Morgunblaðið - 14.02.1980, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 14.02.1980, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1980 vtn> MOBöJk-':,’, kaff/no ^ ((' ^ . ^tT’ — Og hvað hyggst þú gera í sambandi við rafmagnsreikn- inginn? Heldurðu. Fedró minn. að ég þurfi gleraugu? Kjaftæði er þetta! Getið þið ekki sent hingað viðgerðarmann eins og skot. Myndirnar á skerminum eru tvöfaldar! BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Hin ýmsu bridgefélög hafa tekið upp þann sið. að bjóða til sín reyndum spilurum í sérstök mót og reyna þannig að hækka spilastandard félagsmanna sinna. Spilið í dag er aðsent og kom fyrir í boðsmóti Ásanna í Kópavogi fyrr í vetur. Austur gaf, allir áttu game. Norður S. G7 H. 87642 T. K8 L. KI082 Austur S. KD108654 H. K53 T. 42 „ L. 4 Suður S. 9 H. ÁD T. Á10753 L. ÁG973 Vestur S. Á32 H. G109 T. DG96 L. D65 COSPER ??? Gagnleg aug- lýsingaherferð? „Um langa hríð hefur mátt sjá í sjónvarpinu mikla auglýsingaher- ferð fyrir alls kyns mjólkurvörum. Þessi auglýsingaherferð fyrir landbúnaðarvörum hefur að mig minnir staðið yfir í nokkur ár, með hléum þó. Ég veit ekki með vissu hvert tilefnið er, en þó minnir mig þær ástæður hafi verið nefndar að svo mikill áróður hafi verið hafður í frammi gegn landbúnaðarvörum, að bændasamtökin hafi mátt til að spyrna á móti og bezt gert það með auglýsingum. Ekki er að efa að það sé rétt, að mikill áróður gegn óhollum mat hefur verið hafður í frammi og hefur það komið niður á landbún- aðarvörum. Finnst mér þær um- ræður og sú gagnrýni að mestu leyti ósanngjörn og vart rétt að tala um að landbúnaðarvörur eins og þær leggja sig séu óæskilegar. Hitt er annað mál, að við tökum alltaf svolítið illa eftir og þegar t.d. feitt kjöt eða of mikið af smjöráti er nefnt sem dæmi um óæskilega fæðu, þá tökum við það svo alvarlega að við látum ekki upp í okkur svo mikið sem eitt korn af þessu hættulega fæði. Ég held nefnilega að það sé ein helzta skýringin á hvernig farið hefur með landbúnaðarvörur. Þær eru teknar sem dæmi um að ekki megi Sögumaðurinn var með spil suð- urs og varð sagnhafi í sex laufum eftir þessar sagnir: Austur SuAur Vostur Norður 2 spaðar Dohl I* 2 hjortu 1» 1 lauf P 5 lauf P f, lauf allir pass Opnun austurs var af veiku gerðinni, langur litur en undir opnunarstyrk. Annars voru sagn- irnar eðlilegar en lokasögnin full hörð. Útspil spaðaás. Sögumanninum leist ekki meir en svo vel á, þegar spil blinds komu á borðið. Þó var gott að sjá spaðaásinn því þá átti austur frekar hjartakónginn. Vestur spilaði aftur spaða, sem sagnhafi trompaði heima. Hvað um það. Lauf á tíuna og síðan kóngurinn sáu fyrir tromp- um vesturs en austur lét tvo spaða. Hjarta á drottningu og í ásinn létu andstæðingarnir lægstu hjörtun. Þar með var austur sannaður með a.m.k. þrjú hjörtu. Sex til sjö spil hlaut hann að hafa átt í spaðanum svo að suöur rhat möguleikana til að tígullinn félli 3—3 fremur veika. Hann spilaði því tígli á kónginn og trompaði hjarta heima og þegar það féll var spilið unnið og dágóður toppur mættur. Austur gat auðvitað gert sagn- hafa erfiðara fyrir með því að láta hjartakónginn í ásinn. Þar sem trompunum hafði verið spilað þrisvar var ekki unnt að athuga leguna á báðum rauðu litunum og eins líklegt að spilið hefði tapast. Maigret og vínkaupmaðurinn Ettir Georges Simenon Jóhanna Kristjónsdóttir sneri á íslensku 45 ingja en ekki Cauca>j.sonshjón- in. Ég held þau oigi lítið hús á Bretagne. — Hafið þér rekizt á önnur bréf þar sem hann biður um peninga? — Eg hef ekki lesið nema brot af þessu. Hér eru nokkur orð frá Estelle Japy, ekkju sem hann var eitthvað að vafstra með um tíma. „Kæri vinur. Ég sendi meðfylgjandi reikn- ing. sem mundi vera afar erfitt fyrir mig að greiða. Ég hlakka til að sjá yður. EsteIIe.“ — Var reikningurinn með bréfinu? — Ég hef ekki séð hann og þvi veit ég hvorki hvað hann var hár né um hvað var að ræða. Kannski einhver skart- gripur? Eða pels. Ifún var í kirkjunni í morgun en fór ekki í garðinn. — Þér samþykkið líkast til ekki að ég farið með bréfin heim svo að ég geti notað helgina til að lesa þau. — Ég harma að þurfa að neita yður. en mér finnst það óviðkunnanlegt, jafnvel þótt um mjög skamman tíma sé að ræða. Komið hingað þegar þér vilj- ið og ég skal Jeyfa yður að lesa i friði. Þarna er líka bréf frá Robert Trouard. arkitektinum sem reyndi að vekja áhuga manns míns á að byggja hús með sérstökum rikisfólksibúð- um. — Lagði hann cinhvern tíma fé í slíkar framkva'mdir? — Aldrei. eftir því sem ég bezt veit. — Hvað með konu Trouards? — Auðvitað. Rétt eins og allar hinar. En ég held ekki Trouard hafi vitað það. — Lítið á þetta. Það cr nú einna taumlausast. Konan heit- ir Wanda og ég þekki hana ekki. Og hér er önnur. það er frá Marie France, konu Henry Legendres. Hún rétti honum bréf sem var skrifað á Ijóshláa örk með ögn dekkra bleki. „Viðbjóðslega ástin mín! Ég ætti að hata þig og það geri ég líka ef þú kcmur ckki í þessari viku og biður mig fyrir- gefningar. Það eru þokkalegar sögur sem ég hef heyrt um þig. ég segi ekki írá hverjum ég hef þær, en það eru nýjustu vinkon- urnar. Þú manst sjálfsagt ekki einu sinni eftir þeim. í stuttu* máli sagt: fyrir nokkrum dögum varst þú í kokkteilpartíi og einhver fór að tala um mig. Eg veit að þú sagðir í áheyrn að minnsta kosti fimm pcrsóna: „Það er synd hvað hún hefur hangandi hrjóst." Ég vissi þú varst and- styggð. Nú hef ég fengið sönn- un fyrir því. En ég er samt ekki nógu sterk til að segja að ég vilji aldrei sjá þig. Og nú átt þú leikinn." — Ef þér þekktuð viðkom- andi mynduð þér skilja hvað þetta er afkáralegt. Frú Le- gendre er ákaflega vel klædd og skínandi langar leiðir af skartgripum og fínheitum. En nú verðið þér víst að fara, því að Gerard kemur á hverri stundu. Það er Gerard Aubin sem ég þarf að spyrja ráða í sambandi við peningamál. Hon- um treysti ég til fullnustu. Viljið þér koma síðdegis á morgun? — Ég held ekki. — Auðvitað viljið þér heldur verja sunnudeginum með fjöl- skyldunni, annaðhvort væri nú. Ilún hafði auðvitað ekki hug- mynd um að þennan sunnudag myndu Maigret og kona hans bara fara í sína venjulcgu bíóferð og síðan ganga heim hönd i hönd. Þegar hann kom niður hitti hann Lapointe. — Það var rétt hjá yður. að hann myndi koma. En hann narraði mig. Hann er sleipur sem áll. Ég veit ekki hvenær hann slapp, en allt í einu var hann horfinn. Ég hljóp á eftir honum. en hann hvarf cins og jörðin hefði gleypt hann. — Ilann veit áreiðaniega

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.