Morgunblaðið - 14.02.1980, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1980
Ný starfsemi mála-
skólans Mímis
MÁLASKÓLINN Mímir hefur ný-
lega fengið umboð fyrir EF-skólana
á Norðurlöndunum. Skammstöfun-
in EF merkir Europeiska Ferieskol-
an og stendur stofnunin fyrir námi
í mörgum löndum Evrópu. Skólinn
var upphaflega sænskur en skipu-
leggur námsferðir til Englands,
Frakklands. Þýskalands. Austur-
ríkis og Bandarikjanna.
Fyrstu ferðirnar sem EF skipu-
leggur fyrir Mími eru hópferðir til
Hastings í Englandi, 1. júní til 1.
júlí. Dvelja nemendur í fjórar vikur
á völdum enskum heimilum og
stunda nám í ensku jafnframt því
sem þeir njóta sumarleyfis. Áætl-
aður kostnaður við hvora ferð er
464.000 krónur. Innifalið í verði er
uppihald og fæði, flugfar báðar
leiðir, ferð frá flugvelli ytra á
skólann og til baka, tvær skoðunar-
ferðir til London, ein skoðunarferð
um Suður-England, 18 kennslu-
stundir á viku, afnot af tómstunda-
aðstöðu EF og aðstoð fararstjóra.
Ferðir þessar eru einkum ætlaðar
unglingum 14—18 ára.
+
Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma,
INGIBJÖRG AUSTFJÖRD,
er andaöist aö Kristneshæli föstudaginn 8. febrúar, veröur
jarösungin frá Akureyrarkirkju, laugardaginn 16. febrúar kl. 13.30.
Ásgeir Rafn Bjarnason, Anna Steinsdóttir,
Áslaug Eínarsdóttir, Haraldur Helgason,
Stefán Einarsson, Guómunda Jóhannsdóttir,
Helga Einarsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn.
t
Móöir okkar,
GRÓA SIGURRÓS SIGURBJÖRNSDÓTTIR,
Kleppsvegi 66,
sem lézt aö heimili sínu miövikudaginn 6. febrúar, veröur
jarösungin frá Fossvogskirkju í dag, fimmtudaginn 14. febrúar kl.
3.00.
Fyrir hönd aöstandenda,
Sigríöur Kristjánsdóttir, Sigurbjörn Kristjánsson,
Margrét Kristjánsdóttir, Guörún Kristjánsdóttir,
Birna Kristjánsdóttir, Dagbjört Kristjánsdóttir.
t
Eigínmaður minn og faðir okkar,
EINAR SIGURÐSSON,
Hverfisgötu 106 A,
verður jarösettur frá Fossvogskirkju föstudaginn 15. febrúar kl.
10.30.
Blóm og kransar afþakkaö. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er
bent á Asma- og ofnæmisfélagið.
Rannveig Konráós og börn.
+
Eiginmaöur minn, sonur og faðir,
ÖRN SIGURDSSON,
vélstjóri,
Kelduhvammi 5, Hafnarfiröi,
veröur jarösunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfiröi laugardaginn 16.
febrúar kl. 10.30. _. ..
Sigriöur Jónsdóttir,
og börn hins látna.
Oddfríöur Ingólfsdóttir
Faöir okkar og tengdafaðir,
GUNNAR VIGFÚSSON,
frá Flögu,
Árveg 6, Selfossi,
er andaöist i Landakotsspítala 6. febrúar s.l., veröur
jarösunginn frá Fossvogskirkju, föstudaginn 15. febrúar kl. 15.
Karl Jóh. Gunnarsson, Oddný G. Þórðardóttir,
Sveinn P. Gunnarsson, Sigrún Gísladóttir.
+
Þökkum af alhug auösýnda samúð viö andlát og jaröarför sonar
okkar,
KRISTJÁNS VIGNIS.
Guð blessi ykkur öll.
Fyrir hönd annarra vandamanna,
Rósa Hálfdánardóttir, Jón Jensson.
+
Innilegt þakklæti fyrir auösýnda samúö viö andlát og útför
eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóöur og ömmu,
GUÐRÚNAR ERLENDSDÓTTUR,
frá Noröurgaröi í Mýrdal
Jón Guömundsson,
Siguröur Jónsson,
Rannveig Jónsdóttir, Elías A. Karlsson,
Ólafía Jónsdóttir, Theódór Vosk,
Erlendur Jónsson, Sesselja Þórðardóttir,
Valdimar Jónsson, Auöur Pedersen
og barnabörn.
Sólskinið er aldrei elskað heit-
ar en í skammdegi Þorrans og
febrúarstormanna.
Fáar lýsingar í fáum orðum
hafa orðið mér hugstæðari en
þessar ljóðlínur Davíðs frá
Fagraskógi.
„Sólskinsbarn og systir allra
er syrgja og þjást."
Sumir hafa alltaf sólskin í för
með sér. Það er sannarlega ein
af náðargjöfum Guðs.
Og Kristur var bjartsýnn og
skyggn á þessa birtu, þegar hann
sagði við vini sína og samferða-
fólk:
„Þér eruð ljós heimsins."
Og Páll postuli talar um sitt
bezta safnaðarfólk sem „himin-
ljós í heiminum."
Alltaf finnst mér einhver
ljómi leika um þau sæti í
safnaðarheimilinu, þar sem sól-
skinsbörnin sátu. Eins þótt þau
hafi kvatt þennan heim fyrir
löngu eða komi þangað ekki
framar.
Samt er ekki svo að skilja að
ekki verði raunir og skuggar á
vegi þessa sólskinsfólks.
„Getur undir glaðri kinn
grátið stundum hjarta,"
sagði einhver hagyrðingur í
gamla daga.
En sigrandi birta hækkandi
sólar sigrar þar hverja stormi
þrungna skammdegisnótt.
Og sólskinsbörn eru helztu
heillagjafar heimsins.
Gott er að geta tekið sig upp
frá áhyggjum, lífleiða og argi
hversdagsins og sezt um stund í
sólskinsblett.
Það hlýnar og birtir, hlánar og
skánar. í stað biturleika og
beizkju finnur þú að „eitthvað
himneskt og hlýtt kom við hja-
rtað í þér.“
Jafnvel í stuttri ferð með
strætisvagni gæti vorblærinn
allt í einu fengið völd. Og í barmi
þar sem skuggar og frost höfðu
setzt að er komið vor með blíðu
og söng.
Samt gæti það komið fyrir að
nokkur höfug tár læddust óboðin
fram á hvarm, meðan setið var í
sólargeislanum.
Það var hélan í sálinni að
þiðna líkt og frostrós á gluggar-
úðu í gamla daga.
En bezt er samt, að svo virðist
oft að unnt sé, að varðveita þetta
sólskin um stund.
Sólskinsbörnin eiga oftast
einnig þann undursamlega hæf-
ileika, að geta skilið eftir geisla,
þegar þau kveðja eða eru kvödd.
Þau hafa sama eðli og ungi
maðurinn sem sagt er frá í
fyrstu bókum biblíunnar. Hann
Jósef Jakobsson.
Hann var sendur í ánauð
jafnvel af eigin bræðrum, og var
landflótta í framandi landi.
Samt varð hann gleðin á heimili
harðstjórans, geislinn í myrkr-
Sól-
skins-
barn
astofu fangelsisins. Samt var
hann sjálfur útlagi vinaraugum
fjær, svikinn og seldur í ánauð.
Hafði sannarlega ástæðu til
beizkju og haturs.
Svipað mætti segja um annan
ungan mann, sem hét Davíð og
var smali frá litlu en frægu
þorpi, sem enn heitir Betlehem
og oft er nefnt um jólin.
En hann kom til konungshirð-
ar með hörpu sína, söngva og
bros til að hrekja myrkrið úr sál
ógæfusama konungsins, sem
barðist við eigin ógæfu, syngja
fyrir hann og leika á hörpuna
sína.
Um þetta er allt hægt að lesa í
Gamla-testamentinu, sem er
frægasta rit fornaldar. Og þótt
grjót sé þar nóg, glitra perlur og
gimsteinar ævarandi speki og
sannleika í hverju spori, ef vel er
gáð.
En satt að segja þurfum við
ekki svo langt að leita sólskins
og sannleika, þótt allir hafa gott
af að gefa sér tíma til helgilestr-
ar á hljóðri stund.
Sólskinsbörn eru hvarvetna
sem vagn á vegi, ef við eigum
augu, sem sjá dýrð Guðs og
geisla dags með hækkandi sól.
Ég man aldna konu, sem lá
árum saman í rúminu. Samt átti
hún alltaf sólbros að veita,
auðlegð af huggun, blíðu, sögum
og gjöfum.
Einn sykurmoli hennar gat
gjörbreytt hörðum heimi, líkt og
töfrar í ævintýri. Eitt bros, eitt
orð, ein snerting hlýrrar handar
og skuggar bernskunnar fuku út
í buskann á örskotsstund.
Hún dó á jólanóttina. Og mér
finnst enn þá, eftir áratugi, að
það hafi verið eina stund ársins
valin við hæfi hennar til að
kveðja heiminn.
Hjá henni var eiginlega alltaf
jólaljós og jólanótt.
Mikið vildi ég hafa getað borið
bros hennar og ljós með mér út í
myrkrin.
Nú eru jólin að baki. En
ættum við ekki að bera birtu
þeirra, ljósin sem þau kveiktu,
með okkur allar götur ársins
1980.
Þannig gætum við öll orðið
sólskinsbörn í hörðum, dimmum,
köldum og grimmum heimi, líkt
og systir Theresa, frægasta kona
ársins 1979.
Hvað gæti verið sælla en
geyma vor um haust? Geyma
jólaljós og vorbirtu, hvað sem
mæta kann á villuvegum von-
brigða, rauna og heimsku.
Þannig er bezt að svala þrá
samferðafólksins eftir birtu og
yl. Allir þrá að setjast að um
sinn í sólskinsbletti.
Og þar jafnast engin birta á
við helgi þá, sem nefndist
hjartafriður. Það er sumar Guðs
í hörðum heimi. Þaðan stafa
bros og speki, söngur og gjafir
sólskinsbarnanna, ungu mann-
anna og gömlu konunnar, sem
getið er í þessum orðum: „Sól-
skinsbarn og systir allra, er
syrgja og þjást."
Göngum þannig um í Guðs
friði.
Reykjavík, 7. jan. 1980.
Árelíus Níelsson
+
Þökkum innilega vináttu og hlýhug vegna andláts fööur okkar, ‘
tengdafööur og afa,
BALDURS ÖXDAL
Jóhanna Guörún Baldursdóttir, Kjartan Haraldsson,
Gunnar Baldursson, Svala Guömundsdóttir,
Kristveig Baldursdóttir, Halldór S. Sveinsson
og barnabörn.
+
Sendum öllum alúöarþakkir fyrir samúö og vinarhug viö fráfall
eiginkonu minnar,
JÓHÖNNU SIGURÐARDÓTTUR,
Gunnar Kristófersson,
Hrafnistu,
og aörir aöstandendur.
Skrifstofa mín veröur
lokuð
föstudaginn 15. febrúar vegna jaröarfarar.
Jón Ólafsson,
Lögg. endurskoðandi,
Grandagarði 11.
Ættarmót í
Hróarsdal í
Skagafirði
NIÐJAR Jónasar Jónssonar
bónda og smáskammtalæknis,
sem bjó í Hróarsdal í Hegra-
nesi, Skagafirði, efna til ætt-
armóts laugardaginn 9. ágúst
i sumar.
í ár eru liðin 140 ár frá
fæðingu Jónasar. Hann átti
mörg börn og afkomendur hans
eru fjölmargir.
Ættarmótið verður haldið í
Hróarsdal. Nánari upplýsingar
eru gefnar hjá Þórarni Jónas-
syni í Hróarsdal, Páli Jónas-
syni, Rauðagerði 26, Reykjavík,
sími 82505, og Sigurði Jónas-
syni, Möðruvallastræti 1, Ak-
ureyri, sími 96-22529.
Þeir, sem ætla að taka þátt í
ættarmótinu, eru beðnir að
tilkynna þátttöku fyrir 1. júní.
AUGLYSINGASIMINN ER:
..... =
JWorounblobib