Morgunblaðið - 14.02.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.02.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1980 5 Veiting prófessorsembættis við H.Í.: Fjórði umsækjand- inn krefst þess að fá að gera athugasemdir MORGUNBLAÐINU hefur borist afrit af bréfi sem Jón Kristvin Margeirsson hefur sent Ingvari Gíslasyni menntamálaráðherra. til áréttingar bréfi er hann sendi heimspekideild Háskóla íslands hinn fjórða þessa mánaðar. Jón Kristvin Margeirsson fil.lic. var einn þeirra sex er upphaflega sóttu um stöðu prófessors í al- mennri sagnfræði vjð Iláskólann, en dómnefndarmönnum bar sam- an um að hann væri ekki hæfur til starfans. Dómnefnd komst að sömu niðurstöðu um Jón R. Hjálmarsson fræðslustjóra. Þrír umsækjendur voru hins vegar taldir hæfir af meirihluta dómnefndar. þeir Ingi Sigurðs- son, Sveinbjörn Rafnsson og Þór Whitehead. Sjötti umsækjandinn, Loftur Guttormsson lektor dró umsókn sina til baka. Bréf Jóns Kristvins til ráð- herra fer hér á eftir, en um málið er fjallað nánar á blaðsíðum 14 og 15 í Morgunblaðinu í dag. Bréf Jóns Kristvins er svohljóð- andi: „Ilr. menntamálaráðherra, Ingvar Gíslason, Reykjavík. Hinn 4. febrúar 1980 skrifaði ég heimspekideild Háskóla íslands eftirfarandi bréf: „Samkvæmt fregnum sem mér 15 þátttakendur í kaupstef nunni Islenzk föt ’80 KAUPSTEFNAN íslenzk föt '80 verður opnuð mánudaginn 18. febrúar n.k. í Kristalsal Hótels Loftleiða klukkan 14.00. Björn Guðmundsson varaformaður Fé- lags íslenzkra iðnrekenda mun opna kaupstefnuna að viðstödd- um framleiðendum. kaup- mönnum og innkaupastjórum. Kaupstefnan Islenzk föt er nú haldin í 22. sinn. Þátttakendur eru 15 íslenzkir fataframleiðendur. Fyrsta kaupstefnan var haldin árið 1968. Kaupstefnan er ein- göngu opin fyrir kaupmenn og innkaupastjóra. Kaupstefnan stendur í þrjá daga og er opin fyrsta daginn frá 14.00—18.00 og hina tvo frá 10.00—18.00. Tízkusýningar verða sýningardagana. Undirbúningsstofnfundur laxeldisfélags í kvöld: Félagið hefji rannsóknir og síðan rekstur undirhúningi þessa máls og mun hún gera grein fyrir störfum sínum á fundinum í kvöld. Þar mun liggja fyrir greinargerð, sem ber fyrirsögnina ,,Um mögu- leika á eldi laxfiska á íslandi." I greinargerð þessari er þess getið m.a., að tekjur Norðmanna af laxeldi í sjó á síðastliðnu ári hafi verið svipaðar og tekjur af öllum sumarloðnuafla íslendinga upp úr sjó, en tilkostnaður marg- falt minni enda þarf ekki rándýra olíu við rekstur á laxeldisstöð. í greinargerðinni segir: „Það er ekki nóg, aö tekjur geti verið miklar, afraksturinn verður að vera meiri en tilkostnaðurjnn. Skýrslur Norðmanna sjálfra sýna að um 40% af veltu er hreinn hagnaður. Enn frekari fréttir berast frá frændum okkar Norðmönnum, þeir gera ráð fyrir, að tekjur þeirra af laxarækt í sjó eftir 4 til 5 ár muni nema svipaðri upphæð og allar tekjur okkar af þorskveiðum eru í dag.“ Síðan segir, að fjórir möguleik- ar á eldi laxfiska komi til greina hér á landi: hafbeit, kvíareldi í sjó (eða afgirt sjávarsvæði), sjávar- bakkaeldi og sjávarbakkaeldi og kvíareldi saman. Nefndin spyr, hvaða tegund eldis henti bezt á Islandi og segir síðan, að fróðir menn telji að fáir staðir í heimin- um henti betur til hafbeitar en ísland. Eru færð rök fyrir því. Kvíareldi, en það er aðferð Norð- arbakkaeldi komi vel til greina, þar sem unnt sé að fá mjög víða ódýrt heitt vatn. Sjávarbakkaeldi og kvíareldi er sagt mjög vænlegt saman og með þessari aðferð er talið að unnt verði að ná mjög örum vexti seiðanna. Niðurstaða nefndarinnar er, að stofna beri hlutafélag, sem geri rannsóknir á staðarvali, eldisað- ferðum, sem til greina komi, rekstrargrundvelli og markaðs- möguleikum og hefji síðan rekst- ur. Segir, að með „stofnun al- menningshlutafélags standa vonir til að safna megi nægu íjármagni til að koma skriði á þessi mál.“ Um horfur í markaðsmálum á eldislaxi segir síðan í niðurlagi greinargerðarinnar: „Mest er veitt af Kyrrahafslaxi í heiminum eða um 450 þúsund tonn á ári en aðeins um 15 þúsund tonn af Atlantshafslaxi. Verð á Atlants- hafslaxi er hærra en á Kyrra- hafslaxi, enda þykir hann betri vara. Verð á Atlantshafslaxi hefur verið hátt og tiltölulega stöðugt á undanförnum árum, aukið fram- boð gæti lækkað verðið, en þó má ætla að tiltölulega lítil hætta sé á miklu verðfalli vegna þess að svo miklu meira framboð er af Kyrra- hafslaxi. Helztu markaðslönd fyrir Atlantshafslax er Evrópa, einkum Bretland, Frakkland og Þýzkaland. Með viðskiptasamn- ingi við Efnahagsbandalagið var allur tollur felldur niður (var 4%) af útflutningi á ferskum laxfiski." hafa borizt hefur sumum umsækj- endum um prófessorsstöðu í al- mennri sögu gefizt kostur á að semja athugasemdir við álit dóm- nefndarinnar um þetta embætti og koma því á framfæri við heimspekideild áður en deildin greiddi atkvæði um umsækjendur. Eg leyfi mér hér með að fara þess á leit við háttvirta heimspekideild, að mér verði einnig gefinn kostur á þessu. Samkvæmt blaðafregnum hefur menntamálaráðherra vísáð þessu „stöðumáli" aftur til heim- spekideildar og þetta veitir mér tækifæri til að koma beiðni minni á framfæri. Ég leyfi mér því að fara þess á leit, að deildin láti senda mér dómnefndarálitið og veiti mér sanngjarnan frest til að semja athugasemdir við það og mér verði heimilað að leggja þær fyrir deildina áður en hún afgreið- ir málið að nýju til menntamála- ráðuneytisins." Þetta bréf póstlagði ég sem ábyrgðarbréf 5. febr. sl. Ég vænti þess af yður, hr. menntamálaráðherra, að þér tryggið það, að öllum umsækjend- um um nefnda prófessorsstöðu verði gert kleift að njóta fyllsta réttar síns sem umsækjendur. Staddur á Ögmundarstöðum í Skagafirði. Jón Kristvin Margeirsson fil.lic. Forsvarsmenn „Líf og land“ héldu fréttamannafund þar sem listaþingið var kynnt. Ljósm. Emilía. „Líf og landu heldur listaþing UMIIVERFISMÁLASAMTÖKIN „Líf og land“ gangast fyrir lista- þingi á Kjarvalsstöðum laugar- daginn og sunnudaginn 16. —17. febrúar n.k. undir heitinu „Maður og list.“ Á þinginu verða flutt 32 stutt erindi sem skiptast í 3 hluta. Fyrri daginn verður rætt um stöðu listar og aðstöðu listafólks en síðari daginn um listfræðslu. Loks verða almennar umræður í formi pallborðsumræðna. Milli erind- anna verða flutt ýmis skemmti- atriði og kl. 15 á laugardaginn verður opnuð sýning á listiðn kvenna. Fundarstjórar verða Guð- mundur Steinsson, Elín Pálma- dóttir og Ögmundur Jónasson en stjórn umræðnanna er í höndum Jóns Baldvins Hannibalssonar. Á blaðamannafundi sem for- svarsmenn samtakanna héldu kom það fram að tilgangurinn með þessu þingi er að vekja athygli á því hversu listin er hornreka í þjóðfélaginu en á síðustu fjárlögum var 0,46% af heildarupphæðinni varið til lista. Þingið er öllum opið og erindin sem þar verða flutt verða öll gefin út og seld á ráðstefnunni. RAUN ER ÞURRU LOF im > iliL . ... - iJ||S; M1 sem hinn rétta andbl Verð kr. 69.390.- CI1| KIMM ■ nililml I ml I mi SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 /Pekking SENDUM BÆKLINGA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.