Morgunblaðið - 14.02.1980, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1980
13
Magnús Kjartansson:
Þakkað fyrir bröndótta
Við Helgi Hálfdanarson höf-
um fram að þessu átt orðaskipti
í tvígang, og er nú fullljóst að
okkur greinir á um sitthvaðeina
og einnegin hversvegna. Ágrein-
ingurinn er samt ekki jafn mikill
og Helgi vill vera láta í síðasta
tilskrifi; hann er atorkusamur
þrasari. Mér sýnist ágreiningur-
inn stafa af því að við höfum
hvor klifrast upp á sinn Kögun-
arhól. Hóll Helga er málfræði
sem hann tengir stundum við
rökfræði, en þær fræðigreinar
eru afar fjarskyldar. Minn hóll
er stéttareðli málfars. Þegar
svona er komið væri rétt að
segja amen eftir efninu; við
Helgi erum báðir þannig gerðir
að við látum aðra ekki sannfæra
okkur heldur verðum við að
ástunda þá iðju sjálfir, og okkur
bera að gera það meðan öndin
blaktir í nösunum. Kannski ætt-
um við að slá í enn eina
bröndótta af sama tilefni eftir
nokkur ár, og hún yrði vísast á
aðra lund. Þó verð ég að þvarga
svolítið meira að lokum.
Helgi virðist telja að breyt-
ingar á orðaforða frá öndverðu
stafi fyrst og fremst af góðu
gengi tökuorða, en ótal margar
aðrar breytingar hafa gerst. Ef
við veljum nafnorð sem dæmi
hefur aragrúi þeirra breytt um
merkingu, kynferði, beygingar
o.s.frv. Sama gegnir um aðra
orðflokka. Þetta er ekkert
harmaefni, heldur eðli lifandi
máls.
Þekking okkar um málfar
manna á fyrstu öldum íslands-
byggðar er afar takmörkuð. Við
höfum enga vitneskju um það
hvernig herrar og þý töluðust við
meðan þrælahald var þjóðfé-
lagsskipan á íslandi; ekki heldur
hver talsmátinn var þegar höfð-
ingjaveldi tók við af þrælahaldi.
Ritöld hófst á stórbýlum, þar
sem gnótt var búpeninga og
aragrúi skinna féll til á blóðvelli,
einnig í klaustrum sem fengu of
tíundarfjár. Málfar á öllum
meginhandritum fornum var
orðalag fámennrar yfirstéttar og
hlýtur að gefa mjög takmarkaða
hugmynd um raunverulegan
talsmáta. Andstæðurnar í við-
horfum má sjá með því að bera
saman dróttkvæði annarsvegar
og elstu miðaldakvæði hinsveg-
ar, þar sem hafnað var fjölmörg-
um „fornum dyggðum" en list-
gildið brá mun meiri svip á
textann. Yfirstéttarmálfar getur
verið gott og gilt, en undirstaðan
er völt, viðmiðunin er fjármunir
og völd, ekki menning. Það var
íslensk yfirstétt sem tróð upp á
þjóðina evangelískri lútersku að
boði danskrar yfirstéttar, en
minnstu munaði að þau umskipti
gengju af íslenskri tungu dauðri.
Af bréfum síðustu alda sést að
engir brúka jafn dönskuskotið
málfar og æðstu embættismenn,
einn þeirra, forfaðir minn, lagði
raunar til að íslenska yrði lögð
af eins og hver önnur sérviska.
Þegar Rask kom til landsins og
hitti nánustu undirsáta dana-
kóngs í Reykjavík, taldi hann að
íslenskan væri útaf dauð en
áttaði sig á að sú var ekki raunin
þegar hann fór að ræða við
alþýðu manna í sveitum. Upp-
sprettan að stefnu Fjölnismanna
var málfar íslenskra múga-
manna. Jón Sigurðsson skrifað-
ist hins vegar á við ýmsa landa
sina á dönsku. Mesti háskinn
sem nú vofir yfir íslenskri tungu
er' stofnanaíslenska, sem dregur
dám af ensku málfari, og gusast
upp úr aragrúa langlærðra
menntamanna svokallaðra. í
kjölfarið koma hverskyns
ódæmi, t.a.m. félagsmálapakk-
inn sem allir stjórnmálamenn*
íslenskir hafa þrástagast á
síðustu árin; samkvæmt málvit-
und minni þykjast þeir vera að
gera eitthvað fyrir pakkið.
Það er létt verk og löðurmann-
legt að deila um málfar liðinna
kynslóða; hitt skiptir máli að lifa
í stormum tíðar sinnar og skynja
vindáttina; mér virðist furðufáir
gera sér grein fyrir þeirri and-
legu stéttaskiptingu sem stofn-
anaíslenskan er að leiða yfir
þjóðina, en sérviska reglings-
manna stuðlar að þeirri þróun
þótt þeir geri sér það vísast ekki
ljóst. Okkur ber að berjast fyrir
alþýðlegu málfari, í senn ein-
földu, margbreytilegu og sí-
breytilegu. Á þessu sviði er um
raunverulegan háska að ræða, og
verður að bregðast við án tafar
ef ekki á illa að fara.
Þó má ekki bregðast við með
kreddu. Helgi segist aðhyllast þá
stefnu að nemendum verði inn-
rættur í skólum „kennslu-
framburður", og enn erum við á
öndverðum meiði. Mér finnst
það einn af kostum nútíma-
tungutaks að heyra má á fram-
burði flestra hvaðan þeir eru
kynjaðir. Þeir menn tala ómál
sem blanda í framburði sínum
saman héraðaeinkennum úr öll-
um áttum. Mér hafa alltaf þótt
mállýskur skemmtilegar; var
m.a. orðinn mæltur á Grönne-
gadedansk þegar við dvöldumst í
Höfn fyrir margt löngu. En þótt
ekki sé ýtt undir þá þróun sem
Helgi aðhyllist, mun lítt stoða að
spyrna við fótum. Á fjölmiðlatíð
munu allir íslendingar senn
beita sama framburði og þulir í
sjónvarpi og hljóðvarpi; ég hef
raunar tekið eftir því að æði
margir eru hættir að leggja
áherslu á fyrsta atkvæði orða
eftir að Ólafur Jóhannesson
þjóðarleiðtogi fór að láta til sín
heyra í fjölmiðlum.
Ég þakka Helga að lokum.
fyrir skemmtun og fróðleik.
Gjarnan vil ég eiga hann að ef
okkur kynni að fýsa að slá í aðra
bröndótta. En þá verður að
úrskurða að þessi hafi orðið
bræðrabylta.
12ta febrúar 1980.
Reyðarfjörður:
3815 tonn af
loðnu á land
Reyðarfirði, 12. febrúar.
FYRSTA loðnuskipið kom til
Reyðarfjarðar í gærkvöldi. Var
það Bjarni Ólafsson AK 70 með
1085 tonn. Þrír bátar til viðbótar
komu svo i nótt, Guðmundur RE
29 með 870 tonn, Náttfari ÞH
með 510 tonn og Óli óskars með
1350 tonn, samtals 3815 tonn.
Það glaðnaði heldur betur yfir
Reyðfirðingum er fréttist af
loðnubátunum, en ekki er vert að
fagna mjög hér á landi því fréttir
berast af því að öll loðnuveiði
verði stöðvuð á hádegi á morgun.
Loðnan hefur ætíð verið mikil
búbót hér á Reyðarfirði, en nú er
útlitið heldur svart því óvíst er að
fleiri bátar komi hingað á þeim
eina sólarhring sem eftir er af
veiðitímanum.
30 manns hafa vinnu meðan
brætt er í verksmiðjunni, annars
eru aðeins 12 fastir starfsmenn.
Byrjað verður að bræða á morgun.
Báturinn Gunnar er búinn að
fara tvær ferðir síðan um
mánaðamót og hefur aflað sæmi-
lega vel, hefur fengið rúm 49 tonn.
— Gréta.
Aðstoða við
uppsetningu
eldvarnartækja
Á UNDANFÖRNUM árum hefur
Eldvarnanefnd Junior Chamber
Reykjavik beitt sér fyrir áróðri
vegna eldvarna á heimilum, i
skólum og annars staðar þar sem
fólk er að leik eða störfum.
Haldnar hafa verið æfingar í
skólum og börnum kennd með-
ferð slökkvitækja, gefinn hefur
verið út bæklingur, birtar mynd-
ir og greinar í blöðum og fleira í
þá átt.
Nú mun J.C. Reykjavík hafa í
hyggju að senda bréf til stjórna
fjölbýlishúsa þar sem boðin verð-
ur fram aðstoð nefndarmanna við
staðsetningu og uppsetningu á
reykskynjurum og slökkvitækjum
og einnig mun nefndin útvega
tæki ef um er beðið. Einnig mun
Tækjadeild J.C.R. í samstarfi við
Eldvarnarnefnd bjóða sjúkra-
kassa.
Pall Klein (t.v.) og Roland Paturson á svölum húss Slysavarnafélagsins við Grandagarð.
Ljósm. Rax.
Færeyingar kynna sér
störf Slysavarnaf élagsins
Árið 1957 var fyrsta björgun-
arfélagið stofnað í Færeyjum en
nú eru þar starfandi 8 félög með
samtals 1180 meðlimi. Lands-
samtök fyrir björgunarfélögin
eru nú í uppbyggingu.
„Það var eftir að íslenskur
togari, Goðanes, hafði farist á
Skálafirði að Þórshafnarbúar
ákváðu að stofna björgunarfé-
lag,“ sögðu þeir Paturson og
Klein. „Togarinn hafði siglt á
neðansjávarsker og sendi út
neyðarblys. En í landi voru
engin tæki sem nota mátti il
björgunaraðgerða þótt allir
væru af vilja gerðir til að hjálpa
til. En sem betur fer var flutn-
ingaskip statt í Þórshöfn sem
hafði slíkan útbúnað og hægt
var að bjarga allri áhöfn togar-
ans nema skipstjóranum.
Stuttu eftir þennan atburð
komu menn saman til fjölmenns
fundar í Sjónleikarhúsinu og
TVEIR fulltrúar frá Landssamtökum fyrir
björgunarfélög í Færeyjum, Roland Paturson og
Pall Klein, voru staddir hér á landi fyrir nokkrum
dögum í þeim tilgangi að kynna sér uppbyggingu
og störf Slysavarnafélags íslands. Meðan á dvöl
þeirra stóð heimsóttu þeir m.a. björgunarsveitir
S.V.F.Í. í Grindavík, Sandgerði og Hafnarfirði auk
björgunarsveitarinnar á Keflavíkurflugvelli. Þá
skoðuðu þeir ýmsar fræðslumyndir sem Slysa-
varnafélagið hefur látið gera, þ. á m. kvikmynd þá
sem gerð var er félagið varð 50 ára.
urðu sammála um það að ekki
væri viðunandi að hafa hvorki
björgunarfélag né útbúnað til
björgunaraðgerða í Þórshöfn.
Var því ákveðið að stofna björg-
unarfélag og gaf Kvennadeild
Slysavarnafélags íslands félag-
inu fyrsta björgunarútbúnaðinn
þetta sama ár.
Markmið landssamtakanna er
að stuðla að björgunaraðgerðum,
hjálpa fólki sem er í lífshættu,
bæði á sjó og landi. Áður fyrr
var mesta áherslan lögð á björg-
un á sjó en nú er meira um að
björgunaraðgerða sé þörf á
landi, bæði með tilkomu flug-
vallarins og síaukinnar umferð-
ar um eyjarnar. Landssamtökin
hafa t.d. í samráði við lögreglu-
stjórann komið upp björgunar-
tækjum á flugvellinum og einnig
keypti Rauði krossinn þrjá
sjúkrabíla sem hann afhenti
landssamtökunum sem síðan af-
hentu þá þremur aðildarfélögum
sínum.
En þótt mést þörf fyrir vel
þjálfaðar björgunarsveitir sé á
landi þá er einnig þörf fyrir þær
við sjóslysavarnir. Að vísu er
sigling báta um eyjarnar ekki
mjög hættuleg, þeir geta leitað
vars milli eyjanna í vondu veðri,
þar er ekki mikið um sker en þó
nokkur straumur. En ferðir
stórra flutninga- og ferðaskipa
um eyjarnar eru tíðar og mikil
þörf á að björgunarsveitir séu
vel á verði og vel þjálfaðar ef
eitthvað skyldi fara úrskeiðis,"
sögðu þeir Roland Paturson og
Pall Klein að lokum.