Morgunblaðið - 14.02.1980, Blaðsíða 38
3 8 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1980
Sigfús Guðfinnsson
— Minningarorð
Fæddur 9. ágúst 1895.
Dáinn 6. febrúar 1980.
Sigfús Guðfinnsson fyrrum
skipstjóri og síðar kaupmaður í
Reykjavík lést í Elliheimilinu
Grund miðvikudaginn 6. febrúar.
Sigfús var fæddur á Hvítanesi við
Djúp og voru foreldrar hans Guð-
finnur Einarsson og Halldóra Jó-
hannsdóttir.
Snemma fór Sigfús að stunda
sjósókn méð föður sínum og bróð-
ur, Einari, en réðst síðan á togara
um skeið eða þar til hann varð
skipstjóri á djúpbátnum, en það
var hann í áratug. Sigfús var
farsæll skipstjóri og einstaklega
alúðlegur og hjálpsamur. Skip-
stjórn djúpbátsins á þessum tíma
var erfitt og erilsamt því að víða
þurfti að koma við og lendingar-
skilyrði ákaflega frumstæð. Allan
þennan vanda leysti Sigfús með
ljúfmennsku og kunnáttusamri
stjórn, og hefur víða komið fram
hve Vestfirðingar og þó einkum
fólkið við Djúp minnist hans með
miklu þakklæti og virðingu.
Haustið 1917 kvæntist Sigfús
Maríu Kristjánsdóttur frá
Hiíðarhúsum í Snæfjallahreppi og
hófu þau búskap í Kolakoti í
Folafæti og síðar Tjaldtanga. Þau
fluttust til ísafjarðar vorið 1925
en síðan til Reykjavíkur 1941.
Þau Sigfús og María eignuðust
átta börn og eru sex þeirra á lífi.
Þau eru: Guðfinnur, Kristján,
María, Garðar, Halldóra og Jenny.
Öll eru þau gift og búa í
Reykjavík. Dóttur sína Þorgerði,
ljósmóður, misstu þau árið 1957 og
sveinbarn eignuðust þau sem dó
skömmu eftir fæðingu.
Einnig ólu þau upp tvö barna-
börn sín, Svanfríði Maríu Guð-
jónsdóttur, dóttur Maríu og Guð-
jóns Halldórssonar skipstjóra, og
Guðlaugu Guðmundsdóttur, dótt
ur Þorgerðar og Guðmundar Þor-
lákssonar.
Saga uppvaxtar- og frumbýl-
ingsára þeirra Sigfúsar og Maríu
við Djúp er merk saga brautryðj-
enda og dugnaðarfólks. Þessi saga
verður ekki rakin hér, en vonandi
verða henni gerð góð skil annars
staðar áður en hún fyrnist með
komandi kynslóðum.
Það hefur án efa verið erfið
ákvörðun hjá þeim hjónum að
flytjast búferlum tii Reykjavíkur.
Einkum hlýtur það þó að hafa
verið erfitt fyrir Sigfús, dugmik-
inn skipstjóra, að hætta sjó-
mennsku og setja upp verslun.
Þetta gerði Sigfús þó með þeim
árangri að hann varð ekki síður
virtur og vinsæll kaupmaður en
hann hafði verið sem skipstjóri.
Fyrst stofnaði hann verslun að
Fálkagötu 18 sem hann rak aðeins
skamman tíma, en síðan stofnaði
hann verslun þá er hann rak þar
til starfsævi hans lauk, en það var
að Bragagötu 22.
Verslanir Sigfúsar urðu aldrei
mjög stórar á nútíma mælikvarða
en þær voru byggðar á traustum,
heiðarlegum og alúðlegum grunni.
Hann fylgdist þó vel með þróun
mála og var meðal stofnenda
margra fyrirtækja og samtaka í
verslun eins og t.d. Verslunar-
bankans, Matkaups o.fl.
Viðskiptavinir Sigfúsar í versl-
un hans á horni Bragagötu og
Nönnugötu komu.víða að en flestir
voru þeir þá úr hverfinu umhverf-
is verslunina. Margar sögur þekki
ég um rausn og örlæti Sigfúsar
þegar þetta fólk átti í hlut og var
hans sárt saknað þegar hann varð
að hætta kaupmennsku vegna
heilsubrests árið 1973.
heilsu þeirra hjóna hrakaði
mjög næstu árin og varð það því
að ráði að þau fengju vist í
Elliheimilinu Grund.
Þar dvelst María nú og er heilsu
hennar mjög brugðið.
Eg sem þessi fáu orð skrifa í
minningu þessa mæta manns hef
alla ævi talið það mikið happ í
mínu lífi að fá að kynnast honum
og þeim hjónum báðum. Þessara
kynna hef ég notið í tvo áratugi.
Bæði hjónin voru búin mann-
kostum sem gerðu þau í mínum
augum og þeirra sem kynntust
þeim, að einstaklega mikilhæfum
og aðlaðandi persónuleikum.
í viðræðum mínum við Sigfús
fann ég ætíð hve hann var raung-
óður, heiðarlegur, orðvar og ein-
stakt ljúfmenni.
Hann var yfirleitt ekki orð-
margur, en á bak við allt sem
Hann sagði bjó hugur góðs drengs.
hann var þekktur fyrir áreiðan-
leika í viðskiptum og raunar öllum
samskiptum við einstaklinga og
fyrirtæki. Það sem hann tók að sér
eða lofaði að gera stóð hann við.
En það sem okkur vinum hans og
ættingjum er þó eftirminnilegast
um hann þegar litið er til baka er
það þó fyrst og fremst hve hann
var hjartahlýr og tillitssamur í
allri umgengni.
Það er því með sárum söknuði
sem við kveðjum hann á þessum
degi. Systkini hans, börn og
barnabörn og allir sem kynntust
honum syrgja hann, en finna
jafnframt til innilegs þakklætis
fyrir að hafa fengið að njóta
samvista við hann og handleiðslu
lengri eða skemmri tíma á lífsleið-
inni.
Blessuð sé minning hans.
Reynir G. Karlsson.
wEn snauðari teljum við þúsundfalt þá,
er þekktu aldrei vináttuhondin.“
Þessar ljóÖlínur duttu mér í
hug, þegar ég nú við þáttaskil,
hugsa um tengdaföður minn Sig-
fús Guðfinnsson látinn.
Við sem þekktum hann, vorum
bundin honum sterkum bcndum,
börnin mín, barnabörnin mín,
tengdadóttir, tengdasonur,
maðurinn minn og ég, höfum ekki
þekkt marga menn grandvarari en
hann til orðs og æðis, hjálpsamari,
gjöfulli, starfsamari eða afkasta-
meiri.
Sigfús Guðfinnsson var fæddur
9. ágúst 1895 að Hvítanesi í
Ögursveit, Norður ísafjarðar-
sýslu, sonur hjónanna frú Hall-
dóru Jóhannsdóttir frá Rein í
Hegranesi, Skagafjarðarsýslu og
Guðfinns útvegsbónda Einarsson-
ar.
Bæði voru þau hjón af styrkum
stofni vestfirzkrar og norðlenzkr-
ar ættar, sem hér verður ekki
farið út í að rekja, enda munu
aðrir ættfræðinni kunnugri gera
því skil.
Nokkurra vikna gamall flutti
Sigfús með foreldrum sínum að
Litlabæ í Skötufirði. Þar ólst hann
upp með bræðrum sínum og systr-
um, en samtals voru þau 15, sem
dóu í æsku.
Öll voru börnin mannvænleg.
Ólust upp við vanalega vinnu til
sveita, en bræðurnir hinir elstu
reru til fiskjar út á fjörðinn, þegar
þeir höfðu aldur til, störfuðu
kappsamlega að hverju sem þeim
var í hendur falið.
Tengdafaðir minn gerði sjó-
mennsku að aðalstarfi sínu, fyrri
hluta langrar starfsævi, var á
togurum, síðar skipstjóri á Póst-
bátnum í 10 ár, 1931—41, að hann
flytur frá ísafirði til Reykjavíkur.
Stofnar matvöruverzlun að Braga-
götu 22, og rekur hana á meðan
heilsan entist, eða til ársins 1973
enda þá orðinn 78 ára og farinn að
heilsu.
Sigfús kvæntist 14. október 1917
Maríu Önnu Kristjánsdóttur, sem
lifir mann sinn, og er nú mikill
sjúklingur, rúmliggjandi á Elli- og
hjúkrunarheimilinu Grund, þar
sem þau nutu frábærrar aðhlynn-
ingar starfsfólksins.
HJónaband þeirra hafði staðið í
rúmlega 62 ár, þegar dauðinn nú
aðskilur þau, og eignuðust þau 8
börn, en misstu eitt barn í frum-
bernsku, og ólu þar að áuki upp 2
barnabörn sín, og er mikill ætt-
bogi frá þeim kominn.
Heimilislíf og heimilisbragur er
eins og allir vita, mjög svo komin
undir húsmóðurinni, heimilið tek-
ur aðallega svip sinn af henni.
María tengdamóðir mín var hin
mesta búsýslukona, og sístarfandi
á heimilinu á meðan heilsan
entist. Heimili Sigfúsar og Maríu
var mikið rausnarheimili og
gestkvæmt, alúð og hlýja sátu þar
í fyrirrúmi. Eins og að líkum
lætur var það mér mjög lær-
dómsríkt, sem ung að árum var þá
að stofna heimili.
HJartagæska, ljúfmennska,
hógværð, réttsýni og órsérhlífni
voru aðalsmerki Sigfúsar tengda-
föður míns, óvanalega orðvar og
mátti aldrei heyra neinum manni
hallmælt.
Sigfús stjórnaði geði sínu og
Karl Jónsson
lœknir -
Fæddur 6. nóvember 1896
Dáinn 1. janúar 1980.
Karl læknir var til hinstu hvílu
borinn þriðjudaginn 8. janúar. Nú,
þegar Karl er allur, langar mig til
að minnast hans nokkrum orðum,
og láta í ljós þakklæti mitt fyrir
35 ára þjónustu hans sem heimil-
islæknis míns og fjölskyldu minn-
ar. Eins og að líkum lætur voru
orðin æði mörg spor á milli á þeim
fjölda ára, þar sem um sjö manna
fjölskyldu var að ræða. Öll var sú
umönnun látin í té af hljóðlátri
hógværð og þekkingu, hvort held-
ur var utan stofu eða innan.
Það tíðkaðist enn á þeim árum
þegar ég var að ala upp mín börn,
að ef einhver varð lasinn svo að
ástæða þótti til að tala við lækni,
að hann kom heim og leit á
sjúklinginn. Einhvernveginn held
ég að þetta hafi gefið manni vissa
öryggiskennd. Ég man þau tilfelli,
er bráð veikindi bar að höndum,
að Karl kom þjótandi af stofu
sinni í miðjum vinnutíma til að
ráðstafa því, sem þurfti. Sjálfsagt
hefur hann álitiö að þeir, sem á
biðstofu sátu, væru ekki í bráðri
hættu, og mundu ekki hafa skaða
af að bíða smá stund. Undir þeim
kringumstæðum koms sá fyrstur
að sem gerst til þekkti.
í Morgunblaðinu 6. jan. s.l. í
„Gárum" Elínar Pálmadóttur,
blaðamanns, kemst hún svo að
orði að gefnu tilefni:
„Hvað verður þegar menn af
gamla skólanum á borð við augn-
læknana Úlfar Þórðarson og
Kristján Sveinsson, sem hægt er
að ganga til án fyrirvara og alltaf
eru til þjónustu reiðubúnir, hverfa
af sjónarsviðinu? Þegar kannski
þarf að panta tíma með margra
vikna eða jafnvel mánaða fyrir-
vara.“
Ég tek undir þessi orð, þau
hefðu getað átt vel við um Karl og
fleiri þeim líka.
Við af þeirri kynslóð, sem höf-
um notið þeirrar gæfu að eiga um
áratugi góðan heimilislækni, sem
jafnframt hefur verið trúnaðar-
vinur, og eigum þess jafnvel kost
Minning
enn, eigum bágt með að hugsa
okkur það „miðstöðvarkerfi" sem í
uppsiglingu virðist vera, að sá
læknir sem á „vakt“ þann ogþann
daginn, taki á móti okkur. Ég er
efins um að náinn trúnaður mynd-
ist þar.
Enginn stöðvar framrás tímans
og trúlega saknar fólk þess ekki,
sem það hefur ekki átt kost á að
kynnast. Ef til vill verður aukin
þörf fyrir geðlækna? Ég tek það
fram, að ég hefi einnig notið
frábærrar hjálpar ýmsra lækna af
yngri kynslóðinni. Hafi þeir mína
hjartans þökk fyrir.
Karl var fæddur á Strýtu við
Hamarsfjörð í S.-Múlasýslu. For-
eldrar hans voru Jón Þórarinsson,
bóndi þar (f. 1842, d. 1909), og
kona hans , Ólöf Finnsdóttir (f.
1865, d. 1957). Karl var tæpra 13
ára þegar faðir hans lést, yngstur
fimm bræðra, en systirin Anna
aðeins 5 ára. Ólöf hélt áfram
búskap með börnum sínum ung-
um, en þá voru tveir elstu bræð-
urnir farnir að heiman. Saga
Ólafar og barna hennar, greindin,
sjálfsaginn og dugnaðurinn, hvað
hann kom sterkt fram hjá þeim
öllum, væri vænt bókarefni. Karl
er sá þriðji af þeim systkinum,
sem kveður þennan heim, Björn,
sem var elstur, lést ungur,
Ríkharður myndhöggvari andað-
ist 1977, en eftir lifa Finnur
listmálari, Georg búfræðingur,
sem lengi rak stórbú að Reynistað
í Skerjafirði, og Anna húsmóðir í
Kópavogi.
Nágranni Strýtufólksins var Ól-
afur Thorlacius, héraðslæknir,
sem síðar varð tengdafaðir Önnu
systur Karls. Bauð hann Ólöfu að
taka Karl til undirbúningsnáms
fyrir menntaskóla. Vorið 1916 tók
hann gagnfræðapróf utanskóla við
Menntaskólann í Rvík, stúd-
entspróf við sama skóla 1919. Próf
í læknisfræði frá Háskóla íslands
1925 með 1. eink. Það liggur í
augum uppi að Karl þurfti að
vinna hörðum höndum til að geta
stundað nám sitt. Þá var ekkert til
sem hét Lánasjóður námsmanna.
Eftir læknisþjónustu í nokkrum
stöðum úti á landi hélt hann til
framhaldsnáms í Kaupmanna-
höfn.
Karl kemur heim frá fram-
haldsnámi 1930, og hlýtur þá
viðurkenningu frá Læknafélagi
Islands sem sérfræðingur í gigt-
arsjúkdómum. Hóf hann starf sitt
hér í Reykjavík. Síðar fór hann
margar námsferðir erlendis, til
Berlínar, Vínar og Norðurland-
anna og víðar. Skömmu eftir
heimkomuna réðst Karl í það
ásamt Valtý Albertssyni, lækni,
að byggja stórhýsið Túngötu 3.
Þar hafa þeir alla tíð búið og haft
læknastofur sínar.
Karl stundaði sérgrein sína
ásamt heimilislæknisstörfum
fram í mars á s.l. ári. í nærri 40 ár
rak hann umfangsmikla endur-
hæfingarstöð í Túngötunni með
sérhæfðu starfsfólki. Þangað sóttu
margir bót meina sinna, og eru
þeir ófáir einstaklingar, sem ég
hefi hitt hin síðari ár, sem farið
hafa hlýjum þakklætisorðum um
starf hans.
Það leiddi af sjálfu sér vegna
þeirrar þjónustu, sem veitt var á
læknastofu hans, að þangað sóttu
margir, sem orðið höfðu fyrir
slysum eða ýmiskonar örkumlum
vegna sjúkdóma. Karl þekkti hvað
það var að vera fátækur og mundi
það, að þess nutu margir sjúklinga
hans. Ég man eitt sinn að ég kom
á stofu hans. Að erindi mínu loknu
spjölluðum við saman smástund
sem oftar. Hann minntist á nýút-
gefna verðskrá fyrir lækna, sem
hann var með á borði sínu, og
sagði eitthvað á þessa leið: „Alveg
er mér ómögulegt að fara eftir
þessu t.d. þegar ég þarf að útbúa
örorkuvottorð. Hvernig á ég að
taka fulla greiðslu af þessu fólki,
sem er hálf eða alveg óvinnufært?
Ég bara get það ekki.“
Árið 1957 gerist Karl sérfræð-
ingur heilsuhælis N.F.L.Í. í Hvera-
gerði. Mun hann hafa gegnt því
starfi í um það bil 10 ár. Jók það
mjög hið mikla starf, sem hann
hafði fyrir, því allir, sem um
heilsuhælisvist sóttu, komu í skoð-
un á stofu hans hér. Þá var hann
og alltaf einn dag vikunnar til
eftirlits með sjúklingum í Hvera-
gerði. Þegar ég lít á ártölin rennur
það upp fyrir mér, að hann hafi
verið orðinn rúmlega sextugur
þegar hann bætir á sig þessu
starfi. I raun fannst okkur, sem
þekktum Karl, hann aldrei verða
gamall. Hann las mikið og fylgdist
vel með því, sem var að gerast á
sviði læknisfræðinnar. Þrátt fyrir
að ýmsir alvarlegir sjúkdómar
sæktu hann heim síðari árin,
bilaði hvorki vilji né kjarkur.
Reisn sinni og andlegri heilbrigði
hélt hann til síðasta dags.
Karl kvæntist 2. maí 1930
danskri konu, Guðrúnu Margrethe '
Möller. Guðrún var lærð íiudd-
kona, og starfaði fjölda ára við
hlið manns síns á stofu hans.
Guðrun lést í desember 1972. Þau
eignuðust tvo syni, Leif lækni, f.
1933, kvæntur Guðrúnu Thor-
stensen, hjúkrunarfræðingi, eiga
þau fimm börn, og Finn verkfræð-
ing, f. 1937, kvæntur Þórunni
Sigurðardóttur, hjúkrunarfræð-
ingi. Þau eiga fjögur börn. Karl
var gæfumaður bæði í starfi sínu
og einkalífi. Hann var mjög heim-
ilisrækinn og eignaðist traustan
lífsförunaut. Hann var mikill
náttúruunnandi og sportmaður
bæði við veiðar og margskonar
íþróttir. Ég man þau hjón á efri
árum vera að fara upp að Elliða-
vatni að vetri til, þar sem sumar-
bústaður þeirra stóð, til þess að
leika sér á skautum þegar ís var á
vatninu.
Það var alla tíð mjög gott
samband milli Karls, systkina
hans og þeirra fjölskyldna. Var oft
glatt á hjalla þegar það fólk kom
saman og þeirra frænda- og vina-
lið. Ég hefi ekki kynnst skemmti-
legri fjölskylduhátíðum heldur en
þegar þetta fólk hittist, og það var
oft, á heimili þeirra Georgs, bróð-
ur Karls, og Margrétar konu hans
á Reynistað. Ekki síst naut Karl
samvista við systkini sín á efri
árum eftir að hann missti konu
sína. Var einkar kært með þeim
bræðrum, Karli og Georg, sem þá
var einnig orðinn ekkjumaður.
Anna systir hans var honum alla
ævi mikill vinur. Þótti honum
mjög vænt um hana og mat hana
mikils vegna einstaks skaplyndis
hennar og mannkosta. Hafði hann
oft á orði hve miklum kærleika
hún hefði miðlað frá sér um
ævina, og þann styrk, sem hann
hefði fengið frá henni síðustu
árin.
Ólöfu móður þeirra annaðist
Atina til hinstu stundar af fágætri
umhyggju. Hún andaðist á heimili
Önnu og Erlings, manns hennar,
92 ára, og hafði þá verið blind í um
tuttugu ár.
Karl var fríður maður, hægur í
fasi og hafði háttprúða framkomu.
Skemmtinn í viðræðum og lúmskt
gpaugsamur. Mér kemur í hug
smásaga, sem ég heyrði Karl
segja. Hann var heimilislæknir
hjónakorna, sem ekki bundu
bagga sína sömu hnútum og sam-
ferðafólk. Svo vildi til að fjölgun
hafði orðið á heimilinu, og stóð til
að skíra afkvæmið á aðfangadag
jóla. Séra Bjarni Jónsson dóm-
prófastur átti að gefa barninu
nafn. Báðu þau lækni sinn um að
vera skírnarvott, sem hann ljúf-
lega gaf samþykki sitt til. Fjöl-
skyldan bjó nokkuð utan við
bæinn. Fór Karl af stað í fyrra
lagi. Hann var húsum kunnugur,
en þótti heldur ruslaralegt um að
litast þegar inn kom. Orðaði hann
það við húsfreyju hvort hún teldi
ekki rétt að sópa áður en prestur-
inn kæmi, hann skyldi taka það að
sér ef að hún léði honum sóp, hún
gæti þá sinnt öðru, sem þyrfti.
Hann var í þann mund að Ijúka'
verkinu þegar séra Bjarna bar að
garði. Hefði dómprófastur rekið
upp stór augu þegar hann sá við
hvaða iðju Karl var. Sagði Karl að
hann og séra Bjarni hefðu oft
brosað að þessum tilburðum hans
þegar þeir hefðu hittst síðar.
Gott er að minnast farsæls
manns þá genginn er.
í Guðs friði.
Guðrún I. Jónsdóttir.