Morgunblaðið - 14.02.1980, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.02.1980, Blaðsíða 26
26 Landsamband mennta- og f jölbrautaskólanema: Háskóla- nám ber að kynna betur LANDSAMBAND mennta- og fjölhrautaskólanema hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er undrun á því að mcnntamálaráðuneytið skuli vanrækja skyldur sínar hvað varðar kynningu á háskóla- námi í framhaldsskólum landsins. „Svo virðist sem hið opin- bera geri sér ekki grein fyrir þeirri hagkvæmni sem fólgin er í slíkri námskynningu, sér- staklega þegar haft er í huga hið alræmda „flakk“ á milli greina í Háskóla íslands sem vafalaust má rekja til þessarar vanrækslu. Því skorar fundur- inn á menntamalaráðuneytið að falla nú frá þeirri þröng- sýnisstefnu að veita einungis 500 þús. kr. til námskynningar þar sem áætlaður lágmarks- kostnaður er talinn a.m.k. 3 milljónir króna. Eðlilegt verð- ur að teljast að hið opinbera greiði alla áðurgreinda upphæð enda fullvíst að sá kostnaður mun skila sér betur en margt annað sem greitt er af al- mannafé," segir að lokum í yfirlýsingunni. Tómas á aðalfundi stórkaupmanna AÐALFUNDUR Félags íslenzkra stórkaupmanna verður haldinn í dag og er Tómas Árnason við- skiptaráðherra gestur fundarins og mun flytja ávarp og svara fyrirspurnum áður en almenn fundarstörf hefjast. Að loknum aðalfundi verður opið hús í Tjarnargötu 14, þar sem skrifstofa Félags íslenzkra stór- kaupmanna er. MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1980 NÝJU glæsilegu fiskiskipi var hleypt af stokkunum hjá skipa- smíðastöðinni borgeir og Eilert hf. á Akranesi á föstudaginn. Eigandi skipsins er Táikni hf. á Táíknafirði en aðalhluthafar i þvi fyrirtæki eru Ársæli Egils- son, Ársæll Egilsson skipstjóri og Bjarni Andrésson fram- kvæmdastjóri. Jóhanna _ Guð- mundsdóttir eiginkona Ársæls gaf skipinu nafnið Sölvi Bjarnason BA-65. Er skipið 34. nýsmíði skipasmíðastöðvarinn- ar frá upphafi. Skipið er byggt sem skut- togskip til veiða með botn- og flotvörpu, en jafnframt er það búið til veiða með nót. Aðalmál eru sem hér segir: Mesta lengd 46,68 m, breidd 9,00 m og dýpt að efra þilfari 6,40 m. Farmrými er fyrir um það bil 200 tonn af ísuðum fiski í kössum eða 750 tonn af loðnu en skipið mælist 404,5 brúttó rúmlestir. Aðalvél er af gerðinnií WICHMANN, typa 7AX-2100 hö við 375 sn/mín, sem er útbúin fyrir svartolíu auk venjulegrar dieselolíu. Vistarverur eru hitað- ar með miðstöðvarkerfi frá kæli- Nýju glæsilegu skuttog- skipi ídeypt af stokkunum hjá Þorgeiri og Ellert hf. Unnið að stækkun skipalyftu og smíðahúss stöðvarinnar kerfi aðalvélar. í skipinu er 380/220 V riðstraumur frá tveimur CUMMINS ljósavélum af gerðinni KT-1150-G, 405 hö við 1500 sn/mín sem hvor um sig knýr 320,0 kva rafala. Við vélar skipsins verða tengdir haggæslureiknar til að sjá hversu vel brennsluefni nýt- ist og finna hagkvæmustu elds- neytisnotkun á notkunareiningu eða álag hverju sinni. Framan við aðalvélina er 1200 ha aflúttak með háþrýstivökva- dælum til að knýja vindu-, hlið- arskrúfu- og kraftblakkakerfi skipsins. Vindur og fiskidæla eru framleiddar af RAPP-HYDEMA A/S og fyrir togvindur er RAPP:AUTOTRÁL stjórnkerfi. Kraftblökk og færslublökk eru af TRIPLEX gerð. Á skipinu eru tveir kranar af gerðunum THRIGE-TITAN og FASSI. Hliðarskrúfur gerð SCHOTTEL eru bæði að aftan og framan, 280 hö hvor. Stýrið er BECKER blöðkustýri og TENFJORD stýrisvél. Fiskilestar eru einangraðar og kældar og til að framleiða ís um borð eru tvær sjávarísvélar gerð SEAFARER, sem hvor um sig framleiðir 6,5 tonn af ís á sólarhring. Isinn er fluttur með sniglum frá ísvélum í lestar. Helstu fjarskipta-, siglinga- og fiskileitartæki eru sem hér segir; VHF og SSB SAILOR talstöðvar, SIMRAD SONAR-SQ asdik, ATLAS 780 fisksjá, AT- LAS 870 höfuðlínumælir, 2 stk. ATLAS, 2 mílna radarar með víxlara, SSB KODEN K540 mið- unarstöð, SIMRAD SKIPPER L-77 örbylgjumiðunarstöð, 2 stk. SIMRAD LORAN C með skrif- ara og tölvureikni, SIMRAD NF veðurkortamóttakari, AN- SCHUTZ sjálfstýring og gyro- áttaviti. Ennfremur eru um borð sjó- hitamælir, vegmælir, vindhraða- mælir, ískastari o.fl. eins og tíðkast í nýsmíðuðum skipum. íbúðir eru fyrir 16 menn í eins og tveggja manna klefum. Skipið er téiknað af Benedikt E. Guðmundssyni, skipaverk- fræðingi hjá Þorgeir & Ellert hf. og að öllu leyti hannað og byggt af starfsmönrium fyrirtækisins. Næsta nýsmíðaverkefni fyrir- tækisins er 450 rúmlesta skut- togari fyrir Hjálmar Gunnars- son og Gunnar Hjálmarsson ( útgerðarmenn í Grundarfirði, en hjá Þorgeri & Ellert hf. hafa áður verið byggð 2 skip fyrir Hjálmar, þ.e. Siglunes SH-22 og Haukaberg SH-20, sem hann á og gerir út. Nýlokið er stækkun skipalyftu Þ & E, þannig að nú getur hún lyft skipum allt að 620 tonnum að þyngd. Únnið er að stækkun skipa- smíðahúss stöðvarinnar og verð- ur það lengt um 30 metra til að fá aukið rými til skipshluta- smíði. Á síðastliðnu ári réði fyrir- tækið Rekstrarstofu Ingimars Hanssonar í Kópavogi til að byggja upp launahvetjandi kerfi fyrir nýsmíða- og viðgerðaverk- efni og til að gera tillögur um og vinna að ýmsum breytingum á skipulagi innan fyrirtækisins til hagræðingar við framkvæmd verkefna. Hjá Þorgeir & Ellert hf. vinna nú 140 menn. Vestmannaeyjar: Flugleiðir opna í nýju Flugstöðinni FLUGLEIÐIR hafa opn- að afgreiðslu sína í hinni nÝju og glæsilegu flug- stöð í Vestmannaeyjum, en byggingin var form- lega tekin í notkun í janúarlok. GamJa flug_ vallarhúsið var löngu úr sér gengið enda um að ræða gamalt eldhús frá stríðsárunum. Fyrsti farþeginn sem mætti í nýju afgreiðslunni fékk frímiða milli lands og Eyja. Nýja Flugstöðin á Vestmannaeyjaflugvelli. Ljósmynd Mbl. Sigurgeir. Guðný Bjarnadóttir fær frímiðann hjá Braga Ólafssyni umdæmis- stjóra Flugleiða í Eyjum. Rúmgott og vistlegt er í hinni nýju flugstöð, en gamla byggingin var aðeins notuð sem húsaskjól í regni og stormi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.