Morgunblaðið - 14.02.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1980
19
Egill Hallgrímsson
kennari — níræður
Þaö var ekki fyrr en Egill
Hallgrímsson kennari hafði misst
sjónina að undirritaður átti þess
kost að kynnast þeim öðlings-
manni og höfðingja. En þrátt fyrir
að Egill lifði ljóslausa daga staf-
aði frá honum innri birtu heiðríks
hugar og skýrrar hugsunar. Hann
átti að baki æfistarf sitt sem
kennari og kortagerðarmaður, en
hafði enn óskertan áhuga á því,
sem var að gerast í þjóðlífinu í
kringum hann. Eitt af vakandi
áhugamálum Egils var viðgangur
Vísindasjóðs íslendinga. Hann var
einn þeirra manna, sem áttu
hugmyndina að stofnun Vísinda-
sjóðs og lagði drjúgan skerf til að
hrinda þeirri hugmynd í fram-
kvæmd. Á níræðisafmæli Egils
vill undirritaður fyrir hönd
stjórnar Vísindasjóðs færa honum
alúðarkveðjur og árnaðaróskir.
Egill var fæddur að Vogum í
Vatnsleysustrandarhreppi, sonur
hjónanna Hallgríms Scheving
Árnasonar útvegsbónda þar og
konu hans Guðrúnar Egilsdóttur
hreppstjóra í Vogum. Hann lauk
gagnfræðaprófi frá Flensborg-
arskóla 1907 og kennaraprófi 1910.
Síðar stundaði hann framhalds-
nám í stærðfræði og landmæling-
um. Hann var lengst sinnar
starfsæfi kennari við barnaskól-
ann í Reykjavík, en vann að
landmælingum og kortagerð á
sumrum m.a. fyrir Reykjavíkur-
bæ.
Egill segir svo sjálfur frá að
hugmynd hans að stofnun Vís-
indasjóðs á íslandi hafi fyrst
kviknað við lestur rita erlendra
vísindamanna og rithöfunda svo
sem Alexis Carrels, en þó sér í lagi
Aldous Huxley. Hann varð einnig
fyrir áhrifum íslendinga, sem um
þessi mál höfðu ritað svo sem dr.
Trausta Einarssonar og prófess-
ors Jóns Helgasonar. Hugleið-
ingar Egils um stofnun Vísinda-
sjóðs og brennandi áhugi hans á
því að hrinda þeim hugmyndum í
framkvæmd urðu til þess að hann
kvaddi nokkra kunna vísindamenn
til fundar á heimili sínu Bárugötu
3 hér í borg þ. 15. apríl 1955, til
þess að ræða möguleikana á stofn-
un Vísindasjóðs. Einn í þeirra
hópi var dr. Broddi Jóhannesson
f.v. rektor Kennaraháskólans. í
greininni: „Nokkrir kveikir að
stofnun Vsindasjóðs íslands", sem
birtist í 1. hefti Menntamála 1960,
gerir dr. Broddi grein fyrir því
sem gerðist á fundinum og síðari
framvindu þeirra mála.
í framhaldi af fundinum á
Bárugötu 3 var stofnað til óbund-
inna samtaka nokkurra manna,
sem áfram unnu að framgangi
Vísindasjóðsmálsins. Ármann
Snævarr núverandi hæstaréttar-
dómari var kjörinn oddviti þess-
ara samtaka og var hann síðar
skipaður af þáverandi mennta-
málaráðherra Bjarna Benediktss-
yni í nefnd til að rannsaka fjáröfl-
unarleiðir og skipulagsmál vænt-
anlegs vísindsjóðs. Endanlegt
frumvarp um vísindasjóð var
síðan flutt á Alþingi 16. maí 1957
að tilhlutan þáverandi mennta-
málaráðherra Gylfa Þ. Gíslason-
ar, en varð að lögum 5. júní sama
ár. Hugmyndir og framtak Egils
Hallgrímssonar urðu þannig með
vissum hætti kveikjan að stofnun
Vísindasjóðs íslendinga.
En Egill Hallgrímsson lét ekki
þar við sitja. Hinn 30. desember
1974 boðaði hann enn til fundar á
heimili sínu og konu sinnar Elínar
Pálsdóttur. Var þar mætt stjórn'
Vísindasjóðs og stjórnarformenn
deilda sjóðsins. Ástæðan til þess
að ofangreindir aöilar voru boðað-
ir á heimili þeirra hjóna var að
Egill vildi minnast þess með
nokkrum hætti, að hinn 1. des-
ember næstliðinn voru 20 ár liðin
frá því að hann fyrst kom á
framfæri gamalli hugmynd sinni
um stofnun Vísindasjóðs. Ávarp-
aði hann gesti sína og tilkynnti að
þau hjónin hefðu ákveðið að gefa
sjóðnum húseignina Bárugötu 3 í
Reykjavík. Frú Elín las síðan
gjafabréf fyrir eigninni og er þar
rakinn að nokkru aðdragandi að
stofnun Vsindasjóðs, en um til-
gang gjafarinnar segir m.a.: „Þar
sem ég undirritaður Egill Hall-
grímsson tel mig tengdan Vísinda-
sjóði með þeim hætti, sem fyrr er
greint, og mér er hugleikið, að
hann eflist og geti átt sem mestan
þátt í að styrkja hvers konar
vísindastarfsemi hér á landi, höf-
um við hjónin ákveðið, í minningu
ellefu alda byggðar á íslandi, að
gefa sjóðnum húseignina Báru-
götu 3 í Reykjavík, ásámt eignar-
lóð og því innbúi, sem við höfum
ekki ráðstafað til annarra við
andlát þess okkar, er lengur lifir".
Stjórn Vsindasjóðs þakkaði á
sínum tíma þessa merku og höfð-
inglegu gjöf. Ég endurtek árnað-
aróskir og þakkir til hinna öldnu
heiðurshjóna og bið þeim guðs
blessunar.
Ólafur Bjarnason.
Síðla hausts árið 1940 tók ég á
leigu lítið herbergi á Bárugötu 3.
Eigandinn Egill Hallgrímsson var
fríður maður sýnum, bjartur yfir-
litum, hávaxinn og beinvaxinn.
Kyrrð var mikil í húsinu, litir
mjúkir og ljós hófsamleg. Her-
bergi mitt og vinnustofa Egils
voru á sömu hæð. í vinnustofunni
virtist mér jafnan vera rokkið eða
myrkt, en stundum brá fyrir
glampa af annarlegu, bláleitu
ljósi.
Þegar ég greiddi húsaleiguna í
fyrsta sinn, veitti ég undirskrift-
inni ósjálfrátt athygli. Fágæt
snyrtimennska, vandvirkni, ná-
kvæmni og samkvæmni auð-
kenndu stafagerðina. Oft sá ég
Egil rita nafn sitt eftir þetta, og
auðkennin voru ávallt hin sömu.
Samur var og bragurinn á öllu
hans dagfari og heimilisháttum,
hugsunum og verkum.
Kynni okkar tókust ekki með
neinum geysingi, en bráðlega
komst ég þó á snoðir um, að Egill
var Suðurnesjamaður að ætt og
uppruna, kennari að atvinnu og
gagnkunnugur Reykjavík, lands-
lagi, þróun byggðar í bænum,
mannvirkjum og mönnum, er að
þeim höfðu staðið og enn voru ofar
moldu.
Áhugaefni Egils vöktu mér
nokkra undrun, en þau voru eink-
um á sviði stærðfræði, fagurfræði,
rökfræði og annarra heimspeki-
legra viðfangsefna. Hann bar
mikla virðingu fyrir frumlegri
hugsun og lifandi hugkvæmni og
var kröfuharður og vandlátur um
málfar og skýra framsetningu.
Gróðurvernd og þróun vísinda á
Islandi bar hann mjög fyrir
brjósti.
Enn vakti athygli mína
mannskilningur Egils og skarpir
mælikvarðar. Hann kaus að hafa
hvað eina á hreinu, svo var um
athafnir manna og ætlun, hyggju
og undirhyggju. Spurningar hans
og athugasemdir voru markvísar
og á stundum naprar, orðfimin
blönduð kaldri kímni. Við bar, að
mér virtist sem biturleik brygði
fyrir í tilsvörum hans, og var þó
vandséð, hvort heldur var stíl-
bragð eitt eða sárindi. Þannig kom
Egill mér fyrir sjónir við vetrar-
langa kynningu undir þaki hans.
Síðar varð ég margs vísari um
Bárugata 3
nám hans og störf. Hann lauk
gagnfræðaprófi frá Flensborg-
arskólanum 1907 og kennaraprófi
1910, en kennslu hóf hann þegar
að gagnfræðaprófi loknu. All-
mörgum árum síðar nam hann
stærðfræði og landmælingafræði,
og varð hann einn þeirra, er í
bókstaflegum skilningi settu svip
á bæinn um langt skeið, því að
hann stundaði landmælingar og
kortagerð fyrir Reykjavíkurbæ og
stofnanir hans svo sem Reykja-
víkurhöfn, Rafmagnsveitu
Reykjavíkur og bæjarsímann,
einnig vann hann fyrir Landsím-
ann. Víðar kom hann við sögu
landmælinga og kortagerðar, þótt
ekki verði rakið frekaf. Auk mæl-
inga og kortagerðar stofnaði hann
ásamt öðrum fyrstu ljósprent-
stofu fyrir uppdrætti hérlendis og
rak hana, lengst af einn, frá árinu
1922—1950. Að þessari vitneskju
fenginni skildi ég, hvaðan Agli
kom hin nákvæma þekking á
mannvirkjum Reykjavíkur og
gerði mér nokkra grein fyrir því,
hversu margir þegnar höfuðborg-
arinnar hafa notið og munu lengi
njóta langs vinnudags þessa vand-
virka manns.
Egill var lengst af kennari í
Reykjavík, en gegndi því embætti
þó á fleiri stöðum, og víða hefur
hann farið m.a. námsferðir um
Norðurlönd, England, Frakkland,
Italíu, Sviss og Þýzkaland. Hann
aflaði sér víða fanga og var
ódeigur að lesa lærðra manna
bækur um áhugaefni sín, og einn
veturinn hlýddi hann á kennslu í
forspjallsvísindum í Háskóla
íslands.
Egill hefur jafnan verið hug-
sjónamaður. Hann treysti kostum
landsins til að efla fagurt mannlíf
og frjálsri þjóð til að hlynna að
landi og landsgæðum. Ungur að
árum stofnaði hann Ungmenna-
félag Vatnsleysustrandar, varð
fyrsti formaður félags Suður-
nesjamanna í Reykjavík og vann
um skeið að félagsmálum reyk-
vískra kennara. Hans mun lengi
verða minnzt fyrir að stofna
nokkra sjóði til eflingar skóla-
menntum, gróðri' og vísindum á
íslandi. Aldinn að árum lagði
hann til þeirra stórfé af afla
handa sinna og hugar síns.
Ég gat þess fyrr að Egill ætti til
að snara fram kaldbeittum at-
hugasemdum, og kynni stundum
að búa undir nokkur biturleiki.
Aldrei hef ég þó heyrt hann
kveinka sér undan hlutskipti sínu,
enda hefur hann verið lánsmaður,
en hins get ég til, að þessi
harðgreindi maður hafi stundum
kennt nokkurs sviða af því að hafa
ekki átt kost á að neyta gáfna
sinna til fullnaðarnáms í þeim
greinum, sem honum eru hug-
leiknastar. Hefndir tók hann með
því að greiða öðrum þá leið, sem
hann gekk ekki sjálfur.
Kvæntur er Egill einstakri öðl-
ingskonu Elínu Pálsdóttur. Sendi
ég þeim kveðjur mínar og góðar
óskir.
Broddi Jóhannesson
FALLEGT OG STERKT
Þú getur valið um 11 gerðir eldhúsa frá NOREMA í mismunandi
verðflokkum. Allar eiga þær það sameiginlegt, að vera fallegar og
sterkar. Við gerð þessara innréttinga hefur verið lögð sérstök áhersla á
að þær þyldu mikla notkun. Við veitum þér allar ráðleggingar og gerum
þér verðtilboð þér að kostnaðarlausu og án nokkurra skuldbindinga.
Hríngdu eða komdu, og fáðu litprentaðan bækling frá Norema
SNOREMA
Innréttingahúsið
Háteigsvegi 3
Verslun sími 27344