Morgunblaðið - 14.02.1980, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.02.1980, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1980 33 Sveitarafvæðing Orkuráð markaði þá stefnu árið 1975, að þau sveitabýli, þar sem meðalvegalengd milli bæja færi ekki fram úr 6 km, skyldu tengjast samveitum. Nú er sveitarafvæð- ingunni það langt komið, að sam- kvæmt þessu eru aðeins um 40 býli eftir af þeim býlum, sem Orkuráð hefur talið rétt að tengja samveit- um. Að auki eru um 40 býli svo afskekkt, að þau verða tæplega öll tengd samveitum. Þarf því sér- stakar ráðstafanir til aðstoðar þeim býlum sem svo er ástatt um. Hér er ekki um umfangsmikið verkefni að ræða, en hins vegar fnjög þýðingarmikið þeim sem það varðar. Hafa verður í huga, að rafvæðing sveitanna undanfarinn aldarfjórðung hefur haft úrslita- þýðingu fyrir búsetu í strjálbýli. Án hennar væru án efa margar blómlegar byggðir fyrir löngu komnar í eyði. Með tilliti til þessa er gert ráð fyrir að framkvæmdaáætlun sú, sem tillaga þessi fjallar um, nái til þess verkefnis sem enn er ólokið af hinni eiginlegu sveitarafvæð- ingu, enda verði það gert með þeim hætti að rafmagnið megi hagnýta til upphitunar húsa. Orkusparandi aðgerðir Þótt’ Islendingar búi yfir miklu magni ónýttra orkulinda er ástandið í orkubúskapnum þannig, að mikil þörf er á að spara raforku á • heimilum svo sem kostur er. Hinn mikli olíukostnaður kallar líka á að fyllstu ráðdeildar sé gætt við upphitun húsa. Margt getur stuðlað að sparnaði á orkugjöfum. Er þar fyrst að nefna upplýs- ingamiðlun og fræðslustarfsemi. Þá er eftirlit og stilling kyndi- tækja ein einfaldasta og jafn- framt kostnaðarminnsta leiðin til lækkunar upphitunarkostnaðar þar sem það á við. En mikilvæg- asta orkusparandi aðgerðin er fólgin í bættri einangrun húsa Því getur fylgt mikill kostnaður fyrir húseigendur, sem sumir hverjir eiga erfitt með að standa undir. Slíkar framkvæmdir geta þó ekki orkað tvímælis af þjóðhagslegum ástæðum. Þess vegna þarf hið opinbera að koma til aðstoðar með því að sjá um að nauðsynlegu fjármagni sé beint til þessara þarfa. Tillaga þessi gerir ráð fyrir að áætlun sé gerð um skipulegar og markvissar framkvæmdir til orkusparnaðar. Hér hefur verið skýrt markmið og verkefni þeirrar framkvæmda- áætlunar sem tillagan fjallar um. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir samkvæmt áætlun þessari verði fjármagnaðar með lántökum og beinum framlögum úr ríkissjóði. Ekki þykir orka tvímælis, að framkvæmdir þessar eigi að hafa forgang við fjármagnsráðstöfun ríkisvaldsins. Framkvæmdaáætluninni er ætl- að að taka til fjögurra ára. Þótt þörfin sé brýn er þess naumast von að svo umfangsmiklum fram- kvæmdum sem hér er um að ræða verði lokið á skemmri tíma. Er þess ekki heldur að dyljast, að það er mikið átak bæði fjárhagslega og tæknilega að ljúka verkefnum þessum á ekki lengri tíma en tillagan mælir fyrir um. Samkvæmt tillögunni skal fela Orkustofnun að gera framkvæmdaáætlunina. Það verk verður unnið í umboði ríkisstjórn- ar eða ráðherra þess, sem fer með orkumál. Það er hlutverk Orku- stofnunar að vera ríkisstjórninni til ráðuneytis um orkumál. Orku- stofnun á samkvæmt lögum að annast hvers konar rannsóknir og athuganir á málum sem varða framkvæmdaáætlun þá sem hér er gert ráð fyrir. Hlýtur því áætlun- argerðin að styðjast við verk sem þegar hafa verið unnin af sérfræð- ingum Orkustofnunar. Að sjálf- sögðu mundi Orkustofnun leita til annarra aðila við gerð áætlunar- innar eftir því sem ástæður gæfu tilefni til. Mikils er um vert að áætlunar- gerðinni verði flýtt svo sem verða má. Þess vegna er gert ráð fyrir að henni verði lokið ekki síðar en 1. júlí 1980. Eyjar eru þekktari fyrir það að gjóla leiki þar við brúnir en að lognmolla dóli yfir, en undantekningin sannar regluna og Sigurgeir i Eyjum tók þessa lognmynd einn daginn fyrir skömmu þegar gúanóilmurinn lagðist yfir bæinn, sumum til hrellingar, en hjá öðrum espaðist upp tilfinningin fyrir liflegu athafnalifi á vertið. Grenivík: Gamanleikur frum- sýndur á næstunni Grenivik, 11. febrúar 1980. GRENVIKINGAR héldu sitt ár- lega þorrablót s.l. laugardags- kvöld. Um 150 manns sóttu blótið sem haldið var hér i skólahúsinu og var mikill og góður þorramat- ur á borðum. Leikfélagið Vaka sá um skemmtiatriði, m.a. var flutt- ur hinn sivinsæli kattadúett sem vakti mikla kátínu. Þá var annáll ársins fluttur og á milli þess sem fólk fékk meira á diskana var sunginn fjöldasöngur. Eftir að borðhaldi lauk um kl. 23 dunaði dansinn fram á nótt. Fyrir dansinum lék hljómsveit Illuga. Leikfélagið mun á næstunni frumsýna gamanleikinn „Allir eru þeir eins“ eftir Joyce Raybum. Leikstjóri er Auður Jónsdóttir en þetta er í annað sinn sem hún. leikstýrir verki fyrir leikfélagið Vöku. Leikendur í gamanleiknum eru fimm. Þess má að lokum geta til gamans að frá áramótum hefur Grenvíkingum fjölgað um rúml- ega 1% því hér á Grenivík hafa það sem af er árinu fæðst 6 börn og fleiri eru væntanleg alveg á næstunni. Vigdís. SÍNE-deildin i Lundi: EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Alþingi hækki fram- lag til Lánasjóðsins BLAÐINU hefur borist eftirfar- andi ályktun sem samþykkt var á fundi SÍNE-deildarinnar í Lundi þann 6. febrúar s.l. „Fundur haldinn í SÍNE-deild- inni í Lundi þann 6. febrúar 1980 beinir þeirri eindregnu áskorun til Alþingis, að það bregðist skjótt við og hækki framlag til Lána- sjóðs íslenskra námsmanna á fjár- lögum þeim, sem nú verða lögð fyrir Alþingi. Að öðrum kosti mun ekki reynast unnt að úthluta aðallánum nú í byrjun mars í samræmi við úthlutunarreglur þær sem eru í gildi en slíkt mun leiða til þess, að fjöldi náms- manna hrökklast frá námi. Ennfremur yrði það til þess, í fyrsta skipti síðan 1972, að farið yrði undir 85% brúun framfærslu- kostnaðar í lánum sjóðsins. Það síðar talda yrði enn bagalegra nú fyrir þá sök, að samkvæmt núver- andi úthlutunarreglum dragast allar vinnutekjur beint frá láni, þannig að námsfólki gefst ekki kostur á að vinna fyrir þeirri upphæð, sem ber á milli fram- færslukostnaðar og samanlagðra vinnutekna og láns. Við ítrekum því enn áskorun okkar um að fjárveiting á fjárlög- um verði færð til samræmis við þá upphæð, sem stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna fór fram á í fjárveitingarbeiðni sinni." B.B.BYGGINGAVÖRUR HE SUÐURLANDSBRAUT 4 SlMI 33331. OSTAKYNNING - OSTAKYNNING í dag og á morgun frá kl. 14—18. Dómhildur Sigfúsdóttir, hússtjórnarkennari kynnir rétti með Hvítlauksosti og Kryddsmjöri, ásamt fleiri ostaréttum. Nýjar uppskriftir. OSTA- OG SMJORBUÐIN SNORRABRAUT 54

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.