríms Hermannssonar, um
bann við frekari loðnuveiðum, var
prentvilla, sem nauðsynlegt er að
leiðrétta. Gunnar Thoroddsen for-
sætisráðherra sagði að þessi
ákvörðun væri tekin af sjávarút-
vegsráðherra (ekki sjávarútvegs-
nefnd eins og stóð í fréttinni), eins
og hann hefði mjög skýrt tekið
fram sjálfur. Ákvörðunin byggðist
á lögum landsins og væri studd
sterkum rökum, m.a. frá Hafrann-
sóknastofnun.
skírteini að fjárhæð 5.600
milljónir króna.
Varðandi sölu á ríkissjóðs-
víxlum og ríkisskuldabréfum
til innlánsstofnana segir í
athugasemdum með lagafrum-
varpinu, að hér sé um skuld-
bindingar að ræða til skamms
tíma „til þes&að fjármögnun á
árstíðabundnum halla ríkis-
sjóðs verði sem mest utan
Seðlabankans".
Tvenns konar gagnrýni kom
einkum fram á frumvarpið: 1)
Að því fylgdi ekki greiðslu-
áætlun ríkissjóðs þann tíma,
sem bráðabirgðagreiðslurnar
ná til, eins og þegar hin fyrri
bráðabirgðaheimild var sam-
þykkt í endaðan desember sl.,
er gilti frá áramótum til miðs
febrúar. 2) Að sala ríkis-
sjóðsvíxla og skuldabréfa til
innlánsstofnana þýddi það, að
ríkið væri að seilast inn á hinn
almenna fjármagnsmarkað;
en það, ásamt bindiskyldu
viðskiptabankanna í Seðla-
bankanum, þrengdi óhóflega
lánsmöguleika atvinnuveg-
anna, sem ekki væru of rúmir
fyrir. Varðandi fyrra atriðið
lýsti fjármálaráðherra, Ragn-
ar Arnalds, því yfir í efri
deild, að hann myndi senda
fjárhags- og viðskiptanefnd-
um þingdeilda útfærða
greiðsluáætlun ríkissjóðs til-
greindan tíma fljótlega, eða
strax og fullunnin væri.
Páll Péturs-
son formaður
þingflokks
Framsóknar-
flokksins
PÁLL Pétursson, þingmaður úr
Norðurlandi vestra, var í gær
kjörinn formaður þingflokks
Framsóknarflokksins í stað Ingv-
ars Gíslasonar, sem tekið hefur
við embætti menntamálaráðherra.