Morgunblaðið - 14.02.1980, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1980
„Vísindin efla alla dáð“
Niðurstöður
dómnefndar
Sem fyrr segir skiluðu dóm-
nefndarmenn sameiginlegu áliti,
en einn þeirra, prófessor Björn
Þorsteinsson, vísar þó til sérálits
er hann skilar að auki. Þar fjallar
Björn einungis um þrjá umsækj-
endur, Þá Inga, Sveinbjörn og Þór,
enda hafi dómnefndin orðið sam-
mála um hina umsækjendurna
tvo.
I álitsgerð dómnefndar er í
ítariegu máli gerð grein fyrir
könnun dómnefndar á umsækj-
endum, en niðurstaða er síðan
dregin saman í skemmra mál í lok
hvers álits.
Um Inga Sigurðsson segir svo í
sameiginlega álitinu:
„Telja verður, að doktorsritgerð
umsækjanda sé mjög almenns
eðlis og sé það víða reist á
afleiddum heimildum, að hún gefi
naumast alfarið til kynna hæfi-
leika höfundar til vísindalegra
rannsókna. Þess ber og að minn-
ast, að umsækjandi hefur ekki
eftir að hann lauk doktorsprófi
látið frá sér fara nein umtalsverð
ritverk fræðilegs efnis. Þetta virð-
ist benda til þess, að hann eigi
erfitt með að vinna sjálfstætt, þ.e.
án leiðsagnar kennara. Umsækj-
andi hefur hins vegar sýnt góða
þekkingu á ýmsum sögusviðum og
hann hefur umtalsverða kennslu-
reynslu í sagnfræði við Háskóla
íslands. Því telst hann hæfur til
þess að verða prófessor í almennri
sögu.“
Um Sveinbjörn Rafnsson segir
svo í niðurstöðu dómnefndar:
„Sveinbjörn Rafnsson hefur
talsverða reynslu sem háskóla-
kennari, en takmarkaða við
stjórnun í háskóla. Hann er mjög
afkastamikill við rannsóknir og
ritstörf. Fræðastörf hans eru
einkum á sviði fornleifafræði,
textafræði, kirkjusögu og réttar-
sögu. Tiifinnanlega skortir á, að
framsetning umsækjanda sé jafn
skilmerkileg og æskilegt væri. Er
engu líkara en hann reyni stund-
um að gefa ritum sínum ásýnd
lærdóms með erlendum slettum og
tyrfinni framsetningu. Þá er og
röksemdafærsla hans víða blá-
þráðótt. Fræðastörf hans bera
hins vegar vitni um mikla elju og
mikið nám. Umsækjandi telst því
haTur til að gegna prófessorsemb-
ætti í almennri sögu.“
Heimir Þorleifsson óskar svo að
taka eftirfarandi fram um Svein-
björn:
„Eftir að umsækjandi lauk fil.
lic. prófi árið 1974 hafa rannsókn-
ir hans og störf afar lítið beinst að
því sviði, sem kallað hefur verið
almenn saga (saga hinna ýmsu
menningarsvæða og þjóða ann-
arra en Islendinga). Alveg er
ótvírætt, að Landnámurannsóknir
umsækjenda, sem hann hlaut
bæði licentiats- og doktorsnafnbót
fyrir, teljast til þess rannsókna-
og kennslusviðs Háskóla íslands
sem kallast Saga íslendinga.
Ég tel því að honum muni
reynast erfitt að breyta svo um
starfssvið, sem krefjast verður, ef
hann á að stunda almenna sögu
eins og ég skil það. Vegna þeirrar
þjálfunar, sem hann hefur fengið
af rannsóknastörfum ætti það þó
að vera unnt og því tel ég hann
hæfan til þess að verða prófessor í
almennri sögu.“
Um Þór Whitehead segir svo í
niðurstöðu dómnefndar.
„Umsækjandi hefur litla
reynslu af kennslu og hefur raun-
ar ekki stundað hana nema með
námskeiðshaldi á þröngu sérsviði
sínu. Hann hefur að því er virðist
mjög litla reynslu af stjórnunar-
störfum við háskóla. Á hinn bóg-
inn hefur hann að baki langt
rannsóknastarf við þrjá háskóla
og hefur sannað, að á því sviði
kann hann mjög vel til verka. Þó
að sitthvað megi að verkum hans
finna, hefur umsækjandi með
rannsóknum sínum sýnt, aö hann
er hæfur til þess að vera prófessor
Allmiklar umræður hafa að undanförnu orðið um veitingu
prófessorsembættis í almennri sögu við Iláskóla íslands. Ilér er um að
ræða stöðu þá er Ólafur Ilansson prófessor gegndi, en hann lét af
störfum fyrir aldurs sakir á síðasta ári. í Lögbirtingablaðinu þann 19.
desember árið 1978 aujslýsti menntamálaráðuneytið síðan laust til
umsóknar prófessorsembætti í almennri sagnfræði við Iláskólann.
Þann 12. mars 1979 tilkynnir ráðuneytið síðan að sex menn hafi sótt
um starfið.
Einn þessara sex manna dró umsókn sína síðan til baka. Tveir
umsa*kjenda teljast að mati dómnefndar ekki hæfir til að gegna
prófessorsembættinu, en nefndin telur í sameÍKÍnlegu áliti sínu að þrír
umsa'kjenda teljist hæfir. I>eir eru In>íi Sigurðsson Ph.D., bókavörður,
Sveinbjörn Rafnsson fil.dr.. starfsmaður Árnastofnunar, og I>ór
Whitehead D.phil., lektor.
I dómnefndinni, sem mat hæfni umsækjenda, áttu sæti þeir Björn
Þorsteinsson dr.phil. prófessor, tilnefndur af Ileimspekideild, ojí var
hann formaður nefndarinnar. Menntamálaráðherra tilnefndi Ileimi
I>orleifsson menntaskólakennara, en háskólaráð tilnefndi Lars Ilamre
prófessor við Úslóarháskóla. Ilann baðst hins vegar undan
nefndarstörfum ok var Sijíurður Líndal prófessor tilnefndur í hans
stað.
í almennri sagnfræði."
Undir þessar niðurstöður rita
þann 23. nóvember 1979 þeir Björn
Þorsteinsson, með skírskotun til
sérálits, Heimir Þorleifsson og
Sigurður Líndal.
Eins og sjá má af þessum
sameiginlegu niðurstöðum fer því
fjarri að í þeim hafi Sveinbjörn
Rafnsson fengið einhvers konar
meðmæli fram yfir þá Inga og
Þór, og hefur Sigurður Líndal
staðfest það í samtali við Morgun-
blaðið.
Sérálit Björns
Þorsteinssonar
Björn Þorsteinsson skilar sem
fyrr segir séráliti sínu um þá Inga,
Sveinbjörn og Þór.
Um Inga Sigurðsson segir
Björn svo:
Ingi Sigurðsson.
viðhorf og nýjar starfsaðferðir í
sagnfræðirannsóknum.
Einkenni Sveinbjarnar sem
sagnfræðings eru traust þekking,
markvís vinnubrögð, hvöss gagn-
rýni og mikil ratvísi á heimildir.
Hægt er að gagnrýna ýmislegt í
ritum hans, en auðveldara er
jafnan að finna gagnrýnisefni hjá
þeim sem skrifa mikið og gefa út á
prent, en hjá þeim sem fela verk
sín fyrir sjónum manna. Fram-
gangur allra fræða hvílir hins
vegar á hinum mikilvirku, og hjá
þeim stendur Sveinbjörn framar-
lega í flokki. Enginn umsækjenda
á svipaðan rannsóknaferil að baki,
hvorki að fjölbreytni né umfangi
bæði í tíma og rúmi.
Sveinbjörn Rafnsson er mjög
vel hæfur til að gegna prófessors-
embætti í almennri sagnfræði við
Háskóla Islands.“
Sveinbjörn Rafnsson.
þessara niðurstaða í séráliti
Björns er rétt að vekja athygli á
því sem hann segir um doktors-
nafnbót Inga Sigurðssonar, en
Björn segir: „Ingi Sigurðsson
Ph.D. er ekki Doctor of Philosophy
eins og sagt er. Ph.D.-próf er í
enskumælandi löndum ekki viður-
kenning á hæfi handhafa til fastr-
ar stöðu við háskóla, heldur mik-
ilvægur áfangi á þeirri braut.“ Um
Þór segir Björn svo, að hann
„hefur jafnvæga prófgráðu og Ingi
Sigurðsson".
Athugasemdir
umsækjenda
Eftir að þessar álitsgerðir dóm-
nefndarmanna lágu fyrir, gerðu
þeir Ingi og Þór athugasemdir við
þær, bæði sameiginlega og hvor í
sínu lagi.
Þór Whitehead.
deildinni skýr vísbending um það
mat, sem dómnefndarformaður-
inn leggur á verk okkar almennt.
Undirritaðir hafa báðir ofan-
greinda prófgráðu, en við Ox-
fordháskóla er heiti hennar
skammstafað D.Phil. en Ph.D. við
aðra breska háskóla. Hefði mátt
ætlast til þess að dómnefndarfor-
maðurinn vissi, að Ph.D. er lat-
nesk skammstöfun á Philosophiae
Doctor.
4. Björn fullyrðir einnig, að slík
prófgráða sé ekki viðurkenning á
hæfi manna til fastrar stöðu við
háskóla. Að sjálfsögðu kemur
fieira en prófgráðan ein til álita,
en hitt er staðreynd, að flestir
fastir kennarar í sagnfræði við
háskóia í enskumælandi löndum
eru Doctors of Philosophy. Er það
algengt, að þeir séu ráðnir til
slíkra starfa strax að námi loknu,
enda er hér um að ræða æðstu
prófgráðu í enskumælandi lönd-
um, sem viðurkennd er um heim
allan.
5. Við teljum óheiðarlegt, að í
séráliti Björns skuli vísað til
umsagnarbréfs eins umsækjanda,
en algerlega þagað um umsagnir,
sem fylgdu umsóknum undirrit-
aðra. Þessi bréf eru frá mönnum,
sem mátu doktorsritgerðir okkar í
Bretlandi. Kemur þar fram allt
annað mat á fræðilegu gildi dokt-
orsritgerða okkar og hæfni til
rannsóknastarfa en í álitsgerðum
dómnefndar.
Afgreiðsla
heimspekideildar
Þegar álit dómnefndarmanna
og athugasemdir umsækjenda
lágu fyrir var málið tekið fyrir á
fundi heimspekideildar 30. nóv-
ember slr Þá höfðu deildarmenn
kynnt sér athugasemdir Inga Sig-
urðssonar og Þórs Whitehead og
Björn Þorsteinsson.
Heimspekideild
„Ingi er áhugasamur og fær
kennari og virðist létt um að skýra
sagnfræðilegar hugmyndir. Hann
hefur birt frambærilegar ritgerðir
og nytsamar skrár um sagnfræði-
rit. Hann virðist hafa meiri áhuga
á kennslu en fræðistörfum og
sækjast erfiðlega sjálfstæð rann-
sóknastörf. Hingað til hefur hann
hvorki reynst frumlegur né mark-
vís rannsakandi og hefur lítið birt
eftir sig á prenti. Hann getur ekki
eins og sakir standa talist hæfur
til þess að gegna því prófessors-
embætti sem hann sækir um.“
Um Sveinbjörn Rafns.son segir
Björn svo í niðurstöðu sinni:
„Ritgerðir Sveinbjarnar Rafns-
sonar fjalla um norðurevrópska
menningarsögu frá víkingaöld til
19. aldar. Kirkjusagan sem fylgir
Skálholtsmáldögum er þáttur í
evrópskri kirkjusögu, svo að dæmi
sé nefnt.
Sveinbjörn er mjög mikilvirkur
og atorkusamur sagnfræðingur og
hefur með rannsóknum sínum
sýnt mikla og trausta þekkingu á
almennri sögu Evrópu og treyst
fræðilega ýmsa þætti hennar.
Hingað heim hefur hann flutt ný
Um Þór Whitehead segir Björn
svo:
„Þór Whitehead hefur reynst
mikill aflakóngur á heimildir í
erlendum skjalasöfnum og for-
vitnilegur rithöfundur. Hins vegar
hefur hann bæði lagt stund á mjög
takmarkað svið almennrar sögu,
hluta af 20. öld, og ritverk hans,
sem geyma vissulega mikinn og
nýstárlegan fróðleik, hafa ein-
kennst af grunnfærinni framsetn-
ingu og hlutdrægni. Áberandi er
hversu hann fjallar um viðfangs-
efni sín frá þröngu sjónarhorni og
hversu honum er ósýnt um að
beita þau gagnrýni og greiningu.
Ennþá hefur Þór birt of lítið af
rannsóknum á prenti. — Eins og
sakir standa hefur hann ekki
sannað hæfni sína til þess að
gegna prófessorsembætti í al-
mennri sagnfræði við heimspeki-
deild Háskóla íslands."
Svo mörg voru þau orð. Auk
Hin sameiginlega athugasemd
er svohljóðandi:
1. Við áteljum harðlega þau
’.innubrögð dómnefndar að mis-
muna umsækjendum, hvað varðar
greinargerðir um rannsóknarstörf
og ritverk. Fjallað er rækilega um
rannsóknir eins umsækjandans,
en úttekt sú, sem gerð er á
rannsóknum annarra, er algerlega
ófullnægjandi.
2. Við áteljum, að í álitsgerð-
inni sameiginlegu skuli engin til-
raun gerð til þess að meta nám
umsækjenda í almennri sagn-
fræði, en það hlýtur að vera
mikilvægt vegarnesti við kennslu
og rannsóknir.
3. Björn Þorsteinsson segir í
séráliti, að það sé rangt, sem
greinir í hinni sameiginlegu álits-
gerð, að við séum Doctors of
Philosophy. Þessi staöhæfing
Björns er vit-askuld hrein fjar-
stæða, en hún hlýtur að vera
virtist ýmsum þeirra sem málið
þyrfti nánari könnunar við, þar
sem margt í álitsgerðunum væri
vafasamt að byggja á. Kom fram
tillaga um að fresta afgreiðslu
málsins, en hún var felld með
litlum atkvæðamun.
Voru þá greidd atkvæði um
umsækjendur og féllu þau þannig,
að Ingi Sigurðsson hlaut 7 at-
kvæði, Sveinbjörn Rafnsson 17
atkvæði og Þór Whitehead 3
atkvæði.
Doktorar minni
og meiri
En fleira gerðist sögulegt á
áðurgreindum fundi heimspeki-
deildar. Áður en gengið var til
atkvæða lét Björn dreifa meðal
deildarmanna „sönnunargagni"
því til stuðnings að D.Phil./Ph.D.
próf (þ.e. bresk doktorspróf) væru
ekki æðstu prófgráður við breska