Morgunblaðið - 14.02.1980, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.02.1980, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1980 25 íveiöanna: við það, í vetur ívarútvegsráðherra og Jón (Ljósm. RAX). u fluttar út loðnuafurðir í skiptingin, þó að heildartala væri svipuð og áður. Þá greindi Kjartan Jóhannsson frá því að miðað væri við 50 þúsund lestir í frystingu og hrognatöku og 250 þúsund lesta veiði í bræðslu. Steingrímur sagði, eftir að hafa rakið þessi mál, að 250 þúsund tonna markinu hefði verið náð þegar er hann kom í ráðuneytið. Hann hefði rætt þessi mál á mánudagsmorgun við fiskifræðing og Kristján Ragnarsson formann LIÚ. Kristján hefði mótmælt stöðvun veiðanna, en hins vegar ekki á hvern hátt þær voru stöðvaðar. Fiskifræðingar hefðu fyrir nokkru ítrekað skoðanir sínar á hámarksafla og í bréfi sagt það álit sitt, að frekari veiðar úr hrygningargöngunni en 300 þús- und tonn væru utan skynsamlegra marka. Ráðherrann sagði að reikna mætti með 290 þúsund tonna veiði áður en veiðistöðvun tæki gildi og að auki um 50 þúsund tonn í frystingu og hrognatöku, en um það magn hefði ekki verið tekin ákvörðun. Heildaraflinn ýrði sam- kvæmt því 34 þúsund tonn, og það væri meira magn en fiskifræð- ingar hefðu lagt til. Sagði Steingrímur, að um meira verð- mæti fengist fyrir frysta loðnu og loðnuhrogn heldur en lýsi og mjöl. Þarna væru bæði hagsmunir þjóð- arbúsins og sjómannanna teknir með í reikninginn og með því að geyma þetta magn væri bezt hægt að tryggja byggðasjónarmið. Hann var spurður um möguleika á stjórnun í dreifingu loðnuaflans og sagði að flutningasjóður væri ekki lengur til og því væri ekki til fjármagn til að greiða fyrir flutn- ing á loðnunni langar leiðir. Þá var ráðherrann spurður hvers vegna hagsmunaaðilar í loðnuveiðum, t.d. forystumenn FFSÍ og Sjómannasambandsins hefðu ekki verið kallaðir til ráðu- neytisins áður en ákvörðun um loðnustöðvun var tekin. Ráðherr- ann sagði, að e.t.v. hefðu það verið sín mistök að kalla ekki þessa aðila á sinn fund. Þessi mál hefðu þó verið kynnt rækilega fyrir hagsmunaaðilum í allan vetur og þá einnig Alþingi. —Það sem nú hefur verið ákveðið er í takt við það, sem margoft áður hefur verið rætt um og svo standa menn núna og láta eins og þessi ákvörðun hafi dottið niður úr skýjunum, sagði Steingrímur. Á fundinum var minnst á vænt- anlegar viðræður við Norðmenn um Jan Mayen og hann spurður hvort ákvörðun um stöðvun veiða nú væri á einhvern hátt tengd þeim viðræðum. Hann sagði svo alls ekki vera. —Við búum yfir þeirri þekkingu og höfum það mikilla hagsmuna að gæta, að við erum einfærir um að taka svona ákvarðanir, sagði Steingrímur Hermannsson. Gísli á Jóni Finnssyni: Reiknuðum með 400 þús. tonnum ÞAÐ ERU allir dolfallnir yfir þessu, sagði Gisli Jóhannesson á Jóni Finnssyni er Mbl. ræddi við hann á loðnumiðunum. — Við vorum allir búnir að reikna með 400 þúsund tonnum og það er nóg loðna í sjónum. Ég er búinn að vera í þessum slag í nokkur árin og hef aldrei séð svona mikið af henni fyrir Norðurlandinu. — Við erum bæði undrandi og reiðir yfir þessu og við bjuggumst alls ekki við svona hörðum aðgerð- um, ég held að við séum allir sammála um það, en við höfum víst ekkert vit á þessu sjómenn- irnir. Auk loðnunnar hér við Norðurlandið er talsvert af loðnu farið austur fyrir og þeir eru enn að tala um það togaraskipstjór- arnir, að nóg sé af loðnu í Víkurálnum. — Annars held ég að allar líkur séu á því, að þessi loðna fari ekki austur og suður fyrir land. Hún gæti alveg eins stoppað hérna Gísli Jóhannesson skipstjóri á Jóni Finnssyni. fyrir norðan og hrygnt inni á fjörðum, sagði Gísli á Jóni Finns- syni. Vestmannaeyjar: Stuðningur við ákvörðun Steingríms „VIÐ TÖLUÐUM okkur saman, forsvarsmenn verkalýðsfélaga, sjómannafélgsins, vörubílstjóra- félagsins og fiskvinnslufyrir- tækja í Vestmannaeyjum og sam- þykktum að senda frá okkur eftirfarandi yfirlýsingu," sagði Haraldur Gislason hjá Fiski- mjölsverksmiðjunni i Vestmanna- eyjum er hann hafði samband við Mbl. í gær: „Vegna deilna, sem spunnist hafa um aðgerðir sjávarútvegs- ráðherra vegna stöðvunar loðnu- veiða á hádegi hinn 13. febrúar viljum við taka eftirfarandi fram. Þar sem allt benti til þess, að engin loðna bærist til hafna á Suður- og Suðvesturlandi, ef veið- ar hefðu verið leyfðar hindrunar- laust upp í þann kvóta, sem búið var að gefa út, viljum við lýsa yfir stuðningi við þessar aðgerðir sjáv- arútvegsráðherra í trausti þess að veiðar verði leyfðar aftur, þegar loðnan er orðin hæf til frystingar og hrognatöku." Verðmæti af- urða og þróun loðnuveiða í SAMANTEKT, sem sjávarút- vegsráðuneytið hefur unnið um útflutningsverðmæti helztu loðnuafurða síðustu fjögur árin, kemur fram að fryst loðna og loðnuhrogn voru flutt út á síðasta ári fyrir um 5,6 milljarða króna (fob-verð). Tölur um út- flutning á loðnulýsi og mjöli liggja ekki fyrir frá síðasta ári, en meðfylgjandi tafla sýnir skipt- ingu verðmætisins að öðru leyti siðustu 4 árin. Magn er talið i lestum, verðmæti i milljónum. Loðnulýsi Loönumjöl Loðnuhrogn Fryst loðna Magn — Verðm. Magn ■ — Verðm. Magn — Verðm. Magn — Verðm. 1976 27.120 1.513.3 67.911 3.138.0 802 1.976 528.8 1977 68.755 5.362.9 117.696 9.827.6 1.627 360.3 1.269 609.6 1978 92.653 10.145.5 154.312 17.119,7 2.282 1.091,1 98 22.1 1979 3.750 2.921.1 8.851 2.692.1 Verð á loðnu til bræðslu var fyrir nokkru ákveðið kr. 16,20 á kg fyrir þessa vertíð og er þá miðað við ákveðið magn af þurrefni og fituinnihald. Verð á kg af loðnu til frystingar var ákveðið kr. 16,20 og á vetrarvertíðinni í fyrra var hvert kg af loðnuhrognum verð- lagt á 240 kr. Veiðar á loðnu úr islenzka loðnustofninum hafa þróast á eft- irfarandi hátt síðustu 10 árin: Norðmenn + Vetrarvertíð Sumarvertíð Færeyingar 1970 190 þús. 1971 183 þús. 1972 276 þús. 1973 440 þús. 1974 460 þús. 1975 475 þús. 3 þús. 1976 339 þús. 111 þús. 1977 549 þús. 211 þús. 1978 469 þús. 496 þús. 189 þús. 1979 521 þús. 441 þús. 150 þús.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.