Morgunblaðið - 14.02.1980, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.02.1980, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1980 * Ar trósins: Skógræktarvika í Reykjavík um mánaðamót maí-júni Undirbúningsnefnd vegna „árs trésins" sendi bréf til 160 félaga- samtaka i borginni i janúar s.l. Þar sem fram kemur að nefndin hefur ákveðið að gangast fyrir sérstakri skógræktarviku í Reykjavik um mánaðamótin maí- júní og leitar eftir samvinnu við borgarbúa og félagasamtaka þeirra í því skyni. Hugmyndin er sú að í þessari viku verði gert átak í gróðursetn- ingu trjáplantna í borgarlandinu og valin verði, í samráði við hin ýmsu félagasamtök borgarbúa, svæði til gróðursetningar í hverf- um borgarinnar og íbúum þeirra gefinn kostur á að kynnast trjá- rækt og fegra umhverfi sitt með gróðursetningu í sjálfboðaliða- vinnu. í undirbúningsnefndinni eiga sæti Vilhjálmur Sigtryggsson og Kjartan Thors frá Skógræktarfél- agi reykjavíkur, Álfheiður Inga- dóttir frá umhvcerfismálaráði borgarinnar og Þórður Þorbjarn- arson borgarverkfræðingur, Ha- fliði Jónsson, Garðyrkjustjóri og Ómar Einarsson framkvæmd- astjóri Æskulýðsráðs. . Nýlokið við veggmynd. 86 ára fyrrv. bæjarverkstjóri í Eyjum: Hnýtir, saumar flosar og rýjar ÞAÐ leynast víða góðir listamenn, þó ekki hafi allir komið sér á fram- færi og misjöfn eru líka viðfangsefnin. Það er til dæmis sérstætt þegar maður sem um ævina hefur unnið hörðum höndum tekur ,til við fíngert bróderí. í Hraun-- búðum, elliheimilinu í Eyjum, er að finna marga góða handverks- menn, en þar er ágætis aðstaða til margvíslegs föndurs og listiðju. Þar leynast málarar og hand- verksmenn og konur margar sem sinna ýmiss konar handavinnu. Með- Böðvar hress og kátur að smyrna. Ljósmyndir Mbl. Sigur- geir. Böðvar hjá nokkrum af verkum sínum. al íbúa er Böðvar Ingv- arsson fyrrverandi bæj- arverkstjóri en hann er 86 ára gamall og lætur aldurinn ekki aftra sér frá ýmiss konar iðju. Böðvar rýjar, hnýtir trefla, saumar púða, flos- ar, saumar krosssaum og sitthvað fleira. Hefur hann gert mörg eiguleg verk og m.a. á listasafn Vestmannaeyja verk eftir Böðvar og hangir það í listasafninu. Niðurstöður skoðanakönnunarinnar kynntu þeir Gunnar Maack frá Hagvangi, Knútur óskarsson og Lúðvíg Hjálmtýsson frá ferðamálaráði. Ljósm. Kristján. "..™X Skoðanakönnun meðal erlendra ferðamanna: Fyrstu skrefin í áætlana- gerð íslenzkra ferðamála Á fundi með fréttamönnum fyrir nokkru kynntu fulltrúar Ferðamálaráðs og Hagvangs, er annaðist framkvæmd könnunar- innar, niðurstöður hennar. Var henni ætlað að veita upplýsingar um í hvaða tilgangi menn kæmu til landsins, hvað hafi verið áhugaverðast, hvað eyðsla þeirra hafi verið mikil í landinu, hvar menn hafi gist, hve lengi o.fl. Upplýsingar fengust hjá 658 einstaklingum, útlendingum er voru á leið frá landinu. Voru þeim afhent spurningaeyðublöð í vélum Flugleiða er fóru frá Keflavík og voru farþegar yngri en 16 ára ekki spurðir. Rúm 40% þeirra er spurðir voru reyndust Bandaríkjamenn, 9,4% Þjóðverj- ar, 7,1% Frakkar, 6,8% Svíar, 5,7% Svisslendingar, 5,6% Dan- ir, 5,4% Bretar og aðrar þjóðir voru fámennari. Eru tölur þess- ar hliðstæðar skiptingu ferða- manna eftir þjóðerni er komu til landsins á árunum 1975—1978. Hér verða á eftir rakin nokkur atriði úr könnuninni og tilgreind helztu svör við þeim, en niður- stöðurnar eru aðeins birtar í töfluformi. Hver var tilgangur ferðarinn- ar? Yfir 43% sögðu hann vera frí, skemmtun eða íþróttir, 27% sögðu heimsókn í sumarfríi til skyldmenna og kunningja, tæp 8% komu í viðskiptaerindum og 2,3% komu í erindum ríkis- stjórnar sinnar. 4,2% sóttu þing eða ráðstefnur og 3,1% heim- Ferðamálaráð íslands gekkst fyrir nokkru fyrir könnun meðal erlendra ferða- manna á ferðum þeirra um Island og innti þá álits á ýmsum þáttum íslenskrar ferðaþjónustu og viðhorfum þeirra til lands og þjóðar. Samkvæmt lögum um ferðamál er skipulagning og áætlanagerð um íslenzk ferða- mál eitt verkefna Ferða- málaráðs og er könnun þessi eitt fyrsta skrefið á þessu sviði. sóttu vini og frændur af öðrum ástæðum en sumarleyfum. Hvar gistirðu? Rúm 60% gistu á hótelum, 11% hjá vinum og kunningjum og 11% í tjöldum, aðrir á einkaheimilum eða öðr- um stöðum. Hvernig ferðaðistu um landið? Tæp 40% fóru um með lang- ferðabílum, 10% með áætlunar- bílum, 15% leigðu sér bíl, 12% gengu eða hjóluðu, 8% voru á eigin bíl og 14% með flugvélum. Hversu miklum peningum eyddirðu fyrir utan fargjöld til og frá landinu? Tæp 23% eyddu milli 50 og 100 þ. kr., og 23% eyddu 10—30 þ. kr., 13,1% eyddu 30-50 þ. kr., 11,3% eyddu 100- 150 þ. kr., 7,8% 150-200 þ.kr. 7,4% 0—10 þ. kr., og aðrir meira. Síðan voru ferðamenn beðnir að flokka niður nokkra þætti ferðaþjónustunnar, þeir spurðir hvort þeir væru ágætir, góðir, sæmilegir eða lélegir. Atriði, sem spurt var um í þessu sambandi voru hótel, ferða- skrifstofur, upplýsingar fyrir ferðamenn, tjaldstæði, heilsu- lindir, veitingahús, næturlíf og ferðir. Milli 47 og 55% svaranna lentu í flokknum „gott“, nema í einu tilviki þar sem aðeins 24% kváðu næturlífið gott, en 38% töldu það lélegt. Annars lentu innan við 10% svaranna í þeim flokki. Einkunnina „ágætt“ gáfu milli 20 og 36% ferðamannanna, þannig að segja má að á bilinu 40—85% hafi þótt ofangreind atriði í ágætu eða góðu lagi. Tií hvers fannst þér mest koma? Yfir 40% ferðamannanna fannst mest koma til náttúru og landslags, 31% sögðu það vera fólkið og síðan voru nefnd atriði eins og fiskur, fiskréttir, hús, arkitektúr, menning o.fl. Hvað mislíkaði þér? Þar fékk verðlagið flestar tilnefningar eða 30,9%, veðurfarið fékk 18,5% og síðan voru nefnd atriði eins og bjórskortur, lítið skemmtanalíf, óvingjarnlegt fólk, opnunartími búða og upp- lýsingar. Hvað kom þér til að hugsa alvarlega til Islandsferðar? 24% sögðu það vera áhrif frá vinum eða skyldmennum, 10% fyrri ferðir, 18% ferðaskrifstofur og 18% íslenzku flugfélögin. Síðan voru nefndar auglýsingar, grein- ar í tímaritum og erlend flugfé- lög. Bolungarvík: Bæjarfógetaembættið flytur í nýtt húsnæði Bolungarvik, 12. íebrúar Bæjarfógetaembættið tók um síðustu helgi í notkun nýtt hús- næði fyrir starfsemi sína. Er hér um að ræða eignarhluta embættis- ins í Ráðhúsi Bolungarvikur, en eigendur þess eru þrír, Bolung- arvikurbær, Sparisjóður Boiung- arvíkur og bæjarfógetaembættið. Bygging ráðhússins hófst árið 1970. Sparisjóðurinn tók sinn hluta í notkun 1973 og b^ejarsjóður hluta af sínu húsnæði, þ.e. undir slökkviliðið. Húsnæði bæjarfógetaembættisins er á 227 fermetra gólffleti. Mjög góð afgreiðsluaðstaða skapast í hinu nýja húsnæði. í kjallara eru fanga- geymslur lögreglunnar á 75 fermetra gólffleti, en það eru tveir eins manns klefar og einn hópklefi. Einnig er fullkomið bað og snyrtiaðstaða. Það er hægt að fullyrða að starfs- aðstaða bæjarfóget'a stórbatnar nú, því áður fór starfsemin að mestu leyti fram í tveimur herbergjum á efri hæð verkalýðshússins. Auk þess hafði lögregla eitt herbergi fyrir sig auk fangaklefa sem voru nánast ónothæfir. HJá bæjarfógetaembættinu starfa nú tveir starfsmenn, auk Halldórs Kristinssonar bæjarfógeta. Tveir lögregluþjónar eru í fullu starfi. — Gunnftr Halldór Kristinsson bæjarfógeti i nýja húsnæðinu. I.jósmynd Mbl. Gunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.