Morgunblaðið - 14.02.1980, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.02.1980, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1980 „Reynum að tviima saman skemmtun, útsölumarkað og vörukynningu“ Segir Guðlaugur Bergmann, forstjóri Karnabæjar, fyrirtækið gengst fyrir í um markað sem Sýningahöllinni á Ártúnshöfða „ÞAÐ sem við erum að gera hér í Sýnin£ahöllinni er að við erum að reyna að tvinna saman skemmtun. vörukynningu og útsölumark- að. Hingað bjóðum við fólki til að krækja sér í ódýra vöru um leið og það getur smakkað á og kynnst öðrum vörum. Hér erum við með barnagæzlu og veitingar á staðnum, auk þess sem listaverk hanga á veggjum. og er því um nokkurs konar fjölskylduviðburð að ræða, þótt allt miðist auðvitað við að hingað geti fólk komið og gert hagkvæm viðskipti, kjarakaup,“ sagði Guðlaugur Bergmann forstjóri Karnabæjar í spjalli við Mbl. í Sýningahöllinni á Ártúnshöfða, en þar gengst Karnabær fyrir útsölumarkaði þessa dagana. Margs konar vörur eru þar á boðstólum. auk skemmtiat- riða, og er opið daglega frá klukkan 13—18, auk þess sem opið er til 22 á þriðjudags- og föstudagskvöldum. „Hér er BLÓMAVAL með grænmetismarkað, nýtt og fyrsta flokks grænmeti á útsöluverði, íslenzk matvæli eru með vöru- kynningu, svo og Sól hf. (Tropi- cana), Glit og I. Pálmason, sem er hér með slökkvitæki og allt sem því fylgir. Þá er hér barnafata- verzlun, skóverzlun, leikfanga- verzlun og skartgripaverzlun. Loks eru Karnabæjarbúðirnar, Garbo, Bonaparte og Bonanza hér með útsölumarkaði og er verðið hér ódýrara en var á útsölum verzlan- anna. Þá er saumastofa Karnabæj- ar hér með mikið af efnum og efnisbútum. Loks er Steinar hf. hér með mikið af hljómplötum og kassettum. Þá er húsgagnaverzl- unin Arsalir hér á annarri hæð og alltaf eru fleiri og fleiri að bætast í hópinn," sagði Guðlaugur. „Við höfum tryggt okkur hér einn þekktasta og vinsælasta kynni landsins, Þorgeir Ástvalds- son. Við erum með diskógólf hér á miðri hæðinni og þar er Þorgeir nokkurs konar „prímus mótor“, hann gefur gestum til kynna hvað hér sé á ferðinni, hvar hitt og þetta er að finna. Hann vekur athygli á einstökum vörum, hversu lágt verð er um að ræða. Loks heldur hann uppboð á ýmsum vörum svona inn á milli. A hverjum degi er svokölluð heimsókn dagsins. Fáum við þá í heimsókn ýmsa skemmtikrafta sem tengjast Steinari hf. Baldur Brjánsson kemur í dag, þriðjudag, Haraldur og Skrýplarnir á morg- un, þá hljómsveitirnar Mezzaforte og Norðurljós. Við fáum einnig í heimsókn hljómsveit skipaða 13— 14 ára unglingum. Þá kemur Gunnar Þórðarson í heimsókn með sinn flokk og einnig eru og verða hér hárgreiðslusýningar og tízku- sýningar. Við erum með lukkumiða sem dregið er úr daglega, en einnig verður dregið um einn heildarvinn- ing í restina. Eg veit ekki til þess að stofnað hafi verið til fyrirtækis af þessu tagi á Islandi, og ég veit ekki enn hvort þetta tekst eða ekki, en hér verður opið til 24. febrúar. Eg tel það hins vegar mikið mál fyrir fjölskylduna að fá alla hluti svona á einum stað og undir sama þaki, þar sem einnig er hægt að setja börnin í geymslu meðan rambað er um sali,“ sagði Gunnlaugur að lokum. Eigandi Sýningahallarinnar er Jón Hjartarson. Hefur hver sýn- ingin og markaðurinn af öðrum verið í húsinu undanfarin tvö ár, og húsið er meira og minna bókað það sem eftir er af þessu ári, ef sumarið er undanskilið. Mbl. tók Jón tali og spurði hann hvað liði sýningarmálum almennt. „í apríl næstkomandi verða tvö ár liðin síðan Sýningahöllin var opnuð með hinni stórglæsilegu sýningu Bílgreinasambands íslands, Auto '78 en hún var bílainnflytjendum til mikils sóma. Síðan þá hefur margt skeð, og sem betur fer, flest þokast áleiðis. Það tekur tíma að koma slíkum rekstri á fæturna sem héf er stefnt að í Sýningahöllinni. Ekki endilega vegna þess að hann sé flókinn, — að minnsta kosti ekki ef tekjur og gjöld mætast, — heldur þarf at- vinnulífið að fá nauðsynlega aðlög- unartíð að svo nýstárlegum mögu- leikum sem kaupstefnu-, sýninga- og markaðshús býður upp á.“ Þessu næst var Jón spurður hvað réði því að hann réðst í byggingu sýningahússins. „Verzlun er nokkurskonar slag- æð hvers þjóðfélags og afkoma þess mjög svo háð því hvernig verzlunin skilar hlutverki sínu. Þó íslendingar séu ekki margir miðað við þau þjóðlönd sem þeir skipta við, er vettvangur verzlunar þeirra stór. Framleiðsla og eyðsla er hér margföld á við ýmsar aðrar þjóðir. Innflutningur og útflutningur mældur á móti þjóðartekjum er hér einnig margfaldur á við það sem yfirleitt gerist, — t.d. saman- borið við Bandaríkin. Og þrátt fyrir fámennið skiptum við með okkur ótal verkum. Við reynum að framleiða sem fjölbreytilegastar vörur fyrir heimamarkað og út- flutning. Þetta hefur okkur tekist og mun takast i framtíðinni betur en nú, þrátt fyrir aukna sam- keppni, meðal annars vegna þess að verzlunin hérlendis hefur smám saman þróast í átt til jafnræðis við verzlun annarra þjóða. Á milli framleiðslu og neyzlu eru mörg stig. Misjafnlega mörg eftir því hver varan er, en óhætt er að segja að flest viðskipti eigi sér stað í milligöngu verzlunar. Hlutverk hennar er ekki aðeins að kaupa og selja, heldur einnig að geyma, flytja,- sýna, kynna og jafnvel umbreyta smekk eða venju. Að- stöðu sinnar vegna er kaupmaður- inn yfirleitt hæfari til að ímynda sér hverjar óskir neytenda verða eftir svo og svo langan tíma, heldur en iðnrekandinn eða segjum framleiðandinn, sem ekki um- gengst hinn endanlega neytanda jafnmikið. Og þegar þess er gætt að tíminn frá því undirbúningur að framleiðslu einhverrrar vöru er hafinn, þar til hún er boðin fram, er oft lengri en vörunni er ætlaður á markaðinum þar sem hún á að seljast, svo sem á við um tízkuvör- ur, árstíðabundnar vörur og þvíumlíkar, er áugljóst að hlutverk verzlunarinnar er ekki sízt upplýs- ingamiðlun inn í framleiðsluþætt- ina. Hlutverk sýningahallar er að auðvelda slíkar ágizkanir. Fram- leiðendur og kaupmenn hafa með sér kaupstefnur þar sem nýjar vörur eru kynntar, og það oft með sýnishornum af væntanlegri fram-1 leiðslu. En hlutverk sýningahallar er einnig að jafna út eftirspurnar- kúfa. Smekkur manna breytist sífellt, sbr. tízkan, en sem betur fer er markaðurinn ekki „massi“ sem allur hreyfist eins. Sumir eru fljótir að skipta um, halda sér í tízkunni eins og það stundum heitir, aðrir eru íhalds- samari, og svo eru þeir sem vilja kaupa aftur og aftur góðan hlut. Þessi viðbrögð koma framleiðend- um vel, ekki síst íslenzkum fram- leiðendum sem hafa það vandamál mest að þurfa sífellt, á þröngum markaði, að velja á milli stórra og smárra framleiðslu raða, en venju- lega fer verð vörunnar eftir því hve mikið er búið til af henni í hverri framleiðsluskorpu. Lager fyrir- tækjanna er því oft svo mikill að hann dregur úr hæfni þeirra til að auka fjölbreytni framleiðslunnar. Hlutverk Sýningahallarinnar er því meðal annars að auðvelda framleiðendum og kaupmönnum að auka veltuhraða lausafjár- muna.“ Er ekki kostnaðarsamt að halda sýningar? „Peningar á íslandi í dag kosta nær 40% á ári og í sumum tilfellum meira. Það gefur því auga leið að enginn hefur ráð á því að selja ekki vöruna sína. En þó peningar séu dýrir er ekki þar með sagt að sýningar og markaðs- eða kaupstefnur borgi sig alltaf. Það er því megin hlutverk sýningahallar að gera þjónustu sína svo ódýra að atvinnuvegirnir sjái sér hag í fyrirhöfninni. Hingað til hafa slíkir atburðir verið kostnaðarsamir, svo sem eðlilegt er, því engin föst aðstaða hefur verið við hendina og nær allt þurft að smíða frá byrjun hverju sinni. Sýningahöllinni hefur tekist að lækka þennan kostnað verulega og útiloka marga óvissuþætti í kostnaðarspám. Má það fyrst og fremst þakka arkitekt hússins og verkfræðingum þess. En hlutverk sýningahallar eru fleiri og mér þykir vænt um að fá tækifæri til í þessu viðtali að nefna þau, — en fyrst langar mig til að skilgreina nokkur hugtök sem ég hef orðið var við að eru mjög á reiki í vitund manna. Tökum fyrst orðið KAUP- STEFNA. Kaupstefna er vettvang- ur hinna ýmsu aðila atvinnulífsins, — þeirra sem framleiða, selja og kaupa vörur í magni. Á kaupstefn- um eru vörur og hugmyndir boðn- ar og keyptar gagnrýndar og verð- lagðar áður en þeim er dreift eða þær settar i framleiðslu. SYNING á hinn bóginn er öllum opin. Undir þetta heiti flokkast allt sem sýnt er og sem almenningur vill gera sér ferð til að sjá. Þessar sýningar eru stundum „sölu“sýn- ingar. MARKAÐUR er tímabundinn vettvangur aðila viðskiptalífsins og endanlegra neytenda. Á mark- aði er lögð áherzla á lágt verð og úrval vara og ólíka vöruflokka. Hlutverk sýningahallar er að mæta þörf þessara markaðsforma allra, á hagkvæman hátt, og á þeim tíma sem best hentar at- vinnuvegunum. En ekki aðeins það, heldur einnig að geta boðið svo mikið húsrými og svo litið pláss sem hver og einn æskir. Ég vil sérstaklega fá að benda á þetta atriði. Sýningahöllin er ekki aðeins til ráðstöfunar þeim sem biðja um þúsund eða sjö þúsund fermetra heldur einnig þeim sem þurfa tíu eða hundrað fermetra um lengri eða skemmri tíma. Jafnvel eina klukkustund. Sýningahöllin eins og hún er núna er ekki fullsmiðuð. Síðasti áfanginn, — sá að ljúka bygg- ingaframkvæmdunum, og ganga frá öllu utandyra, — er eftir. Þrátt fyrir þetta höfum við eignast marga trausta viðskiptamenn. í Sýningahöllinni hafa verið haldnar kaupstefnur, sýningar, markaðir og margt fleira. í fyrra voru gestir okkar um 200 þúsund og í ár er vonast til að sú tala hækki mikið.“ Á grænmetisbás Á fatamarkaði í skódeildinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.