Morgunblaðið - 14.02.1980, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.02.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1980 29 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Gítartónlist Tek að mér að spila á árs- hátíðum og öðrum samkvæm- um, er með létt klassíska gítar- tónlist. Örn Arason, síml 53527. Til sölu Volvo 245 GL árg. 1979, ekinn aöeins 7.300 km. Uppl. í síma 19761. Til sölu vörubíll Volvo F 88 árg. 1974. Uppl. í síma 95—5514 eftir kl. 8 á kvöldin. Subaru 2 Subaru 1600, setan árg. 78 til sölu. Hafiö samband viö Sub- aruumboöiö í síma 33560. Framtalsaðstoö Viö aöstoðum með skattfram- talið. Tölvubókhald, Síöumúla 22, sími 83280. Skattframtöl — Reikningsskil Tek að mér gerö skattframtala fyrir einstaklinga og minni fyrir- tæki. Ólafur Geirsson viðsk.fr. Skúlatúni 6, sími 21673 e. kl. 17.30. Tek aö mér aö leysa út vörur fyrir verzlanir og innflytjendur. Tilboö sendist augl. Mbl. merkt: „Ú — 4822“. Skattaframtöl Framtalsaðstoð Annast skattframtöl fyrir ein- staklinga. Tímapantanir í síma 28188. Gísli Baldur Garðarsson hdí. Klapparstíg 40. 38 ára maöur óskar eftir starfi. Margt kemur til greina. Hef áhuga á sölustarfi. Get byrjaö strax. Símí 71296. Vélstjóri með full rétt- indi óskar eftir vinnu, helzt á minni geröinni af skuttogurum, annaö kemur til greina. Uppl. eftir kl. 5 í síma 54497. IOOF 5 = 1612148 Va = FL. I.O.O.F. 11 = 16102148V2 = 9.0. Fíladelfía Reykjavík Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Æskulýðskór syngur und- ir stjórn Clarens Glad. K.F.U.M. og K. Hafnar- ] firði Kristniboðsvikan í kvöld vitnisburöur Svanhildur Bergsdóttir. Ræöur sér Gunnþór Ingason. Söngur Jóhann Möller. Grensáskirkja Almenn samkoma veröur í safnaöarheimilinu í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega vel- komnir. Halldór S. Gröndal. Fíladelfía Gúttó Hafnarfiröi Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Dagbjartur Guéjónsson, Garðar Loftsson tvísöngur. Vitn- isburöir Gestur Sigurbjörnsson og fl. Samkomustjóri Daníel Glad. Fimir fætur Templarahöllin 16. febrúar. Svífum áfram. Hjálpræðisherinn Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. AD KFUM og KFUK Þorravakan í kvöld hefst kl. 19.00 í húsi félaganna við Amtmannsstíg. 5588—0018 / 01 Bænastaðurinn Fálkagötu 10. Samkoma á fimmtudag kl. 20.30. Bænastund virka daga kl. 7 eftirmiödag. raðauglýsingar — raðauglýsingar — radauglýsingar Auglýsing um styrki til kvikmyndagerðar Kvikmyndasjóöur auglýsir eftir umsóknum um styrki til kvikmynda- gerðar. Umsóknum fylgi kvikmyndahandrit og/eða greinargerð um verkefniö og lýsing á því, svo og áætlun um kostnaö og fjármögnun og tímaáætlun. Til greina kemur aö veita styrk til að semja kvikmyndahandrit. Umsóknum um styrk til handritsgeröar skal fylgja efnislýsing og sýnishorn af handriti. Umsóknir sendist: Kvikmyndasjóði, Menntamálaráðuneytinu, Hverfis- götu 4, Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 15. mars 1980. Reykjavík, 11. febrúar 1980, Stjórn Kvikmyndasjóðs. Auglýsing frá ríkisskattstjóra um framtalsfrest Ákveöiö hefur verið aö framlengja áöur auglýstan frest einstaklinga til skila á skatt- framtali 1980 svo sem hér segir: Hjá einstaklingum, sem ekki hafa meö höndum atvinnurekstur eða sjálfstæöa starfsemi, framlengist skilafrestur frá 25. febr. til og meö 10. mars 1980. Hjá einstaklingum, sem hafa meö höndum atvinnurekstur eöa sjálfstæða starfsemi, framlengist skilafrestur frá 31. mars til og meö 15. apríl 1980. Reykjavík 12. febrúar 1980, Ríkisskattstjóri. Greiðsla olfustyrks í Reykjavík fyrir tímabilið október — desember 1979 er hafin. Olíustyrkur er greiddur hjá borgargjaldkera, Austurstræti 16. Afgreiöslutími er frá kl. 9.00—15.00 virka daga. Styrkurinn greiöist framteljendum og ber aö framvísa persónuskilríkjum viö móttöku. Frá skrifstofu borgarstjóra. Sjálfstæðiskonur Árnessýslu Aðalfundur Sjálfstæðiskvenfélags Árnessýslu veröur haldinn í Sjálfstæðishúsinu Tryggvagötu 8, Selfossi laugardaginn 16. febrúar n.k. kl. 2.00 e.h. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Inntaka nýrra félaga. Gestur fundarlns veröur Arndís Björnsdóttir. Stjórnin. Skólanefnd Heimdallar Fundur verður haldinn fimmtudaginn 14. febrúar kl. 18.00. Dagskrá: 1. Framhaldsumræöur frá síöasta fundi. 2. Kynntur verður leshringur. 3. Ýmis önnur mál. Kaffiveitingar. Formaöur. Hverfafélag sjálfstæð- ismanna í Hlíða- og Holtahverfi Spilakvöld Síöasta spilakvöldið í þessari umferð verður í kvöld kl. 20 í Valhöll við Háaleitisbraut. Mætum stundvíslega. Verðlaun og kaffiveitingar að venju. Stjórnin. Hvað er frelsi? Leshringur Heimdallar um orðið frelsi og helztu merkingar þess, hefur göngu sína, laugardaginn 16. febrúar kl. 14.00 í Valhöll, Háaleitisbraut 1, 2. hæö. Stjórnandi veröur Kjartan G. Kjartansson. Lögtök Auglýsing um lögtök samkvæmt beiðni ríkisútvarpsins dagsettri 13. febrúar 1980 úrskuröast hér meö samanber 20. grein útvarpslaga nr. 19 frá 1971 aö lögtök fyrir ógreiddum afnotagjöldum útvarps og sjón- varpstækja ásamt vöxtum og kostnaði skulu fara fram aö 8 dögum iiðnum frá birtingu úrskurða þessa. Reykjavík 13. febrúar 1980 Yfirborgarfógetinn í Reykjavík. V alentí nsdagur ÞAÐ TELST til meirihátt- ar yfirsjóna og tillitsleysis að muna ekki eftir afmæl- isdegi konunnar sinnar, elskunnar sinnar, eigin- mannsins eða elskhugans MYNDAMÓTHF PRENTMYNDAGERÐ AÐAUSTRÆTI • - SÍMAR: 17152-17355 né deginum, þegar hið raunverulega ástarsam- band þeirra hófst. Þessara daga minnast flestir með einhverjum hátíðabrigð- um, gjöfum, blómum og veizluhöldum. Einhverra hluta vegna hefur samt sjálfur hátíðisdagur elsk- enda á öllum aldri orðið útundan á íslandi, sjálf Valentínshátíðin, sem ber upp á 14. febrúar. Ef til vill er það merki þess, að íslendingar séu óróm- antískari en aðrar þjóðir. Sagan segir, að hinn grimmi og gjörspillti keisari Róm- verja, Clauduis annar, hafi bannað hjónabönd vegna þess, að kvæntir menn yrðu lélegir og huglausir hermenn í stríði. Hinn kristni Valentínus hélt þó áfram að gefa fólk saman á laun, þar til hann var hand- tekinn og hálshöggvinn fyrir tiltækið, en síðar var hann tekinn í helgra manna tölu. Löngu síðar varð dagur heil- ags Valentíns að hátíðisdegi elskenda um allan heim, gleði- degi þar sem ást og róm- antískum minningum er skip- að í öndvegi. Ekki þykir síður ástæða til að senda elskunni sinni kort á Valentínsdaginn en á jólum og afmæli ásamt tilheyrandi blóma- og gjafa- skiptum á báða bóga. Þótt þessi siður sé útbreidd- ur í löndum báðum megin Atlantshafsins, hefur hann lítt borizt til Islands enn, en nú stendur það til bóta, því að Ferðaskrifstofan Útsýri gengst fyrir miklum fagnaði á Hótel Sögu n.k. sunnudag, sem til- einkaður er Valentínsdegin- um. Verður Súlnasalurinn skreyttur blómum, kertaljós á borðum og umhverfið róm- antískt. Fjölbreytt dagskrá verður að venju s.s. glæsileg snyrti-, hárgreiðslu- og tízku- sýning, skemmtiatriði, ferða- bingó — vinningar að verð- mæti 1 milljón, ókeypis happ- drætti o.m.fl. (Fréttatilkynning^ frá Ferðaskrifstofunni Útsýn). Frönsk gaman- mynd hjá Fjalakettinum FJALAKÖTTURINN sýnir í Tjarnarbíói í kvöld. fimmtudag, kl. 21. á laugardaginn kl. 17 og á sunnudaginn kl. 17, 19:30 og 22 eina myndina af þeim f jórum sem kynningarskírteinin gilda á. Það er franska gamanmyndin „La cité de l’indécible peur“ (Borg hins takmarkalausa ótta) eftir Jean- Pierre Mocky. Neistinn að myndinni er þjóðsaga frá miðöldum. Hroðaleg ófreskja, sem ekki hefur gert vart við sig í margar aldar, birtist nú á ný í litlum bæ úti á landsbyggðinni og gerir þar óskunda mikinn. Aðalhlutverkið í myndinni er leikið af hinum þekkta gamanleik- ara Bourvil.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.