Morgunblaðið - 14.02.1980, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.02.1980, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1980 37 Oddur Ingvar Helgason Minning Fæddur 19. marz 1975. Dáinn 5. febrúar 1980. GuA leiði þlg mitt Ijúfa barn, þú leggur út á mikiA hjarn, meA brjústiA veikt og hýrt og hlýtt, «8 hyggur lifiA sé svo blttt. GuA ieiAi þig (M. Joch.) Lítill ljúfur frændi er horfinn. Eftir standa foreldrar og systkin, móður- og föðurforeldrar, ásamt stóru frændaliði, sem syrgja lítinn glókoll og vin hans, sem varð honum samferða út á hjarnið. Oddur Ingvar var yngstur barna hjónanna Ásthildar Ingu Haralds- dóttur og Helga Oddssonar. Tæp fimm ár er ekki langt lífshlaup og ekkert sem er í frásögu færandi, nema fyrir þá sem til þekkja. Þó er það nú svo, að þegar litið er til baka undrast maður þá birtu sem fylgir minn- ingunum. Stórar spurningar, hnyttin svör, alúðleg framkoma, svo föst og drengileg. Gleðin yfir nýja húsinu, sem stendur í garðin- um hans afa, þar sem var aðal leikvangur hans, var óþrjótandi umræðuefni, og er hann sýndi nýja herbergið sitt sagði hann: „Hér á ég nú heima.“ Hann var heilbrigt og hamingjusamt barn og hvar sem hann fór fylltist umhverfi hans ástúð og góð- mennsku. „Engill varst þú og cniíill aftur upp þÍK vekur herrans kraftur.“ Hugurinn hvarflar til Haralds Helga, stóra bróður, sem ásamt vini sínum, sýndi mikið þrek við að koma bát út að vökinni, og allra sem lögðu sig fram við björgunar- starfið, sem vissulega var unnið í anda kærleika. Stundin var erfið og löng fyrir foreldrana og litlu systur, sem biðu í fjörunni. Skuggi hvílir nú yfir þessum tveim heimilum við Sunnubraut. Maður stendur orðvana, en biður þess að almættið gefi foreldrum og systkinum styrk til að bera þá miklu sorg, sem þau hafa orðið fyrir við burtför þessara tveggja yndislegu drengja, Odds Ingvars og Ketils Axelssonar. Ég votta þeim innilega samúð mína. Drottinn gaf og drottinn tók. Verði Guðs vilji. Katrin Helgadóttir. Þriðjudagurinn 5. febrúar líður seint úr minni. Þessi dagur lofaði góðu, bjartur og fagur. Bank Odda litla á gluggann minn eða hurðina var auðþekkt, og fyrir utan stóð hann, fallegur glókollur með sposka brosið sitt og rauðar kinnar og sagði: „Heyrðu Ásdís, áttu nokkuð köku?“ Og auðvitað átti mömmusystir köku- bita og djús handa litla köku- stráknum sínum. Þennan dag spjölluðum við sam- an um hænsnabúið. Oddi sýndi mér svartan, frosinn köggul á vettlingnum sínum, sem var hænsnaskítur, og saman hlógum við að þessu. Margar stundir átti hann í hænsnabúinu og sagði, að þar væri vinnan sín, því hann hjálpaði Kára í vinnunni. Við þökkum Kára fyrir umburðarlyndið að lofa litlum, forvitnum 4 ára snáða að vera með sér við verkin. Litli vinurinn hafði áhyggjur af því, þegar hænsnabúið yrði rifið þá myndi hann missa vinnuna sína. Þannig var litli fjörkálfurinn minn, fullur af starfsorku og gleði. Hann þoldi aldrei að sjá neinn sorgmæddan eða leiðan. Þá sagði hann gjarnan: „Heyrðu, af hverju ertu svona?" og benti á munninn á þeim, sem hann var að tala við. Og gerði svo allt mögulegt til að ná fram brosi á andlitið á þeim, sem leiður var. Þannig er minningin um Odda minn, björt og fögur. Ég var svo lánsöm að fá'að umgangast hann á hverjum degi í rúma 2 mánuði. Fjarlægðin á milli heimila okkar er ekki nema nokkr- ir metrar. Framhaldið af þessum bjarta degi vildi ég helst ekki muna, en engu að síður hefur hann rist djúp sár í hjörtum okkar, sem þekktum litla frænda minn og elskuðum. Fyrst skelfing og örvænting, síðan eitthvert tóm. Ég kveð litla vininn að sinni og bið algóðan Guð að vernda sál hans og litla vinar hans. Hvíli þeir í guðsfriði. Elsku systir mín, mágur og bðrnin ykkar. Megi algóður guð gefa ykkur styrk og kraft í þessari miklu sorg. Ásdis Haraldsdóttir Litli glaðværi snáðinn, sem bar lífsneistann í brjósti sér, lauk sinni ferð aðeins fjögurra ára að aldri. Ljósvakinn í litlu sólkerfi, sem nýlega hafði búið um sig að Sunnubraut í Kópavogi. Lögmálin eru óskýranleg, en hér virðist allt bresta. Oss verður óskiljanlegt hið algera miskunn- leysi þegar litlum dreng er svipt á braut, þaðan sem honum var best veitt forsjá og gleði foreldra var mest. En lífið er sterkara en dauðinn. Sönnun þess má finna á heimili vina okkar, því að Oddur litli Ingvar skildi foreldrum sínum eftir lífsneistann. — Hann mun lifa og tendra aftur sólargeislann, og hamingjan mun taka sér ból- festu á ný að Sunnubraut 52. Það má hverjum verða að fullvissu sem þar kemur. Blessun Guðs fylgi vinum okkar fram á veginn, þeim hjónum Ingu og Helga og börnum þeirra Har- aldi og Katrínu. Heiða og Kjartan. Minning þriggja skipverja af varðskipinu Tg Mánudagsmorgun 7. janúar 1980 öslaði varðskipið Týr vestlæga stefnu um 60 sjómílur norður af Melrakkasléttu. Þarna norður í Ishafi voru fyrstu loðnuskipin í ákafri leit að loðnunni, en það var sem loðnan vissi örlög sín, og lét ekki á sér kræla, því ákveðið hafði verið, að ekki minna en 100 þúsund tonn af henni yrðu fengur fiskimanna í þessari atlögu. Sigl- ing Týs þarna í íshafinu var hluti af atlögunni að loðnunni þessu sinni, því nú var von á tugum veiðiskipa og nokkur hundruð ungum og vöskum fiskimönnum á miðin. Skipin sem þeir sigldu, voru tuga milljarða króna virði. Sum spánný og eins fullkomin að búnaði og mannleg þekking og hugsun kann best í dag. Önnur eldri að árum, en reynd af áhöfn- um í slag við brælur og veiðiskap. Svipaða sögu má segja um gráa skipið Tý, sem er a.ð verða 5 ára. Hann er sterkur með öflugasta vélarrúm íslenska flotans, og margreyndur í átökum við erlenda togara, dráttarbáta.freigátur og strönduð, sökkvandi, brennandi og illa á sig komin skip, ýmissa erfiðleika vegna. Týr hefur séð ýmsar mannraunir, sjúkra- og neyðarflutninga, leit að týndum skipum og sjómönnum, og ólík- legustu hjálparaðgerðir í erfið- leikum dreifbýlisins. Öll hafa þessi störf og lausn þeirra eins og til hefur tekist hverju sinni, greypt mörk sín á áhöfnina og skipsandann. Á nú- tíma vísu er kjarni þessarar áhafnar nokkuð sérstæður, því 11 af 12 skipverjum, skipherra ekki meðtalinn, sem tóku við skipinu nýju eða skráðust á það fyrstu mánuðina, hafa svo til óslitið verið saman á skipinu. Slíkt þótti ekki tiltökumál á árum fyrr, en er nú frekar sjaldgæft á tímum hraða í iðandi þjóðlífi.. Þessi hópur hefur því mótast í sinn eigin farveg manna, sem hafa siglt á öllum gerðum skipa, segl- skipum, gufuskipum, mótorskip- um, fiskiskipum, kaupskipum og varðskipum. Vináttutengsl hafa verið sterkur þáttur í samstarfi og lausn erfiðra viðfangsefna, ásamt verkkunnáttu, sem komin er úr mörgum áttum mismunandi reynslu skipverjanna. Auk þess hafa nokkrir þessara félaga siglt saman í mörg ár á varðskipum áður en Týr kom til sögunnar. Löng samvinna og vinátta er sterkur þáttur í því, að erfið og hættuleg störf takast oft miklu betur en á horfist í upphafi, vegna þess að framkvæmd öll er svo nátengd því, að menn þekki getu og viðbrögð hver annars, sem aftur kemur mest í veg fyrir erfið mistök. En það verður sagt um sjómennskuna, að mannleg mis- tök,bilun tækja og búnaðar, ásamt óvæginni náttúru, séu áhrifarík- ustu örlagavaldarnir, sem setja eilíf einkenni á starfið. Með þessa áhöfn öslaði Týr um íshafið. Pólmyrkur og drungi, en gott skip og góðir drengir biðu sólaruppkomu og birtu. Elífðar- ganga sólar brást ekki þennan dag í íshafinu, en sólaruppkoma var ekki í lífi þriggja skipsfélaga. Áður en sól reis, höfðu þeir gengið samstíga inn í hina eilífu birtu, þar sem óvissan varð að vissu og þroskaleit að fullkomnun. Áður en nokkurn varði voru þeir félagarnir, Einar Óli, Jóhannes og Jón, búnir að skipta um skiprúm. Þeir stigu af gráa skipinu, sem sigldi í drunganum, yfir á hvfia skipið, sem siglir óþrjótandi eilífð- arbyr bólstrabakkanna á himin- hafi hinnar víðfemu fullvissu endalauss alheims. Saman voru þeir, saman fóru þeir, og saman verða þeir, því skaphöfn þeirra, blítt viðmót og drengjaleg gæði, skipa þeim eins og áður í stafni meðal þeirra, sem horfa til birt- unnar á skipinu hvíta, og kanna leiðir fyrir okkur hin, sem þeim munu vernda og leiða á þeirri leið óvissunnar, sem við enn munum eiga nokkra stund. Aldrei munu þeir yfirgefa okkur, sem á einn eða annan hátt tengdumst þeim. Bönd þeirra við ættmenni, ástvini og félaga voru einkennd af með- fæddri blóðskyldu, hógværri þrá eftir ást og blíðu, og tillitssemi og skapgæðum við félaga sína. Það sem tengir okkur við þá félagana, auk daglegra hugar- mynda svipmóts þeirra, eru þær mótuðu skaphafnir, sprottnar frá fornu úr íslenskri heimspeki, sem enn í dag varðveitist í lífsmótun og þroskaleit íslenskra sjómanna, og einkenndi félaga okkar þrjá. Þessi mótun á uppruna sinn í heimspeki forníslendinga, þegar þeir skilgreina afstöðu sína til síns umheims á fyrstu öldum landnáms. Sú afstaða þeirra mót- aðist af furðu mikilli söguþekk- ingu þeirra á Evrópu og Vestur- Asíu. Síðan varð lífsbarafta þeirra til að skerpa hugsun um heilla- vænlega heimspeki, til að afstaða afkomenda þeirra þroskaðist til undirbúnings undir lífsbaráttu og örlög, með sérstakri áherslu á það, að óvænt og óvægin örlög skildu fram ganga þannig, að á móti væri tekið, sem væri það lítið eitt, sem ekki skyldi æðrast yfir. Þar sem forntrúin tók sérstak- lega afstöðu til líðandi atburða, eins og skýrt kemur fram hjá höfundum íslendingasagna, er þeir sýna viðbrögð sögupersóna, kom síðan hægfara Kristnitrú, og fyllti upp í tómarúmið með ákveð- inni afstöðu til eílífðarmálanna. Þessir tveir þættir byggja íslenska heimspeki sem snertir á einn eða annan hátt líf hvers nútíma íslendings. Þeir sem leita að annarri íslenskri heimspeki, eru skammt komnir í leit sinni, því heimspeki okkar er svo samtvinn- uð íslenskri menningu, að hún mun vart taka miklum breyting- um á næstu öldum. Plastiktilvera og alls konar atómgrautur hefur engan þann varanleika, sem á möguleika á því að marka sjáan- leg ör í íslenska heimspeki. Heimspeki, sem sprottin er úr þjóðlífi okkar, hentar sjómönnum einkar vel, og öllum sem þeim eru tengdir. Félagarnir þrír, sem við höfum kvatt að sinni, voru lifandi tákn íslenskrar hugsunar. Mann- legt eðli þeirra var á þeirri þroskabraut, sem heimspeki okkar beinir skaphöfninni í vaxandi eðl- isgreind með hlutdeild í örlögum þess lífs, sem hverjum þeirra um sig hlotnaðist í mannlegu sam- neyti. Til að gæta nánar að skaphöfn þeirra, þarf að gæta að því, að sjómenn skipta híinu í dökka og ljósa fleti. Annar flöturinn verður ekki skilinn nema skilgreina af- stöðu hans til hins flatarins. Þar sem öll mannleg einkenni verða á vegi sjómanna, þurfa þeir sífellt að vernda góða hluti fyrir ágengni myrkra flata. Sjómenn eru sífellt í atlögu gegn heimsku, fákunnáttu, leti, hirðuleysi, öfund, ágirnd, fjárdrætti, þjófnaði, niðurrifs- starfsemi, fúlmennsku, siðleysi, hálfsannleika, lygum og rógi. Þessu er stillt upp til að skýra það, sem erfð okkar leitast við að beina þroska okkar að. Því lögðu félag- arnir þrír lífsleið sína frekar að eðlisgreind, verkkunnáttu, iðjus- emi, umönnun, stuðningi við ann- arra farsæld, hógværum kröfum um eigin hagssæld, virðingu fyrir verðmætum og eigum annarra, uppbyggilega lausn verkefna sinna, ljúflyndi í umgengni, ástund- un góðra siða, sannsögli og já- kvæða umsögn um menn og mál- efni. Því er það, þegar hugsað er til framtíðarinnar, að þau ung- menni, sem eiga eftir að koma í skiprúm á varðskipum, geti treyst því að eiga að félögum góða drengi eins og þá þrjá, sem svo skammt voru af heimi kallaðir. Það er vissa, að tengsl félag- anna þriggja við þá, sem áfram munu sigla, mun hjálpa til við ummönnun ungra sjómannsefna, þegar þau koma í skiprúm, og koma þeim til þess þroska, sem góður skipsandi hefur tök á. Ástæða er nú til að þakka öllum þeim gengnu drengjum, sem auk þátttöku sinnar í erfiðum skips- störfum, hafa í gegn um tíðina alltaf haft auga og ummönnun með ungmennum og byrjendum í sjómennsku. En líf sjómannsins fær ekki staðist eingöngu á hafi, skipi og góðum félögum. Grundvöllur heillar hans sýnir sig að vera konan, og þáttur hennar í heimi hans, alveg á sama hátt og konan er grundvöllur framvindu þjóðar- innar, menningar hennar og and- legrar afkomu. Sjálf ól konan sjómanninn, annaðist hann ósjálf- bjarga, og kveikti fyrsta vísinn að ævi hans, þroska og örlögum. Unglingsárin færa sjómannin- um ofurlítinn vísi að framtíðinni, þegar smáskot í ungum meyjum lyfta þránni í brjósti hans, og stúlkan fer í huga hans og hjarta, að taka á sig mynd konunnar. Það var svo með félaga okkar þrjá, að þeir voru ekki allra, en allir vildu þá þekkja. Margt var dáð í fari þeirra, því þeir höfðu af miklu að gefa. Við sem nutum þeirra megum nú skoða hug okkar, og ganga þannig með þeim fram um veg, að verða vináttu þeirra verð. Svo vel hugsuðu þeir til allra, að eigi einhver í dag öðrum fremur um sárt að binda, þá veita þeir félagar án efa alla þá huggun sem þeir mega. Enginn er undan- skilinn, því miskunnin er án tak- marka, og allt myrkur skal hverfa fyrir birtunni sem umlykur þá. I því afturhvarfi, sem hér hefur verið gert, vegna lífs og þroska þriggja félaga okkar, leiðir þáð til þess, að við megum huga að samhengi fortíðar og framtíðar. Mannlífið er sambland rökrænna atvika og ígripa forsjónar. Sumt má ráða við, en annað fellur alveg að eilífðarmálunum. Því verður nú staldrað við. Samhengi liðinna atburða mun hvert okkar meta, og kanna þá ýju afstöðu sem skapast. Skuggarnir hverfa og við skulum leyfa birt- unni að lýsa á veginn framundan, og ganga samstíga þeim félögum okkar, sem munu fylgja okkur á leið. Nú höfum við leitt hugann að nokkrum þáttum, sem umluku líf vina okkar. Við munum enn sigla gráu skipunum, en þeir félagar munu vísa leiðina á hvítu skipi fullvissunar. ólafur Valur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.