Morgunblaðið - 14.02.1980, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1980
STÁLVÍRAR
1/4«_3«
TÓGVÍR, merktur
1V2“, 1%“, 2“, 2V4“
SNURPIVÍR V4 “
BENSLAVÍR 2 teg.
VÍRMANILLA
MARLINTÓG
NÆLONTÓG
LANDFESTATÓG
TROLLBÆTIGARN
BENSLAGARN
TROLLASAR
1/2 “_11/2“
Venjul. med ferk. haus.
Stál, m/sexk. haus.
DURCO-patentlásar
V2“, %“, %“
FRAM-patentlásar
DRAGNÓT ALÁSAR,
galv.
DRAGNÓT ALÁSAR,
Stál.
TROLLPOKALÁSAR,
2 st.
BAUJUKASTKRÖKUR
FÓTREYPISKEÐJUR
GRANDRÓPAKEÐJUR
GRANDRÓPAHLEKKIR
SYLGJUR
STOPPNÁLAR
HLERAKRÓKAR
GÍLSKRÓKAR
MESSENGERKRÓKAR
SPANNAR 3 geröir
MERLSPÍRUR, tré,
járn.
BLAKKIR
Mikið úrval
GÁLGABLAKKIR
GILSBLAKKIR
BÓMUBLAKKIR
BÓMUSVINGBLAKKIR
KASTBLAKKIR
YEAL-BLAKKIR
%—IV2 tonn.
KRAFT-TALÍUR
BAUJULUGTIR
ENDURSKINSHÓLKAR
BAUJUSTENGUR
Ál, plast, bambus.
BAUJUSTANGAR-
BELGIR
NÓTABELGIR, ílangir
PLASTKÖRFUR
VÍRKÖRFUR
FISKSTINGIR
FISKGOGGAR
BAUJUFLÖGG. HÚDIR
ÁL-NETAKÚLUR 8“
GOTUPOKAR
STÁLBRÝNI
HVERFISTEINAR
SALTSKÓFLUR
ÍSSKÓFLUR
FLATNINGSHNÍFAR
FLÖKUNARHNÍFAR
KÚLUHNÍFAR
(38
VÍR- OG
BOLTAKLIPPUR
^ Ánanaustum ▼
Sími 28855
Opiö laugardaga 9—12
Gunnar
Aftalsteinn
Guðbjörg
Guftmundur
Fimmtudagsleikrit útvarpsins:
Ungur maður missir minnið og
margir gera tilkall til hans
1 kvöld, fimmtudagskvöld
klukkan 20, verður í útvarpi flutt
leikritið t leit að fortíð eftir Jean
Anouilh. Þýðinguna gerði Inga
Laxness, en Gunnar Eyjólfsson er
leikstjóri. Með helstu hlutverkin
fara Hjalti Rögnvaldsson, Guð-
björg Þorbjarnardóttir, Guð-
mundur Pálsson og Aðalsteinn
Bergdal. Flutningur leiksins tek-
ur röskar 100 mínútur.
Ungur maður, Gaston að nafni,
hefur misst minnið í stríðinu.
Margar fjölskyldur gera tilkall til
hans og er Renaud-fjölskyldan þar
fremst í flokki. Hertogafrú nokkur
hefur tekið Gaston að sér, og hún
vill auðvitað ekki láta hann í
hendurnar á hverjum sem er.
Minnisleysi getur verið bagalegt,
en svo gerist undarlegt atvik ...
Jean Anouilh fæddist í Bordeaux
árið 1910. Hann stundaði lögfræði-
nám í París, vann síðan hjá
bókaforlagi og víðar, en hefur
eingöngu fengist við ritstörf frá
1932. Leikritum hans má skipta í
tvo höfuðflokka, „piéces noires"
(harmræn verk) og „piéces roses“
(gamansöm og oft mjög
hugmyndarík verk). Anouilh þekk-
ir tækni leikhússins út í æsar.
Styrkleiki verka hans er fólginn í
góðri sálrænni uppbyggingu og
sérkennilegum stíl, sem er fyndinn
og háðskur í senn. Leikritið
„Ferðamaður með tvær hendur
tómar“ (1937) aflaði honum veru-
legra vinsælda. Síðar komu „Col-
ornbe", „Lævirkinn" og „Vals
nautabananna", svo nokkur séu
nefnd. Þjóðleikhúsið sýndi
„Stefnumótið í Senlis" árið 1953.
Útvarpið hefur áður flutt leikrit-
in „Colombe" 1966, „Medeu" 1968
og „Madame de ... “ 1972.
Morgunpústur í dag.
Útvarpað beint frá
Reykjavík og Akureyri
MORGUNPÓSTURINN er að
venju á dagskrá útvarpsins í
morgunsárið í dag, og eru um-
sjónarmenn hans eins og venju-
lega þeir Páll Heiðar og Sigmar
B. Hauksson. Þeim til aðstoðar er
Erna Indriðadóttir.
Páll Heiðar Jónsson sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær, að
í dag yrði útvarpað beint bæði frá
Akureyri og Reykjavík. Sigmar
fór norður í land í gær, í útsend-
ingar- og efnisöflunarferð, og ætl-
ar auk þess sem hann verður á
Akureyri að fara til fleiri staða,
svo sem Vopnafjarðar.
í Reykjavík verður svo eitthvað
af efninu flutt, og ber þar helst til
tíðinda að Benedikt Gröndal fyrr-
um forsætisráðherra og formaður
Alþýðuflokksins kemur til viðtals
eftir fréttirnar klukkan 8.
Morgunpóstarnir Sigmar B.
Hauksson og Páll Heiðar
Jónsson. Sigmar er nú á
Akureyri, en Páll fyrir sunn-
an.
Útvarp ReykjavíK
FIM41TUDKGUR
14. febrúar
MORGUNNINN
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
7.10 Leikfimi. 7.20 Bæn
7.25 Morgunpósturinn. (8.00
Fréttir)
8.15 Veðurfregnir. Forustugr.
dagbl. (útdr.). Dagskrá.
Tónleikar.
8.45 Tilkynningar.
9.00 Fréttir.
9.05 Samræmt próf í tveimur
erlendum málum fyrir 9.
bekk grunnskóla
a. Danska. b. 9.30 Enska.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregn-
ir.
10.25 Morguntónleikar
Maurice André og Kammer-
hljómsveitin í Múnchen leika
Trompetkonsert í Es-dúr eft-
ir Haydn; Hans Stadimair
stj. / Kammerhljómsveitin í
Zúrich leikur Concerto
grosso í D-dúr op. 6 nr. 5
eftir Hándel; Edmond de
Stoutz stj.
11.00 Verzlun og viðskipti.
Umsjón: Ingvi Hrafn Jóns-
son.
11.15 Tónleikar. Þulur velur og
kynnir.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tii-
kynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregn-
ir. Tilkynningar.
Tónleikasyrpa
Léttklassísk tónlist, dans- og
dægurlög og lög leikin á
ýmis hljóðfæri.
14.45 Til umhugsunar
Jón Tynes félagsráðgjafi sér
um þáttinn.
15.00 Popp. Páil Pálsson kynn-
ir.
SÍÐDEGIÐ
15.50 Tilkynningar.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Tónlistartími barnanna.
Stjórnandi. Egill Friðleifs-
son.
16.40 Útvarpssaga barnanna:
„Ekki hrynur heimurinn“
eftir Judy Blume. Guðbjörg
Þórisdóttir les þýðingu sína
17.00 Siðdegistónleikar
Columbíu-sinfóníuhljóm-
sveitin leikur litla sinfóníu
nr. 1 eftir Cecil Effinger;
Zoltan Rozznyai stj. / Sin-
fóniuhljómsveit útvarpsins í
Múnchen leikur tvö sin-
fónísk ljóð „Hákon jarl“ og
„Karnival í Prag“ eftir Bed-
rich Smetana; Rafael Kubel-
ik stj. / Louis Cahuzac og
hljómsveitin Filharmonía i
Lundúnum leika Kiarinettu-
konsert eftir Paul Hinde-
mith; höfundurinn stj.
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
20»
FÖSTUDAGUR
15. íebrúar
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og
dagskrá
20.40 Prúðu leikararnir
Gestir þáttarins eru lát-
bragðsleikararnir Shields
og Yarnell. Þýðandi Þránd-
ur Thoroddsen.
21.05 Kastijós. Þáttur um
innlend málefni. Umsjónar-
maður ömar Ragnarsson
fréttamaður.
22.05 Feigðarspá. Ný, frönsk
sjónvarpskvikmynd. Aðal-
hlutverk Jean-Claude Carr-
iere. Frægur skurðlæknir
er á höttunum eftir hjarta
handa fárveikum vini
sinum. Af tilviljun fær
hann í hendur myndavél
sem skllar myndunum full-
gerðum, en brátt kemst
læknirinn aft því að vélin er
gædd óvenjulegum eigin-
leikum. Þýðandi
Kjaran.
23.35 Dagskrárlok
KVÖLDIÐ
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.35 Daglegt mál
Helgi Tryggvason fyrrum yf-
irkennari flytur þáttinn.
19.40 íslenzkir einsöngvarar og
kórar syngja
20.00 Leikrit. „í leit að fortíð“
eftir Jean Anouilh
Þýðandi Inga Laxness.
Leikstjóri. Gunnar Eyjólfs-
son. Persónur og leikendur.
Gaston/Hjalti Rögnvalds-
son, Hertogafrú Dupont-
Dufort/Guðbjörg Þorbjarn-
ardóttir, Huspar lögfræð-
ingur/Guðmundur Pálsson,
Georges Renaud/Aðalsteinn
Bergdal, Valentine Renaud,
kona hans/Margrét Ólafs-
dóttir. Aftrir leikendur.
Steindór Hjörleifsson, Felix
Bergsson, Ragnheiður
Steindórsdóttir og Bessi
Bjarnason.
21.50 Einsöngur í útvarpssal:
Erlingur Vigfússon syngur
lög eftir Gylfa Þ. Gíslason.
ólafur Vignir Albertsson
leikur á pianó.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
22.30 Lestur Passiusálma (10).
22.40 Að vestan
Finnbogi Hermannsson
kennari á Núpi í Dýrafirði
sér um þáttinn.
23.00 Kvöldstund
með Sveini Einarssyni.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.