Morgunblaðið - 14.02.1980, Blaðsíða 20
2 0 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1980
Engilbert Ingvarsson Tyrðilsmýri, Vestfjarðakjördæmi:
EnKÍIhort Iniívarsson Steíán Jónsson
Hvað segja
formenn kjör-
dæmisráða
Sjálfstæðis-
flokksins?
Svanhildur BjórKvinsdóttir
Jóhann D. Jónsson
MORGUNBLAÐIÐ ra'ddi við formenn kjördæm-
isráða Sjálfstaeðisflokksins aö loknum flokks-
ráðsfundi um síðustu helgi og innti þá álits á
stöðu mála, ríkisstjórnarmynduninni. starfs-
háttum þingflokks sjálfstæðismanna og stjórn-
málaviðhorfinu almennt. Allir svöruðu þeir
spurningum blaðsins nema Jóhann Sæmunds-
son í Búðardal. formaður kjördæmisráðsins í
Vesturlandskjördæmi. en hann kvaðst ekki vilja
segja neitt um málið að svo stöddu. Fara
samtölin við formenn kjördæmisráðanna hér á
eftir:
Helííi ívarsson
Ellert Eiríksson
„Þessi reynsla gæti vak
ið áhuga sjálfstæðis-
manna
ENGILBERT Ingvarsson bóndi á
Tyrðilsmýri. formaður kjördæm-
isráðs Sjálfstæðisflokksins í Vest-
fjarðakjördæmi. var einn af full-
trúum á flokksráðsfundi Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjavík um
helgina. en hann sat einnig mið-
stjórnarfund fyrr í síðustu viku.
Morjíunhlaðið innti Engilbert
álits á stöðu mála að loknum
flokksráðsfundi.
„Eftir þeim upplýsingum sem ég
hef fengið af málum síðustu daga
er ljóst að fordæma má vinnu-
brögð Gunnars Thoroddsens. Þau
voru ekki með þeim hætti sem
búast mátti við af varaformanni
Sjálfstæðisflokksins. Það má leiða
getum að því að Geir Hallgrímsson
hefði verið búinn að mynda ríkis-
stjórn áður en Gunnar fékk sitt
umboð frá forseta ef Gunnar hefði
ekki sífellt á bak við tjöldin upp á
eigin spýtur rætt við aðra flokka
um ýmsa möguleika án þess að
skýra formanni Sjálfstæðisflokks-
ins eða þingflokki frá því. í þessum
bakviðræðum mun Gunnar hafa
boðið möguleika sem hann hafði
hvorki umboð né samþykki sjálf-
stæðismanna til að gera. Þetta
spillti fyrir árangri af stjórnar-
myndunarviðræðum Geirs Hall-
grímssonar og Ólafs G. Einarsson-
ar formanns þingflokksins.
Það liggur ljóst fyrir að Sjálf-
stæðisflokkurinn getur ekki ákveð-
ið það fyrirfram að styðja þessa
ríkisstjórn og þess vegna hlýtur
hann að vera í stjórnarandstöðu
eins og samþykkt var í þingflokki
og staðfest hefur verið hjá mið-
stjórn og flokksráði. Sá málefna-
grundvöllur sem samið hefur verið
um er ekki aðgengilegur fyrir
Sjálfstæðisflokkinn þó ýmislegt
jákvætt sé á óskalistanum sem
á auknu
allir geta samþykkt í sjálfu sér og
benda má á að sjálfstæðismenn
hafa aðeins þrjú ráðuneyti af tólf
að meðtöldu forsætisráðuneytinu."
„Hver þykja þér líkleg viðbrögð
við þessari þróun?“
„Eg veit ekki um almenna skoð-
un sjálfstæðismanna, því ég hef
ekki rætt við nógu marga til þess
að vera dómbær þar um. Það er
ekki hægt að segja til um það fyrr
en fundir hafa verið haldnir í
sjálfstæðisfélögunum og málin
rædd.
Ég get ímyndað mér að fyrstu
viðbrögð fólks kunni að vera þau,
að mörgum þyki þetta sniðugt hjá
Gunnari Thoroddsen, en það á
eftir að koma í ljós í framhaldi af
umræðum innan flokksins að unn-
ið hefur verið að þessari stjórn-
armyndun með þeim hætti að fólk
inun ekki fella sig við það og allra
sízt þeir sem hafa einhverja
reynslu í félagsmálum á ýmsum
sviðurn."
„Telur þú að þessi staða leiði til
klofnings í Sjálfstæðisflokknum?"
„Ég er alls ekki hræddur um
það, þessi reynsla gæti orðið til
þess að vekja áhuga sjálfstæð-
ismanna á auknu starfi í samtök-
um flokksins. Ég byggi skoðun
mína fyrst og fremst á því að hér
er ekki um neinn málefnalegan
ágreining að ræða.
Ég þekki vel Pálma Jónsson og
Friðjón Þórðarson sem nú gegna
ráðherraembættum og hef átt
samskipti við marga af samstarfs-
mönnum þeirra í Sjálfstæðis-
flokknum í viðkomandi kjördæm-
um. Ég veit því að þarna er ekki
um skoðanaágreining að ræða í
stefnumálum Sjálfstæðisflokksins.
Ég veit að forystumenn flokksins,
þingmenn sem aðrir, munu leggja
starfi46
sig fram um það að jafna þann
ágreining sem uppi er.
Þótt flokkurinn verði í stjórnar-
andstöðu hlýtur hann að ljá ýms-
um málum lið sem ríkisstjórnin er
með á sinni könnu og samstaða
hlýtur að nást í ákveðnum málum
milli allra hinna tuttugu og
tveggja sjálfstæðismanna á Al-
þingi.
Ég lít til dæmis alls ekki slæm-
um augum á það út af fyrir sig að
sjálfstæðismaður er nú orðinn
landbúnaðarráðherra þó ég hefði
óskað eftir því að það yrði með
öðrum hætti. Það eru vissulega
mörg verkefni sem bíða úrlausnar
og viðskilnaður Framsóknar-
flokksins hefur ekki orðið honum
til neins sóma. Það er af mörgu að
taka og má til dæmis nefna loforð
Steingríms Hermannssonar á
Stéttarsambandsfundi s.l. haust að
bæta bændum það tap sem þeir
urðu fyrir vegna frestunar á gild-
istöku á löglega ákveðnu búvöru-
verði, en það tjón nemur sam-
kvæmt áætlun Stéttarsambands
bænda a.m.k. 450 millj. kr.
Ekkert verður ráðið af stjórnar-
sáttmálanum um lausn þessara
mála að undanskildum þremur
milljörðum króna vegna vöntunar
útflutningsbóta fyrir s.l. ár, en
meirihluti virtist á Alþingi fyrir
lausn þess máls strax á s.l. hausti.
Ég vil ekki dæma það fyrirfram
hvernig Pálma Jónssyni gengur að
finna lausn á hinum ýmsu málum
sem liggja fyrir. Ég met hina
erfiðu stöðu landbúnaðarins þann-
ig að ég tel mönnum skylt að
leggja hönd á plóginn og leysa
þann uppsafnaða vanda sem liggur
fyrir frá ráðherratíð framsóknar
og krata.“
Stefán Jónsson frá Kagaðarhóli í Noröurlandskjördæmi vestra:
„Sjálfstæðismenn bera traust
til allra þingmanna sinna44
MORGUNBLAÐIÐ ræddi við
Stefán hónda á Kagaðarhóli og
innti hann álits á gangi mála í
myndun ríkisstjórnarinnar,
hvaða skoðun hann hefði á starfs-
háttum hjá þingflokki sjálfstæð-
ismanna eins og mál hafa þróast
og hvert væri almcnnt viðhorf
hans til stjórnmálaástandsins í
landinu i dag.
„Það er ekki auðvelt að svara í
stuttu máli jafn viðamiklum
spurningum. Ég skal þó nefna
nokkur atriði, sem koma í hugann.
Allt frá því að kosningar fóru fram
í desember hafa í nær tvo mánuði
staðið yfir stöðugar stjórnarmynd-
unartilraunir. Allir foringjar
stjórnmálaflokkanna fjögurra
hafa reynt í lengri eða skemmri
tíma án árangurs að mynda starf-
hæfa meirihlutastjórn. Allir höfðu
þeir talið ástandið í þjóðarbú-
skapnum svo ískyggilegt að jaðraði
við þjóðarvoða. Það mætti því ekki
dragast að mynda ríkisstjórn,
meirihlutastjórn. Meira að segja
átti sú hugmynd mikið fylgi að
allir flokkar legðu deilumálin til
hliðar og tækju höndum saman í
þjóðstjórn til þess að leysa brýn-
ustu efnahagsmálin í bróðerni og
bjarga þjóðinni út úr vítahring
ofsaverðbólgu. Þess vegna taldi ég
aö Sjálfstæðisflokknum bæri að
taka þátt í ríkisstjórn.
Þá kem ég að annarri spurning-
unni varðandi viðhorfið til þing-
flokksins og starfshátta hans. Ég
tel að föstudaginn 1. febr., þegar
Gunnar Thoroddsen varaformaður
flokksins skýrði þingflokknum frá
möguleikum á myndun meirihluta-
stjórnar með Framsóknarflokkn-
um og Alþýðubandalaginu, hefði
þingflokkurinn átt að fela for-
manni, varaformanni og formanni
þingflokks, þ.e.a.s. viðræðunefnd,
að kanna málið og hefja síðan
viðræður við þessa flokka á mál-
efnalegum grunni í þeim tilgangi
að Sjálfstæðisflokkurinn stæði að
stjórnarmyndun svo framarlega að
tækist að ná viðunandi málefna-
grundvelli. Ég taldi það skyldu
þingmanna — skyldu Alþingis —
að mynda starfhæfa ríkisstjórn.
Við höfum stofnað stjórnmála-
flokka og kosið þingmenn til þess
að mynduð sé ríkisstjórn á þing-
ræðisgrundvelli sem standi vörð
um sjálfstæði þjóðarinnar og lýð-
ræðið í landinu. Stjórnmálaflokk-
arnir verða að sætta sig við
kosningaúrslit og ganga heils hug-
ar til samstarfs hverjir við aðra
þegar þess er þjóðarþörf. Annars
bregðast stjórnmálaflokkarnir —
þingflokkarnir — hlutverki því
sem þeim ber tvímælalaust skylda
til að sinna.
Málin þróuðust á annan veg.
Eins og nú horfir við tel ég að í
þingflokki Sjálfstæðisflokksins
eigi sæti allir þingmenn flokksins,
sem kjörnir voru í alþingiskosn-
ingunum í desember s.l. Kjördæm-
isráð flokksins í hverju kjördæmi
gengur frá framboðslista flokksins
og honum verður ekki breytt eftir
að hann hefur verið samþykktur af
kjördæmisráði. Þess vegna mynda
allir þeir, sem kosnir voru af
þessum framboðslistum sem al-
þingismenn, þingflokk Sjálfstæðis-
flokksins með jöfnum rétti.
Varðandi þriðju spurninguna er
því að svara: Með tilliti til þessa og
þeirra staðreynda að ágreiningur
er innan Sjálfstæðisflokksins um
þessa ríkisstjórn er óskynsamlegt
að flokkurinn beiti harðri stjórn-
arandstöðu. Stjórnin þarf að fá
vinnufrið til þess að sinna þeim
miklu samsöfnuðu vandamálum á
sviði efnahags- og fjármála sem
við blasa. Sjálfstæðismenn um
land allt bera traust til allra
þingmanna sinna og vona að þeir
haldi skynsamlega á málum. Sjálf-
stæðismenn bera ekki síður traust
til þeirra ágætu þingmanna sem
nú eru ráðherrar."